Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. 9 Utlönd Blóðugt verkfall í Brasilíu Þrír létust og 38 slösuðust í verk- falli í brasilísku stáliðjuveri í vik- unni. Verkamenn kröfðust hærri launa og betri vinnuaðstöðu í stáliðj- unni sem er sú stærsta í Suður- Ameríku. ' Verkfallið hófst í upphafi vikunnar og á miðvikudag lét herinn til skarar skríða og réðst á verkfaUsmenn. Talsmenn hersins sögöu að verk- failsmenn væru að undirbúa skæru- hemað á hendur yfirvöldum. Verkfallsmexm sögðust ráönari í því en áður að halda verkfallinu, sem er það alvarlegasta í Brasilíu um langt skeið, áfram. í stáiiðjunni starfa um 25.000 manns. Árið 1985 tók lýðræðislega kjörinn forseti, Josey Samey, viö völdum í Brasilíu eftir 21 árs stjóm hersins. Landið á við gríðarleg efnahagsvand- ræði að etja og fátækt er mikil. Brasilískir verkfallsmenn hrópa vigorð og syngja ættjarðarsöngva í stáliðju- verinu í Volta Redonda. Ésraelar loka vesturbakkanum og Gazasvæðinu ísraelskir hermenn girtu af lokuö íbúðasvæði Palestinumanna á vesturbakkanum og á Gazasvæð- inu í gær og I dag til að koma í veg fyrir mótmæli og andóf Palestínu- manna. Lokunin á aö gilda í tjóra daga, eða á meðan palestínska þjóðarráöiö heldur fundi í Alsír. Fundurinn í Alsír er taiin geta orðiö til þess að hvetja Palestínu- menn til meiri ákafa í andófi gegn ísraelskum yfirvöldum. Ekki sist eru ísraelsmenn áhyggjufullir yfir þvi að palestínska þjóðarráðið muni lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ísraelskur hermaður vinnur við að ríkis á hemumdu svæöunum. logsjóða Palestinumenn inni i Talsmaður tsraelshers sagöi á flóttamannabúðunum Al Amari. þriðjudaginn að herinn heföi kom- ist yfir vopn og sprengjuefni Palest- óeirðum til aö koma í veg fyrir frek- ínumanna við húsleit í borginni ara manntjón. í vikunni lést 3 ára Gaza. gamaltbamafvöldumísraelshers. Palestínskir foreldrar vom hvatt- Ekki kemur fram hvort bamið hafi ir til þess af ísraelskum yfirvöldum kastað steini að hermönnum. að sjá til þess að börn þeirra hættu Reuter Dubcek óttast útlegð á Ítalíu Dubcek fer utan um helgina í fyrsta sinn í 18 ár. Fær hann að koma til baka? Leiðtogi vorsins í Prag, Alexand- er Dubcek, segist óttast að fari hann til Ítalíu um helgina eigi hann ekki afturkvæmt til Tékkóslóvak- íu. Dubcek verður veitt heiðurs- doktorsnafnbót við háskólann í Bologna á sunnudag. í viðtali við fréttamenn ítölsku fréttastofunnar Ansa í gær sagði Dubcek aö hann og aðrir sem ekki héldu sig við viðurkenndar skoð- anir og viðhorf ættu stöðugt á hættu ofsóknir. Dubcek var aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins þegar til- raun var gerð með mannúðlegan sósíaiisma í Tékkóslóvakiu á sjö- unda áratugnum. Sú tilraun var kæíð þegar sovéskir skriðdrekar réðust inn í Tékkóslóvakíu árið 1968 og settu Dubcek og félaga frá völdum. Fari Dubcek til ítahu um helgina verður það í fyrsta sinn í átján ár sem hann ferðast úr landi. Dubcek var settur í lágt embætti úti á landi eftir innrásina 1968 þar sem hann virtist öllum gleymdur. Það er ekki fýrr en á þessu ári að heyrðist aftur frá honum og hann gat veitt vest- rænum blaðamönnum viðtöl. Reuter Hermenn skjóta uppreisnarmenn á færi á Sri Lanka. Uppreisnarmenn skotnir á færi Á Sri Lanka skaut og drap stjómar- herinn 15 manns og særði 30 í gær og í dag. Marxísk skæruliðasamtök standa fyrir viðtækum andófsað- gerðum á Sri Lanka þessa dagana og yfirvöld hafa sett á útgöngubann til að spoma við mótmælunum. Til- kynningar eru gefnar út um það að þeir sem sjáist á ferh verði skotnir á færi án viðvörunar. Skæruhðar reyna að lama þjóð- félagið með því að skipuleggja verk- foll, mótmæli og ofbeldisaðgerðir. Yfirvöld leggja að ferðamönnum að fara úr landi til að tryggja öryggi sitt. Þúsundir ferðamanna em á eyjunni. Skæruhðasamtök marxista eru í andstöðu viö samning yfirvalda á Sri Lanka og ríkisstjómar Indlands, sem batt enda á uppreisn minnihluta Ta- mfia á norður- og austurhluta eyjar- innar. Síöustu fréttir herma að nú dragi úr andófsaðgerðunum og yfirvöld séu að ná stjóm á þróun mála. Reuter vandaðaðar vörur NISSAN BLUEBIRD 1989 BÍLL Á BETRA VERÐI Á HAGSTÆÐU VERÐI. OKKAR TILLAGA UM VERÐ: Nissan Bluebird SLX dísil, kr. 997.000,- Nissan Bluebird SLX, sjálfsk., bensín, kr. 983.000,- Aukabúnaður i bensínbílum: Ath. Þú kemur og semur um verð og greiðslu- kjör. Tryggðu þér þennan glæsilega bíl áður en verðið hækkar. Greiðslukjörin eru sniðið að þörfum þínum. Sýningarbíll á staðnum. 3ja ára ábyrgð. SÝNINGARSALURINN V/RAUÐAGERÐI OPINN FRÁ KL. 14-17 LAUGARDAG OG SUNNUDAG. VERIÐ VELKOMIN. Ingvar Helgason ht Sýningarsalurinn, Rauðagerði. Sími 33560. Hleðslutæki 6,12 og 24 volta. Margargerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 681722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.