Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988.
Fréttir______________________________________________________________________________pv
Fulltrúi 1 forvamadeM lögreglunnar:
Ekki í verkahring lögreglunn-
ar að hýsa geðsjúkt fólk
„Ég vil taka þaö strax fram að við
viljum ekki skorast undan því að
aðstoða hinn almenna borgara. En
ég lít svo á að ekki þurfi að koma
með geðsjúkt fólk í fangageymslur.
Þetta fólk á að fara í nevðarathvarf
þar sem starfsfólk, sem hefur til þess
menntun, annast það. Það er ekki í
verkahring lögreglunnar að vera
með þetta fólk,“ sagði Guðfmnur Sig-
urðsson, fulltrúi hjá, forvarnadeUd
lögreglunnar í Revkjavik. en hann
hefur starfað í lögreglunni í 25 ár.
þar af að forvamarmálum frá 1979.
DV birti á föstudag frásögn föður
af ungum geðsjúkum svni sínum sem
haföi gist fangageymslur lögreglunn-
ar um 60 sinnum frá því í vor. Maður-
inn hefur verið veikur síðastliðin 10
ár og verið meira og minna inni á
sjúkrahúsum þann tima. í sumar var
hann útskrifaður af Kleppsspítala án
þess að eiga neitt athvarf. Þar til fyr-
ir hálfum mánuði. þegar hann var
lagður inn á geðdeild Landspítalans.
var lögreglustöðin í Reykjavik hans
eina athvarf fyrir utan tvö hálfsmán-
aðartímabil þegar hann var lagður
nauöugur inn á Kleppsspítala. Guð-
finnur segir þetta tilfelli ekkert eins-
dæmi.
..Frá 18. maí í vor og til 11. nóvemb-
er kom aðstoðarborgarlæknir 75
sinnum í fangageymslur. þar af 23
sinnum vegna geðsjúklinga. Vegna
unga mannsins, sem sagt var frá á
föstudag, kom aðstoðarborgarlæknir
8 sinnum og sá um að vista hann
nauðugan tvisvar sinnum að ósk
aðstandenda. Viö erum mjög óhress-
ir yfir þessu því hér er engin aðstaöa
til að hafa geðsjúkt fólk og ekki
kunnátta fyrir hendi til að annast
það. í tilfelli unga mannsins vorum
við alveg ráðþrota og höföum sam-
band við Geðhjálp. Nú er maðurinn
inni á geðdeild og vonumst við til að
þaö beri árangur. Það vantar tilfmn-
anlega neyðarathvarf fyrir geðsjúkt
fólk, geðsjúka afbrotamenn og fíkni-
efnaneytendur. Eins og dæmi þessa
manns sýnir, en það er því miður
ekki einsdæmi, eru þessi mál komin
í þrot og nauðsynlegt að vekja at-
hygh á því. Það er neyðarúrræði að
fara með þetta í fjölmiðla."
Guðíinnur segir að ungi maðurinn
hafi með atferli sínu á almannafæri,
sem leiddi til vistunar í fangaklefa,
verið að vekja á sér athygh, verið að
æpa á hjálp. Það eina sem hægt var
að bjóða upp á voru fangageymslur
lögreglunnar. „Þær eru engin um-
ferðarmiðstöð eða neyðarathvarf
fyrir geðsjúkt fólk.
Forvarnadeildin hefur það hlut-
verk að fyrirbyggja frekari skaða en
þegar hefur orðið. Við vitum ekki
hvenær voðaatburöir geta orðið og
því mikilvægt að grípa inn í sem
fyrst. Ég er tengiliður lögreglunnar
við hinar ýmsu stofnanir sem hafa
með geðsjúkt fólk, alkóhóhsta og eit-
urlyfjasjúklinga að gera. Við bendum
fólki á þessar stofnanir og sem dæmi
þá hefur fjölskyldudehd SÁÁ borið
góðan árangur. Forvarnir eru einn
stærsti þáttur í starfi lögreglunnar
og þar mætti félagsmálastofnun vera
virkari aðili. Við komum mjög inn á
verksvið hennar."
-hlh
Guðmunda Helgadóttir, trúnaðarmaður fangavarða:
Þrúgandi að vita af veiku
fólki læstu inni í fangaklefa
„Það er sorglegt aö horfa upp á
fársjúkt fólk lokað inni í fanga-
geymslu. Það hefur ekkert af sér gert.
