Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Framkvæmdir við byggingu nýrrar verksmiðju í Krossanesi eru í fullum gangi og eins og sést á myndinni er byggt utan um gamla verksmiðjuhúsið. DV-mynd gk. Krossanesverksmiöjan viö Eyjaijörð: Verksmiðjuhús byggt utan um gömlu verksmiðjuna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Allsérstæðar framkvæmdir hafa átt sér stað við Krossanesverksmiðj- una viö Eyjafjörð en þar er verið að byggja nýtt verksmiðjuhús utan um gamla verksmiðjuhúsið. „Við völdum einfaldlega þessa aö- ferð því verksmiðjan þarf að vera í gangi, við gátum ekki stöðvað fram- leiðsluna. Ekki er um mikla stækkun að ræða, en þó munum við stækka verksmiðjuna í vesturátt og þar verður mjölsíló og sekkjunarbúnað- ur,“ sagði Geir Zoega, framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar, í samtali við DV. Geir sagði að gamla verksmiðju- húsið hefði verið orðið því sem næst ónýtt og að mestu leyti óeinangrað, því hefði verið orðið brýnt aö fara í þessar framkvæmdir. Þær hófust fyrir um tveimur árum og er áformað að ljúka þeim á næsta ári. Þá hefur umhverfi verksmiðjunnar verið lagfært mikið og er orðið mjög snyrtilegt. „Það er alveg óþarfi að hafa drullu og for fyrir utan svona verksmiðju," sagði Geir Zoega. Skrifstofur Krossanesverksmiðj- unnar munu innan skamms fiytjast úr Glerárgötu í Krossanes og verða þar í sérstöku húsi sem komið verður þar upp fyrir þá starfsemi. Víkurplast á Svalbarðseyri: Bjarga ríkisspítal- arnir fyrirtækinu? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ef við gerum samning við ríkissp- ítalana og framhald verður á því að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna kaupi bakka af okkur ætti framtíð þessa fyrirtækis að vera tryggð og hægt ætti að vera að reka það með hagnaði," segir Stefán Sveinbjörns- son, framkvæmdastjóri Víkurplasts á Svalbarðseyri. Talsveröar líkur eru taldar á því að ríkisspítalamir muni innan skamms fara að kaupa matarbakka frá fyrirtækinu. Viðræður hafa farið fram milii fyrirtækisins og forstjóra ríkisspítalanna og stjórn Víkurplasts mun í framhaldi af því skoða málið betur. Um er að ræða 270 þúsund „skammta" á ári en hver „skammt- ur“ inniheldur matarbakka, súpu- skál og salatskál. Því er hér um mik- ið magn að ræða og Stefán Svein- björnsson sagði að ef af þessu yrði myndi það gjörbreyta rekstrinum. Víkurplast tók til starfa í nóvember 1986 og hefur ávallt verið um tap- rekstur að ræða hjá fyrirtækinu. Síð- an í vor hefur fyrirtækið framleitt bakka fyrir Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna undir fisk sem seldur er í neytendaumbúðum á Bandaríkja- markaði, og sagöi Stefán að miklu skipti að framhald yrði þar á. Óbeinir skattar helmingi hærri hér en í Evrópu - Evrópubandalagið stefnir að samræmingu á neyslusköttum fyrir 1992 Ef minnka ætti vægi óbeinna skatta á íslandi til samræmis við það sem tíðkast í helstu nágrannalöndum okkar þyrfti að lækka þá um 62 pró- sent. Jafnframt þyrfti að hækka beina skatta um 235 prósent. Meðal þess sem aðildarríki Evr- ópubandalagsins stefna að fyrir áriö 1992 er að samræma neysluskatta. í drögum að samkomulagi þeirra er gert ráð fyrir að tekið veröi upp tveggja stiga virðisaukaskattur. Neðra stigiö, sem á að verða 4 til 9 prósent, gildir fyrir helstu nauð- synjavörur en efra stigið, sem á að verða 14 til 19 prósent, gildir fyrir aðrar vörur. Það er ekki fullkomin samstaða um þessar tillögur. Danir hafa til dæmis sett sig mjög á móti þeim enda hafa þeir tiltölulega ílatan og háan virðis- aukaskatt. Aðrar þjóðir hafa þegar samræmt sitt skattakerfi þessum breytingum, til dæmis Vestur-Þjóð- verjar og Frakkar. Verslun flyst milli landa En þó