Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 32
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. Leigubílstjóri handtók - ræningja Maöur var rændur veski sínu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. 1 veskinu voru verðmæti, þar á meðal greiðslu- kort. Maöurinn hlaut minni háttar áverka af völdum árásarmannanna. Skömmu síðar tók leigubílstjóri upp farþega sem vildi fara að ákveðnu húsi við Brautarholt. Þegar kom að því að farþeginn átti að gera upp við leigubílstjórann vildi hann greiða meö greiðslukorti. Leigubíl- stjórinn veitti því þá athygli að far- þeginn var ekki handhaíi greiðslu- kortsins sem hann vildi greiða farið með og tók það til bragðs að aka með farþegann á lögreglustöð. Hann hélt ræningjanum með annarri hendi og ^stýrði bílnum með hinni. Ræninginn hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni. ~sme Dalvík: Engin vinna í frystihúsi KEA Geir A. Gudsteuisson, DV, Dalvflc Engin vinnsla verður í frystihúsi á Dalvík eftir 16. desember nk. en þorra starfsfólksins hefur verið sagt upp. Það kemur ekki aftur til vinnu fyrr en um miðjan janúar. Það er orðinn árlegur viðburöur að frystihúsinu sé lokað svo löngu fyrir jól og er ástæöan fyrst og fremst sú að togarar og bátar eru almennt bún- ir með kvótann og svo er ekkert róið yflr hátíðarnar. Nokkrir karlmenn verða þó við vinnu, bæði við frystingu og i salt- fiskverkuninni. Árekstur í Kollafirði Harður árekstur tveggja bíla varð í Kollafirði á áttunda tímanum í morgun. Einn maður var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Ekki er vitað hversu alvarlega hann er slas- aður. Báðir bílarnir voru óökufærir á eftir og voru dregnir burt með kranabílum. -sme ÞRÚSTIIR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Þetta eru átök hinna Ijósu lokka! Þriggja miHjarða niðurskurður í húsnæðiskerfinu: Ólafur Ragnar og Jóhanna í hár saman Hugmyndir Ólafs. Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra um að minnka ráðstöfunarfé Bygging- arsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna á næsta ári úr 11 mill- jörðum, eins og gert var ráð fyrir í fjárlögum, niður í 8 til 9 milljarða mættu heiftarlegum mótmælum Jóhönnu Sigurðardó|ttur á ríkis- stjómarfundi í gær. í tillögum Ól- afs Ragnars var bæði gert ráð fyrir niðurskuröi á framlögum til sjöð- anna og niðurskurði á lánsfé. Jóhanna mótmælti harðlega að langstærsti hluti þess niðurskurð- ar, sem Ólafur Ragnar lagði tál, skyldi leggjast á byggingarsjóðina. Hún kvartaði einnig yfir þ ví hversu seint þessar tillögur kæmu fram. Það samkomulag, sem gert var i tengslum við Qárlagafrumvarpið í lok október, skyldi nú þverbrotið. Niðurskurðartillögur Ólafs Ragnars miða að því að endur- heimta þann tekjuafgang sem fjár- lagafrumvarpið gerði ráö fyrir. Með nýjum upplýsingum um af- komu ríkissjóðs á þessu ári er ljóst að um 1.5 til 2 milljarða gat er kom- ið á fjárlagafrumvarpiö. Til þess að fylla það hefur Ólafur Ragnar þrjá kosti: niðurskurð, frekari skattheimtu eða að falla frá mark- miðinu um tekjuafgang. Tillögur Ólafs Ragnars um'niður- skurö voru ekki afgreiddar á ríkis- stjórnarfundinum í gær. Auk nið- urskurðar á byggingarsjóöunum lagði hann tfl niðurskurð í heil- brigðismálum og vegamálum. Sá niðurskurður var hins vegar mikl- um mun minni en sá á húsnæði- skerfinu. Nýjar tillögur um skatthækkanir bíða þeirrar afgreiðslu sem niður- skurðarhugmyndirnar fá í ríkis- stjórninni. -gse Linda litla braggast vel hjá móður sinni. DV-mynd Þórhallur Veðrið á morgun: Rigning við suður- ströndina Á morgun verður hæg-suðaust- læg átt og víðast skýjað, dálítil rign- ing við suðurströndina en þurrt annars staðar á landinu. Hitinn verður 1-6 stig. Folaldið fannst í skurði Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðáxkróki: „Þetta var í níu stiga frosti og fol- aldið hefði sjálfsagt drepist fljótlega þannig að Linda á Sigurði hf sitt að launa,“ sagði eigandinn, Markús Sig- urjónsson á Reykjarhóli, en Sigurður Á. Ólason, starfsmaður Rarik, fann nýfætt folaldið úti í skurði skammt frá vegamótunum í Varmahlíð. Markús bóndi var fljótur til og nefndi folaldið eftir nýkjörinni feg- urðardrottningu heims, henni Lindu frá Vopnafirði. Það er ekki algengt að hryssur kasti á þessum árstíma en við stall hjá Markúsi er önnur hryssa komin fast að kasttíma. Áfengiskaupamálið: Forseti staðfestir tillögu ráð- herra í dag Tillaga ráðherra um að veita Magnúsi Thoroddsen hæstaréttar- dómara lausn frá embætti um stund- arsakir svo leggja megi mál hans vegna áfengiskaupa á kostnaðar- verði fyrir dómstóla veröur staðfest af forseta íslands í dag. Ráðherra lagði tillöguna fyrir ríkisstjórnar- fund í gær og er hún tilbúin til stað- festingar hjá forseta. „Það er reginmisskilningur, eins og fjölmiðlar hafa fjallað um málið, að forseti taki efnislega afstöðu í málinu og hafi því verið að velta því fyrir sér hvort hún eigi að staðfesta tillögu dómsmálaráðherra eða ekki. Þetta er alls ekki geðþóttaákvörðun forseta. Það kemur skýrt fram í stjómarskránni að forseti felur ráð- herra framkvæmdavald og það er ákvörðun dómsmálaráðherra að víkja Magnúsi úr embætti. Á sama hátt er það forseti sem gefur út hið eiginlega skipunarbréf þegar menn eru skipaöir í stöður en að tillögu ráðherra sem í raun ákveður hver verður skipaður,“ sagði Komelíus Sigmundsson forsetaritari við DV í morgun. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.