Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988.
Viðskipti
Keflavíkurhöfn að leggjast af?
Gámaævintýrið
veldur samdrætti
„Umferöin hér um höfnina minnk-
aði allverulega eftir aö gámaævin-
týriö hófst. Hér koma helst ekki skip
nema fyrir varnarliðið og í sambandi
viö saltfiskútflutning. Frystiskipin
eru alveg hætt aö koma," sagöi Pétur
Jóhannsson, hafnarstjóri í Keflavík,
en umferð um höfnina hefur minnk-
aö síðustu tvö árin. Hafa margir Suö-
urnesjamenn miklar áhyggjur af því
aö flutningar séu í æ ríkari mæli aö
flytjast til Reykjavíkur.
Pétur sagði aö þær áhyggjur ættu
sér stoö í raunveruleikanum því
frystiskip væru alveg hætt aö koma
til Suðurnesja. Nefndi ltann sem
dæmi aö aðeins eitt skip heföi komið
í ár en áöur fyrr heföi aö jafnaði
komið eitt frystiskip í mánuði.
„Aö sjálfsögöu höfum viö miklar
áhyggjur af þróuninni en það er erf-
itt að gera nokkuð viö þessu. í Hafn-
arfiröi eru miklar frystigeymslur og
fiskurinn er keyrður þangað til
geymslu og útskipunar."
Pétur sagði hins vegar aö miklar
vonir væru bundnar viö það þegar
sveitarfélögin á Suöurnesjum taka
við höfninni í Keflavík og Njarðvík
en hún hefur hingað til veriö ein
þriggja landshafna á íslandi. Lands-
höfn er einnig á Rifl og í Þorláks-
höfn. Sagðist Pétur vonast til að þá
næöist betri samstaða meöal Suöur-
nesjamanna um aö efla höfnina.
Standa nú yfir viðræður um yfirtöku
á höfninni.
Enn er umferð olíuskipa um höfn-
ina en Ijóst er aö ferðir þeirra leggj-
ast nánast af þegar Helguvíkurhöfn
veröur opnuö.
Þá eru margir heimamanna óá-
nægöir meö efndir stjórnvalda og
skipafélaga á loforðum sem gefin
voru þegar Rainbow Navigation mál-
ið komst í hámæli. Þá var lofað að
umferö um höfnina yrði tryggð en
mönnum þykir nú sem þau loforð
hafi fariö fyrir lítið.
-SMJ
Gámaævintýrið er að drepa niður siglingar um Keflavíkurhöfn.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjódsbækur ób. 2-4 Lb
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 2-4.5 Lb
6 mán. uppsógn 2-4,5 Sb
12 mán. uppsogn 3.5-5 Lb
18mán. uppsogn 8 Ib
Tékkareikningar, alm. 0.5-1 Allir nema Vb
Sértékkareikninqar 0,5-3.5 Bb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsogn 1-2 Vb
6 mán. uppsogn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlánmeðsérkjörum 3.5-7 Sb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-8 Lb
Sterlingspund 10.50- 11.25 Úb
Vestur-þýskmork 3.75-4.25 Ab.Sb
Danskar krónur 7-8 Vb.Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 11-12 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 12.5-18 Sp.Bb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr ) 14.5-17 Bb
Utlán verðtryggð
, Skuldabréf 8-8.75 Vb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 12-17 Lb.Sb,- Bb
SDR 9-9.25 Aliir nema Bb
Bandaríkjadalir 10.5-10,75 Úb.Sb,- Sp
Sterlmgspund 13.50- 13.75 Sb.Sp
Vestur-þýsk mórk 6,5-6,75 Sb.Sp,- Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán.
MEÐALVEXTIR
Overötr. nóv. 88 20.5
Verðtr. nóv 88 8.7
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala nóv. 2272 stig
Byggingavísitala nóv. 399,2 stig
Byggingavisitala nóv. 124,8stig
Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt. Veröstoövun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,375
Einingabréf 2 1,920
Einingabréf 3 2,196
Fjölþjóðabréf 1.268
Gengisbréf 1,573
Kjarabréf 3.373
Lífeyrisbréf 1.697
Markbréf 1,784
Skyndibréf 1,033
Sjóðsbréf 1 1.623
Sjóðsbréf 2 1,409
Sjóðsbréf 3 1,157
Tekjubréf 1.570
HLUTABRÉF
Söluveró aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 118 kr.
Eimskip 346 kr.
Flugleiðir 273 kr.
Hampiðjan 130 kr.
Iðnaðarbankinn 172 kr.
Skagstrendingur hf. 160 kr.
Verslunarbankinn 134 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavfxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb=lönaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn blrtast f DV á flmmtudögum.
Smjörlíki hefur selt
hlutafé sitt í Hydrol
Smjörlíki hf. hefur selt hlutafé sitt
í fyrirtækinu Hydrol en þaö nam um
40 prósent af heildarhlutafénu. Þetta
er liður í sameiningu Lýsis og Hydr-
ol en Lýsi átti 60 prósent í Hydrol á
móti 40 prósentum Smjörlíkis. Sú
sameining verður formlega um ára-
mótin.
„Ástæðan fyrir sameiningunni er
að ná fram aukinni hagræðingu í
rekstrinum," segir Ágúst Einarsson,
forstjóri Lýsis hf. „Lýsi hefur verið
aö fara í meira mæli út í framleiðslu
á loðnulýsi en það er.sú framleiösla
sem Hydrol hefur mest fengist við.
