Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 26
42
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988.
Sjúkraspiatd heimilisins er hlutur sem gott er aö hafa við höndina á
heimilum.
Sjukraspjald heimilisins:
Góð lausn á geymslu
sjúkragagna á heimilum
Landssamband bjálparsveita Þaö er ekki aö ástæöulausu sem
skáta stendur þessa dagana fyrir Landssamband bjálparsveita skáta
landsátaki til aö bæta ástand ákvaö aö leggja í þetta átak til aö
sjúkragagna á heimilum lands- bæta ástand sjúkragagna á heimil-
manna meö sölu á sjúkraspjaldi um landsins og efla þekkingu
heimilins. landsmanna í skyndibjálp.
Sjúkraspjald heimilisins er góð Samkvæmt upplýsingum frá
lausn á geymslu sjúkragagna. Landlæknisembættinu um slys
Ávallt sést hvort sjúkragögn eru til árið 1987 þarf því sem næst þriðji
og ef eitthvað vantar á spjaldið sést hver maöur að leita sér læknisaö-
hvaö það er sem vantar. Á spjald- stoðar vegna slysa. Sem betur fer
inu eru tiunduö frumatriði skyndi- eru slys í heimahúsum sjaldan eins
hjálpar og sést undireins hvað gera alvarleg og umferöarslys en þau
skal ef óhapp hendir á heimilinu. eru margfalt algengari.
Aðaukifylgirbókumskyndihjálp. -HK
Jarðarfarir
Ólafur N. Kárdal lést 3. nóvember.
Hann fæddist á Blönduósi 25. ágúst
1910. Foreldrar hans voru hjónin Jón
Konráðsson Kárdal og Guðfinna
Kristín Þorsteinsdóttir. Árið 1922
fluttist hann til Vesturheims og bjó
hann þar til ársins 1976 er hann flutti
aftur til íslands. Ólafur var tvígiftur.
Fvrri kona hans var Svlvía Þor-
steinsdóttir en hún lést fyrir allmörg-
um árum. Þau eignuðust eina dóttur
saman. Eftirlifandi eiginkona hans
er Helga Stefánsdóttir. Þau eignuð-
ust tvær dætur saman. Útfór Ólafs
verður gerð frá Bústaðakirkju í dag
kl. 13.30.
Guðmundur Skúli Bergmann Björns-
son, fyrrverandi starfsmaður Flug-
málastjórnar ríkisins, Gnoðarvogi
28, Reykjavík, verður jarðsunginn
mánudaginn 14. nóvember kl. 13.30
frá Langholtskirkju.
Jóhannes Guðbjartsson, Suöurvör
14, Grindavík, áður Steinholti, Vest-
mannaeyjum, verður jarðsunginn
laugardaginn 12. nóvember kl. 14 frá
Grindavíkurkirkju.
Agnar Haraldsson Lervík, Smára-
hlíð, Hrunamannahreppi, verður
jarðsunginn frá Hrepphólakirkju
laugardaginn 12. nóvember kl. 14.
Útför Jennýjar Jónsdóttur, Smára-
túni 3, Selfossi, fer fram frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 12. nóvember
kl. 10.30. Jarðsett verður í Eyrar-
bakkakirkjugaröi að athöfn lokinni.
Halldór Gíslason frá Langagerði,
Kirkjuvegi 14, Selfossi, verður jarð-
sunginn frá Selfosskirkju laugardag-
inn 12. nóvember kl. 16.
Árni Hraundal frá Lækjarhvammi,
Fífusundi 1, Hvammstanga, verður
jarðsunginn frá Hvammstanga-
kirkju laugardaginn 12. nóvember
kl. 15.
Ingigerður Guðnadóttir, Álfaskeiöi
34, Hafnarfirði, verður jarðsungin í
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11. nóv-
ember, kl. 13.30.
Andlát
Emil Þ. Jónsson bifreiðastjóri,
Skúlagötu 70, Reykjavík, andaðist
miðvikudaginn 9. nóvember á Borg-
arspítalanum.
Guðrún Ingibjörg Sigurðardóttir,
Víkurbraut 18, Vík í Mýrdal, lést á
hjúkrunardeild Sjúkrahúss Suður-
lands, Ljósheimum, Selfossi, 9. nóv-
ember.
