Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988.
Fréttir
NeyðarkaU af loðnumiðimum:
Stórhveli rífa og
slíta loðnunæturnar
- 39 skipstjórar loðnuveiðiskipa segja loðnuveiðamar í hættu
„Ef ágangur stórhvelanna vex get-
ur farið svo að hætta verði veiöum
um tíma," segir í eins konar neyðar-
kalli sem þrjátiu og níu skipstjórar
loðnuveiðiskipa hafa sent frá sér. í
bréft skipstjóranna segir að ástandið
sé orðið ógnvænlegt vegria mikil
ágangs stórhvela á loðnumiðunum.
Þeir benda á að undanfarin ár hafi
orðið vart vaxandi fjölda hvala sem
fylgi.loðnugöngunum frá Vestfjörð-
um og austur fyrir land. Verst hafi
ástandið verið í síðustu viku.
Þeir segja að þessi fjölgun stór-
hvela á miðunum hafi valdið loðnu-
veiðiskipunum miklum erfiðleikum
og tjóni. Bátar hafi orðið að hætta
veiðum tímabundið vegna þess að
allt að fimm hvalir hafi verið sam-
tímis í nótinni eftir kast. Skipstjór-
amir benda á að ef stórhveli lenda í
nótinni ráðist þau á hana og rífi úr
henni stór stykki þegar þau brjótast
út.
Af þessum sökum hafa skipin orðið
fyrir umtalsverðu veiðarfæra- og
aflatjóni. Bátar hafi orðið að sigla í
land með rifnar nætur og lítinn afla.
Ein loðnunót kostar 20 milljónir
króna og tjón, sem hvalirnir valda,
fæst ekki bætt af tryggingarfélögum.
Hér er greinilega um hið alvarleg-
asta mál að ræða en skipstjórarnir
benda ekki á neitt sem er til ráða og
ekki ljóst með hvaða hætti hægt er
aðstuggadýrunumfrá. -S.dór
Aldrei orðið var við
annað eins af hvölum
- segir Bjami Gunnarsson, skipstjóri á Hólmaberginu
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Óvenjumikið hefur borið á hvölum á
loðnumiðunum austur af Langanesi
síðustu vikurnar. Loðnusjómenn eru
afar svekktir vegna þessa nú loksins
þegar loðnan er farin að komast í
veiðanlegt ástand. Bjarni Gunnars-
son, skipstjóri á Hólmabergi SU frá
Eskifirði, sagði í samtali við DV að
hann hefði aldrei, í þau 20 ár sem
hann hefði stundað loðnuvei$ar, orð-
iö var við eins mikið af hvölum og á
vertíðinni sem nú stendur yfir.
Þetta kom svona einstaka sinnum
fyrir á miðunum fyrir vestan og
norðan land en hér fyrir austan er
þetta nýlunda. Það er hnúfubakur-
inn sem er hér á ferðinni og taldi
Bjarni líklegt að beint samband væri
á milli friðunar á honum síðastliðin
ár og þeirrar fjölgunar sem nú er
orðin á honum á loðnumiðunum.
Við fengum þrjá hvali í nótina í
fyrradag. Urðum við að sleppa niöur
nótinni til að losa okkur við þessi
kvikindi, sagði Bjarni. Einn hvalur-
inn fór í gegnum nótina og reif hana.
Fyrir bragðið misstum við af morg-
unkastinu, sem oftast gefst best. Það
er frá 7.30 til 9.
Það var annar hver bátur með hval
í nótinni þennan morgun. Hér er
hvalur út um allt og maður sér iðu-
lega þetta 10-15 stykki ef litið er út
um gluggann. Við hugsum með hryll-
ingi til þess ástands sem kann að
skapast ef öðrum hvalategundum,
sem nú er stefnt að að friða, fjölgar
eins ört og hnúfubaknum, sagði
Bjarni Gunnarsson.
Ráöstöfunarfé lifeyrissjóðanna:
Lækkar um 900 miljj-
ónir á næsta ári
- segir í endurskoðaðri áætlun Seðlabankans
Athugun Seðlabankans á ráðstöf-
unarfé lífeyrissjóðanna staðfestir að
iðgjaldaþáttur sjóöanna er ofmetinn
sem svarar 2,1 milljarði á næsta ári.
Þetta kemur heim og saman við at-
hugasemdir hagdeildar Vinnuveit-
endasambandsins en hún benti fyrr
í vikunni á að fjármálaráðuneytið
ofreiknaði þennan þátt í forsendum
tjárlaga næsta árs. Sá reikningur var
reyndar byggður á tölum frá Seðla-
bankanum.
