Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. Spumingin Trúir þú á endurholdgun? Árni Gylfason, atvinnulaus: Já, alveg tvímælalaust, ég er alveg tilbúinn til þess. Jón Guðmundsson þjónn: Já, alveg hiklaust. Samúel Helgason, atvinnulaus: Nei - við erum bara mold og ekkert annað. íris Daníelsdóttir nemi: Nei, en ég trúi samt á annað líf. Elín Sigurðardóttir, vinnur í mót- töku: Nei, en ég trúi samt á líf eftir dauðann. Oddný Sverrisdóttir nemi: Nei, við lifum bara einu sinni - það er alveg nóg. Lesendur Frystingin í „Chrysler“-búning? J.K.Ó. hringdi: Ég var að lesa í DV í gær frétt og viðtal við fiármálaráðherra, Ól- af Ragnar Grímsson, um sjávarút- veginn, undir fyrirsögninni „Upp- stokkun eins og hjá Chrysler". Seg- ir þar að greinilegt sé að íjármála- ráðherra hafi orðið fyrir miklum áhrifum af Lee Iacocca, forstjóra Chrysler-verksmiðjanna í Banda- ríkjunum, og að nú þyrfti að verða svipuð uppstokkun hér í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og hefði orðið hjá þessu bílaframleiðslufyr- irtæki þegar áðurnefndur Lee Iacocca tók þar við stjórninni. Fjármálaráðherranum láðist að geta þess, eða a.m.k. kom það ekki fram í fréttinni, að Lee þessi Iacoc- ca strengdi þess heit að taka ekki laun umfram einn dollara á ári fyrr en hann hefði snúið taprekstri verksmiðjunnar í gróða. Og þetta hefur honum nú tekist þarna fyrir vestan. Skyldu hinir gegnisbreytingar- glöðu forsvarsmenn SH og Sam- bandsfrystihúsanna taka sér eitt- hvaö slikt í munn? Auðvitaö ekki. í hinum hálfþjóðnýtta rekstri flsk- Lee lacocca forstjóri og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Sá síðarnefndi leggur til uppstokkun með Chrysler sem fyrirmynd. vinnslunnar á Islandi er ekki að finna menn sem láta svona orð falla. Það væri hins vegar æskilegt að þannig hugsandi menn væru í forsvari fyrir íslenskan sjávarút- veg. Reginmunurinn er e.t.v. sá að í Bandaríkjunum eru forstjórastöð- ur stórra fyrirtækja mannaðar þeim sem „hafa efni á“ að vera í stöðu æðstu stjórnenda og geta því einbeitt sér að rekstrinum en eru ekki sífellt að glíma viö „eigin vandamál", kannski hluti eins og vasadagpeninga til ferðalaga, bygg- ingu einkahúsnæöis eða þaðan af lítilmótlegri einkamál. En auðvitað er gott að fjármála- ráðherra hefur næmt auga fyrir bættum úrræðum og veit hvar á að leita samanburðar. Sennilega gerir hann réttan samanburð á Chrysler-verksmiðjunum annars vegar og lýðveldinu íslandi hins vegar að því er mannfjölda varðar. Og alla vega er hægt að vera hon- um sammála um að sjávarútveg hér á landi eigi að líta á sem eitt stórt fyrirtæki. Fyrir slíkan rekst- ur þyrfti þá heldur ekki nema einn forstjóra. Þjóðargjaldþrot og játning: Tek undir með Jóni Gunnar Þorsteinsson hringdi: Ég las einhverja þá bestu kjall- aragrein um stjórnmál í DV sl. mánudag (28. nóv.) sem ég hefi séð lengi. Hún var eftir Jón Magnússon lögmann. Ég get tekiö undir hvert orð sem þar stóð. Þessi grein var pólitísk aö sjálf- sögðu en hún var sanngjöm og heiöarleg í senn og þaö er meira en hægt er aö segja um pólitísk skrif nú á dögum hér á landi. Þarna gegnumlýsir hann stjórnmála- flokkana hvem af öðrum og gerir þaö svo nettlega að verður af hin besta skemmtun en án þess að greinin missi gildi sitt. Svona eiga fleiri að taka á málun- um því aö það er enginn stjórn- málaflokkur hér á landi í dag sem getur þjónað sem hornsteinn fyrir einn eða annan, að ekki sé nú talað um stefnumál, og hræsni er því best að viðhafa sem minnsta í skrif- um af þessu tagi. Eöa, eins og Jón segir réttilega á einum stað í grein- inni: „Hver þjóö uppsker pólitískt það sem hún sáir pólitískt. Á þessi þjóð nokkuð annað skilið en þjóð- argjaldþrot eftir þvilíka sáningu?" Sjónvarpsdagskrá RUV: Ekki burðugt fyrir börnin Móðir frá Akureyri skrifar: Ég er fimm bama móðir og hef sjónvarp á heimilinu en hvorki Stöð 2 né video. Nú er svartasta skamm- degið mnnið upp og börnin farin að horfa meira á sjónvarpið. En það sem Sjónvarpið býður upp á er ekki þaö besta í heimi, og heldur ekki það