Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988. Andlát Vilhjálmur Þórðarson bifreiðastjóri, Ofanleiti 27, lést að morgni 2. desem- ber. Bessi Bachmann Gíslason skipstjóri, Hringbraut 57, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudag- inn 30. nóvember. Eyþór Helgi Tómasson forstjóri, Ás- vegi 32, Akureyri, lést þriðjudaginn 29. nóvember í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Jarðarfarir Séra Jón Árni Sigurðsson verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 3. desember ki. 14. Eyþór Ómar Þórhallsson tannlæknir veröur jarðsunginn frá Neskirkju í dag, fóstudaginn2. desember, kl. 15. Sörli Ágústsson frá Kjós verður jarðsunginn frá Fossvogkirkju í dag, 2. desember, kl. 15. Þórarinn Hjartarsson, Hjallaseli 41, veröur jarðsunginn frá Bústaða- kirkju í dag, 2. desember, kl. 13.30. Tillcyiiningar Tilmæli til skóla á fullveldis- daginn í tilefni af 70 ára afmæli fullveldisins hefur menntamaálráöunewið ákveðiö að fara þess á leit viö skólafólk að fram- vegis verði sjálfstæðisbaráttu íslendinga helgaður fastur þáttur í starfi skólanna í kringum 1. desember. Með því að gera umræðu um sjálfstæð- isbaráttuna að fóstum lið í skólastarfmu í tengslum við þennan dag fá nemendur enn betra tækifæri en nú er til að kynna sér þennan merka kafla í íslandssögunni. Á næstu vikum verður leitað til skóla- fólks um þaö á hvern hátt best megi gera þetta að föstum lið í skólastarfmu og hvaða gögn þurfi að vera fvrir hendi. Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands Námstefna á vegum Endurmenntunar- nefndar Háskóla íslands í Tölvuvæddri hönnun CAD verður haldin laugardag- inn 3. des í Odda, húsi félagsvísindadeild- ar HÍ, og Tæknigarði. Fyrir hádegi fljdja einstaklingar, sem hafa fiölbreytta reynslu af notkun tölvu- væddra hönnunarkerfa á ýmsum svið- um, erindi. Nánari upplýsingar fást hjá endur- menntunarstjóra í síma 694924. Myndlistarsýning Haukur Halldórsson myndlistarmaður opnaði sýningu 26. nóv. á Akranesi í Bæjar- og héraðsbókasafninu. Sýning Hauks stendur til 12. des og er opin virka daga frá kl. 15.00-18.30 og um helgar frá 14.00-20.30. ÍSAL styrkir FEF Fulltrúar Félags einstæðra foreldra veittu á dögunum móttöku peningaupp- hæð frá íslenska álfélaginu, en þar til á síðasta ári hefur þaö verið venja hjá fyrir- tækinu að senda jólagjaftr til viðskipta- vina og stofnana. Nú var ákveöið að breyta til og verja svipaöri Qárupphæð og áöur var varið til gjafa til að styrkja samtök hérlendis sem hafa að markmiði að aðstoða fólk sem á í erftðleikum. Fvr- ir valinu við þessa fvrstu úthlutun varð Félag einstæðra foreldra. Edda Ragnars- dóttir. formaður FEF. og Jóhanna Kris- tjónsdóttir, formaður húsnefndar, þágu boð félagsins um að skoða verksmiðjuna og síðan hádegisverð í boði þess. Þar sögðu þær stöllur frá starfsemi Félags einstæðra foreldra og svöruðu spurning- um stjórnarmanna. Sýningu Margrétar í Gallerí Gangskör lýkur um helgina. Sýningu Margrétar Jónsdóttur í Gallerí Gangskör lýkur nú um helgina. Á þessari sýningu sýnir Margrét 36 verk unnin á árunum 1983- 1985. Sýningin er í tilefni af því að Margr- ét er nýr félagi í Gallerí Gangskör og kynnir hún því í galleríinu smá brot af sínum eldri verkum sem fæst hafa sést opinberlega áöur. Verkin eru vatnslita og olíumyndir allt unnið á pappír. Sýningin í Gallerí Gang- skör er opin kluk'kan 12-18 virka daga og 14-18 um helgar. