Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. 11 Utlönd Fóstureyðingar verða hitamál George Bush, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, sprakk af hlátri á ríkis- stjórnarfundi í gær þegar einhver sagði að hann ætti nú kannski heldur að sitja við borðsendann þar sem forsetinn situr. Fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, Nicholas Brady, þótti þetta líka fyndið. Ekki er talið ólíklegt að Bush útnefni nýjan hæstaréttardómara á næsta ári og auki viö fjölda íhalds- samra í hæstarétti áður en endurskoðaður verður umdeildur úrskurður um fóstureyðingar samkvæmt óskum dómsmálaráðuneytisins frá þvi í gær. Símamynd Reuter Steinunn Böðvaisdótír, DV, Washington; Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna æskti þess í gær að hæstiréttur landsins endurskoði einn umdeild- asta úrskurð sinn varðandi rétt kvenna til fóstureyðinga. í málinu Roe gegn Wade árið 1973 úrskurðaði hæstiréttur að réttur kvenna til fóstureyðinga væri grundvallaður á stjómarskránni og heimilaði þar með fóstureyðingar. Dómsmálaráðuneytið æskti þess að rétturinn endurskoðaði þennan úrskurð frá 1973. Endurskoðunin myndi taka til umfjöllunar úrskurð áfrýjunardómstóls Missourifylkis í júlí síðasthðnum. í þeim úrskurði var sagt að takmarkanir á fóstureyð- ingum samræmdust ekki stjómskip- unarlögum. Fylkisstjóm Missouri hafði þegar farið fram á að hæstirétt- ur endurskoðaði úrskurð áfrýjunar- dómstólsins og lýsti lögin í gÚdi. Því var hafnað í síðasta mánuði með 5 atkvæðum gegn 4. Nú hefur dóms- málaráðuneytið látið málið til sín taka og stutt kröfu fylkisins. Hæstiréttur rnirn ákvarða í janúar á næsta ári hvort máhð verði tekið fyrir. Stuðningsmenn fijálsra fóstur- eyðinga og samtök frjálslyndra í Bandaríkjunum óttast að rétturinn muni breyta úrskurði sínum og í raun banna fóstureyðingar með öhu. Árið 1973, þegar dómur féh í Roe gegn Wade og fóstureyðingar voru leyfðar, var frjálslyndur meirihluti í hæstarétti. En nú em íhaldssamir dómarar í meirihluta, 5 á móti 4, eft- ir að Anthony Kennedy tók við emb- ætti. Ákveði hæstiréttur að taka beiðni dómsmálaráðuneytisins fyrir mun hann að öUum hkindum heyra rök beggja aðha í október á næsta ári. Þá er Uklegt að að minnsta kosti 1 núverandi hæstaréttardómara hafi sest í helgan stein en nú era 3 dómar- ar í hæstarétti að nálgast áttræðis- aldur. George Bush, hinn nýkjömi Bandaríkjaforseti, mun því að öUum hkindum fá tækifæri tU að útnefna að minnsta kosti 1 dómara áður en máhð verður tekið til umfjöUunar og auka þannig við meirihluta íhaldssamra. Bush hefur margoft lýst yfir andstöðu sinni við frjálsar fóstureyðingar. Hntfjafnt í Kanada Kosningabaráttan í Kanada miUi íhaldsmanna, sem em við stjóm, og frjálslyndra er nú hnífjöfn þegar tæpar tvær vikur em til kosninga. Nýjasta skoðanakönnunin sýnir að 38 prósent þeirra sem þegar hafa ákveðið sig ætla að kjósa frjálslynda, 37,6 prósent ætla að greiða Uialds- mönnum atkvæði sitt og 21,1 prósent em fylgjandi Nýja demókrataflokkn- um. Um 30 prósent sögðu að þeir kynnu að skipta um skoðun þegar nær dregur kosningum. Tvær aðrar skoðanakannanir frá því í gær spáðu einnig jafhri baráttu. I annarri þeirra fengu íhaldsmenn 39 prósent atkvæða, frjálslyndir 35 prósent og nýir demókratar 24 pró- sent. í hinni fengu frjálslyndir 37 prósent, íhaldsmenn 35 prósent og nýir demókratar 24 prósent. KanadadoUar hækkaði í verði í gær eftir að hafa fallið fyrr í vikunni. Sérfræðingar