Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 6
&
LAUGARDAGUR 10. ÐESEMBER 1988.
Utlönd
Hátt á annað hundrað
þúsund eru dánir
Nú er talið fullvíst að fórnarlðmb
jarðskjálftans mikla í Armeníu í Sov-
étríkjunum á miðvikudag hafi verið
langt yfir eitt hundrað þúsund.
Jarðskjálftinn lagði borgirnar Len-
inakan og Kírovakan að langmestum
hluta í rúst og þurrkaði út bæinn
Spitak.
í gær bárust einnig fregnir af því
að óeirðaseggir í nágrannalýðveld-
inu Azerbajdzhan hefðu notað tæki-
færið eftir að hermenn í Bakú. höfuð-
borg lýðveldisins. voru kallaðir til
aðstoðar í Armeníu og kveikt í níu
íbúðarhúsum Armena í höfuðborg-
inni.
Talið er hugsanlegt að manntjón
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóósbækurób. 2-4 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsogn 2-4,5 Lb
6 mán. uppsogn 2-4,5 Sb
12 mán. uppsogn 3,5-5 Lb
18mán. uppsogn 8 lb
Tékkareiknmgar, alm 0,5-1 Allir nema Vb
Sértékkareiknmgar 0.5-3 5 Bb
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6 mán. uppsogn 2-3.5 Sp.Ab,- Vb.Bb
innlánmeðsérkjörum 3.5-7 Sb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 7-8 Lb
Sterlingspund 10.50- 11.25 Úb
Vestur-þýsk mork 3.75-4.25 Ab.Sb
Danskar krónur 7-8 Vb.Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) ' lægst
Útlán óvérðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 11-12 Lb
Viöskiptavixlar(forv) (1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 12.5-18 Sp.Bb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareiknmgar(yfirdr) 14,5-17 Bb
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 8-8.75 Vb
Utlán til framleíöslu
Isl. krónur 12-17 Lb.Sb,- Bb
SDR 9-9.25 Allir nema Bb
Bandarikjadalir 10.5-10.75 Úb.Sb,- Sp
Sterlingspund 13.50- 13,75 Sb.Sp
Vestur-þýsk mork 6.5-6.75 Sb.Sp,- Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 27.6 2,3 á mán.
MEÐALVEXTIR
Överðtr. des. 88 17.9
Verðtr. des. 88 8.7
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalades. 2274 stig
Byggingavisitala des. 399,2 stig
Byggingavísitalades. 124,9 stig
Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt. Verðstoóvun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3.386
Einingabréf 2 1,925
Einingabréf 3 2,207
Fjolþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1.580
Kjarabréf 3.386
Lifeyrisbréf 1.702
Skammtimabréf 1.182
Markbréf 1,793
Skyndibréf 1.037
Sjóðsbréf 1 1,627
Sjóðsbréf 2 1,370
Sjóðsbréf 3 1,161
Tekjubréf 1,576
HLUTABREF
Sóluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 118 kr.
Eimskip 346 kr.
Flugleiðir 273 kr.
Hampiðjan 130 kr.
Iðnaðarbankinn 172 kr.
Skagstrendingur hf. 160 kr.
Verslunarbankinn 134 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
hafi verið mun meira en eitt hundrað
þúsund manns og er sú skoðun byggð
á því að einungis örfáir hafi sloppið
lifandi í bænum Spitak. þar sem áður
bjuggu fimmtíu og fimm þúsund. Að
sögn talsmanns armensku fréttastof-
unnar var nær engin rpanneskja eft-
ir á lífi þar.
Ef miðað er við að í borginni Lenín-
akan bjuggu tvö hundruð og níutíu
þúsund manns og þrír fjórðu hlutar
borgarinnar jöfnuðust við jörðu gæti
raunveruleikinn verið hræðilegri en
nokkurn hefur grunað.
Sovéskir fjölmiðlar hafa birt fréttir
af því að Azerbajdzhan hafi aðstoðað
við björgunarstarfið í Armeníu á all-
an mögulegan hátt. Talsmaður arm-
ensku fréttastofunnar sagði að þetta
væri alls ekki rétt. Hann sagði að
enginn björgunarmaður hefði komið
frá Azerbajdzhan og að Armenar
hefðu þurft að hafna fjölda lækna frá
nágrannalýðveldinu vegna þess hve
óhæfir þeir heföu verið.