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöldiö 4. desember kl. 18. Jólabasar Sjálfsbjargar 1988 Jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaöra í Reykjavík og nágrenni, veröur laugar- dag og sunnudag 3. og 4. desember nk. í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykja- vík, 1. hæö, og hefst salan kl. 14.00 báða dagana. Inngangur er að vestanverðu. A basamum verður mikið úrval af munum á góðu veröi, tombóluprís, til dæmis jólaskreytingar og margs konar aðrar jólavömr, útsaumur, prjónafatnað- ur, púðar, kökur og margt, margt fleira. Einnig verður glæsilegt happdrætti og kaffisala með hlaðborði. Þeir sem einu sinni koma á jólabasar Sjálfsbjargar koma aftur og aftur. Jólakort Nýkomið er á markað jólakort gert eftir málverki Jónasar heitins Guðmundsson- ar. Sem fyrr er myndefnið tengt lift sjó- 1 mannsins, heitir fyrirmyndin „Að veið- um“. Kortið kemur út í tveimur stærð- um. Útgefandi kortanna er Jónína H. Jónsdóttir en hún hefur einnig geftð út eftirprentun af annarri mynd, „Bátar“. Upplýsingar og sölu annast Jónína H. Jónsdóttir, Sólvallagötu 9, Reykjavík, sími 14897. Merming Frá vígslu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Safn í anda Sigurjóns Um LSÓ Á Laugamesi Séð inn i aðalsal safnsins, þar sem sjást nokkur seinni myndverka Sigur- jóns. DV-mynd S. Fáir íslenskir listamenn hafa veriö eins litlir stofnanamenn í eöli sínu og Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ari. Hér á ég viö aö Sigurjón sætti sig sjaldnast viö skorður af nokkru tagi heldur gekk hann jafnan þvert á hið fyrirsjáanlega og ræktaöi hiö óvænta, jafnt í lífi sínu sem hst. ■Þess vegna er það sem list hans snakar sér undan öllum ódýrum skilgreiningum og breiðir úr sér í allar áttir eins og margir listamenn ættu í hlut. Kannski er það fyrst nú, að til- komu hins alltumfaðmandi póstmódernisma, aö menn eru til- búnir aö skoöa og gútera listferil Sigurjóns í heild sinni en ekki í pörtum og períódum: steinmyndir, portrettmyndir, jámmyndir og tré- myndir. Allt um það hefðu sennilega fáir séö fyrir sér safnastofnun úti á Laugarnestanganum fyrir áratug þar sem hinn iágvaxni og snar- borulegi listamaður hjó og steypti milli þess sem hann iðkaði hina eðlu samtalskúnst, með og án ábyrgöar. En fyrir atorku og ósérhlífni ekkju listamannsins, frú Birgittu Spur, er þar nú samt risið safn sem hefur að markmiði að varðveita ekki einasta verk Sigurjóns, sem mörg hver lágu undir skemmdum, heldur einnig hinn óstýriláta og leitandi anda hans. Stökkpallur yfir í hið óþekkta Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (eða LSÓ eins og þekkt bresk stór- hljómsveit...) ætlar því ekki að efna til sérstakrar tilbeiðslu á myndhöggvaranum heldur stuðla að raunsæjum rannsóknum á verkum hans og Ustrænu samhengi þeirra og nota þau óspart sem stökkpcdl yfir í hið óvænta, til dæmis aðra þrívíða list, og raunar aörar listgreinar. Að einu leyti eru þar hæg heima- tökin því að öll böm þeirra Sigur- jóns og Birgittu em gædd mikilli tónlistargáfu. LSÓ var vígt í undurfallegu veðri þann 21. október síðastliðinn og var þá jafnframt opnuð sýning á verk- um Sigurjóns sem hefði orðið átt- ræður þann sama dag. Þá gafst gestum einnig tækifæri til aö leggja mat á þær umbætur sem gerðar hafa verið á uppruna- legum húsakynnum