Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUÐAGUR 2. DESEMBER 1988. NÝJA POSTULAKIRKJAN (SLANDI HAALEITISBRAUT 58-60 (MIDBÆR) Guösþjónustur sunnudaga kl. 11.00, fimmtudaga kl. 20.00. SPURNINGAR OG SVÖR VIÐ ÞEIM •Drottinn Jesús sagði: Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans hafið þér ekki Hfið I yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilift líf og ég reisi hann upp á efsta degi. Fultt hús matar***!! Utlönd Háskólar í Vestur-Þýska- landi að springa Háskólanemar í Vestur-Þýska- landi mótmæla nú yfirfullum háskól- um með því að sækja ekki kennslu- stundir. Ein og hálf milljón stúdenta þarf annars að slást um sætin í skól- um sem ætlaðir eru sjö hundruð og áttatíu þúsundum nemendum. Á meðan kennsla er minnkuð í sumum deildum háskólanna vegna fjárskorts eru inntökuskilyrðin svo rúm að skólarnir troðfyllast af nem- endum. Allir með stúdentspróf eiga rétt á inngöngu. Það er aðeins þar sem aðsóknin er allra mest, í læknis- fræði, lögfræöi og hagfræði, sem að- gangur er takmarkaöur og er þá far- ið eftir einkunnum á stúdentspróíi. í haust hófu um tvö hundruð og fimmtíu þúsund nemendur nám í háskólum víðsvegar um Vestur- Þýskaland. Fyrirlestrarsalirnir í vestur-þýskum háskólum eru allir yfirfullir. Með leikhúskíki í kennslustund Þeir allra útsjónarsömustu hafa með sér fellistóla í yflrfulla fyrir- lestrarsali. Þeir nota leikhúskíki til þess að sjá á töfluna og fela bóka- safnsbækur á hillum þar sem þær eiga ekki að vera til þess að aðrir geti ekki notað þær. Sumir skilja eft- ir segulbönd í gangi í fyrirlestrarsöl- unum og þjóta í matsöluna þegar tækifæri er tfl þess að tylla sér þar. Erfiðlega gengur að útvega sér hús- næði í háskólabæjunum. Níu af hverjum tíu stúdentum leita á náðir einkaaðila þar sem stúdentagarðarn- ir taka ekki við fleirum. Þúsundir háskólanema hófu haustönnina með því að sofa á beddum í íþróttahöflum eða á sófum hjá kunningjum. Margir þeirra sem hófu nám í haust hafa hætt vegna slæmra námsaðstæðna eða vegna þess að þeir fengu ekkert húsnæði. Fundað um neyðarráðstafanir Á ráðstefnu samtaka vestur-þýskra stúdenta snemma á næsta ári verður rætt hvort boöa eigi til verkfalls um allt land. Helmut Kohl kanslari mun þann lð.desember eiga fund með for- sætisráðherrum þeirra ellefu sam- bandsríkja sem kosta háskólana til þess að ræða neyðarráðstafanir vegna hins mikla nemendafjölda í háskólunum. Meðalnámstíminn í vestur-þýskum háskólum er flmm og hálft ár sem er lengri timi en í flestum öðrum háskólum í Evrópu. Karlmenn verða að gegna þegnskylduvinnu í eitt og hálft ár. Það þýðir að margir Vestur- Þjóðveijar eru nálægt þrítugu þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Stjómvöld vilja stytta námstímann til að minnka þrýstinginn á háskól- ana og til að lengja þann tíma sem menn eru í atvinnulífmu. Kohl óttast einnig að sameinaður Evrópumark- aður frá 1992 muni verða Vestur- Þjóðverium í óhag þegar þeir keppa við aðra um vinnu. Óttast versnandi ástand Það var á áttunda áratugnum sem yflrvöld ákváðu að allir ættu að eiga kost á námi en flöldi nemenda hefur aukist meira en gert var ráð fyrir. Árið 1984 fækkaði reyndar nýjum háskólanemum í fyrsta sinn í flöru- tíu ár en þeim hefur flölgað síðan 1986. Þeir sem fæddust þegar barns- fæðingar voru í hámarki eru að koma inn í háskólana núna. Þeim flölgar líka sem taka stúdentspróf og fleiri af þeim vilja halda áfram námi. í menntamálaráðuneytinu óttast menn að ástandið eigi eftir að versna vegna skorts á prófessorum. Allir þeir sem ráðnir voru þegar skólarnir voru að stækka á sjöunda áratugnum eru nú að nálgast sextugt og farnir Husnæðisvandræði háskólanema eru gifurleg. Hér er notar einn næðið á að hugsa um að draga sig í hlé. meðan félagarnir sofa á gólfinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.