Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Flokksblöðin: Fá nú 70 milljónir frá skattgreiðendum I frumvarpi að fjárlögum er gert ráð fyrir að s'tyrkir til flokksblaða aukist um 70 prósent á sama tíma og önnur útgjöld ríkissjóðs hækka um 9,6 prósent að meðaltali. Saman- iagður styrkur til flokksblaðanna og beinar greiðslur til þingflokkanna verða á næsta ári rétt tæpar 100 millj- ónir. Það má skipta styrkjum ríkissjóðs til dagblaðanna í þrennt. í fyrsta lagi fá þau 50 milljónir í beinan styrk. Þau fjögur dagblöð sem þiggja styrk- inn, Tíminn, Þjóðviljinn, Alþýðu- blaðið og Dagur, fá því um 12,5 milij- ónir hvert. í öðru lagi kaupir ríkið 250 eintök af dagblöðunum. Fyrir ofangreind dagblöð þýðir þetta um 2,4 milljónir til viðbótar. Heildarstyrkur tíi þeirra er því um 15 milljónir. í þriðja lagi skipta þingflokkamir á milli sín 22 milljónum „til útgáfu- mála samkvæmt ákvörðun þing- flokkanna" eins og segir í fjárlögum. Þeir þingflokkar sem eiga flokksmál- gögn láta þennan styrk oft á tíðum renna til þeirra. Þessari upphæð er skipt eftir þingstyrk flokkanna. Þannig fær Sjálfstæðisflokkurinn 6,3 milljónir, Framsókn 4,5 milljónir, Alþýðuflokkurinn 3,5 milljónir, Al- þýðubandalagið 2,8 milljónir, Borg- araflokkurinn 2,4 milljónir, Kvenna- listinn 2,1 milljón og Stefán Valgeirs- son fær samkvæmt þessari reglu um 350 þúsund krónur til útgáfustarf- semi. Samkvæmt þessu verður styrkur ríkissjóðs til Alþýðublaðsins um 18,4 milljónir, Þjóðviljinn fær 17,7 millj- ónir og Tíminn og Dagur fá um 17,1 milljón hvor ef Framsókn deilir sín- um styrk jafnt á málgögnin tvö. Samanlagt fá þessi blöð rúmar 70 milljónir í sinn hlut. Til þess að gefa hugmynd um vægi þessara fjögurra dagblaða í fjárlögunum þá fá þau jafnháa upphæð og eftirtalin menn- ingarfyrirbrigði: Leikfélag Reykja- víkur, Leikfélag Akureyrar, Banda- lag jslenskra leikfélaga, íslenska óp- eran, íslenski dansflokkurinn, Is- lensk tónverkamiðstöð, Sinfóníu- hljómsveit æskunnar, íslenska hljómsveitin, Listasafn Sigurjóns Ól- afssonar, Listasafn ASÍ, heiðurslaun listamanna og Listahátíð. Auk styrkja til útgáfu flokksmál- gagna fá flokkamir styrki sem heita „sérfræðileg aðstoð við þingflokk- ana“. Samkvæmt ijárlögum verða þeir 18 milljónir á næsta ári. Saman- lagt eru því styrkir til þingflokkanna rétt tæpar 100 milljónir króna. Miðaö við fjárlög yflrstandandi árs eykst þessi styrkveiting um 58,5 pró- sent eða 41,5 prósent umfram al- mennt verðlag. Ef fjármálaráðherrar næstu ára auka jafn myndarlega við þessa styrki til þingflokkanna og Ól- afur Ragnar Grímsson hefur nú gert má búast við að styrkirnir tvöfaldist á tveggja ára fresti þó miðað sé við fast verðlag. Með sama margföldunarhraða fara öll fjárlög íslenska ríkisins til þing- flokkanna eftir nítján ár. -gse loðdýrabú lands- greiðslustöðvun Ferðaskrifstofa ríkisins: Tryggt verður að starfs- menn kaupi - sagði samgönguráðherra Að sögn Steingríms J. Sigfus- sonar samgönguráöherra þá er enn verið að ræða við starfsmenn Ferðaskrifstofu ríkisins um hlut- afjárkaup þeirra í Feröaskrif- stofu íslands. Mátti af máli ráð- herra ráða að ætlunin er aö tryggja að ekki komi neinir nýir aðilar inn í hlutafjárkaupin. Ekki vildi ráðherra þó segja neitt um það hvort með þessu sé verið aö leggja kvaðir á forkaupsréttindi starfsmanna. Umræða varð um málið í sölum Alþingis 1 gær í kjölfar fyrir- spumar Guðmundar