Það er veikt og það er enginn glæp-
ur. Þegar komið er með geðsjúkt fólk
hingað inn þá mótmæh ég þar sem
ég hef enga menntun til að annast
það, en það er ekki neinn valkostur
eins og er,“ sagði Guðmunda Helga-
dóttir, fangavörður á aðallögreglu-
stöðinni í Reykjavík, við DV.
Guðmunda er mjög óánægð með
þetta ástand þar sem ekki er til neyð-
arathvarf fyrir geösjúkt fólk og það
því læst inni í fangaklefa i neyðartil-
vikum. Hún áhtur að fangaveröir séu
nauðugir aö gegna hlutverki sem
þeim er alls ekki ætlað, né hafa
menntun til að gegna.
Ekki aðeins geðsjúkt fólk
„Lögreglustjóraembættið hefur í æ
ríkari mæli tekið að sér þátt sem fé-
lagsmálastofnun á að sjá um. Við
fáum ekki einungis geðsjúkt fólk inn
í fangageymslurnar heldur hka
veika eiturlyfjasjúklinga og ógæfu-
samt fólk sem drekkur of mikið
brennivín, rónana. Þetta fólk á engan
samastað, föt á kroppinn á sér eða
mat og leitar mikið til okkar. Við
erum með fuhan skáp af fötum og
gefum þessu fólki aö borða. Þegar ég
sagði frá þessu fyrst fékk ég óblíðar
viðtökur og þá frá fólki sem þekkti í
raun ekki th. Staðreyndin er aftur á
móti sú að þetta er einn stærsti hlut-
inn af okkar starfi.“
Engin skólun
Guðmunda segir alla fangaveröina
jafnmikið á móti því að taka á móti
geðsjúku fólki í fangageymslur.
„Þaö er mjög þrúgandi að vita af
geðsjúku fólki sem læst er inni í
fangageymslu. Við vitum hvernig á
að meðhöndla drukkið fólk en ekki
geðsjúklinga. Okkur er meinað að fá
nokkra þjálfun eða skólun í þessum
efnum. Við erum einu fangaverðirnir
á landinu án skólunar og það gerir
vanda okkar tvöfaldan. Alhr aðrir
fangaverðir fá þriggja mánaða skóla
en okkar skólun er deilumál mihi
embætta, lögreglustjóra og dóms-
málaráðuneytis. Fangaverðir hér
eru ekki lögreglumenn. Við finnum
til mikhs vanmáttar undir þessum
kringumstæðum."
Guðmunda segist ekki hafa kvart-
að formlega undan þessu við lög-
reglustjóra, en dottið í hug að skrifa
embættinu og mótmæla þessu
ástandi.
„Ég hef stundum orðað það við
starfsfélaga mina hér að segja stopp
en það er ekki svo auðvelt þar sem
neyðin er svo mikh. Það bráðvantar
neyðarathvarf fyrir þetta veika fólk.
Þaö er ekkert grimmara en að loka
þetta fólk inni í fangageymslu."
-hlh
Fulltrui I forvarnadeild lögreglunnar, sem hefur haft afskipti af forvarnamál-
um i 20 ár, og trúnaðarmaður fangavarða aðallögreglustöðvarinnar í
Reykjavik eru á einu máli um að það sé alls óviðunandi að geðsjúkt fólk
sé læst inni í fangaklefum. „Það er eitt það grimmasta sem tii er að loka
veikt fólk inni i fangaklefa," segir fangavörðurinn meðal annars i samtali.
DV-mynd KAE
Hækkun á búvoru
vegna fóðurbætis-
hækkana óþörf?
„Mér finnst það virka hjákátlega
að hækka búvöruverð núna um 2%
í verðstöðvun vegna hækkunar á
fóðurbæti. Það er fáránlegt vegna
þess að það á engan erlendan fóður-
bæti að gefa og þaö eru margir sem
gefa hann ekki,“ sagði Júlíus Þórð-
arson, bóndi á Skorrastað í Norð-
firði.
