Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988.
15
Eigum við einhverja von?
Þaö gustar og næöir nú um ís-
lenskt þjóðlíf og ekki í fyrsta sinn.
Alvarlegast alls er ef vofa at-
vinnuleysis birtist í dyrum al-
þýðunnar í landinu, ógnvaldur sem
viö höfum ekki haft í dyragætt okk-
ar óralengi.
Eftir frjáshyggjufylhrí „uppa-
gengisins" í landinu er svo sem
ekki á ööru von, enda viðurkennd
hstagóð latína á þeim bæ að hæfi-
legt atvinnuleysi - svona 5-10% -
sé af hinu góða fyrir þá sem arðinn
eiga að hirða. '
Samhhða og nátengt þessu er svo
ástand atvinnufyrirtækjanna í
framleiðslunni, á þeirri undirstöðu
sem aht veltur á.
Verðmætasköpunin
Það er í raun óskhjanlegt venju-
legum manni eins og mér að verð-
mætasköpun af þessu tagi - sú dýr-
mætasta og mikilvægasta - skihi
ekki njóta þess hversu þýðingar-
mikh þjóðarbúinu hún er, þar sem
aht annað hvhir á af þeim gæðum
sem þessi þjóð veitir sér.
Það að hún skuli hornreka - að
framleiðslan og vinnslan þar skuli
svelt, kreist og kvalin á alla lund
er þyngra en tárum taki og fullvíst
er það að engin skynsemisglóra
getur verið þar að baki.
En stefnan hefur einfaldlega ver-
ið sú að það væru allt aðrir sem
skyldu græða og græða mikið og
vel, en jafnvel hluti þeirra er þegar
farinn að gjalda þessa, þeirrar
frjálshyggjuskammsýni sem felst í
því að blóðmjólka undirstöðuat-
vinnuvegina í þágu annarlegra
hagsmuna þeirra sem allt sitt taka
á þurru eða hafa a.m.k. gert það
nú um stundir. Og orsakavaldarnir
látast nú koma alveg af fjöllum,
furðu lostnir þykjast þeir vera sem
ferðinni hafa ráðið og í fararbroddi
verið, hin fríða fylking sjálfstæðis-
manna sem þingaði nú nýlega, var
svo aldehis yfir sig hlessa á þessu,
nema auðvitað Einar Oddur frá
Flateyri sem virtist sá eini sem af
viti talaði, enda hefur hann þekk-
inguna og eigin reynslu bitra og
beiska í farteskinu.
KjaUarinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
Þar flaug þessu liði ekki í hug að
fjármagnskostnaður, vaxtaokur
frjálshyggjunnar - vextir á vexti
ofan kæmu nokkurs staðar inn í
myndina. Það lá við að menn
spyrðu hver annan: Vextir, hvað
er nú það?
Ógæfuvaldurinn
Hinn geislandi góðhjartaði fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðsins
velktist hins vegar ekki í vafa frem-
ur en fyrri daginn um ógæfuvald-
inn í öllu saman, launin hjá fólkinu
vitaskuld, þessum ofalda lethýð,
sem kann ekki að meta framtak og
dug þeirra umbjóðenda sem þessi
drengur talar fyrir og erfiða upp
fyrir haus, m.a. í því að innheimta
söluskatt af fólki fyrir bannsett rík-
ið. - Já, og láta hann svo einhvern
veginn hverfa inn í eigið bókhald
eða bókhaldsóreiðu eða bara út í
loftið þegar hla árar. Mig minnir
raunar að einhvers staðar séu til
orð yfir þetta á kjarnyrtu íslensku
máli, en þau má ekki nota að sjálf-
sögðu þegar slíkir öðlingar eiga í
hlut.
Það er í raun hörmulegt þegar
menn vaða í villu og svima þvert á
virkileikann sjálfan - hafa kenn-
ingaasklok fyrir sinn hæstan himin
og draga jafnvel heilan stjórn-
málaflokk undir asklokið með sér,
svo þeir sem sjá vhja - og séð geta
- sjá ekki lengur handa sinna skil.
Það er ekki að ástæöulausu sem
Matthías Bjarnason, sú vígreifa
baráttuhetja, sem þekkir og skhur
og veit vanda íslensks þjóðlífs og
landsbyggðar, viðhefur þyngri orð
um forystulið flokksins, þá sem
ferðinni ráða, en ég og fleiri and-
stæðingar þó gera. Þar er sko kveð-
ið að svo syngur í, enda fátt um
varnir hjá frjálshyggjugaurum
þeim sem Matthías hefur löngum
valið heiðursheitið „gróðapungar".
Og vesalings formaðurinn með
vondu ráðgjafana, heiðarlegri en
gerist og gengur, hann segir að
vextirnir hafi auðvitað verið allt
of háir, en það er bara ekki vöxtun-
um sjálfum að kenna, heldur ein-
hveijum svífandi aðstæðum sem
dansa fyrir augum formannsins án
þess að hann geti náð fangs á þeim,
hvað þá skilgreint þær.
En þá vitum við það: Háir vextir
koma hávöxtum ekki við og svo
einfalt er nú það allt saman.
