Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1988. Útlönd Útlör Onassis i Aþenu Fjórði og síöasti eigLamaður Christinu Onassis, en hún lést í Buenos Aires á laugardaginn, kom með lík hennar til Aþenu í gær. Þar velta flöl- miðlar þvi nú fyrir sér hveijir muni verða viðstaddir útför hennar. Óstað- festar fregnir herma að að minnsta kosti þrír fyrrverandi eiginmenn hennar veröi við útförina. Ekki er vitað hvort Jacqueline Kennedy, stjúpa Christinu, eða ein- hveijir aðrir úr Kennedyfjölskyldunni koma til Aþenu. Útförin fer fram í dag nálægt þvi hverfi þar sem faðir Christinu, skipa- kóngurinn Aristoteles, ólst upp. Christina verður jarðsett á morgun á eynni Skorpios við hlið föður síns og bróður. Það var á Skorpios sem Aristoteles gekk aö eiga Jacqueline Kennedy. Sakaðir um hugleysi Sýrlenskur hermaður og libanskur lögreglumaður á ettirlitsferð í Beirút þar sem bardagar hafa geisað síðustu daga milli stríðandi fylkinga shíta. Símamynd Reuter Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu i Póllandi. Simamynd Reuter Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýössamtaka í Póllandi, sakaði í gær Miocowicz, leiðtoga opinberu verkalýðssamtakanna í Póllandi, um að þora ekki í sjónvarpskappræður við hann í beimii út- sendingu. Miodowicz sagði í málgagni kommúnistaflokksins að kappræðurnar ættu að fara fram í sjónvarpssal að engum áhorfendum viðstöddum. Hann tók einnig fram aö ríkissjónvarpiö ætti að mynda kappræðumar. Samstaða haföi lagt til að leikstjórinn Wajda yrði fenginn tii verksins til aö tryggja að engin brögð yrðu höfö í tafli Með yfirlýsingunni þykir JJóst að Miodowicz hafi hafnaö tillögum Samstööu um kappræður fyrir framan verkamenn viö Lenín-skipasmíöastöðina I Gdansk. Walesa segist geta horfiö frá kröfunni um fundarstað en ekki um upp- tökumann. Rauði krossinn lokar Sjúklingar hverfa frá lokaðri sjúkrastofu i Sídon. Simamynd Reuter Palestínumaður, sem leitaði til sjúkrastofu Alþjóða Rauða krossins í Sídon í Líbanon í gær, varö frá aö hverfa þar sem samtökin hafa lagt niður starfsemi sína þar. Fimm svissneskir starfsmenn Rauöa krossins fórú frá Sídon til Beirút í gær í kjölfar ránsins á félaga þeirra 1 síöustu viku. Bam drepið í Ecuador Níu ára bam var drepiö í gær í Ecuador er það varð fyrir byssukúlum lögreglu sem réðst gegn verkfallsmönnum. Þeir vom að mála slagorð á veggi forsetahallarinnar í höfuðborg landsins, Quito. Bamið lést af skotsánun á sjúkrahúsi. Lögreglan gat ekki staðfest strax í gær hvort bamið heföi látist er ráðist var gegn verkfallsmönnunum. Hermenn fóm eftniitsferöir um götur höfuðborgarinnar í gær og gættu skrifstofa og olíustööva á meðan á sólarhringsallsherjarverkfalli stóð. Kjarnorkutilraunum mðtmætt Um hundrað þeirra sem liföu af kjarnorkusprengjuna í Hiroshima og aðrir borgarar söfnuðust saman I Hlroshima i morgun tfl þess að mót- mæla kjarnorkutilraunum Sovétmanna og Prakka sem gerðar voru i gær og fyrradag. Slikar mótmælaaðgeröir hafa farið fram árlega sfðan 1973. Sýrlendingar senda herlið til Beirút Sýrlenskir hermenn fylktu Uði í morgun í úthverfunum í suðurhluta Beirút í Líbanon til