segja að óttinn um að ekkert verði af fríverslunarsamn- ingnum milh Kanada og Bandaríkj- anna ef íhaldsmenn tapa hafi haft áhrif á gengið. Reuter Ný bandarísk herþota í gær var sjö ára leynd svipt af herþotu sem opinberlega var ekki til í Bandaríkunum. Á blaðamanna- fundi var skýrt frá því að framleidd- ar hafa verið 52 herþotur sem ganga undir nafninu „stelUi“. Þessar þotur hafa þann kost helstan að þær geta Uogið án þess að ratsjár óvinarins nemi þær. Að sögn eiga Sovétríkin ekkert sem jafnast á við þotuna F-117a. Yfirmað- ur bandaríska herráðsins, Crow hershöfðingi, sagði að Rússar gerðu ábyggfiega hvað þeir gætu tU að kom- ast yfir álíka vopn. Ástæðan fyrir því að leyndarhul- unni var svipt af stálfuglinum er sú að herinn taldi það orðið líklegt að leyndarmáUð læki út. Tvær þotur af þessari gerð hafa þegar hrapað og létust báðir flug- menn þeirra. Þær 50 þotur sem er búið að framleiða era staðsettar í Nevada. Reuter Herþotan F-117a er þríhyrningslaga og sést ekki á ratsjám. Jafnrétti kemur körlum við! Jafnréttisráð og Trésmiðafélag Reykjavíkur halda hádegisverðarfund laugardaginn 12. nóvember í sal Trésmiðafélags Reykjavíkur að Suðurlandsbraut 30. Fundurinn hefst kl. 11 og stendur til kl. 14. Efni fundarins er að ræða með hvaða hætti karlar geti komið meira inn í jafnréttisumræðuna. Ýmsar knýjandi spurningar verða teknar fyrir: Hafa konur slegið einkaeign sinni á jafnréttismálin? Eru karlar hræddir við að taka þátt í þessari umræðu? Eru karl- ar sáttir við stöðu sína og hlutverk í samfélaginu? Frummælendur eru þau Helga Jónsdóttir lögfræðing- ur, Gylfi Már Guðjónsson, varaformaður Trésmiðafé- lags Reykjavíkur og Snorri Konráðsson, starfsmaður M.F.A. Fundarstjóri er Ásdis J. Rafnar, formaður Jafnréttisráðs. Fundurinn er öllum opinn og hægt verður að kaupa veitingar á hóflegu verði. Jafnréttisráð og Trésmiðafélag Reykjavíkur Iðnkynning í Hafnarfirði í tilefni 60 ára afmælis Iðnaðarmannafélagsins í Hafn- arfirði 11. þ.m. munu eftirtalin fyrirtæki kynna starf- semi sína og framleiðslu í Hafnarborg (neðri hæð) laugardaginn 12. nóvember frá kl. 10 f.h. til 17 sd. Fyrirtækin, sem sýna þarna, eru: Rafha - raftækjaverksmiðja Rásverk - blikksmiðja B.Ó. - trésmiðja Prisma - prentsmiðja Bátasmiðja Guðmundar Byggðaverk hf. - byggingarfyrirtæki Hafnfirðingar, notið einstætt tækifæri og kynnist því sem hafnfirsk fyrirtæki bjóða upp á. Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði (ontinenlai * VETRARHJÓLBARÐAR TS 740 Contact TS 740-E Contact Spikeable Conti vetrar gríp TS 740 m + s hjólbarðar hafa besta fáanlega ís- og snjógrip, enda mest seldir í Vestur- Þýskalandi. Gerð TS 740 Contact er ekki neglanleg. Góð fyrir þá sem vilja hlífa malbikinu én aka samt af öryggi. Gerð TS 740 E hefur holur fyrir nagla og sömu ís- og snjógripeiginleika. Þar sem verð miðað við gæði er hóflegt ættu þeir sem ekki hafa prófað þessa gæða- hjólbarða að gera það hið snarasta. Eftir að hafa prófað Conti gripið þarf ekki að skylda ökumenn til að nota þá. Útsölustaðir: Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar Jón Ólafsson, Ægissíðu, Reykjavík Hjólabarðaverkstæðið, Þjóðbr. 1, Akra- nesi Hjólbarðaverkstæði Daða, ísafirði Bílaverkstæðið Kambur, Dalvík Viljum gjarnan komast í samband við fleiri söluaðila á landsbyggðinni. Jæ— SödflifllaiuigKUiif’ ©®= D=Ð/K PÓSTHÓLF60S —121 REYKJAVÍK ICELAND Símar 13280 og 14680.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.