Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1988, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988.
41
Afrnæli
Þorsteinn Gíslason
Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri,
Sunnuvegi 9, Reykjavík, varð sex-
tugur í gær. Þorsteinn er fæddur í
Kothúsum í Garði og ólst upp á
Krókvelli í Garði. Hann tók kenn-
arapróf 1952 og próf frá Stýrimanna-
skólanum í Rvík 1953. Þorsteinn var
kennari í Gerðaskóla 1953-1954 og
skólastjóri 1954-1960. Hann var
stýrimaður og skipstjóri á sumrum
frá 1953 og landsþekkt aflakló. Þor-
steinn var kennari í Stýrimanna-
skólapum í Rvík 1960-1983 og vara-
þingmaður Reykvikinga 1967-1971.
Hann var varafiskimálastjóri 1969-
1983 og í stjóm Fiskifélags íslands
frá 1969. Þorsteinn var í framhalds-
námi í stjórnunar- og tæknifogum
sjávarútvegs í Danmörku og Noregi
1975-1976 ogBandaríkjunum 1978.
Hann var í stjórn Bæjarútgerðar
Rvíkur frá 1976 og hefur verið fiski-
málastjórifrál983.
Þorsteinn kvæntist 1. janúar 1954
Vilborgu Vilmundardóttur, f. 31. júlí
1931, handavinnukennara. Foreldr-
ar hennar eru Vilmundur Gíslason,
b. í Króki í Garðabæ, og kona hans,
Þorbjörg Stefaníá Guðjónsdóttir.
Börn Þorsteins og Vilborgar eru
Vilmundur, f. 8. október 1954, húsa-
smiður í Hafnarfiði, kvæntur Bjarn-
eyju Sigurleifsdóttur og eiga þau tvo
syni; Gísli, f. 16. maí 1957, handa-
vinnukennari í Kópavogi, kvæntur
Guðnýju og eiga þau eina dóttur;
Hrefna Björg, f. 18. febrúar 1967,
nemi í innanhússarkitektúr í Noregi
og Þorbjörg Stefanía, f. 22. nóvemb-
er 1969, menntaskólanemi. Bræður
Þorsteins em Eggert, f. 12. maí 1927,
skipstjóri og aflakóngur, kvæntur
Regínu Ólafsdóttur, og Árni, f. 23.
febrúar 1942, lengi starfsmaður
Sameinuðu þj óðanna við kennslu í ,
fiskveiðum, rekur eigið fyritæki, Is-
'co og'Ismar, ásamt öðrum, kvæntur
Freyju Haraldsdóttur.
Foreldrar Þorsteins eru Gísli Árni
Eggertsson, skipstjóri í Kothúsum í
Garði, og kona hans, Hrefna Þor-
steinsdóttir. Föðursystkini Þor-
steins voru Þorsteinn, faðir Eggerts,
fyrrv. ráðherra, og Guðmunda,
amma Gunnars Arnar Gunnarsson-
ar listmálara. Gísli Árni var sonur
Eggerts, b. í Kothúsum í Garði,
Gíslasonar, b. í Steinskoti á Eyrar-
bakka, Gíslasonar, b. í Bjóluhjáleigu
í Holtum, Gíslasonar, bróður
Margrétar, iangömmu Þorgríms,
föður Sveins, staðarverkfræðings
Blönduvirkjunnar. Móðir Eggerts
var Gróa Eggertsdóttir, b. í Haga í
Holtum, Eggertssonar og konu
hans, Þorbjargar Brandsdóttur,
skipasmiðs og skálds í Kirkjuvogi í
Höfnum, Guðmundssonar, b. í
Kirkjuvogi, Brandssonar, b. í Rim-
húsum undir Eyjafjöllum, Bjarna-
sonar, b. á Víkingslæk, Halldórsson-
ar, ættfóður Víkingslækjarættar-
innar. Móðir Þorbjargar var Gróa
HafliöadóÞir, b. í Kirkjuvogi, Árna-
sonar, b. í Hábæ, Þórðarsonar, bróð-
ur Hafliöa, afa Þorleifs ríka á Há-
eyri, langafa Jóns Sveinbjörnssonar
prófessors. Hafliði var einnig lang-
afi Einars, langafa Ingvars Vil-
hjálmssonar útgerðarmanns. Móðir
Gísla Árna var Guöríður Árnadótt-
ir, b. í Lunansholti á Landi, Jóns-
sonar og konu hans, Helgu Gísla-
dóttur, b. í Flagveltu, bróður Guð-
mundar á Keldum, langafa Jóns
Helgasonar, prófessors og skálds.
