Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Fréttir____________________________________________________________________ Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra um skýrslu Lögreglufélagsins: Ýmsar upplýsingar sem áttu ekki að koma fram - óheppilegt að flalla um þessi mál opinberlega „Ég tel þetta mál vera mjög alvar- legt. Ég tel einnig óheppilegt aö fjalla um þessi mál á opinberum vettvangi eins og þarna er gert. í skýrslunni koma fram ýmsar upplýsingar sem heföu að mínu mati ekki átt að koma fram. En þar sem lögreglustjórinn í Reykjavík er erlendis vil ég ekki ræöa jnálið frekar fyrr en hann kem- ur heim," sagði Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra er hann var innt- ur álits á skýrslu Lögreglufélags Reykjavíkur um ástand lögreglu- mála i Reykjavík. Halldór var spurður hvort hann teldi að ástand lögreglumála væri víðar á landinu jafnslæmt og það er sagt vera i Reykjavík samkvæmt skýrslunni? „Ég vil ekkert um það fullyrða. Það hefur væntalega ekki farið fram hjá neinum að það eru aðhaldsaðgerðir í gangi hjá hinu opinbera. Viö höfum einfaldlega ekki það fjármagn sem við vildum hafa. Það hefur hvar- vetna verið dregið úr yílrvinnu og reynt eftir fremsta magni að virða þau fjárlög sem í gildi eru. Þess vegna er það að við getum ekki endalaust bætt \dð þá þjónustu sem veitt er í samfélaginu á sama tíma og þjóðar- tekjur eru að dragast saman og fyrir- tæki eru að fara yfir um,“ sagöi Hall- dór. Hann sagðist viðurkenna að um- ferð í landinu heföi aukist mikið og sömuleiðis hefðu afbrot aukist. Þetta skapaði vandamál í samfélaginu. Lögreglan væri til þess að veita sam- borgurunum sem mest öryggi þótt ekkert væri til sem kalla mætti full- komið í þeim efnum. Hann sagðist vilja benda á að hver borgari þyrfti að gæta að eigin öryggi eftir fremsta megni en þyrfti eigi að síður að geta treyst á það öryggi sem lögreglan veitir. -S.dór FÆKKUN LÖGREGLUMANNA1REYKJAVÍK Morgunvakt Næturvakt 87 88 Nú 87 88 Nú 87 88 Nú Formaður Lögreglufélags Reykjavlkur um skýrsluna: „Þetta er ekki áróðursrit“ Flugfélögin: Samvinna getur sparað umtalsverðar upphæðir - segir Kristmn Sigtryggsson Fyrir tilstuðlan Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra eru hafnar viöræður á milli flug- félaganna Arnarflugs hf. og Flug- leiða hf. um hugsanlega sam- vinnu þeirra í milli í ákveðnum þáttum flugrekstursins með sparnað fyrir bæði félögin í huga. Aö sögn Kristins Sigtryggssonar, forstjóra Amarflugs, var fyrsti fundurinn haldinn í vikunni. Þar var fyrst og fremst verið að opna málið, en efnislegar viðræður eru ekki hafnar. Næsti fundur hefur veriö boöaður í dag. Kristinn sagöi aö sú samvinna sem til greina kæmi væri að sam- nýta ýmislegt, svo sem viðhald og fleira í þeim dúr, sem væri til hagræðingar fyrir báða aðila, án þess að skerða samkeppnina. Hann sagöi að sér hefði fundist andrúmsloftið á fyrsta fundinum vera jákvætt. Kristinn sagöi að annaö hefði raunar verið óeðli- legt fyrst báðir aðilar telja sig hafa hag af ákveðinni samvinnu. Hann var spuröur hvort það sem hugsanlegá sparaðist við sam- vinnu eða samnýtingu næmi upphæðum sem máli skipta. „Já, ég tel svo vera, það getur hlaupið á háum upphæðum. En samt sem áður tel ég of snemmt að tala um hvað það gæti verið há upphæð,“ sagði Kristinn. Þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir tókst ekki að ná sambandi við Sigurð Helgason, forstjóra Flug- leiða hf. -S.dór „Þetta er ekki hugsað sem áróðurs- rit heldur sem umræöugrundvöllur fyrir íbúa þessa svæðis, um starfsemi lögreglunnar. Við höfum velt þeirri spumingu fyrir okkur hvort almenn- ingur er ánægður með löggæsluna eins og hún er - við sjádfir, sem lög- reglumenn og borgarar, erum það ekki,“ sagöi Jón Pétursson, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Lögreglufélag Reykjavíkur hefur tekið saman mikla skýrslu um lög- gæslu á því svæði sem lögreglan í Reykjavík annast. í skýrslunni er deilt hart á yfirvöld, bæði hvað varð- ar fjölda lögreglumanna og tækja- kost lögreglunnar. „Bifreiðafloti lögreglunnar er í lamasessi, tækjabúnaöur er lélegur, lögreglumenn í fíkniefnadeild vinna á stundum í sjálfboðavinnu, umferð- ardeild er að hverfa þrátt fyrir fjölg- un bifreiða og fjölgun slysa, æ færri eru teknir fyrir aö aka undir áhrifum áfengis en drukknir ökumenn lenda sífellt í fleiri og fleiri slysum, tíu pró- sent félagsmanna eru.