Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR-10. DESEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórarf PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuöi 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Kreppa dynur yfir Útlitið í efnahagsmálum versnar, því fleiri spár sér- fræðinga sem birtast. Vinnuveitendasambandið spáir miklu verra ástandi en Þjóðhagsstofnun gerir. Vinnu- veitendasambandið byggir einnig á nýrri tölum. Sam- kvæmt spá vinnuveitenda munu tekjur þjóðarinnar minnka um 5 prósent á næsta ári. Sagt er, að innflutn- ingur hafi þegar minnkað um 20 prósent á síðustu mán- uðum miðað við sömu mánuði í fyrra. Þrátt fyrir minni innflutning er reiknað með um 14 milljarða halla á við- skiptum við útlönd nú í ár. Viðskiptahalli af þessari stærðargráðu er talinn munu halda áfram á næsta ári. Þetta hefur gefið ýmsum vinnuveitendum tilefni til að ræða, að kaupmáttur tekna þurfi að minnka enn meira en stefni í nú. Samdrátturinn veldur minnkun kaup- máttar. Fyrirhugaðar skattahækkanir munu svo auðvit- að valda, að ráðstöfunartekjur heimilanna eftir skatta munu dragast saman enn meira en þetta. En þrátt fyrir allan samdráttinn er enn búizt við viðskiptahalla, sem þýðir, að við höldum áfram að lifa um efni fram. Við höldum áfram að safna skuldum erlendis. Fjölmörg fyrirtæki nálgast gjaldþrot. Gert er ráð fyr- ir miklu atvinnuleysi, meira en við höfum þekkt í 20 ár. Erfitt er að gera spá um slíkt, en sumir sérfræðingar telja, að fimm þúsund manns eða fleiri verði atvinnu- lausir næsta haust. Ríkisstjórn, hver sem hún verður, mun fá lítið að gert. En grundvallaratriði hlýtur að vera, að sæmilega reknum fyrirtækjum verði sköpuð eðlileg starfsaðstaða. Með því yrði stefnt gegn atvinnuleysi og frekari kjaraskerðingu. Þetta gildir til dæmis um fisk- vinnsluna. Nú er rætt, að farið verði að loka fiskvinnslu- stöðvum yfirleitt. Við styðjum ekki kröfur fiskvinnslu um, að hvers konar slæm fyrirtæki í þeirri grein fái að ganga. En menn hljóta að sjá, að gengið er rangt skráð. Það veldur margs konar bölvun. Þegar gengi krónunnar er of hátt skráð, skekkist grundvöllur atvinnustarfsemi. Innflutningur hagnast á kostnað útflutnings, þegar erlendur gjaldeyrir er á út- sölu. Slík skekkja eykur á viðskiptahalla og skuldasöfn- un. Forsætisráðherra sagði fyrir skömmu við DV, að það gæti reynzt útilokað annað en að leiðrétta gengið. Raunar er staðreynd, að ríkisstjórn getur einungis taf- ið, að gengið verði lækkað. Sú töf er kostnaðarsöm. Töfm er einkum slæm, þegar hún veldur atvinnuskerð- ingu í greinum eins og fiskvinnslu og iðnaði. Við kom- umst ekki upp með að hafa gengi krónunnar jafnhátt og það er, þegar svo, mikill munur hefur verið síðasta ár á kostnaðarhækkunum hér og erlendis. Menn búast ekki við gengislækkúnfyrir jól. En hún gæti orðið fljót- lega eftir þau, af þvi'að hún er óhjákvæmileg. Vissulega munu menn segja, að gengislækkun ein gildi takmarkað. Með gengislækkun hækka skuldirnar. Mörg fyrirtæki standa því fljótt í sömu sporum og fyrir gengislækkun. En það leiðir hugann að launaþróun- inni. Óhjákvæmilegt er að lækka gengið, þegar það er of hátt skráð. En á hinn bóginn verður ekki séð, að nú sé neinn grundvöllur til nefnanlegra launahækkana, þegar launastöðvun lýkur. Staða efnahagsmála nú þýð- ir, að launahækkanir ganga bara út í verðlagið og gera málin verri. Þær munu því flýta næstu gengislækkun. Næsta ár verður því miður ekki ár til aukningar kaupmáttar - þvert á móti