Gísli var sonur Brynjólfs, b. í Vest-
ur-Kirkjubæ, Stefánssonar, b. í
Árbæ, Bjarnasonar, bróður Brands
í Rimhúsum.
Hrefna er dóttir Þorsteins, sjó-
manns í Lambhúsum í Garði, ívars-
Þorsteinn Gíslason.
sonar, b. í Lambhúsum, Þorsteins-
sonar. Móðir Þorsteins var Ólöf,
systir Sigríðar, ömmu Jóhannesar
Zoega, fyrrv. hitaveitustjóra. Ólöf
var dóttir Davíðs, b. í Miðsandi á
Hvalfjarðarströnd, Björnssonar,
bróður Björns á Breiðabólstað,
langafa Sigurðar Jóhannssonar
vegamálastjóra og Signýjar Sen,
fulltrúa lögreglustjóra. Þorsteinn
verður erlendis á afmælisdaginn.
Stefán Karlsson
Stefán Karlsson handritafræðingur,
Víðimel 70, Reykjavík, er sextugur
í dag. Stefán er fæddur á Belgsá í
Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Hann var á fyrsta ári er faðir hans
fórst í snjóflóði og ólst Stefán upp
hjá móður sinni á Akureyri. Stefán
varð stúdent frá MA1948, nam við
Hafnarháskóla frá 1948 og í HÍ1954-
1955, Uppsalaháskóla 1955 og Osló-
arháskóla 1954-1956. Hann lauk
meistaraprófi í norrænum málum
frá Hafnarháskóla 1961. Stefán var
stundakennari við MA1951-1952,
Samvinnuskólann og Kvennaskól-
ann í Rvík 1954-1955, aðstoðarkenn-
ari í Hafnarháskóla 1961-1969 og
starfsmaður í Stofnun Áma Magn-
ússonar í Kaupmannahöfn 1962-
1970. Hann hefur verið sérfræðingur
við Handritastofnun íslands (síðar
Stofnun Áma Magnússonar á ís-
landi) frá 1970 og stundarkennari í
HÍ frá 1981. Stefán var formaður
Félags íslenskra stúdenta í Kaup-
mannahöfn, formaður Stúdentafé-
lags Akureyrar, formaður Þj óð-
vamarfélags stúdenta, formaður ís-
lendingafélagsins í Kaupmanna-
höfn, formaöur Félags íslenskra
fræða 1971-1973 og varaformaður
útvarpsráðs 1971-1975. Hann var í
stjórn Hins íslenska fræðafélags í
Kaupmannahöfn 1963-1970, í stjórn
Háskólabíós 1970-1971, í miðnefnd
Samtaka herstöðvaandstæðinga
1971-1972, var ritari íslandsdeildar
Norræna sumarháskólans 1972-
1973, í stjórn Félags háskólakennara
1975-1977 og í Háskólaráði 1977-
1979. Hann var formaður ísl.-dansks
orðabókarsjóös frá 1976, í stjórn ís-
lenska málfræðifélagsins 1979-1982,
í sögunefnd Þingeyingafélagsins frá
1980 og í stjórn Orðabókar HÍ frá
1980. Stefán er heiðursfélagi í Félagi
íslenskra stúdenta í Kaupmanna-
höfn. Hann er bréfafélagi í Vísinda-
félagi Norðlendinga og félagi í Vís-
indafélagi íslendinga. Dóttir Stefáns
er Steinunn, f. 26. maí 1961, nemi í
HÍ, gift Tryggva Þórhallssyni,
myndlistarmanni í Rvík, og eiga þau
þrjárdætur.
Foreldrar Stefáns voru Karl
Kristjánsson, f. 12. mars 1891, d. 4.
maí 1929, b. á Belgsá í Fnjóskadal,
og kona hans, Jónasína Soffla Sig-
urðardóttir, b. á Veturliðastöðum í
Fnjóskadal, Davíðssonar, f. 10. mars
1897, d. 28. júní 1947. Karl var sonur
Kristjáns, b. á Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal, Ingjaldssonar, b. og
dbrm. á Mýri í Bárðardal, Jónsson-
ar ríka, b. á Mýri, Jónssonar, b. á
Mýri, ættföður Mýrarættarinnar.