Ekki var vitaö hvenær Mikhail
Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna,
myndi koma og heimsækja jarð-
skjálftasvæðin en hann kom til
Moskvu frá New York í gær. Við
brottförina frá New York hafði Edu-
ard Sévardnadse, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, sagt að Gorbatsjov
myndi halda rakleiðis til Jerevan í
Armeníu þegar hann kæmi aftur til
Sovétríkjanna.
Björgunarmenn sögðu í gærkvöldi
að mikið væri um að neyðaróp
heyrðust úr rústum bygginga en
þeim færi alltaf fækkandi með hverri
mínútu og yrðu sífellt lægri og lægri.
Vesturlönd hafa boðið fram alla þá
aðstoð sem þau geta innt af hendi og
eru Bretland, Frakkland og Ítalía að
senda hjálpargögn og sérfæðinga á
staðinn.
Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru í
óða önn að senda matvæli, lyf og
lækningatæki til neyðarsvæðanna.
Javier Perez de Quellar, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, sem nú er
staddur í Osló til að veita friðarverð-
launum Nóbels viðtöku fyrir hönd
friðargæslusveita samtakanna, sagði
að Sameinuðu þjóðirnar væru nú
þegar farnar að vinna að hjálpar-
starfi með Sovétmönnum.
Reuter
Lík eins fórnarlambsins liggur hér i brakinu sem einu sinni var íbúðarhús
í borginni Lenínakan. Simamynd Reuter
Úr lofti sést að þrír fjórðu hlutar borgarinnar Lenínakan eru hrundir til
grunna. Öll hús, sem voru yfir átta hæðir, hrundu til grunna.
Símamynd Reuter
Fólk, sem komst lifandi af úr jarðskjálftanum en missti hús sin, hefst hér við
á aðaltorgi Lenínakan, fyrir framan ráðhús borgarinnar sem er mjög illa
farið- Símamynd Reuter
ísraelar biðu manntjón
Arás Israela í nágrenni Beirút í
gær var fyrsta árás þeirra af þessu
tagi í sex ár. Ástæðu þess að ekki
hafa verið geröar fleiri slíkar árásir
telja sérfræðingar vera þá að með
því að gera einungis loftárásir sé
manntjóni ísraela haldið í lágmarki.
ísraelskir hermenn börðust í ná-
vígi við Palestínumenn en fyrir ofan
þá voru ísraelskar herþotur og þýrl-
ur sem skutu eldflaugum og vörpuðu
sprengjum.
ísraelar hafa viðurkennt að hafa
orðið fyrir manntjóni í innrás sinni
í gær.
Þessi innrás svo langt inn í Líbanon
hlýtur að vekja upp minningar bæöi
í ísrael og Líbanon frá árunum
1982-85 þegar ísraelar áttu í stríði
inni í Líbanon.
Fyrir 1982 sendu ísraelar oft her-
sveitir í skyndiárásir inn í Líbanon
til að koma höggi á skæruliða en síð-
ustu þrjú árin eftir að ísraelar drógu
her sinn út úr landinu hafa þeir hald-
ið sig við loftárásir. Hafa þeir gert
tuttugu og fimm loftárásir á síðustu
þremur árum.
Taliö er að árásin nú sé gerð fyrst
og fremst til að hleypa hörku í málin
í Miðausturlöndum og eyðileggja
þannig fyrir Arafat, leiðtoga PLO,
sem hefur að undanfórnu sýnt mik-
inn sáttavilja og sanngirni í garð
Israels.
í vikunni viðurkenndi Arafat í
fyrsta skipti tilverurétt ísraels. ísra-
elskir ráðamenn urðu æfir þegar
þeir fréttu það og kölluðu yfirlýsingu
Arafats auglýsingabrellu. Ekkert
hefði breyst. PLO vildi enn eyða ísra-
el. Mun þaö vera einsdæmi í sögunni
að leiðtogar eins ríkis bregðist á
þennan hátt við þegar lýst er yfir
viðurkenningu á því.
Talið er að almenningur í Israel
muni ekki standa einhuga að baki
þessari árás heraíla landsins. Efna-
hagsástandið í landinu er mjög
slæmt og fólk mun líklega heimta að
gefin verði góð skýring á því hvers
vegna eyða þurfti stórfé í þessa inn-
rás. Einnig er það aldrei vinsælt í
Israel þegar hermenn landsins falla
í bardaga og erfitt gæti orðið fyrir
valdhafana að réttlæta gjörðir sínar.
Reuter
ísraelskar herþyrlur fljúga hér lágt yfir hlíðunum sunnan við Beirút. Þyrlurnar fluttu hermenn þangað i gærmorgun.
Simamynd Reuter