Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Side 15
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. 15 Ríkisstjórn undir feldi Rikisstjórn Steingríms Hermannssonar. - „Hvenær kemst hún undan feldinum og hver verða hennar ráð?“ spyr greinarhöfundur. Strax eftir að ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar fór frá var tekið til við að reyna að mynda nýja rík- isstjóm. Mikið lá á. Rökin fyrir hraðanum við stjórnarmyndun voru nauðsyn þess að afstýra hruni útflutningsatvinnugreinanna sem blasti við á næstu dögum. En hvað var það sem átti að gera til að afstýra hruninu? Atvinnutryggingarsjóður Þar sem ljóst var að skuldir margra fyrirtækja voru orðnar svo miklar að eitthvað varð til bragðs að taka ákvað ríkisstjórnin að setja á stofn svokallaðan Atvinnutrygg- ingarsjóð með bráðabirgðalögum. Sjóðurinn á að hafa það hlutverk að leysa úr fjárhagsvanda fyrir- tækja með lánum og skuldbreyt- ingum. Ekki var svigrúm til að bíða eftir að Alþingi kæmi saman til að Qalla um málið, nei, það þoldi enga bið að mati ríkisstjórnarinnar. Ýmislegt væri hægt að segja um tilurð og skipan stjórnar sjóðsins og þau verkefni sem honum eru falin en ég fuUyrði að vel heföi ver- ið hægt að fela þeim sjóðum og stofnunum, sem fyrir eru, að ann- ast þau verkefni sem honum eru ætluð. Nú berast fréttir af þvi að um- sóknir verði afgreiddar í næstu viku. Hvernig ætla menn að verja það að fara að starfa eftir lögum sem óvíst er að hafi meirihluta á Alþingi? Ef áhugi væri fyrir hendi að afgreiða bráðabirgðalögin þá er víst að þingmenn hefðu sem best getað gert það á þeim vikum sem liðnar eru frá þingsetningu. Þá KjaHarinn Kristín Einarsdóttir þingkona Kvennalistans væri komið í ljós hvort ríkisstjórn- in hefur meirihluta að baki þessum ráðstöfunum. Atvinnuleysis- tryggingasjóður Af þeim 2000 milljónum, sem fara eiga í Atvinnutryggingarsjóö, eru 600 milljónir teknar af framlagi rík- isins til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Burtséð frá því að ríkis- stjórnin er þarna að brjóta samning þriggja aðila, þ.e. ASÍ, VSÍ og ríkis- sjóðs, sem hefur verið í gildi síðan Atvinnuleysistryggingasjóður var stofnaður, hlýtur þetta að vera mjög vafasöm ráðstöfun í ljósi þeirra frétta sem berast daglega af vinnumarkaðinum. Þó að atvinnuleysi mælist ekki umtalsvert yfir heildina vitum við hvernig ástandið er í mörgum byggðarlögum. Milli mánaðanna september og október varð 37% aukning á atvinnuleysi í landinu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur til- kynningum um uppsagnir starfs- fólks fjölgað stórlega. Þannig bárust tilkynningar um 500-600 uppsagnir í októbermánuði en stór hluti þeirra kemur til fram- kvæmda um áramót. Og hverjir fara verst út úr upp- sögnunum? Jú, auðvitað konurnar eins og alltaf. Meöalfjöldi atvinnu- lausra í október var 706 og af þeim voru 472 konur. Lækkun vaxta og gengis Ríkisstjórnin ætlaði einnig að beita sér fyrir lækkun raunvaxta um 3% sem skiptir verulegu máli fyrir afkomu fyrirtækjanna. „Þetta mun koma til framkvæmda á næstu vikum,“ segir í málefna- samningi ríkisstjórnarinnar. Ekki hefur komið fram á hvern hátt rík- isstjórnin ætlar að standa að þess- ari vaxtalækkun. Eitt er þó víst að ekki varð meiri meðalvaxtalækkun frá 1. október til 1. nóvember en 0,4% og engin lækkun hefúr orðið í nóvember. Þetta getur varla talist góðui' árangur. Gengisfelling um 3% átti einnig að koma til hjálpar útílutnings- greinunum. En hvaö hefur gerst frá stjórnarskiptum? Fyrir gengisfell- inguna var gengi dollars 46,9 og fór í 48,3 en nú er það komið niöur í 45,9 (16.nóv.). Þannig er gengisfell- ingin meira en uppétin á dollara- mörkuðum. Raforkuverð Ríkisstjórnin ætlaði einnig að beita sér fyrir fjórðungslækkun orkuverðs til fiskiðnaðar. í frétta- bréfi Þjóðhagsstofnunar frá 30. september, þar sem fjallað er um afkomu fiskvinnslu, kemur fram að raforku- og hitunarkostnaður er að meðaltali 1,79% af rekstrar- gjöldum. Þetta virðist ekki hátt hlutfall en getur verið byrði sem munar um. Enn bólar ekkert á lækkun raforkuverðs. Ragnarök framundan Þeir sem voru að mynda ríkis- stjórn í lok september sýndu mikið bráðræði. Þeim lá á að frysta laun, taka samningsrétt af fólkinu og gera ráðstafanir. Það var eins og ragnarök væru á næsta leiti. Alls ekki mátti taka sér tíma til aö íhuga máhn. En hvað hefur gerst? Jú, launafóík finnur svo sannarlega fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar með fryst laun en ekki verðlag en ráðstafanir til að bjarga útflutn- ingsatvinnugreinunum hafa látið á sér standa. Stöðugt berast fréttir af frystihúsum, sem verið er að loka, og fyrirtækjum sem skrimta en eru á heljarþröminni. Ríkisstjórnin hefur nú setið í nær tvo mánuði. Hvenær kemst hún undan feldinum og hver verða hennar ráð? Kristín Einarsdóttir „Ef áhugi væri fyrir hendi að afgreiða bráðabirgðalögin þá er víst að þing- menn hefðu sem best getað gert það á þeim vikum sem liðnar eru frá þing- setningu.