Hissa eins og alltaf
Raunar vil ég ekki gleyma þeim
sem nú þvær hendur sínar og botn-
ar enn síður í neinu fremur en fyrri
daginn, veit auðvitað ekkert af
hverju þessi vaxtaóáran er komin
og ennþá síður hveijum hún er nú
eiginlega að kenna. Hann er bara
svo aldeilis hissa eins og ahtaf og
heitir Steingrímur Hermannsson
og réði ferðinni og stóð í stafni þeg-
ar vaxtabrjálæðinu var sleppt
lausu. Og hvers vegna skyldi flór-
goðanum góða gleymt, Jóni Bald-
vin, núverandi einkavini og sam-
heija félaga Ólafs Ragnars í lifrar-
bandalaginu, sá hefur nú hingað til
ekki verið par hræddur við vextina
og völd þeirra og áhrif öll - með
tilheyrandi kverkatökum á at-
vinnulífinu - því atvinnulífi sem
heldur í okkur öllum lífinu, að ekki
sé nú minnst á fólkið allt sem und-
an stynur.
Það er hins vegar allrar athygli
vert hvaða hljóð heyrist þegar fariö
er á hinn eina sanna vettvang þess-
ara mála allra - út í atvinnufyrir-
tæki framleiðslunnar og farið beint
í þá sem málum stjórna og fara
fyrir. Skyldu þeir nú taka undir
væliö í Verslunarráðspiltinum um
að bölvað kaupið sé allt að sliga og
eyðileggja, hvað skyldu forráða-
menn hins raunverulega atvinnu-
lífs segja um þetta síbyljuvesaldar-
væl? Þeir segja þvert á móti að þeir
þurfi að gera betur við sitt fólk, það
erfiðisfólk sem ber uppi öðru frem-
ur þá velferð, sem við gumum af,
og þeir eru heldur ekki að leyna
aðalástæðunni fyrir m.a. því
vandamáli, lágu laununum, sem
þeir telja svo alvarlegt fyrir eigin
atvinnurekstur, aöalástæðu alls
þessa vanda - fjármagnskostnaö-
inn m&rgfræga, okurvexti fijáls-
hyggjunnar, sem enn tröllríður
öllu í þessu þjóðfélagi okkar, þetta
sé að drepa þá.
Hin breiðu bök
góðærisgróðans
Ef ríkisstjórnin núverandi á að
vera sínum vanda vaxin þarf hún
og á og það er lífsnauösynlegt fyrir
hana og það er þjóðarnauðsyn um
leið, að keyra niður vextina, að
kveða vaxtadraug frjálshyggjuvof-
unnar niður og krossa svo vel yfir
allt saman. Sá nístingskaldi geigur,
sem grípur um sig þegar uppsagnir
hrannast að og öh undirstaðan
virðist ótraustari en áður, og sú
nepja, sem smýgur nú um gættir
alþýðuheimilanna vítt um lands-
byggðina, er uggvænleg og um leið
og kalla á til ábyrgðar þá sem
ábyrgð bera og refsa þeim sem
rænt hafa aflahlut alþýðu þarf nýja
atvinnusókn í þessu landi byggða
á bjartsýni íslenskra möguleika.
Það hefur áður gerst, þegar rót-
tækustu þjóðfélagsöflin hafa verið
kölluð að rjúkandi rústum hins
kapítalíska hagkerfis, að í stað úr-
talna vonleysis og ofurtrúar á
björgun utan frá hefur komið ís-
lensk atvinnubylting og þó erfiðari
séu aðstæður í dag þá verður að
gera allt sem unnt er svo snúa
megi ógæfuhjóh „uppanna" við og
hefja virkilega félagshyggju í önd-
vegi. Ríkisstjórnin á leik.
Veröi hún ekki vandanum vaxin
óttast ég sannarlega örlög þessarar
þjóðar okkar, um velferð okkar og
afkomu alþýðuheimilanna. Ein-
leiksögranir svo sem þeir kratar
ástunda í dag gefa ekki góðum von-
um byr undir báða vængi. Við skul-
um vona að þetta séu byrjunarörð-
ugleikar þeirra sem ætluðu að hafa
íhaldið að hinum eina og sanna
dansherra.
Við skulum líka vona að forsætis-
ráðherrann axli sjálfur ögn af
ábyrgð öfugt við það sem áður hef-
ur verið og átti sig á því að ekki
dugar alltaf og ævinlega að leika
saklausa einfeldninginn þegar
mest á reynir og fá lof og lófaklapp
út á það.
Og við skulum vona að enginn
ráðherra Alþýðubandalagsins
gleymi því hvaða fólk treysti þeim
fyrir umboði sínu og atfylgi og
hvaða leiðarljós ber að hafa í stafni.
Að þar hvílir sú skylda að finna
hin breiðu bök góðærisgróðans
annars staðar en í ellilífeyris-
greiðslum og happdrættum líknar-
félaga og fatlaðra.
Tíminn einn mun leiða þetta í
ljós. En vonina megum við ekki
missa.
