Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. 9 Gorbatsjov óum- deilanlegur foringi -- ± Ungur drengur rennir sér á hjóiabretti fram hjá brynvöröu sovésku farar- tæki á götu í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhan. Vonast er til að ástandið þar lagist i kjölfar fundar sovéska þingsins sem lauk i gær. Símamynd Reuter Mikhail Gorbatsjov hefur nú staðið af sér minni háttar uppreisn gegn tillögum sínum um breytingar á sovéska stjórnkerfmu. Leiðtogar Kommúnistaflokksins söfnuðu einnig saman á fund þing- mönnum frá Armeníu og Azerbajdzhan í gær og fengu þá til að sahiþykkja aðgerðir sem eiga að binda enda á ofbeldi sem hefur orð- ið sextíu og þremur að bana á síð- ustu niu mánuðum. Að minnsta kosti tuttugu og átta manns hafa beðið bana á síðustu tveimur vikum. Tugþúsundir manna hafa flúið heimih sín til að forðast ofsóknir. Deilur Armena og Azerbajdzhana komu einnig fram í þingsölum og skiptust fulitrúar ríkjanna á ónotum á meðan Gor- batsjov horfði á. Þingið samþykkti í gær með yfir- gnæfandi meirihluta hinar viöa- miklu breytingar sem Gorbatsjov hefur lagt til á stjórnarskránni og kosningalögunum. í raun og veru samþykkti þingið að leggja sig sjáift niður. Með nýju skipaninni aukast mjög völd forsetans og er greinilegt að Gorbatsjov ætlar að haida því emb- ætti. Margir frambjóðendur verða leyfðir í kosningum í stað eins í hveiju kjördæmi til þessa. Þingið verður í tveimur deildum. í lokaræðu sinni á þinginu sagði Gorbatsjov að þingmenn þyrftu að vera „góðir nemendur" lýðræðis, bregðast viö breytingum og „eyða tortryggni" í garð hver annars. Þrátt fyrir að mörg hinna fimmt- án ríkja í Sovétríkjunum hafi á undanfomum mánuðum sýnt and- stöðu við fyrirhugaðar breytingar var aðeins málamyndaandstaða gegn þeim þegar til kastanna kom. Virðist sem Gorbatsjov hafi mjög styrkt stöðu sína á þessúm fundi og enginn þarf að efast um að sem stendur er það hann sem ræður i Kreml. Reuter alköhúlprufan Alkóhólið situr lengur í blóðinu en þú heldur. Notkun er mjög einföld: Opnið pokann, takið prufustrimilinn og bleytið í munnvatni. Bíðið í 2 mínútur og berið síðan saman við litakortið. Örugg niðurstaða á aðeins 2 mínú Neytið ekki matar né drykkjar 15 mínútum áður en prufan er framkvæmd. Einkaumboð: EINAR PÉTURSSON -heildverslun- Hafnarstræti 7, sími 18060. 3 prufur í pakka. Kostakaup KOSTAKÁUP HAFNARFIRÐI Allar á tilboðsverði Allt fyrir jólahreingerninguna Jólakonfekt og sælgæti í úrvali - hagstætt verð Kerti og servíettur í miklu úrvali Kjötvörurnar okkar eru í sérflokki (KOSTAKAUF \. HAFNARHRÐI Reykjavíkurvegi 72 - Hafnarfirði - sími 53100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.