Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988.
7
Fréttir
Niðurstaða hvalatalningar:
Út í hött að tala um
útrýmingarhættu
- segir Jóhann Sigurjónsson sjávarliffræðingur
Niöurstaöa víðtækrar hvalataln-
ingar, sem fram fór í fyrra, liggur
nú fyrir. Niöurstaðán er sú að fjarri
öllu lagi er aö tala um aö hvalastofn-
amir séu 'í útrýmingarhættu, aö því
er Jóhann Sigurjónsson sjávarlíf-
fræöingur segir. Auk íslendinga tóku
Danir, Færeyingar, Norðmenn og
Spánveijar þátt í talningunni sem
var framkvæmd úr 2 flugvélum og 8
skipum samtímis.
Undanfarin ár hefur langreyöur
veriö uppistaðan í veiðum skipa
Hvals hf. eða aö jafnaði 230 til 240
dýr á ári. Viö talninguna kom í ljós
aö áætla má aö langreyöarstofninn
sé um 6.500 dýr. Næstmest hefur ver-
ið veitt af búrhval eða um 80 dýr á
ári. Búrhvalur er fjölkvænisdýr og á
svæðið umhverfis ísland, sem leitað
var á, leita aöeins tarfar sem ekki
hafa öðlast yfirráð yfir viðkomu-
hjörðinni. Viö talninguna komu í ljós
1.500 dýr en áætlað er að stofninn sé
mun stærri eða nokkur þúsund dýr.
Sandreyður er þriöjá mest veidda
hvalategundin hér. Um 70 dýr eru
veidd á ári. Við talningu komu í ljós
um 1.200 dýr en talið er að stofninn
sé mun stærri vegna þess hve
snemmsumars talningin fór fram.
Allnokkuð hefur verið veitt af
hrefnu hér við land eöa að meðaltali
200 dýr á ári. Hrefnan er mjög út-
breidd og er talið aö í Austur-Græn-
lands-, íslands- og Jan Mayenstofnin-
um séu 19.500 dýr. í hnúfubaksstofn-
inum eru talin vera um 2.000 dýr,
stöfn steypireyðarinnar er talinn
vera um 1.000 dýr. Um 6.000 andanefj-
ur sáust viö talningu en talið er að í
stofninum séu á milli 15 og 20 þúsund
dýr. Á milli 4.000 og 5.000 háhyrning-
ar sáust við talningu og taliö er að
marsvínastofninn og grindhvala-
stofninn skipti tugum þúsunda.
-S.dór
Sveinn Andri Sveinsson, formaður Stúdentaráðs, leggur hér blómsveig á
leiði Jóns Sigurðssonar forseta. Stúdentar héldu upp á 70 ára fullveldi ís-
lands í gær með margvislegum hætti en mörgum þykir þó hafa farið lítið
fyrir þessum merkisdegi hjá öðrum. DV-mynd KAE
160 jólaperur eyðilagðar
Um eitt hundrað og sextíu ljósaper-
ur, sem voru til skrauts við Kjötstöð-
ina í Glæsibæ, hafa verið eyðilagðar.
Alls voru settar upp 186 perur. Að-
eins um 25 perur voru heilar þegar
starfsfólk mætti til vinnu í gærmorg-
un. Einnig var búið aö skemma raf-
magnssnúrur. Tjón af völdum þess-
ara skemmdarverka nemur tpgum
þúsunda.
Kjötstöðin heitir á þá, sem geta
gefið upplýsingar um hverjir voru
að verki, tíu þúsund króna vöruút-
tekt. -sme
Brimnesdeilan:
Verður leyst
með gerðardómi
- segir Júlíus Sólnes
„Það hefur tekist samkomulag um
að leysa þessa deilu með gerðar-
dómi. Það eru deilur um smíöalýs-
ingu og hvað hún felur í sér,“ sagði
Júlíus Sólnes, stjórnarformaður
Skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur.
Stálvík og Stefán Hjaltason, útgerð-
armaður frá Ólafsvík, hafa deilt um
smíði og greiðslur vegna vinnu Stál-
víkur við bátinn Brimnes SH. Sam-
kvæmt samningi átti Stálvík að af-
henda Stefáni bátinn í maí í vor. Stef-
án tók það til bragðs í siðustu viku
að sigla bátnum frá Hafnarfirði og
til Reykjavíkur. Því vildi Stálvík ekki
una og gerði tilraun til að fara með
bátinn aftur til Hafnaríjarðar. Stefán
kom í veg fyrir þá ætlun Stálvíkur
með því að rífa mælaborð bátsins
laust - þannig að ekki var unnt að
gangsetja vélar bátsins.
„Það var verulegur ágreiningur
um hvað fælist í smíðalýsingunni og
hann er oröinn mjög dýr þessi bátur.
Þetta eru erfiðleikar á báða bóga og
menn hafa átt erfitt með að íjár-
magna hlutina - við lendum í vand-
ræðum þess vegna."
- Nú segir útgerðarmaðurinn að
hann hafi þurft að leysa út fyrir ykk-
ur ábyrgðir og jafnvel þurft að greiða
ykkurfyrr en samningurinn sagði til
um svo þið gætuð greitt út laun.
„Það er í sambandi við fjármögn-
unina á samningnum í heild sinni.
Eftir því sem ég best veit þá er kom-
ið þokkalegt samkomulag um að
leysa þetta með gerðardómi. Ég er
að vona að þetta leysist með þeim
hætti - þannig að aöilar geti vel viö
unað," sagði Júlíus Sólnes.
Stefán Hjaltason segir að heildar-
kostnaður við nýsmíðina sé um 20
milljónir en þáttur Stálvíkur sé að-
eins hluti þar af - eða sex og hálf
milljón króna - samkvæmt smíða-
samningi.
-sme
M *
Fjarstýring
CQMPiiUNK
III Remote III
Controi System
MIDI - W300
Útvarpsmagnari með Compu-link
fjarstýringu * Surround Sound *
Tónjafnari * Tvöfalt kassettutæki *
Plötuspilari * 3 eininga hátalarar *
Fullkominn geislaspilari aukalega, kr. 16.900,- stgr.
FACD
Faco hf.# Verslun, Laugavegi 89 • 121 Reykjavík • Sími 91 -13008 • Fæst í Faco og hjá JVCendursöluaðilum.
JOLA *