Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. Eddy Murphy í hjónabandið Eddie Murphy er búinn aö trúlofa sig. Sú hamingjusama heitir Mu- sanna Overr, 18 ára stúdína í Was- hington D.C. Þau ætla svo að gifta sig í þessum mánuði. „Dóttir mín ætlar að giftast Eddie Murphy og við erum gasalega spennt yflr þessu öllu,“ segir móðir stúlk- unnar. „Ég er í skýjunum af því að Eddie er alveg yndisleg manneskja. Honum þykir svo vænt um móður sína. Og allir sem eru hændir að móður sinni, eins og hann, hljóta að verða eiginkonunni góðir." Skötuhjúin hittust í partíi sem Eddie hélt í Kaliforníu og fór strax vel á með þeim. Svo var það dag nokkurn, skömmu áður en stúlkan skyldi aftur halda á heimavistina í háskólanum sínum, að henni datt í hug að laga á Eddie hálsbindið. Hvað segir hann þá ekki við hana, nema þetta, orðrétt, samkvæmt bestu heim- ildum: „Ég hef aldrei elskað aðra en þig og ég fæ ekki séð hvernig ég get lifað án þín. Viltu vera svo væn að giftast mér.“ Þannig var það nú. Aðstandendur Orators, félags laganema, og hótelstjóri Hótel Borgar lyfta glösum i tilefni samstarfssamnings um dansleikjahald i vetur. Borgin fylltist um helgina Síðasta fóstudags- og laugardags- kvöld var glatt á hjalla á Hótel Borg þegar laganemar héldu dansiböll - þetta er byrjunin á samstarfssamn- ingi félags Orators og forráðamanna skemmtistaðarins. „Okkur tókst að fylla húsið báða dagana,“ sagði Stef- án Þórisson, forsvarsmaður laga- nema, í samtali við DV. „Við breyttum tónlistarstefnunni talsvert frá því sem áður var. Nú er leikin blönduð tónlist, bæði gömul og ný, og það féll vel í kramið hjá gestunum. Við sleppum hit/pop mús- íkinni. Okkur fannst vanta skemmti- stað fyrir fólk á aldrinum 20-30 ára og teljum okkur hafa bætt úr því núna. Við ætlum að halda sama striki í vetur enda erum við sann- færð um að Borgin á eftir að blómstra í vetur. Allir aðstandendur eru á- nægðir með samstarfssamninginn," sagði Stefán. Stykkishólmur: Vaxandi stúkustarf Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Bamastúkan Björk í Stykkishólmi varð 61 árs hinn 13. nóvember sL og var haldið upp á það eins og önnur afmæh - boðið til veislu og síðan voru fjölmörg skemmtiatriði sem nemendur úr 6. bekk skólans sáu um. Að lokum var stiginn dans og lék hin hressilega hljómsveit Busarnir fyrir dansi. Árni Helgason, fyrrverandi póst- meistari, er forstöðumaður stúkunn- ar og hefur verið það í 38 ár. Að- spurður sagði hann að stúkustarfið hafi gengið ágætlega og hefur það nú síðustu árin verið vaxandi bæði í barnastúkunni og unglingastúk- unni Helgafelh. Hann sagði að stúku- starfið í Hólminum byggðist á góðri samvinnu milli skólans og stúk- unnar. Þetta form hentaði stúkunni mjög vel og væri hann þakklátur fyr- ir þann mikla hljómgrunn sem stúk- an hefur hjá kennurum skólans. Meðal gesta í þessu skemmtilega afmæli var Ehsabet Jensdóttir. Hún er erindreki stórstúkunnar og starf- ar að barna- og unglingamálum. Hún sagði að stúkustarf á Vesturlandi væri í sókn. Bæði á Akranesi og í Ólafsvík er starf að hefjast að nýju og Elísabet sagði að það væri ánægjulegt að sjá það mikla starf sem fer fram hér í Stykkishólmi. Sviðsljós Hressir 6. bekkingar sýndu rappdans í afmæli barnastúkunnar. DV-mynd Róbert Ólyginn sagði... i-t- Clint Eastwood er yfirburðakúrekahetja. Það vita allir sem fylgst hafa með kvik- myndum hans. í áratugi hefur hann farið með hlutverk ein- mana hetjunnar sem ferðast á hesti sínum um óbyggðir og berst við skúrka af versta tagi. En nú er komið á daginn að hetjunni leið óskaplega illa í hlutverkinu. Hestamaðurinn Clint er með of- næmi fyrir hestum sem gerði hann á köflum viðþolslausan. Priscilla Presley er ævareið og miður sín þessa dagana. Fyrir nokkru gerðist út- varpsstöð ein í Bandaríkjunum svo ósmekkleg að útvarpa viðtali sem, að sögn forráðamanna stöðvarinnar, var við Elvis Pre's- ley. Samkvæmt viðtalinu er Elvis hreint ekki tíáinn heldur sprelllif- andi en heldur sig í felum. Haft er eftir ekkjunni, Priscihu Pres- ley, að hún sé mest undrandi á hvað menn geti gerst lágkúruleg- ir. Madonna er ekki í húsnæðisvandræðum og þarf ekki að bíða lon og don eftir láni eins og annað ungt fólk. Hennar húsnæðismál ganga út í öfgar, að margra áhti, því að ný- lega keypti hún aðra íbúð. Það er svo sem ekki óalgengt að ríkt fólk eigi tvær eða fleiri íbúðir. Þá er ein uppi í sveit, önnur í borg- inni og hin þriðja jafnvel' úti á strönd. Nýja íbúðin hénnar Ma- donnu er hins vegar við hlið hinnar fyrri - einn gangur á milli og hún er alveg eins innréttuð og sú gamla. Ástæðan? Þegar búið er að drasla út í annarri má alltaf flytja sig í hina með lítilli fyrir- höfn. Maríanna Arnardóttir færir Gylfa Scheving blómvönd við opnun Griltskál- ans. DV-mynd ÁEA Ólafsvxk: Nýir eigendur Grillskálans Áot E. Alberlsson, DV, Ólafevik: Grhlskálinn hér í Ólafsvik hefur verið opnaður á ný eftir gagngerar breytingar nýrra eigenda, Brekku- bæjar hf. Hlutháfar Brekkubæjar eru Borghildur Vilhjálmsdóttir, Herbert Hjelm, Jóhanna G. Hjelm, Gylfi Scheving og Kristín Þórarins- dóttir. Brekkubær hf. tók viö rekstri Grillskálans sunnudaginn 20. nóv- ember og bytjaði á því að loka. Endurbætur hófust daginn eftir og voru nær eingöngu í höndum eig- enda. Húsnæðið hefur tekið stakkaskiptum, hlýlegt, bjart og rúmgott, og var opnað laugardag- inn 26. nóvember. Þegar leið að opnun safnaðist stór hópur fólks við dyrnar, mest böm, og hðfðu menn á orði að engu líkara væri en beðiö væri eftir „þrjú bíói“ eins og í gamla daga. Til.að byrja með verða litlar breytingar á rekstrinum. Áfram verður á boðstólum gos, sælgæti og grillmatur en í framtíðinni er áætlað aö bjóða upp á heimatilbú- inn mat, sem fólk getur tekið með sér heim eða borðað á staðnum. Grillskálinn er opinn alla daga frá 9-23.30 nema sunnudaga. Þá er opnað kl. 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.