Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988.
Útlönd
Hitler lofaður í
v-þýska þinginu
Ida Ehre, leikkona af gyðingaættum, grípur um höfuö sér á þingfundinum
í gær. Móðir hennar lést í gyðingaofsóknum Hitlers.
Forseti sambandsþingsins í Bonn
lofaöi Hitler í minningarræðu um
gyöingaofsóknir í gær. Eftir ræöu
þingforsetans, Philipps Jenningers,
var þess krafist aö hann segði af sér.
Um 50 þingmenn treystu sér ekki
til aö sitja undir ræöu Jenningers og
gengu út af fundi. í ræöunni spuröi
Jenninger, sem er einn helsti
frammámaður kristilegra demó-
krata, meöal annars hvort gyðingar
heföu ekki átt skilið aö fá ráöningu
frá nasistum fyrir aö hafa hreiðrað
um sig í óveröskulduðum stööum.
Athöfnin var haldin til aö minnast
þess aö 50 ár voru liðin frá kristals-
nóttinni en þá efndu nasistar til of-
sókna á hendur gyðingum. Kristals-
nóttin er táknrænt upphaf að útrým-
ingarstríði Hitlers og þýskra nasista
á hendur gyðingum sem kostaöi 5-6
milljónir gyðinga lifið.
Jenninger lét í gær þau orð falla
aö Hitler heföi veriö foringi sendur
af forlögunum til þýsku þjóöarinnar.
„Slíkan foringja eignast þjóð aðeins
á þúsund ára fresti," sagöi Jenninger
og margir þingmanna fengu velgju.
Jenningar hagaöi orðum sínum
þannig aö ekki var fullkomlega ljóst
hvort hann væri aö segja eigið álit
eða velta vöngum yfir hugsunum
Þjóöverja á árunum fyrir stríð þegar
Hitler náöi völdum. Engu aö síður
sýndi hann meiri samúö og skilning
meö þýskum nasistum en nokkur
vestur-þýskur stjórnmálamaöur hef-
ur þorað eða viljaö.
Ræöu Jenningers verður að skoöa
í ljósi þess að allra síðustu ár hefur
gætt sterkrar tilhneigingar í Þýska-
landi til aö endurmeta nasismann.
Sagnfræöingar sumir hverjir reyna
aö draga úr þeirri einhhöa fordæm-
ingu sem til skamms tíma var við-
horf flestra til Hitlers og lagsbræðra
hans. Þetta endurmat á sumpart
rætur sínar aö rekja til þess aö Þjóö-
verjar hafa fengiö sig fullsadda af því
aö líta meö skömm til eigin fortíðar.
í gær nefndi Jenninger atriöi sem
hafa verið að skjóta upp kollinum í
umræöunni um nasismann á síðustu
árum. Hann talaði um aö Hitler hefði
endurreist sjálfstraust þýsku þjóöar-
innar eftir niðurlægjandi ósigur í
fyrri heimsstyrjöld.
Stjórnarflokkur kristilegra demó-
krata hélt í nótt fund þar sem ræða
Jenningers var á dagskrá sem og
háværar kröfur um afsögn hans.
Þegar DV fór í prentun var ekki ljóst
hver niðurstaða fundarins yrði.
Reuter
Umsjón
Ingibjörg B.
Sveinsdóttir
og
Ólafur Arnarson
Þingmenn ganga af þingfundi í gær þegar þeim varð Ijós boöskapur for-
seta þingsins.
Fólkaflokkurinn með frumkvæðið
Sumarliði ísleifsson, DV, Árósum:
Þrátt fyrir að ekki yröu miklar
breytingar á fylgi flokkanna i Fær-
eyjum í kosningunum nú fyrr í vik-
unni voru þær samt nógar til þess
að stjórnin missti meirihluta sinn.
Sú stjórn samanstóð af fjórum flokk-
um, Jafnaðarflokki, Þjóöveldis-
flokki, Sjálfstýriflokki og Framsókn-
arflokki. Töpuöu stjómarflokkarnir
tveimur mönnum og var það nóg til
þess aö meirihlutinn var úr sögunni.
Nú þegar úrsht liggja fyrir er farið
aö huga aö nýrri stjóm. Þaö þýöir
þó ekki að stjórnarskipti veröi á
næstu dögum. í Færeyjum er hefð
fyrir því aö stjórnarmyndunarvið-
ræður taki langan tíma. Líkjast þeir
aö þessu leyti meira frændum sínum
á Islandi en stóra bróður í Dan-
mörku.
