Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. 777 einnar nætur? Vextir hafa enn einu sinni verið lækkaðir og nú umtalsvert. Raunvextir lækka, það eru vextir umfram verðbólgustig. En rétt er, að menn athugi, hvað þetta þýðir. Margir fagna lækkun vaxta, sem nú er orðin. En menn skyldu hyggja að framhaldinu. Ráðherrar segja, að vaxtalækkunin þýði, að bankarn- ir taki mark á hjöðnun verðbólgu. Þeir eiga vafalaust einnig við, að þetta þýði, að bankastjórar taki mark á ríkisstjórninni. Fræg eru orðaskipti Sverris Hermanns- sonar, bankastjóra Landsbankans, og Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra. Þessi orðaskipti hófust hér í DV með því að Sverrir kvaðst ekki taka mark á Ólafi Ragnari. En það hefur þó verið gert. Ólafur Ragn- ar vildi fá fram lækkun raunvaxta í kjölfar minnkandi verðbólgu. Við skulum líta á, um hvað þessir menn eru að tala. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra fagnar vaxtalækk- uninni mjög. En fáir vita betur en Jón Sigurðsson, fyrr- um þjóðhagsstjóri, að vaxtalækkunin verður varla var- anleg. Ríkisstjórnin lætur nú eins og hún hafi komið verð- bólgu á kné. En allir vita, ef þeir leiða hugann að því, að reynslan af verðstöðvun hér hefur verið slæm. Þá er einnig slæmt, ef ríkisstjórn ætlar að lækka vexti með handafli í trássi við stöðuna á markaðinum. Slíkt veldur því fyrst og fremst, að skekkja verður í atvinnulífi og ráðstöfun fjármagns. Við viljum ekki, að vextir lækki svo mjög, að aftur komi upp sú staða, að þeir fái fé meira og minna gefins, sem eiga aðgang að fé. Hið rök- rétta er, að framboð og eftirspurn eftir fé ráði vöxtun- um. Ríkisstjórn getur í mörgu haft áhrif á þessa þætti. En ekkert gott stafar af því, að vextir séu lækkaðir með tilskipunum. Það er rétt, að sú verðbólga, sem mælist, hefur verið lítil sem engin síðustu vikur. Auðvitað eiga bankar þá að lækka vextina. Vextir ruku upp í kjölfar óðaverðbólgu. Vextir hafa verið mjög háir, en ekkert bendir til, að þeir hafi verið hærri en markaðurinn leyfði. Við getum nú fagnað lækkun vaxta. En annað hefur ekki breytzt. Ríkisstjórnin hefur ekki ráðizt gegn verðbólguvöldunum, sem að baki búa. Þó má binda vonir við loforð um hallalaus fjárlög. Þar yrði einum verðbólguvaldi ýtt til hhðar. En menn munu hafa minni trú á, að takist að ráða við erlenda skuldasöfun og ofíjár- festingu. Kannski verður samdráttur í þjóðfélaginu svo mikill, að eftirspurn eftr lánsfé minnkar. En það á langt í land. Flestir hljóta að gera ráð fyrir, að verðbólgan æði áfram, þegar tímabili verðstöðvunar lýkur. Enginn getur mælt með stöðugri verðstöðvun. Þá væri verið að tjalda til einnar nætur, þótt margir fagni vaxtalækk- uninni nú. Við sjáum ekki merki annars en að verð- bólgan vaxi að nýju og vextir rjúki að nýju upp í kjölfar verðbólgunnar. Þetta gæti því allt verið skammgóður vermir. Rétt er að lækka vexti nú, enda geta bankar hækkað þá fljótlega að nýju, fari verðbólgan af stað. Þá verður að líta á rétt sparifjáreigenda. Það er ekki aðeins siðlaust heldur glapræði fyrir þjóðarbúið að ganga gegn sparifjáreigendum. Við megum ekki við því, að innlendur sparnaður minnki mikið. Hvað um allar erlendu skuldirnar, sem þarf að greiða? Hverjir eiga að leggja fram það hármagn, sem aðrir þurfa? Ríkis- stjórnin verður að hugsa miklu meira um sparifjáreig- endur en hún virðist ætla að gera. Þetta er eitt grund- vallaratriðið. Haukur Helgason