Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. Utlönd Bandamenn vonast eftir bættum samskiptum Reagan Bandaríkjaforseti, Dan Quayle, nýkjörinn varaforseti, og George Bush, næsti forseti Bandaríkjanna, ánægðir á svip daginn eftir forsetakosningarnar. Háttsettir stjórnmálamenn vestrænna bandamapna Banda- ríkjanna segja bætt samskipti við Evrópu eigi að vera efst á verkefnalista hins nýkjörna forseta. Simamynd Reuter Leiðtogar Evrópubandalagsins sögðu á miðvikudag að þeir vonuð- ust til að nýkjörinn forseti Banda- ríkjanna, George Bush, myndi reyna að bæta samskiptin við Evr- ópu jafnframt því sem hann haldi áfram stefnu Ronalds Reagan. Háttsettir stjórnmálamenn frá Spáni, Belgíu, Danmörku og Evr- ópubandalaginu sögðu allir að fyrst á verkefnalista Bush ættu að vera bætt samskipti milli Washington og vestrænna bandamanna Banda- ríkjanna. Þessar skoðanir sínar létu þeir í ljósi er þeir fóru í kvöldverðarboð hjá Francois Mitterand, forseta Frakklands, í forsetahöllinni í Par- ís eftir athöfn þar sem einn af frum- kvöðlum Evrópubandalagsins, Je- an Monnet, var heiðraður. Jacques Delors, forseti fram- kvæmkvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins, sagði aö forgangs- verkefni Bush ætti að vera gott samstarf við Evrópu. Aðspuröur um hvort samstarf Bandaríkjanna og Evrópu væri í hættu sagði hann: „Dálítið". Deilur meðal bandamanna Bandamenn Bandaríkjanna Evrópu eru skiptir í afstöðunni til frjálsra viðskipta og verslunar. Einnig eru uppi deilur meðal þeirra um stefnuna í landbúnaðarmálum og verndarstefnu hvað þann mála- flokk varðar. í Evrópu hafa menn líka áhyggjur af miklum fjárlaga- halla Bandaríkjanna og að verð- bólga geti aukist þar. Felipe Gonzáles, forsætisráð- herra sósialistastjórnarinnar á Spáni, sagði að forgangsverkefni Bush ætti að vera að starfa áfram samkvæmt þeirri stefnu sem Reag- an hefur markað. Aðspurður um það hvort honum liði vel að vita af Dan Quayle sem varaforseta sagði Gonzales: „Það er forsetinn sem stjórnar.'* Wilfred Martens, forsætisráð- herra Belgíu, og Uffe Elieman- Jensen sögðu báðir að það væri algert grundvallaratriði að Bush héldi áfram hinu góða verki sem forveri hans hefði byrjað á auk þess sem bæta mætti samskiptin viö Evrópu. Vestur-Þýskaland, Bretland og Frakkland höfðu áður fagnað kjöri Bush og sagt að þau teldu að sigur hans boðaði góð tíðindi fyrir frjálsa í verslun og Atlantshafsbandalagið. Óbreytt stefna tryggð Sigur George Bush í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum hefur blásið nýju lífi í tillögur Banda- ríkjamanna um umbætur á verslun með landbúhaðarafurðir í heimin- um, að sögn bandarískra embættis- manna. Sigur Bush tryggir að stefna Bandaríkjanna í þessum málum verði óbreytt og það styrkir mjög stöðu bandarískra samningamanna sem fara á fund viðskiptaráðherra í Montreal í næsta mánuði. Einnig telja þeir að þetta tryggi að ekki verði horfið frá stefnu Re- agans, núverandi forseta, um að horfið verði algerlega frá niður- greiöslum á landbúnaðarafurðum á nokkrum árum. Bandarískir embættismenn segja að sigur Bush yfir Michael Dukak- is muni hjálpa til með áframhald- andi sókn til frelsis í viöskiptamál- um samkvæmt skilmálum GATT samkomulagsins um tolla og við- skipti. Reagan stjórnin hefur sakað Evr- ópubandalagið um að hafa notað sér kosningarnar í Bandaríkjunum og þá óvissu sem lengi ríkti um úrslit til þess að reyna að koma í veg fyrir umbætur á viðskiptum meö landbúnaðarafurðir. Dukakis hefur sagt að hann telji ekki hægt aö hverfa alveg frá niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum. Að sögn bandarískra embættis- manna hafa margir reynt að tefja viðræður með þvi að bera því við að bíða þyrfti eftir nýrri ríkisstjóm í Bandaríkjunum. Segja þeir að nú sé