Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Nýjasta skoðanakönnunin Allnokkrar sviptingar hafa átt sér stað í stjórnmálun- um undanfarna daga. Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur héldu landsfondi um síðustu helgi og þar gekk ekki hnífurinn á milh foringja þessara flokka. Fjárlaga- fhimvarpið hefur verið í sviðsljósinu og halli ríkissjóðs hefur aukist með hverri ræðu Ólafs Ragnars. Albert Guðmundssyni hefur verið boðin sendiherrastaða í Par- ís sem vekur upp spurningar um framtíð Borgaraflokks- ins og jafnvel hugsanlegan stuðning hans við ríkis- stjómina. Eldhúsdagsumræða hefur nýverið farið fram þar sem Þorsteinn Pálsson sló í gegn með snjallri ræðu og þess utan hafa farið fram áhugaverðar umræður um utanríkisstefnu Jóns Baldvins Hannibalssonar og Al- þýðubandalagið hefur gert ágreining út af stækkun ál- vers og varaflugvelli á vegum Nató. Allt hefur þetta breytt nokkuð þeirri mynd sem við hefur blasað eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í októbermánuði. Það vekur því nokkra forvitni hvaða áhrif þessir atburðir hafi haft á fylgi flokkanna. Skoð- anakönnun DV, sem framkvæmd var á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku, er þar nokkur vísbending, ekki síst þar sem hún kemur í kjölfar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudag, en sú skoðanakönnun var gerð á tímabilinu 9. til 14. nóvember. Báðar þessar skoðanakannanir benda til að Fram- sóknarflokkurinn sé í jafnri og stöðugri sókn. Flokkur- inn nýtur nú fylgis 23-24% kjósenda. Alþýðuflokkurinn hefur legið á bilinu 10-12% en tekur stökk í DV-könnun- inni upp í 15,5% og virðist samkvæmt því hafa hagnast nokkuð á atbeina Jóns Baldvins, sem mjög hefur haft sig í frammi að undanfórnu. Sameiningartahð og utan- ríkisstefnan hafa falhð í góðan jarðveg og ekki er ólík- legt að skemmtileg ræða hans á framsóknarþinginu hafi haft sitt að segja. Það þarf oft ekki mikið til, enda var ræðan vel auglýst í flölmiðlum. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn en bihð minnkar og flokkurinn virðist fastur fyrir neð- an 30% kjörfylgi sem einhvern tímann hefði þótt lítið á þeim bæ. Samkvæmt DV-könnuninni hefur Sjálfstæðis- flokkurinn dalað frá Félagsvísindakönnuninni um 2% og er það rýr uppskera fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að vinstri stjórn hefur verið mynduð. Kvennahstinn rauk á sínum tíma upp í öllum skoð- anakönnunum og var farinn að ógna Sjálfstæðisflokkn- um í fyrsta sæti en fylgi Kvennalistans hefiir stað- næmst í rétt rúmlega 20%, sem er raunhæft, og þær kvennahstakonur geta vel við unað. Mesta athygh í DV-könnuninni vekur þó fylgistap Alþýðubandalagsins sem fer aha leið niður í 7,6% og hefur ekki verið jafnlítið í annan tíma. Straumurinn í þessari könnun virðist hggja frá Alþýðubandalagi th Alþýðuflokks og kunna það að vera áhrif frá þeim áróðri krata að nú beri að stefna að einum stórum krata- flokki. Ólafur Ragnar hefur reyndar tekið undir draum- inn um stóran jafnaðarmannaflokk en Alþýðubandalag- ið virðist gjalda þess í könnuninni. Aðrir flokkar eru vart merkjanlegir nema Borgara- flokkurinn sem fær 3% fylgi og er það í samræmi við fyrri kannanir. Þegar á heildina er htið hafa Framsókn og kratar styrkt stöðu sína meðan Alþýðubandalagið nær sér ekki á strik. Stjómarandstaðan hefur ekki sótt í sig veðrið. Að þessu leyti er skoðanakönnun DV fróðleg vísbending. Ehert B. Schram Verðtryggða krónan: Sterkasti gjald- miðill i heimi? Á íslandi eru tveir gjaldmiðlar, íslenska krónan og verðtryggða krónan. íslenska krónan er í hópi veikustu gjaldmiðla. Gengi hennar hefur falhð um 92% á tæpum ára- tug. Verðtryggða krónan er hins vegar í hópi sterkustu gjaldmiðla. Gengi hennar hefur hækkað um 53% á hálfum áratug. Veikur gjaldmiðill íslenska krónan heldur Ula verð- gildi sínu. Undanfarinn hálfan annan áratug hefur það rýmað um 98% ef borið er saman við aðra gjaldmiðla. Það svarar til þess að krónan hafi til jafnaðar fallið í verði um 22% á ári. Á síðustu árum hefur hún haldið betur verömæti sínu en oftast áður. Þó hefur geng- ið fallið um helming á síðustu 5 árum. Það jafngildir 14% gengis- fellingu á ári að meðaltali. íslenska krónan hefin- undan- fama áratugi verið í hópi óstöðug- ustu og verðminnstu gjaldmiðla í okkar heimshluta. Á mynd 1 má sjá hvemig gengi hennar hefur breyst frá 1979. Af myndinni má sjá að gengið er í dag einungis 7,5% af því sem það var fyrir tæpum áratug. Fafiandi gengi krónunnar