Kenningar og kjarnavopn Samskipti risaveldanna tveggja hafa veriö að breytast á allra síö- ustu árum og eftir að Gorbatsjov komst til valda í Sovétríkjunum hafa þær breytingar aöallega veriö þakkaðar honum, ekki svo mjög því aö Sovétríkin hafi breyst, held- ur hafa skoðanir manna á Vestur- löndum á þeim breyst. Samskipti risaveldanna hafa alla tiö mótast af gagnkvæmri tortryggni og óvild en eftir síöustu heimsstyrjöld bætt- ist við ótti viö nýja styrjöld og á þeim ótta hafa samskiptin byggst síðan. Hiö eina sameiginlega hags- munamál, sem ríkin tvö hafa getað rætt saman um, hefur verið aö koma i veg fyrir nýja styrjöld og á seinni árum aö takmarka kjarn- orkuvígbúnað. Samskipti þeirra á öörum sviðum eru sáralítil. Veltan á viðskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna áriö 1986 var innan við tveir milljarðar dollara sem er talsvert minna en viðskipti Banda- ríkjanna við Marokkó. Menning- arsamskipti eru svoTítil að það eru stórfréttir að skipst sé á heimsókn- „Það mun koma í hlut George Bush að bregðast við breyttum viðhorfum með nýrri kenningu", segir greinarhöfundur m.a. - George Bush, nýkjör- inn forseti Bandarikjanna. um listamanna, og þótt Rússagrýl- unni sé ekki veifað eins hátt og mikið og áöur fyrr einkennast öll samskipti af tortryggni og brigslum um óheilindi. Þetta á sér rætur í kalda stríðinu og þessi viðhorf munu ekki hverfa fyrir tilstilli Gor- batsjov eins, en samt miðar í þá átt. Forsetakenningar Allt frá upphafi kalda stríðsins upp úr stríðslokum hefur megin- stéfna Bandaríkjanna miðað að því að hamla gegn útþenslu Sovétríkj- anna og halda þeim innan viður- kenndra marka, ef það tækist mundi kommúnisminn verða sjálf- dauður með tímanum og Sovétrík- in snúa sér aö innri málum og verða afhuga afskiptum af um- heiminum. Þessi meginstefna, sem kennd er við George F. Kennan, einn helsta hugmyndafræðing Trumans for- seta, hefur veriö kölluð hömlu- kenningin (Containment Policy). Innan ramma hennar setti Truman síöan fram sína eigin Truman- kenningu sem var í því fólgin að Bandaríkjastjóm studdi frjáls ríki sem áttu í vök að verjast fyrir vopn- uðum minnihlutahópum eöa utan- aðkomandi þrýstingi. Tilefni Trumankenningarinnar var tilraun komúnista til valdaráns í Grikklandi árin 1947 og ’48. Síðan er einhver kenning kennd viö flesta forseta og tiiefni þeirra endur- spegla sambúð risaveldanna. Eis- enhowerkenningin 1957 snerist um aö beita bandarísku hervaldi til að hamla gegn útbreiðslu kommún- isma í Miðausturlöndum. Það var á tímum Nassers og innrásar ísra- elsmanna, Breta og Frakka í Egyptaland sem Eisenhower stöðv- aði. Hann sendi líka 1958 herlið til aö kæfa í fæðingu borgarastyrjöld í Líbanon. Á hans tímum var líka ríkjandi sú stefna að hóta Sovét- mönnum kjarnorkuárás ef þeir væru með yfirgang. Kennedy ítrekaði Monroekenn- inguna frá 1823, um að vesturálfa væri bandarískt áhrifasvæði, í sambandi við valdatöku Castros á Kúbu og beitti henni til að setja hafnbann á Kúbu og stöðva víg- búnað Sovétmanna þar. Kennedy beitti einnig fyrir sig hömlukenn- ingu George Kennans og sínum eig- in oröum um að frelsi og sjálfstæði væri -aldrei of dýru verði keypt þegar hann tók þá ákvörðun að hefja virka þátttöku í stríðinu í Víetnam. Lyndon Johnson varð að gjalda þaö verð og engin kenning er viö hann kennd í utanríkismál- um. Nixon lærði af þessu, hans kenn- ing var að Bandaríkin styddu vin- veitt ríki