Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 19 Einatt lá mér fjall „Mannlífið er mislangt. Sumir ljúka göngunni á fáum árum. Aðrir eru áratugi á leiöinni. Eitt er þó sam- eiginlegt fyrir alla. Hvar sem numið er staðar og horft um öxl birtast fyrst minningarnar um þá atburði og þá lífsreynslu er grópast hefur dýpst og skýrast í vitund einstaklinganna á ævigöngunni. Það fyrsta sem vakti ást barnsins, undrun þess og örvænting, rís í vit- hnd öldungsins og vekur áþekkar kenndir aðdáunar, furðu og ótta. Hann skynjar, finnur til og nýtur atburðanna á svipaðan hátt og þá er þeir gerðust. Gangan um land minninganna er ungum sem öldnum ómissandi dægradvöl." Þessi eru inngangsorð bókarinnar Nú brosir nóttin, endurminninga Guðmundar Einarssonar, bónda og refaskyttu. Fyrsti kaflinn hefst á vísu sem ætla má að sé eftir hann, þar sem höfundar er ekki getið: Ef ég sezt og segi frá með sundurlausum orðum, bezt er þá að byrja á bernskudögum forðum. Skáldbóndinn í Kílakoti, Þórarinn Sveinsson, htur yfir farinn veg: Örðugan ég átti gang yfir hraun og klungur. Einatt lá mér fjall í fang frá því ég var ungur. Eldlegur móður æskunnar óðum hverfur og dvinar. Flest er það af sem áður var og verst hvað þær gerast gamlaðar gömlu jafnöldrur mínar. Ég er sjálfur orðinn allt öðruvísi en forðum. Páll H. Jónson frá Mýri í Bárðardal er ekki sáttur við útkomuna: En hðið er liðiö og kemur aldrei aftur. María Bjarnadóttir: Sem dropi falli í hafsins hyl, er hverfult mannlífs skeið, og aldrei verður aftur til það augnablik sem leið. Höfundur næstu vísu, sem ég veit ekki deili á, gerir sér grein fyrir hverfuheika lífsins: Reynist flest í veröld valt veltur margt úr skorðum. Hjarta mitt væntir þess undurs sem aldrei skeður í einmana sjúkri þrá. Helmingur lífsins er hungur sem ekkert seður, hitt er eftirsjá. Minningarnar verða sumum sára- bót. Björn Pétursson frá Sléttu: Þegar á góðu gamni er þrot, gleði hvergi að finna, leik ég mér við baugabrot bernskudaga minna. GERÐU JÓLALEGT í GARÐINUM ÞÍNUM 40 LJÓSA KEÐJA Á AÐEINS KR. 1.680 80 LJÓSA KEÐJAÁ AÐEINS KR. 2.500 Einhver spekingur á aö hafa sagt að það þyrfti vissan aldur til að vera ungur og mér finnst bara vera þó nokkuð th í því. Það verður þó stöð- ugt erfiðara eftir því sem árunum fjölgar. Og það er svo margt sem breytist og sumt ekki til batnaðar. Einar Kristjánsson frá Hermundar- felh lýsir því á eftirfarandi hátt: Horfinn er blómi bernskunnar með björtu vonirnar sínar. (24 V straumbreytir fylgir.) Þessi keðja er viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. Opið laugardag frá 10-18. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 68 07 80. Vísnaþáttur ífang Indriði Þórkelsson á Fjalli bregst karlmannlega við mótlætinu: Oft mér finnst er þrautir þjá þulið mjúkt í eyra: þetta er eins og ekkert hjá öðru stærra og meira. Jón S. Bergmann gefst ekki upp þótt á móti blási: Klónni slaka ég aldrei á undan blaki af hrinu, þótt mig hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Einar E. Sæmundsson metur hvort tveggja, hið liðna og hið ókomna: Svo er oft á ævileið ýmsa vonin svíkur. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Enginn veit hvar endar skeið eða spretti lýkur. Torfi Jónsson. flðeinsum eina helgi L, ARHJRINN Erik Nerlöe Hún er ung og fátæk og ferðast til aldraðrar frænku sinnar til að aðstoða hana í veikindum hennar. Alveg síðan hún var barn hafði hana dreymt um að fá einhvern tíma tækifæri til þess að búa á óðalssetri. Þessir draumar hennar höfðu fengið hana til að gleyma dapurlegri og erfiðri bernsku sinni. Nú virtust óskir hennar mjög óvænt vera að rætast — en ungi maðurinn í draumum hennar elskar aðra . . . GYLLTU SKORNIR EIse-Marie Nohr Móðir hennar var kona, sem var erfið í umgengni, og hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og bróðir hennar var eiturlyfjasmyglari, sem eftirlýstur var af lögreglunni. Eitt kvöldið fer hún frá heimili sínu og eftir það fréttist ekkert af henni. Þegar hún sást síðast, var hún klædd hvítum hlíralausum kjól, með gula slá og var í gylltum skóm. Lögreglan er á þeirri skoðun, að henni hafi verið rænt af samtökunum, sem bróðir hennar er í. AST OG ATOK Sigge Stark Þær höfðu farið upp í selkofa, sem var úr alfaraleið uppi í skóginum. Þær voru dálftið óttaslegnar, því að þær.höfðu frétt af því, að smyglarahópur héldi til í nágrenninu. Þær voru taugaóstyrkar, og enn meir eftir að hundur þeirra hafði fundið bakpoka falinn bak við stóran stein í skóginum. í bakpokanum var samanvafinn frakki, íjórir elgsfætur og bréfmiði, sem á var skrifað „Miðvikudag kl. II". En hvað átti aðgerastá miðvikudag klukkan ellefu? SKUGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEINS SF ORLAGAÞRÆÐIR Barbara Cartland Idona Overton hafði orðið furðu lostin, þegar hún komst að því, að faðir hennar hafði, áður en liann var drepinn í einvígi, tekið þátt í veðmáli. Og það sem hann hafði lagt undir var húseign hans, allt sem í húsinu var — og þar með talin dóttir hans. Þetta hafði hann lagt undir í veðmáli við markgreifann af Wroxham. En vegir örlaganna eru órannsakanlegir, og þegar heitar tilfinningar leysast úr læðingi milli tveggja persóna, getur hvað sem er gerst — einnig það, sem síst af öllu var hægt að láta sér detta í hug. . . AÐEINS UM EINA HELGI Theresa Charles Morna, eldri systir Margrétar Milford, hafði tekið fyrstu ást Margrétar frá henni og gifst * honum. Og síðan hafði Morna sagt við Margréti: ;,Gleymdu eiginmanni mínum — og komdu ekki nálægt okkur!" Þetta hafði sært Margréti mikið. Nú var Morna sjúk af einhverri dularfullri veiruveiki og gat ekki hugsað um börnin sín þrjú — og það var erfitt fyrir Margréti að neita hinni örvæntingarfullu beiðni um hjálp. Það er aðeins yfir helgina fullvissaði Margrét hinn góða vin sinn, Hinrik, um. Það getur nú ekki margt gerst á einni helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.