mun hann mikið minnka. Mikilvægt er, að launþegasamtökin rasi nú ekki um ráð fram. Ella stefnir í enn verri vanda. Haukur Helgason Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi (t.v.) og George Bush, forsetaefni í Bandarikjunum, takast í hendur en Ron- ald Reagan, fráfarandi forseti, horfir á með velþóknun. Atlaga að herkostnaði er báðum risaveldum í hag Sameiginlegir hagsmunir alls mannkyns veröa aö ganga fyrir hagsmunum einstakra hagkerfa eöa velda. Viö veröum að læra aö lifa af kjarnorkuógnina, umhverf- isvandann og hungurpláguna á samhentan hátt. Þetta var kjarninn í jólafósturæðu Mikhails Gor- batsjovs Sovétléiðtoga á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Og eins og til að sýna hagnýtt gildi boðskaparins á líðandi stund komu fyrstu afleiöingar af tilkynn- ingu hans um fækkun í Sovéthern- um um tíunda hluta og heimkvaön- ingu herdeilda frá Austur-Evrópu og Mongólíu fram á vestrænum gjaldeyrismarkaði. Verðgildi Bandaríkjadollars tók stórt stökk upp á við. Á markaðnum í London eíldist dollarinn um þrjú sent gagn- vart sterlingspundi, íjóra pfenn- inga gagnvart marki og tíu sentím- ur móti frönskum franka. Skýrari sönnun er vart fáanleg fyrir samtengingu hagsmuna stjórna risaveldanna um þessar mundir. Frá því George Bush, frambjóðandi meginhluta banda- rísku kaupsýslustéttarinnar, sigr- aði í forsetakosningum fyrir rúm- um mánuði hefur dollarinn átt í vök að verjast á markaðnum. Meg- inástæðan er að engin leið var eygj- anleg fyrir stjórn hans að ná skjót- um og fóstum tökum á því höfuð- verkefni að ná niður hallanum á ríkisbúskap Bandaríkjanna. Einhliða fækkun i Sovéthernum, skerðing þungs vopnabúnaðar og heimkvaöning setuliðs úr erlend- umr íkjum ryður brautina fyrir breytt viðhorf til fjárlagagerðar í Bandaríkjunum. Niðurskurður sligandi hernaðarútgjalda er báð- um risaveldum í hag. Gorbatsjov reynist bjargvættur dollarsins með orðum sínum einum. Og eins og vant er reynist tíma- setningin hjá Sovétleiðtoganum frábær. Hann kemur með boöskap sinn í þann mund sem ráð Atlants- hafsbandalagsins er að setjast á rökstóla í Brussel. Á undan þeim fundi hefur farið af hálfu Banda- ríkjamanna og framkvæmda- stjórnar bandalagsins undirbún- ingur, sem i meginatriðum hefur snúist um yfirburöi Sovétríkjanna í herstyrk og hefðbundnum vopna- búnaði og kostnaðinn af veru 365.000 manna bandarísks herliös í löndum Vestur-Evrópu, fyrst og fremst Vestur-Þýskalandi. Bandaríkjamenn halda því fram aö þeir beri 60 af hundraði af kostn- aöi varna Vestur-Evrópu. Banda- rískir þingmenn og embættismenn hafa upp á síðkastið gengið maöur undir manns hönd að brýna fyrir ríkjum Vestur-Evrópu aö annað- hvort verði þau að taka á sig stór- aukinn hluta af kostnaði viö banda- rísku hersetuna eða taka því aö sparnaðarráðstafanir felist í heimkvaðningu verulegs hluta bandaríska liðsins frá Evrópu. Á fundi landvarnarráðherra NATÓ í síðustu viku var meginá- hersla lögð á að hvetja ríki Vestur- Evrópu til aukinna fjárframlaga til Erlendtídindi Magnús Torfi Ólafsson hermála. Líkurnar á árangri af slíkum brýningum má marka af því að sömu dagana var kunngerð- ur í Vestur-Þýskalandi helmings niðurskurður heræfinga frá og með 1990. Loks birti framkvæmdastjórn NATÓ nýverið eftir miklar þrautir samanburð á herafla og vopnabún- aði hernaðarbandalaganna í Evr- ópu. Þar eru tölulegir yfirburðir Sovétmanna og bandamanna þeirra taldir þrír á móti einum í skriðdrekafjölda og tveir á móti einum í mannafla undir vopnum. í