Tilkyimingar
Minningarkort Áskirkju
Minningarkort Safnaöarfélags Áskirkju
hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríöur
Ágústsdóttir, Austurbrún 37, s. 81742,
Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími
82775, Þjónustuíbúðir aldraöra, Dalbraut
27, Helena Halldórsdóttir, Noröurbraut
1, Guörún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, s.
681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84 og
Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27.
Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman-
gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, simi
84035 milli kl. 17 og 19 á daginn og mun
kirkjuvörður annast sendingu minning-
arkorta fyrir þá sem þess óska.
Jólakort Styrktar-
félags vangefinna
Sala er nú hafm á jólakortum félagsins.
Eru þau með myndum af verkum lista-
konunnar Sólveigar Eggerz Pétursdótt-
ur. Átta kort verða í hverjum pakka og
fylgir spjald hverjum þeirra sem gildir
sem happdrættismiði. Verðið er kr. 300.
Listamaðurinn hefur gefið félaginu frum-
myndimar, 4 talsins, og verður dregið
um þær 20. janúar 1989 og vinningsnúm-
erin þá birt í fjölmiðlum. Verðgildi mynd-
anna er frá 40-70. þús. Jólakortin verða
til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi
6, í versluninni Kúnst, Laugavegi 40, og
á stofnunum félagsins'. Að gefnu tilefni
skal það tekiö fram að kortin eru greini-
lega merkt félaginu. Enn eru ósótt eftir-
talin vinningsnúmer frá síðasta ári: nr.
53, 2417 og 1184.
Sjónvarpsbónus í Lukkutríói
Kominn er á markaðinn nýr skafmiði frá
Lukkutríói björgunarsveitanna. Ný
vinningaskrá með tölvum, bílum, mynd-
bandstækjum, örbylgjuofnum og vídeó-
tökuvélum er á miðanum. Einnig er
kynntur nýr leikur, Sjónvarpsbónus, sem
tekur við af vinsælum safnleik. Sjón-
varpsbónus er á þann veg að á sumum
miðum birtist merki Stöðvar 2 og gefst
handhöfum þeirra miða tækifæri á að
skrifa nafn sitt aftan á miðann og koma
í svokallaðan lukkupott. Samhliða þess-
um leik hefst á Stöð 2 nýr sjónvarps-
þáttur sem ber heitið „Laugardagur til
lukku“ og verður í þeim þætti dregið úr
öllum innsendum miðum um glæsilega
vinninga.
Lögfræðiaðstoð Orators
Orator, félag laganema, veitir ókeypis
lögfræðiaðstoð á fimmtudagskvöldum frá
kl. 19.30-22 í síma 11012.
Málfregnir
Hausthefti Málfregna, tímarits fslenskr-
ar málnefndar er komið út. Kristján
Ámason skrifar um ensk-amerísk áhrif
á íslenskt mál og Jóhann Hendrik Pouls-
en, prófessor í Þórshöfn í Færeyjum, um
færeyska málrækt í hundrað ár. Þá er
ritgerð eftir Guðrúnu Kvaran um ís-
lenska mannanafnalöggjöf. Davíö Erl-
ingsson birtir hugvekju, sem nefnist
„Hvað ógnar tungunni?" og Baldur Jóns-
son fjallar um skiptingu orða milli lína.
Auk þess eru í heftinu hugleiðingar rit-
stjóra um útvarpsmál, ritfregnir og íleira.
Áskrifendur fá ritið sent næstu daga.
Málfregnir koma út tvisar á ári, vor og
haust. Argjald er kr. 500. Nýir áskrifend-
ur geta snúið sér til íslenskrar málstöðv-
ar, Aragötu 98, Reykjavik s. (91)28530.
Niðjamót
Sunnudaginn 13. nóvember nk„ kl. 15,
verður haldið niðjamót á Hótel Sögu (Átt-
hagasal). Munu hittast þar við veglegt
hlaðborð afkomendur Halldórs Kr. Frið-
rikssonar, yfirkennara við Lærða skól-
ann í Reykjavík, og Leopoldine, konu
hans. Nánari upplýsingar gefa Július
Halldórsson í s. 36035 og Anna Eiríks í
S. 72292.
Húnvetningafélagið
Félagsvist laugardaginn 12. nóvember kl.
14. Spilað í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir
velkomnir.