stafar af mikilh verðbólgu. Óðaverðbólga og neikvæðir raunvextir sköpuðu mikinn efnahagsvanda í lok átt- unda áratugarins. Með svoköhuð- um Ólafslögum var leitast við að taka á vandanum með þvi að leyfa verðtryggingu á skuldbindingum. Verðtrygging var fljótlega tekin upp í lánaviðskiptum og við gerð hvers konar verksamninga. Verð- trygging er nú orðin mjög algeng. Flestar verklegar framkvæmdir byggjast á verðtryggðum samning- um. Fasteignir era seldar á verð- tryggðum kjöram. Lánastarfsemi byggist að mestu á verðtryggðum lánum. Verðtrygging er algeng í verslun. Verðtryggðir samningar era óháðir gengi íslensku krón- unnar. Fjárhæð lána hækkar í samræmi við breytingar á láns- kjaravísitölunní. Þegar samningar era undirritað- ir miðast fjárhæðir að vísu við ghd- andi verðlag en þróun vísitalna ræður því síðan hvernig greiðsÞ umar breytast. Þessu má hkja við það að tekinn væri í notkun nýr gjaldmiðih á íslandi sem notaður væri í samningagerð. Þennan gjaldmiðh má nefna verðtryggða krónu. Nýr gjaldmiðill Hugsum okkur að á ákveðnum degi árið 1979 hefði formlega verið tekinn upp nýr gjaldmiðhl. Það hefði gerst sama dag og lánskjara- vísitalan var stiht á 100 stig. Prent- aðir hefðu verið seðlar og slegin mynt. Gamla krónan hefði þó eftir sem áður verið í umferð. Gengi nýja gjaldmiðilsins væri skráö á sama hátt og gengi helstu gjald- miðla heimsins. Gengisskráning réðist af útreikningi lánskjaravísi- tölunnar og væri endurmetin mán- aðarlega. Bankar, sem selja gjald- eyri, hefðu á gengistöflum sínum sérstaka hnu fyrir verðtryggðu krónuna. í fyrsta mánuðinum, sem verð- tryggða krónan ghti árið 1979, væri gengi hennar skráð á 1,00 íslenskar krónur. Um mitt næsta ár, 1980, hefði gengi verðtryggðu krónunnar verið skráð á 1,64 íslenskar krónur. í haust hefði hún verið skráð á 22,54 íslenskar krónur. Maður, sem færi með „verðtryggða" peningaseðla í banka, gæti skipt þeim í íslenskar krónur í samræmi við skráð gengi eins og gerist með aðra gjaldmiðla. Verðtryggðu krónumar mætti leggja á gjaldeyrisreikninga í bönk- mn th ávöxtunar. Einnig væri mönnum heimht að verðleggja vör- KjáUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur miðih á íslandi. Hann er gjörólíkur íslensku krónunni. Hún er eins og áður segir í hópi veikustu gjald- miðla í okkar heimshluta. Verð- tryggða krónan er hins vegar með- al hinna sterkustu. Sterkur gjaldmiðill Verðtryggða krónan hefur frá því hún var tekin upp 1979 verið í hópi sterkustu gjaldmiðla. Gengi henn- ar hefur frá 1979 hækkað th jafnað- ar um 5,4% á ári miðað við meðal- gengi annarra gjaldmiðla. Undan- farin 5 ár hefur verðtryggða krón- an verið óhemju sterk. Gengi henn- ar hefur samtals hækkað á tímabh- inu um 52,4%. Það svarar th 8,8% á ári th jafnaðar. Af því sem hér er sagt má draga þá ályktun að verðtryggða krónan sé mjög sterk- „Undanfarin 5 ár hefur verðtryggða krónan verið óhemju sterk. Gengi hennar hefur samtals hækkað á tíma- bilinu um 52,4%.“ ur í verðtryggðum krónum svipað og gert er á erlendum verðhstum sem vinsælir eru hérlendis. Einnig væri unnt að taka lán hjá lána- stofnunum í verðtryggðum krón- um Ihiðstætt því sem nú tíðkast um gjaldeyrislán ýmissa lánasjóða. Það sem lýst hefur verið hér að framan er htið frábragðið því sem gerðist þegar verðtryggingin var tekin upp. Helsti munurinn er að seðlar með verðtryggðum krónum hafa ekki enn verið prentaðir þó verðtryggð líkisskuldabréf séu að ýmsu leyti jafnghdi seðla. Flestöh viðskipti, sem unnt er að gera án þess að greitt sé með peningum, má gera með verðtryggðum krón- um. Thkoma verðtryggingarinnar hafði í raun og veru í för með sér að tekinn var í notkun nýr gjald- ur gjaldmiðih. Erfitt er að finna alþjóðlega gjald- miðla sem jafnast á við hana. í þessum sterka gjaldmiðh taka ís- lendingar flestöh langtímalán og mikið af skemmri lánum. Þeir semja um flestar meiri háttar fram- kvæmdir og verðleggja vörur og þjónustu í verðtryggðum krónum. Á mynd 2 er sýnt hvernig verð- mæti verðtryggðu krónunnar hef- ur þróast samanborið við aðra gjaldmiðla frá því hún var tekin upp 1979. Árið 1982 og 1983 féll gengi verðtryggðu krónunnar. Undanfarin 5 ár hefur það hins vegar stöðugt hækkað. Á þessu tímabhi hefur verið óhagstæðara að taka lán í þessum sterka inn- lenda gjaldmiðli en í gjaldmiðlum helstu viðskiptaþjóða heims. Stefán Ingólfsson Gengi verðtryggðar krónu samanborið við erlenda gjaldmiðla 1979-1988.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.