Framleiðsla loðnulýsis fór því oft á
tíðum fram i báöum verksmiðjunum.
Það er ekki hagkvæmt.“
Hydrol er til húsa við Sundahöfn-
ina, fyrir neðan Kassagerðina, en
Lýsi er vestur í bæ, við Grandaveg-
inn.
„í framtíðinni er ætlunin að vera
með verksmiðjurnar undir sama
þaki. Það er ekki búið að ákveða
hvar sá staður verður en ég tel mjög
heppilegt aö vera við Sundahöfn-
ina,“ segir Ágúst.
Hann bætir viö að upphaflega
skrefið verði að sameina verksmiðj-
urnar en skrifstofa Lýsis, pökkun og
rannsóknarstofur verði áfram við
Grandaveginn. „Til lengri tíma litið
er samt ljóst að fyrirtækið flytur
héðan frá Grandaveginum."
Að sögn Ágústs hefur þorskalýsis-
framleiðsla Lýsis hf. dregist nokkuð
saman frá því í fyrra. „Það hefur
aldrei komið eins lítið af lifur inn í
fyrirtækið og á þessu ári. Enda er
hrygningarstofninn sífellt að
minnka. Og í rauninni er ástandið
orðið ískyggilegt, þetta smáfiskadráp
gengur ekki lengur. Það verður að
leyfa fiskinum að vaxa lengur í sjón-
um.“
-JGH
Davíð Scheving Thorsteinsson hefur
verið stjórnarformaður í Hydrol fyrir
hönd Smjörlíkis. Nú er Smjörlíki
búið að selja hlut sinn i Hydrol.
Marico-réttir á markað
í Evrópu og Japan
Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, Icelandic Freez-
ing Plants Limited í Grimbsy, hefur
brotiö blað í framleiöslusögu sinni
með því að hefja framleiðslu á tilbún-
um sjávarréttum undir eigin vöru-
merki, Marico, fyrir evrópskan og
japanskan neytendamarkað. Til
þessa hefur fyrirtækiö aö mestu
framleitt sjávarafurðir fyrir ýmis
stór matvælafyrirtæki og verslana-
keðjur.
Verið er að markaössetja Marico
viða í Evrópu núna. Sala hefur þegar
hafist í Belgíu, Spáni og Hollandi og
búið er að senda sýnishorn mjög víða
og beint samband hefur verið tekið
upp við fiölda hugsanlegra söluaöila
í Efnahagsbandalagsríkjunum.
Þá bíða þeir hjá Icelandic Freezing
Plants spenntir eftir að sjá hvernig
Japansmarkaður kemur út.
-v Aww..,, im'Tr -r*:;
2 f.j-itf Áövalcs
XÓlkftMjiít':
2 6’od Aov.tlcs 2 6'od /íoyak 5S
xitíÁtxK (£ fciri >
Æ
Þetta eru Marico-réttir lcelandic Freezing Plants Limited i Grimsby. Tilbún-
ir fiskréttir sem selja á i Evrópu og Japan.
Útflutningsráð:
Hvernig á
að selja í
úHandinu?
Haustfundir Útflutningsráðs ís-
lands verða haldnir á Hótel Sögu
6. til 8. desember. Áhersla verður
lögð á markaðssetningu og
hvemig útflytjendur geti styrkt
stöðu sina á erlendum mörkuð-
um með bættum stefnumótandi
markaösáætlunum.
Ötflutningsráð hefur fengið tvo
bandaríska fyrirlesara til aö hafa
framsögn á fundunum. Þeir eru
dr. Brightman, sem flytur erindi
sem heita Markaðsmál - reynslu-
sögur og Markaðsáætlanir - for-
senda stefnumarkandi hugsunar,
og Lewis E. Brandt en erindi hans
heita Sfiórnar markaðurinn fyr-
irtæki þínu? og Stefnumarkandi
markaðsáætlanir, dæmi og grein-
ing.
Fiskverð erlendis í gær
Verð á þorski og ýsu var slakt í
Grimsby og Hull í gær og nokkuð
fyrir neðan það verö sem fæst þegar
framboö er eðlilegt á markaönum.
Verð á þorski í Grimsby var um 63
krónur kílóið og ýsan var á 76 krón-
ur kílóið. Eðlilegt verð ætti að vera
á milli 80 og 90 krónur kílóið.
Verð á karfa í Þýskalandi var enn-
fremur frekar slakt í gær. Um 64
krónur fengust fyrir karfakílóið í
Bremerhaven og 68 krónur í Cux-
haven. Eölilegt verð ætti að vera á
milli 70 til 80 krónur kílóið.
New York er ráðandi um verö á
laxi. Verð á laxi í gær, 2ja til 3ja
kílóa, sem mest er selt af frá íslandi,
var á um 398 krónur kílóið. Það er
lélegt því yfirleitt gera menn sig ekki
ánægða með minna en 10 dollara fyr-
ir kílóið eða um 450 krónur.
-JGH
Fiskverð eftir borgum í gær- krónur á kíló
Grimsby Hull Bremerhaven Cuxhaven NewYork
Þorskur 63 51 75
Ýsa 76 51 36 - -
Karfi - - 64 68
Lax 238