Júhus segir að með thkorau
kvótakerfis í landbúnaði sé orðin
tóm vitleysa að gefa erlendan fóð-
urbæti. Þaö hafi þeir sem standi
nú fyrir hækkun á búvöruverði
ekki enn gert sér grein fyrir og því
sé þessi óþarfa hækkun að skella
yfir. Júlíus er reyndar fullur gagn-
rýni á framkvæmd búvörulaganna
sem hann segir fáránlega vegna
þess að hún byggist ekki á samráði
við neytendur.
„Nú er búið aö skipta á milh
bænda fullvirðirétti en þetta eru í
raun bara penningar. Bændur geta
tekið þetta í peningum því þeir fá
ákveðna upphæð óháöa öllu öðru.
Þeir fara þá ekki að gefa þessa föstu
upphæö frá sér í fóðurbæti eða
neitt annað.“
Að sögn Júlíusar hefur gerbreytt
heyverkun stuðlað aö því að bænd-
ur geta fengið mikil og góð hey á
skömmum tíma. Einnig hafi marg-
ar jarðir farið í eyði með thkomu
nýju búvörulaganna og geti aðrir
bændur nýtt sér tún á þeim bæjum.
Þannig fái bændur meira hey en
áður sem iftinnki en frekar þörfina
fyrir fóöurbæti.
„Þaö er aöeins í einu thviki sem
menn geta þurft að gefa fóðurbæti
og þaö er þegar menn hafa of mik-
inn fullvirðisrétt eöa fá of margar
milljónir eins og rétt er að orða
það. Þeir verða-kannski að geía
fóðurbæti til að halda þessu. Það
er hins vegar hrein firra fyrir þá
sem hafa lítinn fullvirðisrétt að
gefa fóðurbæti.“
Júlíus sagði aö ekki væri hag-
kvæmt lengur að láta sem fæstar
kýr framleiöa sem mest og þá með
aðstoð fóðurbætis. Hann sagði að
aðalatriðið íyrir bændur væri að
borga ekki frá sér af því Qármagni
sem fullvirðisrétturmn skilar inn.
-SMJ
Byggung og bakreikningarmr:
Fleiri stefnur
hafa verið sendar
Lögmaður Byggung, Bygginga-
samvinnufélags ungs fólks, hefur
sent nokkrum aðilum, sem festu
kaup á íbúöum í 5. áfanga félags-
ins, áskorunarstefnur vegna svo-
kallaðra bakreikninga.
Lögmaður Byggung, Ólafur
Garðarsson, segir að hluti þeirra
sem keyptu íbúöir í húsum við
Rekagranda og Seilugranda hafi
leitað samninga með greiðslufyrir-
komulag og aðrir gert upp alla
reikninga. Aðrir hafa kosið á að
láta reyna á málið fyrir dómstólum.
Ólafur segir að í byggingarsamn-
ingum hafi verið kveðið á um að
ef kostnaður við byggingarnar yrði
hærri en í fyrstu var talið hækkaði
verð hverrar íbúðar en ef kostnað-
ur yrði lægri fengju kaupendur
endurgreitt.
Hluti þeirra sem festu kaup á
íbúðum í 5. áfanga vill ekki greiða
bakreikningana og telja að með því
séu þeir að greiða niður íbúðarverð
fyrir þá sem keyptu í fyrri áföngum
Byggung. -sme
Dalvlk:
Fjöldauppsagnir hjá Sæplasti hf.
Geir A. Guðsteinsscm, DV, Dalvík:
Um helgina var sjö starfsmönnum
plastkarafyrirtækisins Sæplasts hf.
sagt upp störfum með thskhdum fyr-
irvara. Ástæðan mun fyrst og fremst
vera sú að fiskvinnslu- og útgerðar-
fyrirtæki um land allt skulda Sæ-
plasti tugi milljóna króna. Verulegur
hluti af því eru gjaldfallin skuldabréf
og víxlar.
Greiðslugetan hjá útgerðinni virð-
ist engin vera í dag og bitnar það
fyrst og fremst á þjónustufyrirtækj-
um í fiskverkun og útgerð. Ennfrem-
ur berast engar pantanir frá innlend-
um fyrirtækjum en einhver hreyfing
mun vera erlendis frá, til dæmis af-
greiddi fyrirtækið ekki alls fyrir
löngu plastkör th Saudi-Arabíu.
Þegar uppsagnirnar hafa tekið gildi
mun verða unnið á einni tíu tíma
vakt, að minnsta kosti fyrst th aö
byrja með.