Hins vegar kemur einnig fram að
innstreymi afborgana og vaxta var
vanmetið í þessari sömu áætlun og
vegur það að nokkru á móti. Þetta
þýðir að í stað þeirra 16,9 milljarða,
sem áætlun fjárlaga byggist á, vill
Seðlabankinn nú lækka þá tölu í 16
milljarða. Það þýðir að ráðstöfunarfé
lífeyrissjóðanna minnkar um 900
milljónir króna, sem stuðlar að því
að framlag þeirra til Húsnæðisstofn-
unar verður 500 milljónum minna en
áætlað var en ekki 1.100 milljónir
eins og fyrst var áætlað.
Það er ljóst að kaup lífeyrissjóð-
anna á skuldabréfum Húsnæðis-
stofnunar í ár verða eitthvaö minni
en áður var ætlað. Þá er ekki enn
búiö að ganga frá þeim kaupum sem
lífeyrissjóðirnir höfðu skuldbundiö
sig fyrir árið 1987. Þá var ráðstöfun-
arfé lífeyrissjóðanna áætlaö of lágt
hjá Seðlabankanum og munaði rúm-
lega milljarði. Húsnæðisstofnun tel-
ur að uppsöfnuð skuld lífeyrissjóð-
anna fyrir 1987 og 1988 hafi verið um
tveir milljarðar í október en á móti
vegur aö þeir hafa verið drjúgir við
að kaupa nú í lok ársins. Er stefnt
að því að ljúka þessari skuld um ára-
mót.
-SMJ
Bruggari handtekinn:
Játar áfengissölu
til ungmenna
Maður, sem hefur bruggað áfengi
í nokkur ár, hefur játað að hafa
selt ungmennum hluta framleiðslu
sinnar. Hann játaði við yfirheyrsl-
ur hjá rannsóknarlögreglunni í
Keflavík að hafa selt ungmennum
nokkra tugi lítra - fyrir um eitt
þúsund krónur lítrann - undan-
farna þijá mánuði.
Maðurinn býr á Vatnsleysu-
strönd ásamt flölskyldu sinni. Lög-
reglan gerði húsleit á heimili hans
og gerði þar upptækt áfengi og eim-
ingartæki. Maðurinn bar því við
að hann hefði lagt stund á þessa
atvinnustarfsemi þar sem erfitt er
að brauðfatða stóra fjölskyldu.
-sme
Einn síðasti fjárbóndinn á Reykjanesskaga er Eggert Kristmundsson á Efri-
Brunnstöðum á Vatnsleysuströnd. Landbúnaðarráðuneytið vill friða Reykja-
nesskaga fyrir lausagöngu sauðfjár. Eggert er hins vegar ekki á þeim buxun-
um að hætta búskap. DV-mynd Kristján Ari
Væntanlegt friðland á
REYKJANESI
Áður
friðað
Vi>f>ar
Grindavik
Hafnarjjörðw
r
Fyrirhugað
friðland Kleifarvatn
Herdisarvík
Vilja útrýma sauðfé
af öllu Reykjanesinu
- nú eru um þrjú þúsund kindur á svæðinu
Reykjanesiö verður friðað fyrir
sauðfé innan tveggja ára ef land-
búnaðarráðuneytið fær vilja sínum
framgengt.
Síðustu árin hafa sveitarfélögin á
Suðumesjum í samstarfi við Land-
græðslu ríkisins friðað stóran hluta
Reykjanesskagans og grætt landið
sem víða er illa farið.
í sumar hófst vinna við fjárgirö-
ingu sem á að ná til Hafnarfjarðar
frá Vogum með fram Reykjanes-
brautinni. Girðingin mun varna
lausagöngu sauðíjár á ræmunni milli
Reykjanesbrautar og sjávar. Land-
búnaðarráðuneytið fór þess á leit við
sveitarfélögin að í samstarfi yrði
unnið að því að friða Reykjanesið
vestan línu sem dregin yrði frá Hafn-
arfirði og suður til Herdísarvíkur.
Það er mun stærra landsvæði en til
stóð að friða í fyrstu.
Að sögn Ellerts Eiríkssonar, sveit-
arstjóra í Gerðahreppi, féllust sveit-
arfélögin á að fresta girðingarfram-
kvæmdum í eitt ár á meðan reynt
yrði að ná samkomulagi um friðun
svæðisins.
