Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 15 Samsærin og Johnny Czar Þvi eru engin takmörk sett sem menn geta sannað ef menn trúa því fyrirfram sem þeir eru að reyna að sanna. Sá sem er sannfærður um að eitthvert djöfullegt samsæri hafi orðið John F. Kennedy að bana getur sannað það fyrir sjálfum sér og oft öðrum sem ekki hafa sjálfir sett sig inn í málið. Allt frá því Kennedy var myrtur fyrir 25 árum hefur fjöldi fólks neitað að trúa að jafnómerkileg persóna og Lee Harvey Oswald hafi drepið svo merkilegan mann og alla þá drauma og vonir sem við hann voru bundnar - þar hljóti að vera meira að baki. Síðustu 25 ár hafa ótal samsæriskenningar verið á lofti og ótal merkilegir menn og stofnanir hafa verið nefnd sem hin- ir raunverulegu morðingjar, allt frá Lyndon B. Johnson til Fidels Castro, Nikita Krústjovs og John Birch-samtökanna, að ógleymdu sjálfu verslunarráðinu í Dallas og vitaskuld CLA. Nýjasta kenningin Nýjasta kenningin er að dular- fullir, amerískir mafiubófar hafi leigt þrjá korsíska mafíubófa til að myrða Kennedy. Sjónvarpsmynd um þessa kenningu var sýnd á þriðjudaginn og niðurstaðan var þar að Oswald hefði ekkert komið nærri málinu. Sjálfsagt trúir fjöldi manns þessari kenningu og til- gangslaust að þrefa um hana. En á þessu er aileitur galli: Allir þeir þrír Korsíkubófar, sem áttu að hafa drepið Kennedy, hafa full- gilda fjarvistarsönnun og eftir að þetta kom í Ijós hefur útgáfu bókar samsærisfræðingsins Steve Rivele KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður' verið frestað um óákveðinn tíma því að botninn er dottinn úr sam- særinu. Sá maður, sem á að hafa verið fyrirliðinn, Sarti að nafni, var í Ardeche í Frakklandi að jafna sig eftir uppskurð á auga hinn 22. nóv- ember 1963, annar bófi, Bocognani að nafni, reyndist hafa verið í fang- elsi í Marseille daginn sem Kennedy var myrtur og sá þriðji, sem heitir Pironti, hefur sannað aö daginn sem Kennedy var myrtur var hann úti á rúmsjó sem sjóhði um borð í frönskum tundurdufla- slæðara. En þetta breytir engu: Þeir sem vilja trúa á samsæri trúa því áfram, hvað sem svona mótbárum líður, og enginn fær gert við því. Vita- skuld hæfir það betur minningu Kennedys að mikilfenglegt sam- særi, því hrikalegra því betra, hafi verið um að myrða hann heldur en að einn ruglaður ólánsmaður eins og Lee Harwey Oswald hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér. Ruglaðir ólánsmenn Samt er það svo að flestir þeir sem framið hafa sams konar til- ræði á seinni tímum hafa verið svipaðar manngerðir. John Wilkes Booth, sá sem myrti Lincoln 1865, var misheppnaður leikari og of- stopafullur negrahatari, sem kenndi Lincoln og öllum ráða- mönnum yfirleitt um lánleysi sitt. Guiteau, sá sem myrti Garfield for- seta árið 1881, var geðklofasjúkl- ingur og Czolgosz, sem myrti McKinley 1901, var líka geðsjúkur. John Hinkley, sem reyndi að myrða Ronald Reagan 1981, var úrskurðaður geðveikur og Lynette „Squeeky" Fromme, sem reyndi að skjóta Gerald Ford forseta 1975, var heilaskemmd af hassi og LSD. Þannig mætti lengi telja. Mehmet Ali Agca, sem reyndi að myrða páfann 1981, er haldinn ofsóknar- kennd og ranghugmyndum en engu að síður gat hann lengi