Sjóferð með Land-
fræðifélaginu
Sunnudaginn 13. nóvember mun Land-
fræðifélagið gangast fyrir siglingu til að
skoða og fræðast um eyjamar á sundun-
mn norðan Reykjavíkur (Viðey, Engey,
Þemey, Akurey og Lundey). Fararstjórar
verða þeir Lýður Björnsson sagnfræðing-
ur, Haukur Jóhannesson jarðfræðingur
og Jóhann Guðjónsson liffræðingur.
Áætlað er að koma í land í Viðey og er
fólki ráðlagt að hafa með sér nesti. Lagt
verður af stað frá Sundahöfn með Haf-
steini kl. 14 og áætlað að koma aftur kl.
17.30. Kostnaður er kr. 500 á mann en
frítt fyrir böm, yngri en 12 ára. Mætum
öll og sjáum eyjamar í návigi og Reykja-
vík frá nýju sjónarhomi.
Breiðfirðingafélagið
50 ára afmælisfagnaður og árshátíð fé-
lagsins verður í Súlnasal Hótel Sögu
fóstudaginn 18. nóvember og hefst með
borðhaldi kl. 20. Miðasala og borðapant-
anir 13. nóvember í Sóknarsalnum, Skip-
holti 50a, kl. 14-18. Upplýsingar hjá Birgi,
s. 44459, Finni, s. 30773 og Ólöfu, s. 51446.
Bikarmót Taflfélags
Reykjavíkur
hefst nk. sunnudag, 13. nóv., kl. 14. Mótið
er öllum opið og fara umferðir fram í
félagsheimili TR að Grensásvegi 44-46.
Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi og
falla keppendur út eftir 5 töp. Umhugsun-
artimi er 30 mín. á skák fyrir hvom kepp-
enda. Umferðir verða á sunnudögum kl.
14 og miðvikudögum kl. 20.
Nessókn-félags-
starf aldraðra
Samvemstund á morgim, laugardag, kl.
15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Kvik-
myndasýning.
Biblíuerindi í
Neskirkju
Sunnudaginn 13. nóvember, kl. 15.15, flyt-
ur dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor bibl-
íuerindi um fyrstu Mósebók. Erindið er
flutt í safnaðarheimili Neskirkju. Öllum
er heimill aðgangur.
Bresk minningarathöfn
í Fossvogskirkjugarði
Hin árlega minningarathöfn um fallna
hermenn Breska samveldisins verður
haldin nk. sunnudag, 13. nóvember, við
hermannagrafreitinn í Fossvogskirkju-
garði og hefst hún kl. 10.45 að venju. Þá
gefst fólki tækifæri til að heiðra minn-
ingu þeirra milljóna sem látið hafa lífið
í gegnum árin í þágu friðar og frelsis og
era allir velkomnir. Athöfninni stjómar
sr. Amgrímur Jónsson. Flugvél úr hin-
um konunglega breska flugher mun
fljúga yfir kirkjugarðinn kl. 10.55 til heið-
urs hinum fóllnu. í hermannagrafreit
samveldisins í Fossvogskirkjugarði era
grafir 128 breskra hermanna og 84 ann-
arra, þar á meðal 47 Kanadamanna og 5
Ástralíubúa.
ÆSKR
Laugardagur 12. nóv.: Haustsamvera á
vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmi í Fella- og
Hólakirkju. Þema dagsins: Jónas í hvaln-
um. Hópvinna. Messa kl. 22. Aðgangseyr-
ir 500 kr;
ITC (áður Málfreyjur)
hefur komiö á laggimar upplýsingaþjón-
ustu sem veitir allar upplýsingar um
starfsemi ITC á íslandi og hvar og hve-
nær fundir era haldnir í deildum alls
staðar á landinu. Marta, s. 91-656154,
Hjördís, s. 91-28996, Jónína, s. 94-3662 og
Guðrún, s. 91-46751.
ARNI HRAUNDAL
frá Lækjarhvammi
Fífusundi 1, Hvammstanga
verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju
laugardaginn 12. nóv. kl. 15.
Svanborg Guðmundsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
VERSLANIR
Hin sívinsæla og myndarlega
jólagjafahandbók kemur út 8. desember nk.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á
að auglýsa í Jólagjafahandbókinni
vinsamlegast hafi sambandi
við auglýsingadeild DV.
Þverholti 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga
sem fyrst. í síðasta lagi föstudaginn 25. nóv. nk.