Fólkaflokkurinn hefur þegar tekiö
forystu um stjómarmyndun. Flokk-
urinn vann einn mann og var þar
með stærsti flokkur lögþingsins.
Sambandsflokkurinn, sem einnig
var í stjómarandstöðu á síðasta kjör-
tímabili, er hklegur samstarfsflokk-
ur, auk Kristilega flokksins eöa Sjálf-
stýriflokksins. Myndi slík samsteypa
hafa 17 af 32 þingmönnum að baki
sér. Er gert ráö fyrir aö annað hvort
Pauh Ellevsen, forystumaöur Sam-
bandsflokksins eöa Jogvan Sund-
stein, leiötogi Fólkaflokksins, veröi
næsti lögmaður, það er formaöur
landstjórnarinnar í Færeyjum.
Hinir væntanlegu samstarfsflokk-
ar eru ekki sammála um öh mál.
Sambandsflokkurinn vill í framtíð-
inni hafa nána samvinnu og sam-
starf við Danmörku en Fólkaflokkur-
inn stefnir að enn aukinni sjálfstjórn.
En sjálfstjórnarmálin, annaö höfuö-
mál í færeyskum stjórnmálum,
veröa ekki efst á baugi á næstu ámm.
Þann sess fá efalaust efnahagsmál.
Fréttamaður danska sjónvarpsins
benti á í umfjöllun um færeysku
kosningamar aö forystumenn Fólka-
flokksins og Sambandsflokksins
væru báöir lögghtir endurskoöend-
ur. Taldi hann þaö vel viö hæfi í þeim
efnahagsþrengingum sem Færeying-
ar eiga nú í. Halli á viöskiptajöfnuöi
á þessu ári er talinn veröa um einn
milljaröur danskra króna og erlend-
ar skuldir era um 100 þúsund krónur
á hvert nef. Er búist viö aö þingmeiri-
hluti muni reyna aö draga mjög úr
einkaneyslu í viðleitni sinni aö koma
efnahag á réttan kjöl. Þá er einnig
talið hugsanlegt aö afstaða Færey-
inga til Evrópubandalagsins verði
tekin th endurskoöunar. Færeyingar
standa utan Evrópubandalagsins en
áhugi er hjá sigurvegurum kosning-
anna aö taka þá ákvöröun til endur-
mats.
Danskir fjölmiölar hafa aö undan-
fornu rætt mikiö um fyrirhugaðar
fiskveiöar Færeyinga viö Suður-
Afríku. Hefur danski utamíkisráð-
herrann, Uffe Ellemann-Jensen, látið
að sér kveöa í málinu og hvatt Fær-
eyinga til þess aö hætta við fyrirætl-
anir sínar. Telja margir að þau af-
skipti hafl átt þátt í sigri Fólkaflokks-
ins. En Oli Brekkmann, sem hefur
beitt sér mest fyrir því aö þessar
veiöar veröi teknar upp, er þingmaö-
ur flokksins í Klakksvík og þar vann
Fólkaflokkurinn einn mann. Sigur
flokksins og stjórnarandstöðunnar
verður vafalítið til þess aö færeyskir
útgeröarmenn halda ótrauöir áfram
á þessari braut og láta ekki mótmæh
danskra stjórnvalda á sig fá.
í þessu sambandi má nefna að
kirkjuráð Namibíu hefur einnig mót-
mælt veiöunum. En það talaði fyrir
daufum eyrum. Fyrsti færeyski tog-
arinn er þegar á leiöinni og búist er
við aö fleiri fylgi fljótlega í kjölfarið.
Einkum ef þeim fyrsta vegnar vel.
Bhutto á kosningaferðalagi
Stuöningsmenn Benazirs Bhutto,
leiötoga stjómarandstöðunnar í
Pakistan, fylktu höi í gær á kosn-
ingafundi í Rawalpindi. Er tahö aö
ura hundrað þúsund manns hafi
verið á fundinum. Bhutto hvatti
þar andstæðinga sína til þess aö
ræða umdeilda kjamorkuáætlun í
sjónvarpskappræðum og láta síðan
þjóöina taka ákvörðun.
Stjórnin í Pakistan hefur bannað
að sjónvarpað og útvarpað verði frá
baráttunni fyrir kosningarnar sem
fram eiga að fara þann 16. nóvemb-
er.
Benazir Bhutto, lelðtogi stjórnar-
andstöðunnar í Pakistan.