í málaferlum vegna mála sem komið hafa upp í starfi þeirra, lögreglumenn eru jafn- margir nú og 1944, um þrjátíu pró- sent eru reynslulaus eða reynslulítil, þessi mdnnskapur sinnir 4500 útköll- um á mánuði utan alls annars. Þrátt fyrir stækkun löggæslusvæðisins og fjölgun íbúa fjölgar lögreglumönnum ekki. Það má segja aö í skýrsluna vanti gagnrýni á okkur sjálfa. Vonandi verður fljótlega bætt úr þvi. Það má geta þess að við höfum lagt drög að því að koma á siðareglum fyrir lög- reglumenn. Það verður afgreitt á næsta landsþingi. Ég persónulega get samþykkt nið- urskurð lögreglunnar og best væri ef við þyrftum ekki á lögreglu aö halda. En því miður hafa hinir háu herrar í ráðuneytinu skorið niöur á röngum staö. Þeir hefðu átt að skera niður slysin, ölvunaraksur, árásir og fíkniefnaneyslu," sagði Jón Péturs- fson, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. -sme Fiskmiðlun í burðarliðnum mun bæði stýra gámaútflutningi og leiðbeina um landanir innanlands Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra vinnur nú að því að koma upp fiskmiölun í landinu. Hún er bæði hugsuð sem stýritæki í ferskfiskútflutningi, sem myndi leysa af leyfisveitingar viðskipta- deildar utanrikisráðuneytisins í gámaútflutningi, og til aö leiöbeina um landanir innanlands. „Það hefur verið unnið aö undir- búningi málsins hjá hagsmunaaðil- um og ég á von á því að eftir helg- ina verði haldinn formlegur fundur þessara aðila. Sú hugmynd, sem unnið er að, miðar að því að koma upp fyrirtæki eða samstarfsvett- vangi sem hefði það hlutverk aö stuðla að aflamiölun innanlands og jafnframt að stýra útflutningi á ferskfiski. Þessari hugmynd, sem ég setti fram, hefur verið vel tekið hjá hagsmunaaðilum," sagði Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráö- herra í samtali við DV. Sem stýring á ferskfiskútflutn- ingi mun fiskmiðlunin gefa þeim, er hyggjast selja til útlanda, upp- lýsingar um ástand og horfur á mörkuöum erlendis. Þeir aðilar innanlands, sem vantar fisk, geta þá einnig leitað til miðlunarinnar eftir honum. Halldór sagði að ef einhverjum yrði neitað um að flytja út ferskan fisk ætti fiskmiðlunin jafnframt að benda viökomandi á hvar hægt er að losna við aflann. „Við getum tekið sem dæmi tog- ara sem hefur söluleyfi erlendis en getur ekki siglt einhverra hluta vegna. Þá er það hlutverk fiskmiöl- unarinnar aö benda viökomandi á hvar hann getur losnað viö aíl- ann,“ sagði Halldór. Samkvæmt þessu ætti fiskmiðl- unin að geta verið komin á áður en vetrarvertíð hefst eftir áramót- in. -S.dór Armenum sýnd samúð í gærmorgun kallaði forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, á sinn fund sovéska sendiherr- ann og baö hann að koma samúð- arkveðjum sínum og íslensku þjóðarinnar til Mikhails Gor- batsjovs, forseta Sovétríkjanna, vegna náttúruhamfaranna í Armeníu. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, sendi sam- úðarskeyti til biskups armensku kirkjunnar, Vasken, en mikiU meirihluti Armena er kristinn. Þá sendi Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra sam- úðarkveðjur til Gorbatsjovs frá Brússel í fyrradag og sömuleiðis Jón Baldvin Hannibalsson utan- rikisráðherra hinum sovéska starfsbróður sínum, Edvard Sé- vardnadse. Samgönguráðherra: Ekki á dag- skrá að færa flugvöllinn „Það er ekki á dagskránni á næstunni að færa Reykjavíkur- flugvöll og ég verð að segja eins og er að það er ekki spennandi að færa flugumferðina, sem þar er, til Keflavíkur. íbúar úti á landi eru ekki spenntir fyrir þvi,“ sagöi Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra á blaða- mannafundi í gær þar sem hann greindi frá nefnd sem skipuð hef- ur verið til að gera áhættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll. Er það meðal annars vegna flugslyss í ágúst þegar kanadísk flugvél fórst í aðflugi viö Reykjavíkur- flugvöll. í nefndinni eru Þórður Þ. Þor- bjarnarson borgarverkfræöingur og Guöjón Petersen, fram- kvæmdarstjóri almannavama, sem tilnefndir eru af borgarstjór- anum í Reykjavík, Pétur Einars- son flugmálastjóri og Jóhann H. Jónsson framkvæmdarstjóri, til- nefndir af flugráði, og Álfheiður Ingadóttir Mffræðingur sem jafn- framt er formaður nefhdarinnar. í starfi sínu á nefndin ekki ein- ungis að miða við slysahættu, sem stafar af rekstri flugvallar- ins, heldur einnig aðra þætti sem geta haft áhrif á mannlíf og dýra- líf í nágrenni flugvallarins, svo sem loftmengun og hávaðamörk. -SMJ VaraflugvöUur: Steingrímur lætur skoda fjóra kosti Samgönguráðherra, Steingrím- ur J. Sigfússon, segir aö ef utan- ríkisráðherra vilji gera varaflug- völl í samstarfi við erlenda aðila á sviöi hemaðar þá veröi Jón Baldvin aö leggja hann við Kefla- víkurflugvöll því það sé eini flug- völlurinn sem utanríkisráöherra hafi með að gera. Steingrimur tekur ekki í mál að koma upp varaflugvelli á sömu forsendum og Jón Baldvin hefur nefnt. Þess í stað hefur hann ósk- að eftir því við flugmálastjóra aö unnið verði aö tillögum um upp- byggingu flugvalla sem þjónað geti sem varaflugvellir fyrir millilandaflug íslendinga og al- mennt farþegaflug. Vill samgönguráðherra láta kanna eftirfarandi kosti: Leng- ingu og aðrar framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli, Akureyrar- flugvelh, Húsavíkurflugvelli og Sauðárkróksflugvelli. -SMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.