næstbesta. - Það er yfirleitt endur- tekið efni og alltaf sýnt á matartíma, sem er alveg óþolandi fyrir flestar mæður. Hvers vegna reynið þið ekki að bæta við dagskrána góðu efni, t.d. teiknimyndum, og byrjið dagskrána kl. 5 síðdegis og hafið hlé frá kl. sjö til hálfátta eða jafnvel til kl. átta. - Þetta fyrirkomulag væri stórkostlegt fyrir mæður. Og enn eru sunnudagar til stór- skammar hjá Sjónvarpinu. Ég er al- veg sammála því sem strákurinn úr Mosfellssveit lýsti í sínu bréfi og tek- ur dæmi um; að sýna svarthvíta hundleiðinlega mynd frá kl. 3-6! - Ég held að þið ættuð að fara að hugsa ykkar gang frekar en nú er því Stöö 2 er farin aö skáka ykkur. En kannski er það ykkur bara fyrir bestu. Þið hjá ríkissjónvarpinu virðist draga lappimar með aö festa kaup á góöu efni þar til það er keypt úr höndunum á ykkur, sbr. handbolt- ann, fegurðarsamkeppnina o.s.frv. - Mínum börnum finnst jóladagskrá Sjónvarpsins yfirleitt leiðinleg. Þið hljótið þó aö geta boöið bömum upp á góðar teiknimyndir og þviumlíkt yfir jólin, úr því að Stöð 2 er með bamaefni frá kl. 8-13. - Skárra væri það nú! Undanfari framlífs Ingvar Agnarsson skrifar: Líf er ekki ætíð eftirsóknarvert, því stundum er verra að lifa en deyja. - „Líf er ekki líf til fulls, fyrr enþað er sama sem farsæld" (H.P.). Sá sem veldur öðmm mönnum ófarsæld, vitandi vits, meö ein- hverjum hætti er allra aumastur, jafnvel þótt hann sýnist lifa í vel- lystingum og hreyki sér hátt, því uppgjör bíður allra þá héðan er flutt. - Enginn skyldi hreykjast, því veraldargengi er valt og til þess lánað mönnum að þeir láti aðra njóta gæðanna raeð sér. Hið mikla uppgjör bíður allra að loknu jarðlífi og við tekur framlíf á annarri stjörnu. Þá verður ekki spurt um skammvinnan stundar- hag, heldur um það, hvemig lífinu hafi verið varið í þágu lífsins. - Því hver og einn skapar sér eigin fram- tíð. Sá, sem sýnt hefur lífinu lotning og leitast viö að vernda það og styöja, hann á vísa vist meðal lengra kominna samherja á lífs- stjörnu þeirri, sem hann hefur búið sér búsetu á með breytni sinni gagnvart lífinu, í stuttri jarðvist. Togast á í Borgaraflokknmn: Albert kemur og Albert fer Ólafur Halldórsson hringdi: Ég er einn þeirra sem hafa stutt og kosiö Borgaraflokkinn þótt ég sé ekki flokksbundinn. Ég beið því spenntur eftir niðurstöðum fundar flokksins um atvinnumál sem hald- inn var í gærkvöldi (29. nóv.). Það var svo í morgunútvarpinu í morgun að ég heyrði viðtal við sjálf- an formanninn, Albert Guömunds- son, sem sagði að hann myndi ekki láta flokksmenn sína og stuðnings- menn sitja í fyrirrúmi um vitneskju um það hvort hann yfirgæfi flokkinn og tæki viö sendiherrastöðu í París. Utanríkisráðherra myndi ganga fyr- ir í því máli! Þetta þykir mér furðu- legt í meira lagi því að ég hafði áður heyrt hann segja að hann þyrfti að ræða við félaga sína í Borgaraflokkn- um og aðra, þ. á m. fjölskyldu sína, áöur en hann gæfi nokkurt svar til ráöherra um ákvörðun. Á áðurnefndum fundi Borgara- flokksins var það hins vegar Guö- mundur J. Guðmundsson sem lét móðan mása og það svo að margir fundu ískaldan hroll streyma niður eftir bakinu á sér. Hann talaði um atvinnuleysi, kreppu og svartnætti sem væri framundan. Hann hefur þar áreiðanlega lög að mæla. Albert deplaði hins vegar ekki auga, hann bara kom og fór án þess að gefa nokkra yfirlýsingu í það skiptið. Nú er hins vegar boðaður fundur nk. laugardag hjá Borgaraflokknum um máhð og ætti þetta þá að hggja ljósar fyrir. Við vitum öll að ef Albert fer til Frakklands er flokkur hans ahur því að flokkurinn var stofnaður af hon- um og fyrir hann. Og þótt margir séu til kallaðir úr þingmanna- og vara- þingmannaliði flokksins verður nýr formaður, varaformaöur og önnur forystusveit varla samþykkt án und- angengins og tafarlauss samþykkis landsfundar. Nema þetta hafl allt verið „geirneglt" löngu fyrirfram! Þrir úr forystusveit og þingmannaliði Borgaraflokksins: Benedikt Bogason, Júlíus Sólnes og Ásgeir Hannes Eiríksson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.