Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. Spumingin Finnst þér rétt að selja Stöð 2 einkarétt á því að sýna handboltaleiki? Árni Tryggvason hönnuður: Ríkis- sjónvarpiö hafði einkarétt á efni frá óiympíuleikunum. Þetta er í lagi Guðný Björk Hauksdóttir nemandi: Af hverju má ekki selja íþróttir eins og allt annað? Mér finnst þetta allt í lagi. Gyða Rafnsdóttir nemi: Þetta er allt í lagi. Ég sé ekkert athugavert við þessa samninga. Þorgrímur Guðmundsson lögreglu- þjónn: Nei, það eiga báðar stöðvam- ar að hafa jafnan rétt. Þetta er einok- un í skjóh peninga. Kristján Mímisson nemi: Það er ekk- ert við þessu að segja en þetta er leið- inlegt fyrir þá sem sjá ekki Stöð 2. Gunnar Hólmsteinsson skrifstofu- stjóri: Því ekki það, þetta eru frjálsir samningar. Lesendur Svar til Egils Helgasonar, blaðamanns á Pressunni: Á enga íbúð í Reykjavík Karvel Pálmason alþingismaður skrifar: Vegna skrifa þinna og myndbirt- inga af húsakosti þingmanna í blaði þínu 3. nóv. 1988 vil ég koma eftir- farandi til skila: Trúlega er jafnerfitt að elta ólar við jafnómerkilegan blaðamann og þig eins og sagt var í gamla daga að erfitt væri aö losna við óværuna (lúsina). Ýmsu er ég vanur af hálfu sumra blaðamanna en enginn hefur, svo ég viti til, gerst svo djarfur sem þú, að ljúga, trúlega vísvitandi, eins og ummæli þín sýna, sem fylgja myndbirtingu þinni, þar sem þú lætur liggja að og beinlínis segir, að ég eigi húseignina Dalbraut 3 í Reykjavík. - Vonandi ert þú ekki svo langt leiddur að þú byggir þig upp innan frá með ósannindum, dylgjum, já og lygum, svo þú takir ekki sönsum og viljir hafa það sem sannara reynist. Sannleikurinn er sá að ég á enga Karvel Pálmason, 3. þingmaður Vestfjarða íbúð í Reykjavík. Allt frá árinu 1971, að ég settist inn á Alþingi, hef ég leigt íbúð á Dalbraut 3 og geri enn. fbúð sem ég tel ekki á nokk- um hátt íburðarmeiri en er hjá al- mennu fólki í þessu landi, sem ég tel mig tilheyra. - En það sýnir „karakterinn“ hjá þér, Egill, að birta mynd af húsinu sem heild og í eru fjórar íbúðir, banki og versl- un. Fréttamennska af þessu tagi er slík niðurlæging fyrir frétta- og blaöamannastéttina að óorði er á hana komið þótt vonandi séu ekki margir slíkir þar innan dyra. - Varðandi orð þín um húseign mína í Bolungarvík er það að segja að þar á ég íbúð í verkamannabú- staðahverfi, 105 fermetra, byggða 1960. Að lokum vona ég að þú verðir heiðarlegri blaða- og fréttamaður í framtíðinni ef það á fyrir þér að liggja sem mér sýnist nú vera spurning um. Og að endingu; Er til of mikils ætlast af þér að þú biðjist afsökunar eða leiðréttir sjálfan þig að því er þetta varðar? Dalbraut 3, Reykjavík. Raunar segja þessi hýbýli ekki nema hálfa sög- una þvi Karvel á líka hús vestur í Bolungarvík. Sólstofurnar eru til vitn- is um að Karvel er maður sem leitar að Ijósinu. - Mynd og texti: Egill Helgason Gjaldtaka af vamarliðinu: Alltaf sama hitamálið Gunnar Haraldsson skrifar: Það ætlar ekki að bregða út af van- anum á Alþingi að þegar einhver hreyfir varnarmálum á þeim stað ætlar allt um koll að keyra. Nú hefur einn þingmaður Borgaraflokksins lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun á varnarsamningi ís- lands og Bandaríkjanna með það að leiðarljósi aö gjald verði tekiö af varnarliðinu og það notað til að greiða skuldir þjóöarinnar. Þegar varnarmálin koma til um- ræðu á Alþingi eru ræður allar á einn veg, hræsnin situr í fyrirrúmi og enginn ræðir sannleikann í málinu. Þeir þingmenn Alþýðubandalagsins, sem um málið íjalla, láta t.d. í ljósi gremju sína um að viö íslendingar höfum lifaö þessa smán sem núver- andi samningur kveður á um í 37 ár. Gott og vel. En hafa alþýðubanda- lagsmenn nokkru sinni gert uppsögn varnarsamningsins að skilyrði fyrir látttöku í ríkisstjóm? - Aldrei. Blönduósingur skrifar: Þeir eru brandarakarlar á Stöð 2, þykir mér. Þeir auglýsa sig sem þræl- klára tæknimenn í heOsíðuauglýs- ingu í dagblöðum en geta svo ekki sent út óbrenglaöa mynd