til að gæta sameiginlegra KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður hagsmuna sinna og Vesturlanda en beittu ekki eigin herhði. Helsti merkisberi Nixonkenningarinnar var illu heilh Reza Pahlavi írans- keisari og með hlonum féll sú kenn- ing. Eftir innrás Sovétmanna í Afg- anistan boðaði Jimmy Carter þá kenningu að Bandaríkin mundu beita eigin hervaldi ef Sovétmenn hygðu á landvinninga við Persa- flóa. Aö lokum kom síöan Reagans- kenningin sem felst í þvi að styrkja hemaðarlega þá skæruliða sem berjast gegn kommúnisma. Sú kenning er í fullu gildi í Afganistan og til skamms tíma í Nicaragua. Stalín og Brezhnev Stefna Stalíns í stríðslok byggðist á þvi að koma á belti vinveittra ríkja eða leppríkja umhverfis Sov- étríkin og Varsjárbandalagsríkin þjóna enn þeim tilgangi að vera fyrsta vamarlína Sovétríkjanna í Evrópu en Mongóha gegnir þessu hlutverki gagnvart Kína. Þessa stefnu urðu Bandaríkjamenn og aðrir að sætta sig viö, enda ekki uih annað að ræða. En þegar Sovét- menn réðust inn í Afganistan fóru þeir út fyrir þessi viöurkenndu mörk. Afganistan var aldrei sam- þykkt sem áhrifasvæði Sovétríkj- anna á sama hátt og til dæmis Tékkóslóvakía. Viðbrögðin við innrásinni i Afganistan urðu svo hörð sem raun ber vitni ekki aðal- lega vegna þess aö Sovétmenn voru að drepa fólk, heldur höfðu þeir afneitað réttri kenningu. Innrásin í Tékkóslóvakíu var samkvæmt kenningunni og því léttbærari. Sú kenning var Brezhnevkenningin um rétt Sovétmanna tU íhlutunar um innanríkismál bandalagsrikja sinna. Viðbrögðin við afskiptum Sovétmanna af Angóla og Eþíópíu vom líka viðbrögð viö rangri kenn- ingu, þar vom þeir komnir langt út fyrir viðurkennd mörk. Kjarnavopn Nú í fyrsta sinn virðist hilla und- ir það að grundvallarkenning Ge- orge F. Kennans frá 1947, um að Sovétríkin verði að lokum of hel- tekin sínum eigin innanmeinum til að stunda úþenslu, sé aö sannast. Ákvörðun Gorbatsjovs um að hætta beinni þátttöku í stríðinu í Afganistan markar þáttaskil og hún opnaði líka leiðina til sam- komulags um fækkun kjamorku- vopna. Gorbatsjov hefur það að leiðarljósi í utanríkismálum að ekkert ríki tryggi öryggi sitt með því að gera önnur ríld öryggislaus og það er ný stefna fyrir Sovét- menn. Fyrirsjáanleg lok stríðsins í Ang- óla em líka hluti af hinni nýju stefnu. Ef útþenslustefnan, sem Stalín markaði óg Brezhnev fylgdi, er í raun og vem að líöa undir lok era komnar forsendur fyrir sambúð risaveldanna á nýjum gmndvelli. Hættan á kjarnorkustríði hefur aldrei verið minni en nú og ef Sov- étmenn hætta íhlutun í ríkjum, þar sem réttur þeirra til afskipta er ekki viðurkenndur, fækkar ágrein- ingsmálum risaveldanna stórkost- lega. Þetta kallar á nýja langtíma- stefnumótun Bandaríkjamanna gagnvart Sovétríkjunum þar sem kjarnorkumálin verða ekki lengur eina sameiginlega hagsmunamálið. Það mun koma í hlut George Bush að bregðast við breyttum við- horfum með nýrri kenningu sem væntanlega verður við hann kennd, hagsmunir Bandaríkjanna munu þó eftir sem áður liggja í því að hamla gegn áhrifum Sovétríkj- anna í anda George Kennan en góöu heilli mun sú hagsmunagæsla færast æ meir frá hernaðarsviði yfir á önnur svið. Gunnar Eyþórsson „Ef útþenslustefnan, sem Stalín mark- aöi og Brezhnev fylgdi, er í raun og veru aö líða undir lok eru komnar for- sendur fyrir sambúð risaveldanna á nýjum grundvelli.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.