Helgi Seljan
„Hann er bara svo hissa eins og alltaf
og heitir Steingrímur Hermannsson og
réöi feröinni og stóö í stafni þegar
vaxtabrjálæðinu var sleppt lausu.“
Handbolti í gegn
um afruglara
í tímans rás höfum við íslending-
ar tekið ástfóstri við eitt og annað
og gert að eins konar óskabörnum
þjóðarinnar. Má þar nefna til Eim-
skipafélagið, flugfélögin og nú síð-
ast handknattleiksmenn. Þjóðin
hefur stutt dyggilega viö bakið á
iðkendum þessarar íþróttagreinar,
veitt þeim bæöi fjárhagslegan og
andlegan stuðning með þvi að fara
á leiki og hvetja menn til dáða,
kaupa happdrættismiða og taka
þátt í annarri fjáröflun á vegum
þeirra.
Þessi stuðningur hefur gert það
kleift að ráða færustu þjálfara og
bæta á ýmsan hátt aðstöðu iðkend-
anna. Arangur hefur að vísu verið
misjafn en oftar góður en hitt. Þeir
sem veita málefninu lið gera það í
von um betri árangur eftir en áð-
ur. Stuðningsmenn vilja sem sagt
fá stuðninginn greiddan í betri ár-
angri.
Margir voru óánægðir með ár-
angur handboltalandsliðsins á
ólympíuleikunum. Þótt mér finnist
við hafa verið helst til kröfuhörð
varðandi árangur þar get ég ekki
að því gert þótt ég hugsi sem svo
að úr því þeim tókst ekki að borga
KjaUarinn*
Guðmundur Axelsson
framhaldsskólakennari
stuðninginn með þeim árangri,
sem þjóðin vænti, borgi þeir okkur
ef til vill í afruglurum í staðinn.
Mismunun
Að vonum erum við öll ákaflega
stolt af árangri þess íþróttafólks
sem þátt tók í ólympíuleikum fatl-
aðra. Margir hafa verið óánægðir
með hversu takmarkaður frétta-
flutningur var frá þessum viðburði
og hefur íþróttafréttamönnum ver-
ið legið á hálsi fyrir þetta. Ég held
að íslenskir íþróttafréttamenn hafi
gert ráð fyrir góðum árangri okkar
fólks á þessu móti og haft á því
áhuga en mig grunar að þarna ráði
önnur sjónarmið en þeirra.
Fjölmiðlarisarnir úti í heimi sýna
þessu ekki sama áhuga og þeir sýna
þeim íþróttum sem peningarnir
eru í þannig að öll efnisöflun verð-
ur eifiðari eða jafnvel engin frá
hendi íslensku fréttamannanna
sem verða í ríkum mæli að treysta
á útlenda fjölmiðla um efnisöflun.
Það væri annars mjög fróðlegt að
sjá, ef hægt væri aö reikna slíkt
út, samanburð á árangri til dæmis
Carls Lewis og Hauks Gunnarsson-
ar í 100 metra hjaupi. Það kæmi
mér ekki á óvart þótt þar væri um
svipuð afrek að ræða. Sjálfsagt
þurfa báðir að leggja álíka hart að
sér til þess að ná þessum árangri
en umbunin fyrir erfiðið er ólík í
krónum talið.
Carl Lewis er margmilljónari af
sinni íþróttaiðkun og trúlega mun-
aði hann sáralítið um að láta af
hendi rakna þá fjármuni sem ís-
lenska ríkið ákvað að veija til
byggingar íþróttamannvirkja fyrir
fatlaða. Carl Lewis fær fúlgur Ijár
fyrir sína íþróttaiðkun en þeir fótl-
uðu íþróttamenn, sem stóðu sig svo
frábærlega, fá góðar minningar og
eitthvað af peningum í sameigin-
legan sjóð að launum fyrir sitt
framlag.
Skemmtikraftar
Áður var fólki sagt að íþróttir
væru vel til þess fallnar að efla það
bæði andlega og líkamlega. Sú mun
raunin enn, nema hvað eitt hefur
bæst við; menn geta líka styrktfjár-
haginn með iðkuninni. íþrótta-
menn ganga kaupum og sölum og
eru í reynd keyptir á iþróttamót
eins og skemmtikraftar eru keyptir
til að skemmta á annars konar
skemmtunum.
Ég er einn þeirra sem hafa gaman
af að fylgjast með íþróttum. Mér
verður oft hugsað til þess hversu
mikið hyldýpi er á milli þess fót-
bolta, sem krakkar stunda á tún-
blettum hér og hvar, þar sem áhug-
inn og leikgleðin beinlínis geisla
af þátttakendum, og þeim fótbolta
sem atvinnumenn stunda. Þeir eru
gjarnan svo grafalvarlegir að jafn-
vel mætti ætla að þátttakan sé þeim
kvöl. Leikgleðinni hefur verið fóm-
að fyrir tækni og úthald.
Guðmundur Axelsson
„íþróttamenn ganga kaupum og sölum
og eru í reynd keyptir á íþróttamót eins
og skemmtikraftar eru keyptir til að
skemmta á annars konar skemmtun-
um,“