Agústsson- ar, þingmanns Borgaraflokksins. Sagði Guðmundur að ástæða fyr- irspurnarinnar væri sú að ýmis- legt heföi komið í ljós á sfðustu dögum sem vekti tortryggni varð- andi söluna. Sagðist hann jafn- framt efast um að söluverð hafi verið rétt. Ráðherra sagði að matsverð heföi veriö 30,4 milljónir en sölu- verð 28,4 milljónir. Utskýrði hann mismuninn með því að viðskipta- vild fyrirtækisins heföi verið lækkuð úr sex milljónum í fjórar til að auðvelda starfsmönnum kaupin. Hlutafé fyrirtækisins er 21 milljón en 7,4 mifljónir voru skildar eftir sera skuld við ríkis- sjóð. Sagðist ráðherra ekki geta sagt til um með hvaða kjörum sú skuld yröi. 24 starfsmenn keyptu hlutafé í fyrirtækinu og keyptu sjö þeirra yfir milljón. Fyrrverandi samgönguráö- herra, Matthías Á. Mathiesen, sagði aö þegar sala hlutabréfanna fór fram þá hefðu það verið starfsmenn sem keyptu. Þá sagði Albert Guömundsson aö matsverð á skrifstofunni heföi verið miklu hærra en söluverð en enginn vissi í raun hvert markaðsverð hennar væri því ekki heföi veriö leitað eftir því. Sagði hann aö það væri þó mun hærra en söluverðið og nefhdi hann máli sínu til stuönings að hagnaður heföi verið af fyrirtæk- inu í mörg ár og sá hagnaöur hefði verið lagður í rekstur fýrir- tækisins. -SMJ Stærsta ins fær Geir A. Guðsteinsson, DV, Dahrik: Stærsta loðdýrabú landsins, loð- dýrabúið Pólarpels að Böggvisstöð- um og Ytra-Holti, hefur fengið 3ja mánaða greiðslustöðvun en fyrir- tækiö hefur átt í verulegum greiðslu- I fjárlagafrumvarpi Ólafs Ragnars Grímssonar er gert ráð fyrir að um 921 milljón króna renni til uppbóta á lífeyri opinberra starfsmanna. Þessi útgjaldapóstur er þannig til- kominn að opinberir starfsmenn fá verðtryggðan lífeyri öfugt við aðra landsmenn. Flestir landsmenn þurfa að þola skertan lífeyri vegna þess að iðgjöld lífeyrissjóðanna rýrnuðu á tímum neikvæðra vaxta. Ríkissjóður bætir hins vegar starfsmönnum sín- um upp þessa rýmun. Auk þess eru úthlutunarreglur líf- eyrissjóða opinberra starfsmanna þannig að menn fá þar úthlutað eftir því hvaða laun eru greidd fyrir þá erfiðleikinn undanfarna mánuði eins og reindar flest bú og fyrirtæki sem tengjast loðdýraræktinni með einum eða öðrum hætti. Fóðurstöðin Dalvík sf„ sem sér öllum loðdýrabúum við Eyjafiörð og austur í Fnjóskadal fyr- ir fóðri, hefur fengið framlenginu á vinnu sem þeir unnu. Aðrir fá ein- ungis það sem þeir greiddu í sjóðinn og því hækkar lífeýririnn ekki eftir því sem laun hækka í landinu. Þessar uppbætur ríkissjóðs á líf- eyri starfsmanna hans hafa farið stighækkandi á undanförnum árum. Árið 1986 gerðu fiárlög ráð fyrir um 477 milljónum í uppbætur en ríkis- sjóður greiddi hins vegar um 574 milljónir. Árið 1987 var gert ráð fyrir um 527 milljónum en reyndin var sú að uppbætumar urðu um 861 millj- ón. í fiárlögum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir sömu upphæð eða 861 millj- ón. Á næsta ári er síðan gert ráð fyr- ir um 921 milljón. greiðslustöðvun en stöðvun þess fyr- irtækis mundi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir alla loðdýrarækt á þessu svæði og þótti þó vandinn ær- inn fyrir. Pólarpels er eitt af þremur loð- dýrabúum sem stofnuð vom árið 1971 er loðdýrarækt var leyfð að nýju hérlendis. Á búinu em um 14.500 minkahvolpar og 3.200 læður auk örfárra fullorðinna högna en í Ytra- Holti era um 5.300 blárefir og nokkr- ir silfurrefir, þar af eru um 750 