þessar tiUögur hafi mætt andstöðu ýmissa aöildarríkja er talið að með tíð og tíma geti þau ekki staö- ið á móti þessum breytingum. Með bættum samgöngum munu til dæmis Danir einfaldlega versla í Þýskalandi þar sem vörur eru ódýrari þar vegna lægri skattheimtu. Þaö kann þvi að verða spuming fyrir dönsk stjórn- völd hvort sé betra að breyta skatta- kerfinu eða missa verslun úr landi og þar með fjármuni úr hagkerfmu. Ef íslendingar ganga í Evrópu- bandalagið þurfa þeir að samræma skattakerfið við það sem tíðkast í aðildarríkjum þess. En hvort sem við göngum inn í bandalagið eða ekki Tekjur hins opinbera Bi Beinir B óbeinir il Aörar ■1 skattar = skattar ™ tekjur þurfum við taka tillit til þess í fram- tíðinni. Þótt ísland sé ekki á meginlandi Evrópu má gera ráð fyrir að verslun flytjist í einhverju mæli út fyrir land- steinana. Svokallaðar Glasgow-ferðir hafa sýnt það. Annað sem Islending- ar þurfa að taka tillit tii er ferða- mannaiðnaðurinn. Hann skilar um þrettán sinnum meiri tekjum í þjóð- arbúið en hvalvinnsla. Ef ríkissjóður leggur miklu meiri skatta á vöruverð hérlendis en tíðkast annars staðar eru litlar líkur til þess að ferða- mannaiðnaðurinn eigi eftir að vaxa. 37 milljarða hækkun beinna skatta Ríkissjóður íslands fær um 79 pró- sent af tekjum sínum með innheimtu óbeinna skatta eins og söluskatts, innflutningsgjalda og skatta á launa- greiðslur. Um 16 prósent af tekjunum koma með álagningu beinna skatta eins og tekju- og eignarskatts. Arð- greiðslur og fjármagnstekjur eru síö- an um 5 prósent af heildartekjunum. Þessu er nánast þveröfugt farið í nágrannalöndum okkar. í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu um ísland kemur fram að í öðrum löndum Evrópu standa óbein- ir skattar undir um 31 prósenti af heildartekjum ríkisins en innheimta beinna skatta gefur um 63 prósent. Á næsta ári er ráðgert aö heildar- skatttekjur ríkissjóðs verði um 74 milljarðar. Af þeim eru 14 milljarðar beinir skattar en tæplega 60 milljarð- ar óbeinir. Ef hlutfaliið á milli beinna og óbeinna skatta væri það sama og tíðkast í Evrópu þyrfti að lækka óbeina skatta um 37 milljarða og hækka beina skatta um sömu upp- hæð. • -gse Nauðungarsölu hjá Knattspymufélaginu Val var frestað: Eigum 40 milljónir hjá ríki og borg - segir Garðar Vilhjálmsson framkvæmdastjóri „Hér hugsa menn frekar um auknar framkvæmdir heldur en uppgjöf. Valur skuldar alls um tíu milljónir króna. Ríki og borg skulda okkur hins vegar um 40 milljónir sem er þeirra hlutur í byggingu íþróttahússins. Ef við fengjum það greitt væri staðan mjög góð. Menn frá félaginu hafa leitað eftir heppilegu gervigrasi - það mun kosta yfir þrjátíu milljón- ir - með lýsingu og því sem þarf,“ sagði Garöar Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnufélags- ins Vals. Garðar sagðist hafa heyrt sögur um að Valur skuldaði um 60 millj- ónir króna. Hann sagði það fjarri lagi. Nýverið átti að fara fram önn- ur nauðungarsala á eignum félags- ins. Nauðungarsölunni var frestað til 20. febrúar. „Það er vegna launa og þau mál er verið að leysa. Að sjálfsögðu skuldar Valur rétt eins og aðrir húsbyggjendur. Ef við hefðum byggt með þeim hraða sem ríki og borg'greiða sinn hluta af bygging- arkostnaði hefðum við lokiö við byggingu íþróttahússins áriö 1998 eða árið 2000. Við tókum þann kost- inn að klára húsið sem fyrst. Ég held að þessar kjaftasögur séu tilkomnar vegna velgengni okkar í íþróttum. Þær hafa sprottið upp af öfund,“ sagði Garðar Vilhjálmsson. -sme KIRKJUFÉLAG DIGRANESPRESTAKALLS Basar, kökusala verður í safnaðarheimilinu, Bjarnhólastíg 26, Kópavogi, á morgun, laugardaginn 26. nóv., kl. 2 e.h.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.