dregið ítalska réttarkerfið og Interpol á asnaeyrur.um með fullyrðingum um að búlgarska leyniþjónustan og jafnvel sú sovéska hefðu staðið á bak við tilræðið. Lee Harvey Oswald fellur mæta- vel inn í þennan hóp ef líf hans er skoðað. Það virðist langsótt að maöur eins og hann var sé vilja- laust verkfæri annarra. En lögregl- an í Dallas klúðraði frumrannsókn málsins svo rækilega að aldrei var hægt úr því að bæta og kveða niður allar efasemdir. Því munu menn líklega í vaxandi mæli trúa þeim samsæriskenningum sem best henta hverju sinni og best hæfa minningu Kennedys. Sannleikur- inn er, þegar öllu er á botninn hvolft, það sem maður trúir að sé sannleikur, alveg eins og Johnny Czar veit fyrir víst að jörðin er ílöt og sá sannleikur, sem ég hef í því máli, kemur honum ekki við. The Flat Earth Society og samsærin Einu sinni hitti ég vestur í E1 Paso í Texas mann sem hét því konunglega nafni Johnny Czar og var formaður The Flat Earth Soci- ety þar í plássinu. - Þetta er gam- alt og gróið félag og starfar í mörg- um deildum víða um sunnan- og vestanverð Bandaríkin. Johnny Czar heldur því fram eins og sjálfsögöum hlut að jörðin sé flöt eins og pönnukaka; það sé svo aug- ljóst mál að um það þurfi ekki að deila. i hans augum eru fullyrðing- ar um að jörðin sé hnöttótt og snú- ist um sólina liður í samsæri kommúnista og annarra vondra manna um að grafa undan Bibl- íunni og þeirri einu réttu heims- mynd sem þar sé að finna svart á hvítu. Ég gerði enga tilraun til að snúa Johnny Czar; það er heldur ekkert einfalt mál aö sanna aö jörðin sé hnöttur og snúist um sólina. Það var nógu erfitt fyrir Kópernikus, ’Galileo og aðra slíka spekinga. Sá sem trúir því nú á tímum að ljósmyndir utan úr geimnum af jörðinni séu falsanir og þáttur í samsæri gegn Biblíunni fer heldur ekki að taka mark á einhverjum útlendingi frá útjaðri pönnukök- unnar. Samt hygg ég að það hefði verið auðveldara að sannfæra Johnny Czar um að jörðin væri hnöttótt en að sannfæra þá sem nú eru harðastir í samsæriskenning- um um að Lee Harvey Oswald hafi einn skotið Kennedy. Sú skoðun er endanlega að fara úr tísku. Samkvæmt nýjustu frétt- um trúa nú aðeins 13 prósent Bandaríkjamanna því að Oswald hafi verið einn að verki en tveir þriöju telja að hann hafi verið verk- færi annarra eða þá saklaus. Þegar Warrenskýrslan var birt 1964 trúðu um 80 prósent meginefni hennar en eftir því sem lengra líður og goðsögnin um Kennedy festir betur rætur fara menn æ meir að trúa því sem þeim sjálfum þykir senni- legast. Gunnar Eyþórsson „Því munu menn líklega í vaxandi mæli trúa þeim samsæriskenningum sem best henta hverju sinni Hernaðarbandalög Það er ekki ýkja langt síðan blöð- in sögðu frá því að maður hefði verið stunginn til bana með hnífi. Af þessu mætti draga þá ályktun að hnífar séu hættulegir, beinlínis vondir hlutir. En þá er það að hníf- inn má líka nota til þess að skera með brauð eða flaka með fisk. Já, með hnífi getur skurðlæknirinn bjargað mannslífum. Af þessu má öllu skýrar sjá að hnífar eru ekki hættulegir eða vondir hlutir í sjálfu sér heldur fer það eftir því hvernig þeir eru notaðir eða öllu heldur hver tilgangurinn sé með notkun hnífsins, hver tilgangur þess