Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Síða 27
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 27 Hinhliðin Leiðinlegast af öllu finnst Helga Péturssyni að rífast við fólk. er uppáhalds- skemmtistaðminn - segir Helgi Pé fréttamaöur í Hinni hliðinni Helgi Pétursson er horflnn af skjánum hjá Stöð 2 í bili að minnsta kosti. Hann er þó ekki kominn út úr húsi eins og félagi hans Ómar Valdimarsson eftir að upp úr sauð á fréttastofu stöövarinnar fyrir skömmu. Helgi vinnur nú að skipulagn- ingu á nýjum þætti sem á að vera um helgar á Stöð 2 eftir áramótin. Auk fjölmiðlastarfanna tekur Helgi enn lagið með gömlu félögunum úr Ríó tríóinu og þeir hljóma á plötu nú fyrir jólin með öðrum. Helgi tók ljúflega þeirri bón að vera í Hinni hhðinni og fara svör hans hér á eftir: Fullt nafn: Helgi Pétursson. Fæðingardagur og ár: Ég verð fer- tugur á næsta ári. Maki: Birna Pálsdóttir. Börn: Bryndís, Pétur, Heiða Kristín og Snorri. Bifreið: Opel Kadett. Starf: Ég vinn við sjónvarp og stundum í músík. Laun: Duga ekki. Áhugamál: Samverustundir með fjölskyldunni. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Tvær minnir mig. Hvað flnnst þér skemmtilegast að gera? Elda mat ofan í fólkið mitt og sjá nýja staði í veröldinni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Rífast við fólk. Geri eins lítiö af því og mér er framast unnt. Uppáhaldsmatur: Kalkún sem Birna matreiðir. Uppáhaldsdrykkur: „En lille én“ með tengdapabba. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Er Ólafur H. Jóns- son ekki ennþá í vörninni. Uppáhaldstímarit: Time. Fegursta kona sem þú hefur séð fyrir utan konuna þína? Fegurð er svo afstæð. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Þetta eru allt tómir snillingar. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ted Koppel (bandarískur sjónvarpsmaður). Uppáhaldsleikari: Jack Nichols- son. Uppáhaldsleikkona: Lilja Þóris- dóttir. Uppáhaldssöngvari: Ágúst Atlason þegar hann er í stuði. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Giss- ur Pétursson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Hlynntur eða andvígur hvalveið- um íslendinga: Það stríð tapaðist fyrir fimm árum að minnsta kosti. Hlynntur eða andvígur bjórnum: Hlynntur. Hlynntur eða andvígur veru varn- arliðsins hér á landi: Við megum ekki gleyma því að þeir eru gestir hérna. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ólafur Þórðarson þegar hann talar við börn utan af landi. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Jafnmikið/lítið á báð- ar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Páll Magnússon. Uppáhaldsskemmtistaður: Stöð 2. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Breiða- blik. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Halda vitinu. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Heimsótti föður minn og bróður og vinafólkáNorðurlöndum. -GK ólatilboð AFSLATTUR AF STURTU-KLEFUM OG HURÐUM •i i ( 1 I / ; IJ{ r-íg! 1 / flj J / | I ■ k -í 11 1 \' 1 ■■hm BM / . 'S --- ^ / B h 1 V VATNSVIRKINN HF. ~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LVNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 brosum/ og V allt gengur betur • NILFISK 'tJ É [ U stórlœkkab verð, nú aðeins ' £jjjJl 11.999,-) Mótor rneð 2000 tíma kolaendingu =20 ára notkun Þreföld ryksíun =mengunarlaus útblástur 10 lítra pappírspoki =sá stærsti (oger ódýr) Kónískslanga =stíflast síður, eykur sogajlið stálrör, afbragðs sogstykki, áhaldageymsla lojtknúið teppasogstykki með snúningsbursta fæsl aukalega Nilfisk ernú með nýrri enn betri útblásturssíu "MikroStatic-Filter". Hreinni útblástur en áður hefurþekkst. Þetta ergóð fréttfyrir asma ogofnœmis- sjúka. kraftur gœði NILFSSK ending jFOrax HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.