Jón var sonur Halldórs, b. á Arndís-
arstöðum, Ingjaldssonar sterka, b. á
Kálfaströnd, Jónssonar. Móðir In-
gjalds var Herdís Ingjaldsdóttir, b.
á Grænavatni, Jónssonar, b. á
Sveinsströnd, Ingjaldssonar, bróður
Halldórs á Arndísarstöðum. Móðir
Karls var Steinunn Árnadóttir, b. í
Dæli, Halldórssonar og konu hans,
Gunnsteinn Sigurðsson
Gunnsteinn Sigurðsson verktaki, til
heimilis að Hléskógum 2, Reykjavík,
erfimmtugurídag.
Gunnsteinn fæddist á ísafirði og
ólst þar upp í foreldrahúsum en fór
flmmtán ára að aldri til Reykjavík-
ur. Hann hafði sem unghngur starf-
að í rækjuverksmiðju á ísafirði en
starfaði í vélsmiðjum fyrstu árin í
Reykjavík, m.a. hjá Björgun, Hamri
ogíKeiliumtíma.
Hann starfaði síðan við þunga-
vinnuvélar hjá Vélasjóði ríkisins og
Vitamálastjóm. Þá stundaði Gunn-
steinn sjóinn í fjölda ára, einkum á
vetrum. Gunnsteinn hóf síðan störf
á skurðgröfu hjá Reykjavíkurborg
en keypti sér sjálfur gröfu 1961 og
síðan aðrar þungavinnuvélar og
starfaði að verkefnum á vegum
Reykjavíkurborgar allt til ársins
1974. Árið 1978 hóf Gunnsteinn
vömbílaakstur og hefur ekið á vöru-
bílastöðinni Þrótti síðan.
Kona Gunnsteins er Margrét, f.
11.6.1935. Margrét er dóttir Óskars
Gunnlaugssonar, verkamanns hjá
Eimskip í Reykjavík, og Brandfríðar
Baldursdóttur sem er látin.
Kjördóttir Gunnsteins og Mar-
grétar er Sigríður Gunnsteinsdóttir,
verslunarmaður í Reykjavík, en
hún er einmitt tuttugu og fimm ára
ídag.
Gunnsteinn átti fimm systkini og
eru tvö þeirra látin.
Foreldrar Gunnsteins: Sigurður
Bentsson, skipasmiður á ísafirði, og
Bjamey Þórðardóttir.
Stefán Karlsson.
Sigurveigar Árnadóttur, b. á Drafla-
stöðum, Jónssonar, bróður Ingjalds
á Mýri. Móðir Sigurveigar var
Kristín, systir Jóns, alþingisforseta
á Gautlöndum. Kristín var dóttir
Sigurðar, b. á Gautlöndum, Jóns-
sonar, bróður Jóns ríka á Mýri.
Gunnsteinn Sigurðsson.
Tilmæli til
afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda
því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum
fyrirafmælið.
Munið að senda okkur myndir
Til hamingju
með daginn
80 ára
Dagbjört Arngrimsdóttir,
Hákotsvör 2, Bessastaðahreppi.
Eiríkur Bjarnason,
Gíslastaðagerði, Vallahreppi.
75 ára
Halldór Eliasson,
Strönd, Vestur-Landeyjum.
Ingólfur Gunnarsson,
Eyjaseli 5, Stokkseyri.
60 ára
Stella Guðnadóttir,
Ásgarði 73, Reykjavik.
Hólmdís Jóhannesdóttir,
Vallholtsvegi 5, Husavík.
50 ára
Gunnar Davíðsson,
Hátröð 1, Kópavogi.
Reynir Jónsson,
Norðurbyggð 1D, Akureyri.
40 ára
Gísli Jónsson,
Hlíðarvegi 7C, Siglufirði.
Hjálmfríður Sveinsdóttir,
Hrauntúni 73, Vestmannaeyjum.
Jón Kristinn Ólafsson,
Sæbakka 14, Neskaupstað.
Kristján Már Jónsson,
Háaleiti 1C, Keflavík.
Haukur Angantýsson,
Seljabraut 14, Reykjavik.
Valgeir Ásmundsson,
Reykjavíkurvegi 9, Hafiiarfirði.
0
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022