sé sem beitir hnífnum. Hnífurinn er því hvorki góður né vondur en maðurinn, sem beitir hnífnum, hann getur gert það í góðum eða vondum tilgangi. Hið sama er að segja um hernað- arbandalög. Þau eru hvorki góð né vond í sjálfu sér. Gæðin fara eftir því hvernig þeim er beitt, hvort þau eru notuð í góðum eða vondum til- gangi. Er hernaðarbandalagið til þess að vemda frið og frelsi eða er það til árása og kúgunar? Það er spurningin - ekki hvort samtökin hafi yfir vopnum að ráða eða ekki. Blóðugur veruleiki Setjum sem svo aö hernaðar- bandalag stórra þjóöa og smárra segði, á einhverjum ótilteknum tíma, við eistnesku þjóðina: Þú ert velkomin í bandalag okkar. Við erum reiðubúin að verja frelsi þitt og sjálfstæði. Árás á þig væri árás á okkúr. Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Við skulum taka á okkur all- an kostnað. Og þú þarft ekki að leggja fram einn einasta hermann, né nein hervopn. Innbyrðis í bandalaginu gerum við hagstæða samninga í efnahagsmálum. svo sem verslunarmálum og fjármál- um, og í menningarmálum, raunar fjölmörgum öðrum. Við styöjum þig í viðskiptum þínum við alþjóða- Kjallariim Benjamín H. J. Eiríksson fram. Reksturinn kostum við. Samkvæmt skoðunum ráða- manna á Norðfirði má ganga að því sem vísu að Eistir myndu hafna þessu tilboði á þeim grundvelli að þeir séu á móti hernaðarbandalög- um og hernaðartólum; öll hernað- arbandalög séu af hinu vonda. Það verði að leggja öll hernaðarbanda- lög að jöfnu. Strax að fenginni svona yfirlýs- ingu fengju svo Eistir heimsókn af öðru „bandalagi'1. Borgararnir yrðu fluttir þúsundum saman úr landi sínu, einkum hinir mennt- uðu, sumir í útlegð eðá þrælkunar- búðir, þúsundum saman hreinlega drepnir. Útlendingar kæmu, sett- ust.að í landinu og gerðust herra- þjóð. Jafnvel tunga þjóðarinnar yrði bönnuð sem opinbert mál, „En talsverður hópur manna virðist ekki hafa neinn skilning á því hversu ótrúlega farsæl þjóðin hefir verið, eink- um um allt það er hún hefir til annarra þjóða að sækja...“ stofnanir eins og Alþjóöagjaldeyr- issjóöinn og Alþjóðabankann. Þú ert að sjálfsögðu frjáls í þínum málum, innri sem ytri, svo lengi sem þú gengur ekki í berhögg við samþykktir og grundvallarhags- muni bandalagsins. Allan innbyrð- is ágreining jöfnum við friðsamlega eftir mætti. Nú, það þarf ekki að taka það fram að þú hefir að sjálfsögðu fullt vald yfir landi þínu og hverjum þú vilt veita landvist,þjóðtungu þinni og svo framvegis. I landi þínu þarf engan her á friðartímum vegna legu lands þíns. En við þurfum af- not af einum flugvelli, fyrst og fremst til eftirlits með ströndum þjóðfáninn bannaður. Þetta væri sigruð og kúguð þjóð. Þessi ákaflega fáorða frásögn er þjóðsögu líkust en er blóðugur veruleiki þessarar smáþjóðar, Eista. í dag eru þeir aðeins 48% fólksins í landinu. Þetta er einnig veruleiki margra annarra þjóða Sovétríkjanna og svipaða sögu er aö segja af sumum nágranna þeirra, leppríkjunum. í dag rofar aðeins fyrir nýrri dögun í lífi þeirra, vonarglætu. En hvað um framhaldið? Er óraunsætt að gera ráð fyrir því að Eistir sæju eftir að hafa hafnað tilboðinu frá hernaðar- bandalaginu hefði það staðið þeim til boða? Hernaðarbandalagið hefði tryggt þeim