læður og 200 högnar. Nokkuð hefur verið í fréttum að Framleiðnisjóður lánaði refabændum vegna búháttabreyt- inga, þ.e.a.s. refabúum breytt í minkabú, en reglugerð, sem þar er stuðst við, er augljóslega meingölluð því aðeins er lánað út á 200 refalæður en að Ytra-Holti eru þær 750 eða nær fiórfalt fleiri. Aðstoð Framleiðnisjóðs mundi í þessu tilfelli því aðeins vera yfirklór af verstu tegund. í dag er áætlað að framleiðslu- kostnaður á refaskinn sé um 2.500 krónur en nú nýverið fengust um 1.600 krónur fyrir blárefaskinnið eða aðeins um 65% af framleiðslukostn- aði. Til samanburðar má geta þess að verð á minkaskinni var á sama tíma um 1.400 krónur eða aðeins um 15% lægra. Að framansögðu má ljóst vera að fyrir löngu er orðið tímabært að að- hafast eitthvað raunhæft í málum refabænda. Skrumyfirlýsingar póh- tíkusa duga hreinlega ekki lengur. Það verður að teljast æði ótrúlegt að þessar uppbætur hækki ekki um nema 7 prósent frá árinu 1987 til 1989 á sama tíma og gert er ráð fyrir að almennt verðlag hækki um 40 pró- sent. Ef sú yrði raunin að uppbæt- urnar hækkuðu í takt við verðlag má búast við að þær verði á næsta ári um 1.200 milljónir. Þessi 921 milljón, sem frumvarp að fiárlögum gerir ráð fyrir að fari í uppbætur á lífeyri opinberra starfs- manna, er um 1,2 prósent af fiárlög- um. Það er um þrír fióröu af því sem ríkissjóður innheimtir af éinstakl- ingum í eignarskatt. -gse Skálinn að Böggvisstöðum, stærsti refaskáli í heimi. Uppbætur á lífeyri opinberra starfsmanna: Gleypir þrjá fjórðu eignarskatts TOYOTA COROLLA TWIN CAM GTi ÚRVAL B FRE AUDI 200 QUATTRO TURBÓ 4X4 árgerð 1986. Fjórhjóladrifin lúxus- bifreið, ekin 63 þús. km, með ótal aukahlutum, 5 gíra, vökvastýri, ál- felgur, ABS bremsukerfi, bilana- tölva, fartölva, rafmagnsloftnet, tölvustýrð miðstöð, sumar- dekk/vetrardekk, útvarp/segulband, litur steingrár, ýmisleg skipti koma til greina. Verð 1.650.000. SUBARU 1800 station 4x4 árgerð 1988. Ekinn 13.000 km, 5 gira, vökvastýri, útvarp/segulband, litur hvítur, skipti koma til greina á ódýr- ari bifreið, ekki eldri en árgerö 1987. Verð 840.000. EIGUM EINNIG ELDRI ARGERÐIR. NISSAN SUNNY 1600 SGX SEDAN 4X4 árgerð 1987. Fjórhjóladrifinn smábill, ekinn 40.000,5 gíra, vökva- stýri, útvarp/segulband, litur silfur, skipti koma til greina á ódýrari bif- reið. Verð 590.000. ENNFREMUR ÁRGERÐ 1988. árgerð 1988. Glæsilegur sportbíll, ekinn aðeins 11.000 km, 5 gíra, vökvastýri, topplúga, litað gler, 16 ventla, rafmagn í rúðum og læsing- um, spoiler, álfelgur, útvarp/segul- band. Skipti gætu komið til greina á ódýrari bifreið. Verð 780.000. LADA SPORT árgerðir ’83, ’84, ’85, '87, ’88. ISUZU TROOPER LS, lengri gerð, dísil, árgerð 1986. 4ra dyra, ekinn aðeins 54.000 km, 5 gira, vökva- stýri, útvarp/segulband, sumar- /vetrardekk, litur blár, tvílitur. Engin skipti, aðeins bein sala og góður staðgreiðsluafsláttur. Verð 1200.000. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ: Teg. Blazer SIOTahoe BMW316 Bronco IIXLT Carina II, 16ventla Charade TS Cherokee Chief 4,0L CivlcGTI Colt 1500 GLX Corolla Liftback 16 v. Dodge Aries Golf GL Honda Accord árg. Verð i þús. 1987 1.500 1987 800 1987 1.350 1989 900 1988 430 1987 1.500 1987 650 1987 490 1988 830 1987 640 1987 580 1987 770 MIKIÐ ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI 0PIÐ LAUGARDAGA KL. 10-17.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.