Land Keflavíkur, Njarðvíkur,
Gerðahrepps, Miðneshrepps, Hafna-
hrepps, Vatnsleysustrandar og
Grindvíkur verður friðað fyrir sauð-
fé, utan hvað beit verður leyfð í
þremur afmörkuðum hólfum ef fyr-
irætlanir landbúnaöarráðuneytis
ganga eftir. Hólfin eru í Grindavík,
Miðneshreppi og Vatnsleysustrand-
arhreppi.
Ellert segir að um 3000 kindur séu
á Reykjanesskaga. -pv
Finnbogi Kjeld:
Vonaaðþetta
sé ekki búið
- Eimskip fékk Keflavík
Eimskipafélaginu hefur verið
siegið vöruflutningaskipið Kefla-
vík sem var þriðja og síðasta skip
Skipafélagsins Víkur. Uppboðs-
haldarinn í Vík í Mýrdal sló Eim-
skipafélaginu skipið í gær. Salt-
salan, en Finnbogi Kjeld er aða-
leigandi þess fyrirtækis sem og
Skipafélagsins Víkur, átti hæsta
boð i skipið á nauðungaruppboði.
Finnboga tókst ekki að reiða fram
einn fjórða kaupverðsins, en það
var liðlega 160 milljónir króna,
áður en frestur sá, sem hann
hafði til þess, rann út. Eimskip
átti næsthæsta boð í skipið og
keypti það eftír að ljóst var að
Saltsalan gat ekki staðið við sitt
tilboð.
Keflavík, sem er 3900 rúmlesta
skip, er þriðja skip Skipafélagsins
Víkur sem selt er á nauðungar-
uppboði á skömmum tíma. Áður
höföu Landsbankanum verið
slegin tvö skip, Hvalvík og Eld-
vík. Nesskip hefur nú keypt Hval-
víkina af Landsbankanum. Eld-
vík hefur verið kyrrsett í Portúg-
al. Þar hefur skipið verið í shpp.
Kyrrsetningin er til komin vegna
skulda við þá aðila sem unnu að
viðgerð á skipinu.
„Eg veit ekki hvort þetta er
búið. Ég vona samt aö svo sé ekki.
Annars vil ég sem minnst ræöa
þetta mál að sinni. Ég verð að fá
tíma til að átta mig á þessu," sagði
Finnbogi Kjeld útgerðarmaður.
Á mánudag fer fram þriðja og
síöasta nauðungarsala á tveimur
fasteignum Skipafélagsins Víkur
í KópavogL Alls eru átján upp-
boðsbeiðendur á annarri eigninni
en mun færri á hinni.
„Skipafélagið Víkur á fleiri
eignir en þessar. Það er óvist
hvað tekur við,“ sagði Finnbogi
Kjeld.
-sme
Umræðu um
frestað
Litlar sem engar hkur eru til
þess að önnur umræða um fjárlög
fari fram í sameinuðu þingi á
mánudag eins og stefnt var að.
Fyrir fundi þingflokkanna 1 gær
lágu ekki fyrir endanlegar tillög-
ur Ólafs Ragnars Grímssonar
fjármálaráðherra um niður-
skurð. Tillögur hans um 1.000
milijóna niðurskurð voru sendar
aftur frá þingflokkunum á
fimmtudag með óskum um ffek-
ari sundurliðun. Þegar hún lá
ekki fyrir í gær var ákveðiö að
halda fund með fulltrúum allra
stjórnarflokkana í morgun. Eftír
þann fund munu þingflokkarnir
taka máhö til meðferðar.
{gær lá ekki heldur fyrir hvaða
áhrif þessi niðurskurður og sam-
anlögð tekjuöflunarfrumvörpin
hefðu á ríkissjóð. Þingflokkar
Framsóknar og Alþýðuflokks
höfnuðu því að ræða um tekju-
og eignarskattsfrumvörpin áöur
en heildarmynd um afkomu rík-
issjóðs lægi fyrir.
í tillögum Ólafs Ragnars er gert
ráð fyrir 1.000 mihjón króna niö-
urskurði. Útgjöld ríkisins hafa
hins vegar vaxið um 400 milljónir
frá fjárlögum. Niöurskurðurinn
er því ekki nema 600 milljónir.
Nýir skattar eru ráðgerðir um 5,3
milljarðar.
Alþýðuflokkurinn hefur lýst sig
mótfalhnn 3 prósent hækkun
tekjuskatts. Niðurskurður í hús-
næðiskerfinu hefur einnig fengið
dræmar undirtektir í flokknum.
Það er tahð víst að það taki
helgina að ná samkomulagi um
niðurskurðinn og tekju- og eign-
arskattsfrumvörpin.
-gse