eins og ger- ist nánast á hverjum degi um margra vikna skeið. Og hver eru svo viðbrögð annarra „þykjustu" andstæðinga vamarhðs- ins? Þau helst að þeir vilja skoða ýmis mál, svo sem „ítök“ íslenskra aðila að framkvæmdum á flugvehin- um, sölu lambakjöts og annarra landbúnaðarafuröa til varnarliðs- manna og annað í þessum dúr. - Allt em þetta smámál miðað við það sem meginmáli skiptir í samskiptum við vamarhðið og tildrögin aö veru þess hér. Það sem hins vegar enginn vill ræða er hvað við íslendingar fáum í aðra hönd vegna veru vamarUðsins hér. - Við fáum afnot af og hálfgild- ingseignaraðild að heUum milU- landaflugvelh með öllu því sem hon- um tflheyrir og frían rekstur hans dag hvern. Skyldi það vera á færi okkar íslendinga að sjá um þann rekstur? - Hvað skyldi rekstur flug- vaUar eins og Keflavíkurflugvallar kosta á dag? Það væri gaman að fá svar við því hjá ábyrgum aðilum. Á Blönduósi er það búið að ganga þannig til að útsending Stöðvar 2 brenglast og truflast og hverfur stundum alveg á ákveðnum tímum og þá helst í fréttatímanum 19:19. Búið er aö kvarta yfir þessu mörgum sinnum en ekkert gerist. Þess vegna er það svolítið skondið Þarna era mannvirki (fyrir utan flugbrautirnar sjálfar og tækrúlegan útbúnað þeirra) sem eru notuð jafnt af íslendingum og vamarliðinu, flug- skýli, flugturn og fjarskiptatæki, o.fl., o.fl.. Það er ekki furða þótt í undirbúningi sé að stofna enn einn stjórnmálaflokkinn, Launþegaflokk- inn, sem telur að forsenda þjóðfélags- umbóta sé gjaldtaka af vamarliðinu! Gott fyrir þingmenn Borgaraflokks- ins að eiga innhlaup í Launþega- flokkinn ef sá fyrrnefndi leggur upp laupana. Lesendasíða DV aflaði sér upplýs- inga um hver kostnaðurinn við rekstur Keflavíkurflugvallar væri og samkvæmt þeim tölum sem fyrir Uggja er hann 127,8 miUjónir dollara á ári eða um 16 milljónir króna á degi hverjum. - Þessi. tala hefur þó hækkað umtalsvert við síðustu geng- isfelUngar, og gæti þess vegna verið nær 20 miUjónun króna nú. þegar framkvæmdastjóri tæknisviðs Stöðvar 2 birtist í heilsíðuauglýsingu og er býsna ánægður með sig og sína menn. Væri nú ekki ráð að eyöa pen- ingunum í aö lagfæra gallaða útsend- ingu í stað þess að eyða þeim í skrumauglýsingar? Ríkisúigjöld allt of há Gunnar Haraldsson skrifar: Ef menn gefa sér tima til aö skoða tölur sem tiUieyra útgjöldum rík- isins kemur margt í ljós og þvi miður margt ófagurt. Það er t.d. eitt, sem viö sjáum við fyrstu at- hugun, og það er að menntamála- ráöuneytið og heUbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið eru efst á blaði hvað varðar eyðslu og útgjöld. Þau eru samtals með rúmlega 50% aUra ríkisútgjalda. Vantar lítið upp á 60 prósentin! Þeir útgjaldaUðir, sem þessi ráðuneyti eru ábyrg fyrir, eru margir svo ónauðsynlegir, að því er ég tel, aö auðvelt er að skera niður. Ég tel að hvergi nærri sé nóg skoðað hvort ekki megi skera niður í menntakerfinu og heil- brigðiskerfma Þessi kerfi hafa vaxið okkur yfir höfuö á seinni árum og oröið að hreinum óskapnaði. Enginn er að tala um að hér eigi ekki að vera frí og almenn menntun bamanna en að sú fría og ókeypis menntun eigi að ganga upp aUan stigann til fuUorðinsára og geta haldist óbreytt svo lengi sem menn nenna að læra, fram eftir aldri, er ekki annað en flott- ræfilsháttur. Eins er með þjón- ustu á sviði heilbrigðismála. Hún á ekki aö vera algjörlega ókeypis eins og er í mörgum tilfeUum í dag. Minni háttar aögerðir á sjúkrahúsum eiga t.d. ekki aö vera ókeypis og lyf gegn um- gangspestum og algengum sjúk- dómum á ekki aö greiða niður. Hér verður aö staldra við og reyna aö stöðva þá gegndarlausu eyðslu sem þessi ráöuneyti eru ábyrg fyrir í dag. áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl, sem birt- astá lesendasíð- um blaðsins „Þarna eru mannvirki sem notuð eru jafnt af íslendingum og varnarliðinu," segir bréfritari. - Stóra flugskýlið á Keflavíkurflugvelli. Klárir í loftið á Stöð 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.