ljósi alls þessa reyna utanríkis- ráðherrarnir á fundinum í Brussel að koma endanlega saman tillögu af hálfu NATÓ að leggja fyrir ráð- stefnu í Vín. Þar á að fjalla um leið- ir til að draga úr hefðbúndnum vopnabúnaöi í Evrópu, og standa vonir til að ráöstefnan geti hafist snemma á nýja árinu. í Brussel hafa menn búið sig und- ir áralanga togstreitu í Vínarborg áður en árangur kæmi í ljós. Gor- batsjov má ekki vera að því að bíða eftir slíku. Honum liggur á að virkja í þágu efnahagslegrar end- urreisnar eitthvað af þeim íjár- munum og mannafla sem verið hefur bundið í sovéskum hernaðar- viðbúnaði. Og hann ætlar sér ekki aðeins aö spara fé og fólk. Þar á ofan hyggst hann nú sýna svart á hvítu að Sov- étstjórninni sé alvara að breyta stööu og vopnabúnaði herafla síns, á þann veg að ljóst megi vera að hann sé ekki í árásarstellingum heldur fyrst og fremst búinn til varnar. Þessi herskipan er kjarn- inn í tillögum Gotbatsjovs um stöð- ugleika og gagnkvæmt öryggi, sér i lagi á mörkum hernaðarbanda- laganna í Evrópu. Fram til þessa hefur búnaður og staða Sovéthersins einkennst af því ástandi sem ríkti meðan Bandarík- in höfðu yfirburði í kjarnorku- vopnabúnaði og gátu náð meö hon- um til Sovétríkjanna, án þess aö Sovétherinn gæti svarað í sömu mynt með árásum á Bandaríkin sjálf. Svar sovésku forustunnar var á þeim árum að koma sér upp yfir- burðastyrk á landi meöfram markalínunni i Evrópu, svo ljóst væri að sókn til Atlantshafs gæti orðiö afleiðing fnðslita. í þessa stöðu biefur sovéska her- stjórnin haldiö, þrátt fyrir ger- breyttar aðstæöur. Nú standa risa- veldin svo jafnt aö vígi í kjarnorku- vígbúnaði til gereyðingarárása um langar vegalengdir, að hernaðarleg rök fyrir sóknaraðstööu sovéska landhersins í Evrópu eru fyrir löngu úr sögunni. Við bætist að hefðbundinn vígbúnaður íjöl- mennra herja er þyngsti kostnað- arbagginn í herbúnaöinum öllum. Fækkun í Sovéthernum um hálfa milljón manna kemur að verulegu leyti með því að flytja brott setuliö frá Mongólíu við landamæri Kína í austri og frá Póllandi, Tékkó- slóvakíu og Ungverjalandi í vestri. Frá Austur-Evrópu verða fluttar sex skriðdrekaherdeildir að sögn Gorbatsjovs og alls teknir úr notk- un í Evrópu 10.000 sovéskir skrið- drekar, 8.500 stórskotakerfi og 800 orrustuflugvélar. Jafnframt fækkuninni verður liðið, sem eftir veröur í löndum Austur-Evrópu, endurskipulagt þannig að bersýnilegt verði að það sé í varnarstöðu. Jafnframt fækk- un vopna og hermanna boðar Gor- batsjov endurskipulagningu her- gagnaiðnaðarins, með það fyrir augum að verksmiðjur sem nú vinna fyrir herinn taki upp fram- leiðslu til friðsamlegra nota. Þessi niðurskurður er einhliöa og skilyröisiaus og án tengsla við samningaumleitanir í Vín innan tíðar um gagnkvæman niðurskurð herafla og búnaðar hernaðar- bandalaganna í Evrópu, en langt er síðan Sovétmenn féllust á að ræða það mál á grundvelli jafnræð- is, þannig að niðurskurður miöi að því að eyða ójafnvægi með því að svipta þann sem meira hefur því sem muninum nemur. Síðan býöur Gorbatsjov fram við Bush forsetaefni „samningaum- leitanir í hreinskilni og góðvild" um að ganga frá því sem á skortir samkomulag um skerðingu lang- drægra kjarnavopna risaveldanna um helming. Jafnframt veröi leitað samkomulags um bann við sýkla- vopnum og efnavopnum og algera útrýmingu þeirra úr vopnabúrum þjóðanna. Bush hefur látið í ljós sérstakan áhuga á að árangur náist í þeim þætti afvopnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.