frið og frelsi og marg- vísleg önnur gæði. Þegar sósíaldemókratar Norður- landa komu til Austur-Evrópu eftir stríðið spurðust þeir fyrir um skoð- anabræður sína, vini og kunningja. Það varð fátt um svör hjá vald- höfunum. Sumir höfðu gengið í samsteypustjórnir fyrstu eftir- stríðsáranna þar sem kommúnist- ar voru næsta lítillátir og töluðu sætt. Þeim nægði að fá stjórn hers og lögreglu, blaða og útvarps. Fljót- lega hurfu samstarfsmennirnir úr hinum flokkunum og oftast einnig flokkarnir. Mennirnir hurfu í kjall- ara lögreglunnar. Þar voru þeir pyntaðir og myrtir. Sumir foringjar kommúnista hlutu sömu örlög af hendi stalínistanna. Það er eitt sér- kenni kommúnistahreyfingarinn- ar að ein aöalhættan þar er að vera drepinn af vinum sínum. Stefáni Jóhanni stóð hreint ekki á sama um örlög vina sinna og samherja og svo var um fleiri. Útþensla Sovétríkjanna v'ar stöðvuð með stofnun Nato. Þegar Sovétríkin stöðvuðu aðflutninga á landi til Berlínar þá leiddi þetta ekki til styrjaldar. Uppreisnir þjóða Austur-Evrópu voru barðar niður með blóðugu hervaldi en leiddu heldur ekki til styrjaldar. Nato hef- ir varðveitt frið og frelsi hins vest- ræna heims. Og nú á síðustu tímum hafa Sovétríkin, öllum til léttis, neyðst til þess að söðla um í veiga- miklum málum. Framhaldið er því mjög þýðingarmikið. í hinu gifurlega umróti þessarar aldar hefir íslensku þjóðinni vegn- að ótrúlega vel. í mörgum málum hefir þróunin verið lyginni líkust. En talsverður hópur manna virðist ekki hafa neinn skilning á því hversu ótrúlega farsæl þjóðin hefir verið, einkum um allt þaö er hún hefir til annarra þjóða að sækja, og ætti því að geta verið hamingju- söm. Fyrst þjóðir Nato, síðan Nato, hafa reynst þjóðinni velviljaðir vinir. Deilumál, sem upp hafa kom- ið, hafa verið leyst, ég held undan- tekningarlaust, að mestu sam- kvæmt óskum íslendinga. Þetta er ótrúlegt en samt satt. Ótrúlegarfréttir Tilefni þessarar greinar eru ótrú- legar fréttir frá Norðfirði. Stjórn Neskaupstaðar hefir neitað þýsku rannsóknarskipi', sem stundar rannsóknir fyrir Nato, um hafnar- aðstöðu. Rannsóknarskip eru það best ég veit algjörlega óvopnuð, enda segir enginn neitt þótt rúss- nesk rannsóknarskip komi hér alltaf annað veifiö. Við erum á móti hernaðarbandalögum, segja ráðamennirnir. Víð viljum engin hernaðartól. Vissi maður ekki betur gæti mað- ur haldið að börn væru að tala enda benda blaðaskrif til þess að menn vilji láta líta svo út. Sannleik- urinn er hins vegar sá að þarna er um fullorðna að ræða. En þetta er fólk sem fengið hefir sitt uppeldi hjá þeim Einari, Brynjólfi og Lúð- vík eða dregið dám af þess konar fólki. Það hefir sungið viðlag hirð- skálds þeirra, Jóhannesar úr Kötl- um: Sovét-ísland, hvenær kemur þú? Hvorki Eistir né aðrar Eystra- saltsþjóðir þurfa að syngja: Sovét, hvenær kemur þú? Þau hafa það þegar. En þessar þjóðir fá ekki að nota sitt tungumál, að minnsta kosti ekki opinberlega. Af því má nokkuð ráða um aðra hluti. í skjóli Nato og þjóða þess hefir íslensku þjóðinni farnast ótrúlega vel. Ráðamenn á Norðfirði er ekki hægt aö kalla annað en skríl, Rússamellur. Dr. Benjamín H. J. Eiríksson hagfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.