“ „Einkum þýðingar á nokkr- um Ijóðum og leikritum“ Ég var að lesa The Waste Land fyrir nokkru. Jafnframt dundaði ég mér við að athuga hina íslensku þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Ljóðið er engan veginn auðvelt við- fangs. Margir telja að ekkert eitt ljóð hafi haft meiri áhrif á ljóðagerð þessarar aldar. Þýðing Helga hafði talsverð áhrif á mig. Ekki hafði ég lesið lengi er það tók að sækja á mig hvílíkt þrek- virki Helgi hefði unnið með þýðing- um sínum. Auðvitað ber þar hæst þýðingu allra leikrita Shakespeares, hvorki meira né minna. Verk þessa skáld- jöfurs eru engin smásmíði og ekk- ert áhlaupaverk. Saman verða að fara gífurleg tök á enskri tungu, óhemjuvald yfir íslenskunni og þekking á efninu sem við er að fást ef þýðing á að fara vel. Eins og ósjálfrátt greip ég Lyfja- fræðingatal ofan úr hillu til þess að fræðast örlítið um þýöandann. Jú, þar var smápistill um Helga Hálfdanarson lyfjafræðing og und- ir titlinum ritstörf stóö: „Einkum þýðingar á nokkrum ljóðum og leikritum.“ Verkin tala Gömlu mennirnir sögðu: „Verkin tala“ og „verkin lofa meistarann". En tímarnir breytast og mennirnir KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn með. Á þeim fjölmiðlatímum, sem við lifum, er hraðinn orðinn svo mikill að sjaldnast er tími til að bíða eftir verkunum. Löng viðtöl eru tekin við menn um verk sem þeir ætla að vinna. Tilvonandi meistaraverk og lista- verk eru kynnt. Allir verða að dást að því sem er í vændum. Alþingismenn eru sumir í frétt- um vegna tillagna eða frumvarpa sem þeir ætla að flytja. Menn eru í blöðum, útvarpi og sjónvarpi vegna fyrirtækja sem þeir ætla að stofna. Og allir dást að dugnaðin- um. Síðan er undir hæhnn lagt hvað verður úr öllu saman. Stórvirki og afrek eru þannig ekki unnin lengur í kyrrþey eins og gamla fólkið sagöi okkur. Sumir sveiflast mihi gífurlegra fyrirætlana og engra framkvæmda. Stundum er sagt að fjölmiðlarnir ráði því hverjir verði frægir og hverjir ekki. Verkin tala varla lengur. Kynningin, auglýsingin, er orðin „business". Menn verða að hreykjast af verkum sínum og vekja sjálfir athygli á þeim með hjálp fjölmiðla ef þeir eiga ekki að verða undir í baráttunni. Og baráttan er svo hörð, eöa á ég að segja lundernið er svo breytt, að kynningin hefst áður en verkið er unnið, meistaraverk er i vænd- um. Tilvonandi Ustaverk hlýtur aðdáun og sú aðdáun, ásamt frægð- inni sem af henni hlýst, getur dug- að langt þótt aldrei verði meira. í þessu ölduróti koma mér í hug orðin um ritstörf Helga: „Einkum þýðingar á nokkrum ljóðum og leikritum". Meistaraverk Helga Hálfdanarsonar Engum getur duUst sem kynnt hefur sér þýðingar Helga að hann hefur unnið íslenskri þjóð ómetan- legt gagn með þessum verkum sín- um. Efstar eru mér í huga þýðingar Shakespeareleikritanna þótt þær séu aðeins hluti mikils ævistarfs. Shakespeare ritaði 37 leikrit og öU eru þau erfið í þýðingu. Inni- haldið er djúpt og þaulhugsaö, orðaleikir margir og vafastaðir víða. Svo viða er vafi á hversu skUja skuli að Shakespeareskýr- ingar eru heil fræðigrein. Kaupi maður Shakespeareleikrit á ensku er texti leikritsins gjarnan öðrum megin á opnunni en skýringar hin- um megin. Það er því mikið þolinmæðiverk að þýða Shakespeare og ekkert áhlaupaverk. Einhvers staðar las ég að nú væri Shakespearealda að ríða yflr hér- lendis. Hvert Shakespeareleikritið er leikið af öðru. Svo virðist sem íslendingar séu miklir aðdáendur leikritaskáldsins fræga. Og þar njótum við þess að öll leikritin eru tÚ á íslensku. Þakka skal Helga Hálfdanarsyni. Guðmundur Böðvarsson ritaði á sínum tíma inngangsorð aö síðustu þýddu ljóðum Magnúsar Ásgeirs- sonar. Það var 1961. Magnús Ásgeirsson var ótrúleg- ur snillingur íslenskrar tungu. Um hann segir Guðmundur: „Hann hafði sérstöðu meðal íslenskra bókmenntafrömuða, allt þangað til Helgi Hálfdanarson valdi sér at- hafnasvið á sama vettvangi ..." Ég þarf auðvitað ekki að ítreka framlag Helga Hálfdanarsonar til íslenskra bókmennta. Mér eru hins vegar umhugsunarefni orðin sem hann sjálfur velur verkum sínum í Lyfjafræðingatalinu: „Ritstörf: Einkum þýðingar á nokkrum ljóð- um og leikritum". Guðmundur G. Þórarinsson „Engum getur dulist sem kynnt hefur sér þýöingar Helga að hann hefur unn- ið íslenskri þjóð ómetanlegt gagn með þessum verkum sínum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.