listamannsins svo og viðbætur við það. Ljóst er að með þessari byggingu er risið mannvirki sem er í senn bæjarprýði og notadrjúg menning- arstofnun. Aðalsýningarsalur safnsins er að flatarmáh eins og vinnustofa Sig- urjóns var fyrir, meira að segja hafa hinir gömlu stoðviðir hennar Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson verið látnir halda sér. Þetta er lofsverður trúnaður við minningu listamannsins en rýrir óneitanlega notagildi salarins, kemur til dæmis í veg fyrir að hægt sé að hengja þar upp málverk með góðu móti. Gólffiísar hafa einnig á sér græna sUkju sem ekki er eins hagstæð skúlptúr og ég heföi ætlað. Hlýlegur og baðaður birtu En ef á heildina er Utið er þarna komið rúmgott, rismikið og vel upplýst sýningarpláss fyrir þrívíð myndverk og með því að nýta einn- ig umhverfi safnsins mætti hæg- lega halda meiri háttar sýningar á skúlptúr, íslenskum sem erlend- um, úti á Laugarnesi. Perla safnsins er samt efri salur- inn, UtiU, hlýlegur og baöaður birtu og þar að auki einstakur sjónarhóll yfir Sundin. Kaffistofa safnsins, gerð úr gler- virki, ætti einnig að auka á aðdrátt- arafl þess en fyrir utan góðan við- urgjörning býður hún upp á útsýni yfir grýtta Laugamesíjöruna og fuglamergðina þar undan. Sýningin á verkum Siguijóns er merkileg fyrir margra hluta Scikir. Á henni er tU dæmis að finna verk sem aldrei áður hafa verið sýnd á íslandi, forneskjulega Konumyndina frá Louisiana safn- inu (1939), formynd að annarri höggmyndinni á Ráðhústorginu í Vejle (1941), Móðir með barn frá 1937 og Verkamann úr brenndum leir (1942). Þarna era einnig verk eftir Sigur- jón sem ekki hafa verið sýnd um áratugaskeið, sjá myndir frá 1931-36. í sameiningu auka þessi verk við skilning okkar á þroska og þróun Sigurjóns sem myndlistarmanns. Það er hka fengur að ritgerðinni sem frú Birgitta hefur skrifað um þessa þróun í nýja árbók LSÓ. íslendingur í þekkingarleit Sérstaklega eru sannfærandi skýringar hennar á mismunandi afstöðu Sigurjóns og danskra koll- ega hans til listsköpunar á 4. áratug aldarinnar. Danirnir voru í uppreisnarhug, vildu andæfa borgaralegum og akademískum hefðum meðan ís- lendingurinn Sigurjón, sem kom úr þjóðfélagi sem hvorki átti sér gamalgróna borgarastétt né aka- demíu, var fyrst og fremst að leita sér nýrrar þekkingar og kunnáttu. Því er ekki síst þess vegna sem verkkunnátta Sigurjóns var alla tíð stóram meiri en flestra danskra samtímamanna hans í listinni sem margir hverjir sóuöu tíma sínum og orku í listræn prótest. En ein og sér hefði sú kunnátta verið lítils virði ef Sigurjón hefði ekki haft innbyggð hstræn mót- tökutæki af næmustu gerð og yfrið nægan metnað. Verkkunnáttan, metnaðurinn og sérstakt næmi Siguijóns á náttúru sérhvers efniviðar eru þær stoðir sem myndhsfhans er reist á. í því sambandi vil ég benda á langt og fróðlegt viðtal við Erling Jónsson, völund úr Keflavík, sem fylgdist náið með vinnubrögðum Siguijóns í hartnær þrjá áratugi en það er að finna í áðurnefndri árbók LSÓ. Næsta skrefið er að setja saman heildarskrá (catalogue raisonné) verka Sigurjóns svo að hægt verði að tengja saman hin mörgu og ólíku verk þessa fijóasta og fjöl- hæfasta myndhöggvara okkar í seinni tíð. Frú Birgitta Spur hefur vísað okkur veginn. Það væri menning- x arlegt slys ef við létum hér staðar numið. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.