Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Persónuleikapróf.___________________x>v Átt þú auðvelt með að umgangast annað fólk? Foröast þu umgengni viö annað fólk? Þetta próf fjallar um þaö hvernig þér gengur aö umgangast annað fólk. Þetta er atriði sem veltur mikið á því hvort þú tekur þá sem þú umgengst eins og þeir eru. Hér á eftir fylgja 28 fuliyrðingar og gefinn er kostur á fimm svörum við hverri þeirra. Möguleikarnir eru þessir: 1 = Á alls ekki við um mig 2 = Á stöku sinnum við um mig . 3 = Á nokkuð oft við um mig 4 = Á mjög oft við um mig 5 = Áalltafviðummig í þessum efnum eru engin svör með öllu rétt eða alröng. Þú verður því að velja það svar sem þér finnst eiga best við um þig. Þú gefur þér stig í samræmi við svörin sem þú velur og leggur þau saman að lokum. 1. Ég á auðvelt með að umgangast allt fólk, óháö stétt þess og stöðu. (...) 2. Ég er svo upptekin(n) af vinnunni að ég hef engar áhyggjur af því þótt ég eigi enga nána vini. (...) 3. Ég er á móti því aö eyða miklum tíma í vinnu fyrir aðra. Ég held að það sé best að hver sjái um sig. (...) 4. Mér er illa við að gera öðrum greiöa því þá er hætta á að viðkom- andi gangi á lagiö og noti sér góð- mennskuna. (...) 5. Ég tel rangt að taka tillit til tilfmn- ingamála þegar mikilvægar ákvarð- anir eru í húfi. (...) 6. Málamiðlanir eru yflrleitt slæmar. Ef fólk er ekki sama sinnis og ég þá vil ég sem minnst hafa af því aö segja. (...) 7. Þótt maki ntinn sé auðvitað ekki fullkominn þá fmnst mér að hann eða hún geti bætt sig í einstökum atriðum. (...) 8. Það er ekkert við það að athuga þótt lítillega sé gengið á rétt annarra ef það bætir stöðu mína. (...) 9. Ég reyni yfirleitt að fá fólk til að gera það sem ég vil að það geri. (...) 10. Ég gef öðrum oft ráð þegar ég veit að það. á erfltt með að taka ákvörðun. (...) 11. Ég nýt mín best þegar ég er einn og fjarri öðrum. (...) 12. Mér finnst ég standa jafnfætis flestu fólki sem ég hitti. (...) 13. Það kemur fyrir að fólk-misskilur mig þegar ég reyni að ráða því frá aö gera afdrifarík mistök. (...) 14. Það kemur sjaldan fyrir að ég hæli fólki fyrir það sem mér finnst að þaö hafi gert vel. (...) 15. Mér finnst gaman að gera fólki smágreiða, jafnvel þótt ég þekki það ekki (...) 16. Ég vil frekar vera einn en í nánu sambandi við það fólk sem ég um- gengst. (...) 17. Ég hef sjaldan áhyggjur af öðru fólki. í sannleika sagt hugsa ég mest um sjálfan mig. (...) 18. Það á að hæla fólki fyrir það sem vel er unnið en ég verð sjaldan var/vör við vinnu sem veröskuldar lof. (...) 19. Þegar ég er beðin(n) um ráð í persónulegum málum segi ég yfir- leitt: ,,Þetta er þinn höfuðverkur." (...) 20. Ég tel að hver og einn verði að koma sér sjálfur áfram í lífinu, jafn- vel þótt það komi niður á öðrum. (...) 21. Mér finnst yfirleitt sem ég standi ýmist framar eða að baki því fólki sem ég þekki. (...) 22. Mér finnst rétt að hvetja fólk til að gera sömu kröfur til lífsins og ég geri. (...) 23. Ég get auðveldlega umgengist fólk sem mér líkar þó ekki vel við. (...) 24. Ég hika ekki við að ganga á hlut fólks sem ég tel að standi sig illa. Hver og einn verður að vera sterkur til að ná markmiðum sinum. (...) 25. Fólk sem deihr við mig fer í taug- arnar á mér. (...) 26. Ég ætlast yfirleitt til að fólk sem er yilgra en ég fari að ráðum mínum. (...) 27. Mér finnst tilgangslaust að hjálpa öðrum nema þeir geti endurgoldið það síðar. (...) 