ekki lengur hægt að nota þessa afsökun. Yfirvöld í Washington vonast til að á fundinum í Montreal um GATT samkomulagið muni viðskiptaráð- herrar samþykkja frystingu eða einhverja lækkun á niðurgreiðslum á næstunni og að ríkisstyrkjum og viðskiptahömlum verði hætt þegar til lengri tíma er litið. Óraunhæfar hugmyndir? Heimildir herma að þótt Bush sé fylgjandi stefnu fyrirrennara síns í viðskiptamálum þá sé mögulegt að hann verði mun fúsari en Reag- an til að gera málamiðlanir um hinar umdeildu áætlanir um að afnema niðurgreiðslur. Einnig er á það bent að þótt Bandaríkjaþing og hagsmunasam- tök bænda í Bandaríkjunum hafi lýst yfir stuðningi viö hugmyndir Reagans í þessum efnum þá eigi enn eftir að reyna á afstöðu þeirra í raun og veru. Ekki eru heldur nein teikn á lofti um að Evrópubandalagið sé að því komið að beygja sig undir kröfur Bandaríkjamanna. Margir talsmenn Evrópubanda- lagsins telja hugmyndir Banda- ríkjamanna óraunhæfar og að engu máli skipti hvort aðilar GATT samkomulagsins felli sig við þær eða ekki. Þær geti ekki staðist í raunveruleikanum. Bandaríkjamenn hafa bent á á móti að núverandi kerfi sé að setja heilu þjóðirnar út á gaddinn þannig að augljóst sé að ekki gangi að halda í það kerfi. Segja þeir að það sé ein af forsendum hagsældar í heiminum í framtíðinni að niður- greiðslum á landbúnaðarafurðum verði hætt og verslun með þær gef- inalgerlegafijáls. Reuter Ronald Reagan og George Bush ásamt eiginkonum sínum, Nancy og Barböru, á leið i Hvíta húsið. Bush er fylgjandi stefnu Reagans í við- skiptamálum. Þó telja heimildir að mögulegt sé að hann verði mun fúsari til að gera málamiðlanir um hinar umdeildu áætlanir um afnám niðurgreiðslna. Simamynd Reuter Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tima: Dugguvogur 23, efeta hæð, þingl. eig. Jóhann Þórir Jónsson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðjón Armann Jónsson hdl., Othar Om Pet- ersen hrl., Iðnlánasjóður, Páll Amór Pálsson hrl., Guðríður Guðmunds- dóttir hdl., Jón G. Briem hdl., Reynir Karlsson hdl., Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hdl., Garðar Garðarsson hrl., Ingólíur Friðjónsson hdl., Þor- finnur Egilsson hdl., tollstjórinn í Reykjavík, Jón Hjaltason hrl., Jón Ingólfeson hdl., Jón Egilsson hdl., Borgarsjóður Reykjavíkur, Skarphéð- inn Þórisson hrl., Jónas Aðalsteinsson hrl., Gunnlaugur Þórðarson hrl. og Gjaldskil sf. Gijótagata 9, þingl. eig. Egill Baldurs- son og Halla Amardóttir, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Bjöm Ólafur Hallgrímsson hdl., Baldvin Jónsson hrl., Guðjón Armann Jónsson hdl., Gjaldskil sf. og Ólaiur Axelsson hrl. Kleppsvegur 80, þingl. eig. Guðbjöm Guðjónsson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Guð- mundur Pétursson hdl., Eggert B. Ólafeson hdl. og Iðnaðarbanki Islands hf. Kríuhólar 2, íb. 08-03, þingl. eig. Bald- ur Magnússon, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Andri Ámason hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Ólafur Gústafeson hrl. og Lögfræðiþjónustan hf. Möðrufell 11, íb. 04-01, þingl. eig. Hild- ur Rúna Hauksdóttir, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Ró- bert Ámi Hreiðarsson hdl. Njarðargata 31, kjallari, þingl. eig. Jóhanna Ingvarsdóttir, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Gísh Baldur Garðarsson hrl., Lög- fræðiþjónustan hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Rauðarárstígur 13, 1. hæð t.h., þingl. eig. Haraldur Gunnarss. og Margrét Hreggviðsd., mánud. 14. nóv. ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka Islands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Seilugrandi 8, íb. 01-01, þingl. eig. Jón- as Bjömsson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Róbert Ami Hreiðarsson hdl. Silfurteigur 3, hluti, þingl. eig. Vil- hjálmur Ástráðsson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Lands- banki Islands, Eggert B. Ólafeson hdl., Sigurður A. Þóroddsson hdl. og Guð- mundur Kristjánsson hdl. Skipasund 85, kjallari, þingl. eig. Guð- mundur Þórðarson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Guð- jón Armann Jónsson hdl. Skipholt 27, 2. og 3. hæð, þingl. eig. Staður hf., mánud. 14. nóv. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Iðnlána- sjóður, Ölafúr Gústafeson hrl., Stein- grímur Eiríksson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Hróbjartur Jónatansson hdl. Skólastræti 5, 2. hæð, þingl. eig. Odd- ur Pétursson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Sólvallagata 63, hluti, þingl. eig. Kári Þórisson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands, Skarphéðinn Þórisson hrl., Friðjón Öm Friðjónsson hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Eggert B. Ólafeson hdl., Valgarð Briem hrl. og Verslunar- banki Islands hf. Suðurgata 7, hl. 01-02, þingl. eig. B.M. Vallá hf., mánud. 14. nóv. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Eggert B. Ól- afeson hdl. og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Suðurgata 7, hl. 01-03, þingl. eig. B.M. Vallá hf., mánud. 14. nóv. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafe- son hdl. Suðurhólar 6, 2. hæð A, þingl. eig. Helgi Loftsson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Iðn- lánasjóður, óuðjón Ármann Jónsson hdl., Helgi V. Jónsson hrl., Róbert Ámi Hreiðarsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Landsbanki íslands, Ólaf- ur Gústafeson hrl., Ingi Ingimundar- son hrl., Baldur Guðlaugsson hrl., Hákon H. Kristjónsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Eggert B. Ölafeson hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Sörlaskjól 6, miðhæð, þingl. eig. Sig- rún Halldórsdóttir, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Valgeir Kristinsson hrl. Tryggvagata, Hamarshús, íb. 03-05, þingl. eig. Guðbrandur ívar Ásgeirs- son, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Reynir Karls- son hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Klemens Eggertsson hdl. Vaðlasel 5, þingl. eig. Gunnar Guð- jónsson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Ath Gíslason hdl. og Eggert B. Ólafeson hdl. Vesturberg 147, þingl. eig. Trausti Tómasson, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Guðríð- ur Guðmundsdóttir hdl. og Gjald- heimtan í Reykjavík. Þingás 25, þingl. eig. Ólafur H. Einars- son, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em ólafur Axels- son hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Þykkvibær 8, þingl. eig. Hrönn Vig- gósdóttir, mánud. 14. nóv. ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.___________________ BORGARFÓGETAEMBÆTnD I REYKJAVlK. Nauðungamppboð þríðja og síðasta á efb'rtöldum fasteignum: Hringbraut 119, íb. 04-01, talinn eig. Jóhannes Þórðarson, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 14. nóv. ’88 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jónsson hdl., Valgarður Sig- urðsson hdl., Veðdeild Landsbanka Islands, Búnaðarbanki íslands, Krist- inn Sigurjónsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Ásdís J. Rafnar hdl. Seilugrandi 4, íb. 01-05, þingl. eig. Helga Kristjánsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 14. nóv. ’88 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Ólafúr Gústafeson hrl., Veðdeild Landsbanka Islands, Sigurður G. Guðjónsson hdl., Þórunn Guðmundsdóttir hrl., toll- stjórinn í Reykjavík og Ásgeir Thor- oddsen hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTnD IREYKJAVÍK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.