Símamynd Reuter
Stjórnmálasamband við Iran
Bretar hafa tekið upp á ný fullt stjómmálasamband viö írani. Var þetta
tilkynnt í gær en jafnframt tekið fram að ekki hefði verið gerður neinn
samningur th þess að tryggja frelsun bresku gíslanna sem eru í haldi í
Líbanon hjá mannræningjum sem hliðhollir eru íran.
Breska sendiráðinu í Teheran, höfuðborg irans, var lokað árið 1980, ári
eftir að byltingin var gerð þar. í útvarpinu í Teheran í gær var tilkynnt
aö Bretar myndu senda sendiherra þangað innan hálfs árs.
Terry Waite, sendimaður bresku kirkjunnar, sem var mhhgöngumaöur
í frelsun vestrænna gisla í Líbanon, var rænt í Libanon fyrir tveimur
árum. Breskur blaðamaöur hefur veriö í haldi í Líbanon í meira en tvö
ár og kennari frá Belfast hvarf þar áriö 1986.
Fjöldamorðum mótmæli
Tíu þúsund manns söfnuöust saman i Caracas í Venezuela i gær til
að mótmæla fjöldamorðum hermanna.
Símamynd Reuler
Stúdentar og starfsmenn viö háskóla viös vegar um Venezuela ethdu
th fjöldafunda í gær tíl þess aö mótmæla fjöldamorðunum á saklausum
þorpsbúum fyrir tveimur vikum. Þorpsbúarnir voru drepnir af öryggis-
sveitum hersins. (
í Caracas gengu um tíu þúsund mótmælendur og hrópuöu slagorö gegn
stjórnvöldum. Var gengið um viðskiptahverfi í borginni og þar lokuðu
kaupmenn verslunum sínum th öryggis. í öðram borgum landsins var
efnt th svipaðra mótmælaaögerða.
Herforingjar sögöu fyrst að th skotbardaga heíðí komið mhli hermanna
og þorpsbúa með þeim afleiðingum að íjórtán þorpsbúar hefðu beðið
bana. Þeir sem komust lífs af segja hins vegar aö um fjöldamorö hafl
veriö aö ræða.
Leiðir á helgislepjunni
Japönsku skæruhðasamtökin Rauði herinn í Japan haía hvatt japönsku
þjóðina th að berjast gegn miklu thstandi þegar Hirohlto keisari gefur
upp öndina og aö dánardagur hans verði síðar meir hátíðisdagur. Þetta
kom fram í bréfi sem sem lögreglan fékk frá óþekktum aðhum. Samtökin
hafa aösetur sitt í Miöausturlöndum og var bréfiö, sem dagsett var 1.
október, sent frá einhverri borg þaöan.
í bréfmu sagði að sú mikla athygli sem dauðastríö keisarins fengi væri
samsæri th þess aö bæla niður andstöðuna við keisaradæmið. Keisarinn,
sem er 87 ára gamall, hefur nú legið fárveikur í nær átta vikur.
Lögreglan í Japan segist vera reiðubúin árásum skæruliða við útför
keisarans þar sem öll japanska keisaraættin verður samankomin. Undan-
farin ár hafa skæruhöar gert árásir á keisarahöllina með heimathbúnum
sprengjum.
Eldabuska bitin
Bjami Hiimksson. DV, Bordeaux
Ung kona í Suður-Frakklandi var bitin af slöngu þegar hún matbjó
kalkún sem eiginmaður hennar haíöi veitt. Þetta væri reyndar ekki í frá-
sögur færandi nema vegna þess að slangan var í maga kalkúnsins og
hafði verið þessa tvo daga sem hðnir voru frá því að fuglinn var drepinn.
Aumingja konan hafði reytt kalkúninn og skorið af honum hausinn.
Var hún að hita hann yfir eldi th að undirbúa tæmingu innan úr fúglin-
um þegar slangan beit. Fyrst tók konan ekki eftir neinu, fann rétt fyrir
smásviöa en snarbrá svo nokkrum sekúndum seinna þegar hún sá slöng-
una skríða út úr kalkúninum.
Bitið reyndist ekki alvarlegt og læknirinn sem bjó um það sagði greini-
legt að kalkúninn hefði veriö nýbúinn að gleypa slönguna þegar hann
var sjálfur drepinn. Því hefðu magasýrur fuglsins ekki náð aö vinna á
slöngunni og hún lifað áfram. Sem betur fer var slangan búin að eyða
mestöhu eitri sínu í baráttunni viö kalkúninn.