28. Ef ég veit að einhver á í erfiðleik- um reyni ég yfirleitt að hjálpa við- komandi. (.:.) Stigin Áður en þú leggur saman stigin þarf að snúa við stigagjöfinni fyrir fullyrðingar númer 1; 12; 15; 19 og 23. Um þessar fimm fullyrðingar gildir að ef þú gafst þér: svar 5 þá færð þú 1 stig svar 4 þá færð þú 2 stig svar 2 þá færð þú 4 stig svar 1 þá færð þú 5 stig Þegar þú hefur gert þessar breyting- ar þá leggur þú stigin saman og berð þau saman við greininguna. Greining Eftir því sem stig þín eru færri því auðveldar átt þú með aö umgangast annað fólk. Þú stendur þar af leið- andi þeim mun verr að vígi eftir því sem stigum fjölgar. Ef stigin eru 46 eða færri Þetta er hagstæð niðurstaða fyrir þig. Þú átt auðvelt með að umgang- ast aðra. Ef stign eru 47 til 70 Þú þarft engar áhyggjur að hafa. Umgengni þín við annað fólk er vandræðalaus. Ef stigin eru 71 til 97 Þú átt auðvelt með aö umgangast annað fólk við flestar aðstæður en ekki allar. Þú ættir að athuga betur þau atriði þar sem þú fékkst mörg stig. Ef stigin eru 98 til 121 Þetta er ekki nógu góð niðurstaða. Þú átt fremur erfitt með að umgang- ast aðra og ættir að gera eitthvað í málinu. Ef stigin eru 122 eða fleiri Þetta er mjög slæm niöurstaða. Þú virðist eiga í miklu erfiöleikum með að umgangast aðra og foröast það jafnvel. Þetta krefst róttækra að- gerða af þinni hálfu. ER ÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 32 A -Sárt bítur soltin lús,“ sagöi þingmaður í umræöum á Alþingi nú í vikunni. Hann heitir: 1: Jóhann Einvarðsson X: Þorvaldur Garðar Kristj ánsson 2: Guðrún Helgadóttir P Þeir Margeir Pétursson og Jón L. Árnason tefla nú á sterku skákmóti. Borgin sem teflt er í heitir: 1: Þessalonika X: Budapest 2: Belgrad B Skipasmíðastöðin Stálvík leitar víða að verkefnum. Nú síð- ast kom upp hugmynd um skipasmíðar fyrir: 1: Egypta X: Grænlendinga 2: Færeyinga Verslun í Reykjavík notar þetta merki. Hún selur: 1: hljóðfæri X: hljómtæki 2: tónsmíðar D Enn eru uppi deilur um skólastjórnina í Ölduselsskóla. Skólastjórinn heitir: 1: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir X: SturlaKristjánsson 2: Áslaug Brynjólfsdóttir E Knattspyrnumaðurinn Guðni Bergsson hef ur undanfarið iðkað íþrótt sína á Englandi. Félagið sem hann hefur verið með heitir: 1: Liverpool X: Arsenal 2: Tottenham G Þetta merki er notað til að auðkenna íþrótt nokkra. íþrótt- in er: 1: hnútukast X: handknattleikur 2: kúluvarp H Málsháttur hljóðar svo: Hver er sinnar gæfu... 1: smiður X: maður 2: höfundur I 7--------------' Sendandi ________________________________________ Heimili ________________________________________________________ I Rétt svar: A □ B □ C □ D □ E □ F □ G □ H □ Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið réttar lausnir og sendið okkur þær á svarseðlin- um. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veit- um þrenn verðlaun, öll frá póst- versluninni Primu í Hafnar- firði. Þau eru: 1. Fjölskylduteppi að verðmæti kr. 5.430,- 2. Fjölskyldutrimmtæki að verðmæti kr. 2.750,- 3. Skærasettað verðmæti 1.560,- í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spurningar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið 1 eða X eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 2 í þrítugustu getraun reyndust vera: Dóra Tryggvadóttir, Hamrahlíð 30,690 Vopnafjörður (hitateppi); Jóna Böðvarsdóttir, Strandgötu 17A, 450 Patreks- íjörður (trimmtæki); Jóhanna Oskarsdóttir, Knarrarbergi 1, 815 Þorlákshöfn (skærasett). Vinningarnir verða sendir heim. Rétt lausn var X-1-1-X-2-1-X-2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.