að stöðva bardag- ana milli stríðandi fylkinga shíta. Sýrlendingar sendu inn hermenn sína á vettvang eftir að hafa komið á vopnahléi seint í gærkvöldi milli amalshíta, sem Sýrlendingar styðja, og Hizbollahmanna sem hhðhollir eru írönum. Þessar tvær fylkingar beijast um hollustu einnar milljónar shíta. Börðust þær í návígi í úthverfunum í átta klukkustundir í ,gær með vél- byssum og sprengjum. Sagt er að amalshítar hafi náð á sitt vald þrem- ur stöðvum Hizbollahsamtakanna. Að minnsta kosti tveir menn eru sagðir hafa fcfllið og sjö særst í átök- unum í gær eftir að vopnahiéð, sem Sýrlendingar komu á á miövikudag- inn, var rofið. Þá var barist til mið- nættis. Þessi síðustu átök eru þau verstu sem orðið hafa síðastliðið hálft ár. Er talið víst að þau eigi rætur sínar að rekja vegna tilraunar amalshíta til að koma fyrir kattarnef þremur Hizbollahmönnum með bílasprengju er þeir óku gegnum Bekaadalinn í austurhluta Líbanon á þriðjudaginn. Bent er á að þessi átök séu áfall fyrir Sýrlendinga sem eru meö um tuttugu og fimm þúsund hermenn staðsetta í Líbanon. Sýrlendingar sendu hermenn sína til úthverfanna í Beirút í maí síðastliðnum til að binda enda á bardaga sem kröfðust fimm hundruð mannslífa. Allar tilraunir til að sætta amal- shíta og Hizbollahmenn hafa reynst árangurslausar. Ágreiningurinn milli fylkinganna dýpkaði þegar amalshítar ráku eitt þúsund Hiz- bollahmenn frá suðurhluta Líbanon í apríl síðastliðnum. Segjast þeir síð- amefndu ekki viija ræða frið við amalshíta fyrr en þeim verði leyft að snúa aftur til Suður-Líbanon. Amalshítar vísa þeirri kröfu á bug og segjá að öryggi í suðurhluta lands- ins sé á þeirra eigin ábyrgð. Reuter Útgöngubann í Jerevan Hermenn framfylgdu í nótt út- göngubanni í þremur borgum í Azerbajdzhan, að höfuðborginni Baku meðtalinni, og eirtnig var í morgim lýst yfir útgöngubanni í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Talsmaður armensku fréttastof- unnar sagði að hermenn heföu lok- að Óperutorginu í Jerevan, þar sem fjöldamótmæli fóru fram fyrr í þessari viku, og að hermenn væm á götum úti víða um borgina. Armenar vom í gær famir að flýja heimili sín í Azerbajdzhan í kjölfar ofbeldisaögerða gegn þeim. í morgun vom sautján hundmð flóttamenn komnir frá Baku, höf- uðborg Azerbajdzhan, og borgun- um Nakhichevan og Kirovabad til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. Að sögn armensku fréttastofunnar höföu engin átök brotist út í Jere- van í morgun. Sumar heimildir hermdu í morg- un að enn væri barist á götum úti í borgunum þremur í Azerbajdz- han en aðrar sögðu að allt væri orðið kyrrt og Armenar búsettir þar streymdu til Armeníu. Óeirðimar á svæðinu hafa nú staðið i níu mánuði og fömtíu manns fallið í þeim. Þetta er orðið hið mesta vand- ræðamál fyrir stjómarherra í Kremi sem em nú að reyna að keyra í gegn stjómarskrárbreyt- ingu sem mætt hefur mikilli and- Mótmæli í Armeníu í sumar. Símamynd Reuter stöðu víða í Sovétríkjunum. Gagn- kvörðunarrétt einstakra sovétlýð- rýnendur nýju stjómarskrárinnar velda. segja að hún muni skerða sjálfsá- Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.