Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 60
Haukur Gunnarsson, íþróttamaður ársins hjá fötluðum, með verðlaunabikarana I höndum. DV-mynd BG Haukur íþróttamaöur árslns hjá fötluðum: „Eg fer á ball“ „Ég fer á ball til aö halda upp á viðurkenninguna," sagði Haukur Gunnarsson í gær þegar hann var kosinn íþróttamaður ársins úr röð- um fatlaðra. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Haukur fær þessa viðurkenningu. Hann sagðist ekki hafa átt von á þess- ari niðurstöðu, bjóst við að sund- konan Lilja María Snorradóttir hreppti hnossið. Haukur vann til gullverðlauna og tveggja bronsverðlauna á ólympíu- leikum fatlaðra í Seoul í haust. Heimsmet Hauks í 100 metra hlaupi er 12,80 sekúndur. Aðeins 22 ára gamall er Haukur búinn að hreppa flest ef ekki öll þau verðlaun og viðurkenningar sem íþróttamaður getur keppt að. Hann sagðist samt ætla að halda áfram íþróttaiðkunum og viðurkenningin sem honum var veitt í gær hvetur hanntilfrekariafreka. -pv i i i i i i i Veðrið um helgina: Kólnandi og víða nokkuð hvasst Horfur á sunnudag: Norðlæg átt verður um norðanvert landið en líklega vestlæg átt sunnanlands. Víða verður nokkuð hvasst. Snjókoma veröur norðanlands og éljagangur vestanlands en nokkuð bjart veður á Suðausturlandi, kólnandi í bili. Horfur á mánudag: Fer aftur að hlýna með suðlægri eða suðvestlægri átt. Slydda og síðar rigning verður sunnan- lands og vestan en bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi framan af degi, þykknar síðan upp. 5*"«' 14 dagar til jóla ^olBiLASr0 ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Halldór á Kírkjubóli fer . bara vel með bjórinn! Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið f hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjalst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Verslanir opnar til 18.00 í dag Verslanir verða opnar til klukkan 18.00 í dag. Ókeypis veröur í stöðumæla og ekki verður lögreglan með neinar umferðartakmarkanir í Reykjavík. Næsta laugardag verða versl- anir opnar til klukkan 22.00 og á Þorláksmessu verða verslanir opnar til klukkan 23.00. A tímabilinu frá 17. desember tii jóla getur lögreglan gripíð til takmarkana í umferðinni frá klukkan 13.00 tii 22.00. Þetta á fyrst og fremst við um Lauga- veginn. Lögreglan mun leyfa umferð um hann eftir aðstæð- um. Leigubílar, strætisvagnar og bílar fatlaðra hafa samt leyfi til að aka um hann. Búiö er að fjölga bílastæðum í miðborg Reykjavíkur um 600 stæöi en þau eru við Skúlagöt- una, Vesturgötu 7 og Laugaveg- inn þar sem Timburverslun Árna Jónssonar var. -JGH Samningaviðræður rnn skuldabréfakaup lifeyrissjóðanna: Vextir lækki í 5 priseitt - allt of lágt, segir Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri I gær hófust samningaviðræður við lífeyrissjóðina vegna skulda- bréfakaupa af Húsnæðisstofnun fyr- ir 1989. Forráðamenn ríkisvaldsins og Húsnæðisstofnunar lögðu þar fram kröfu um lækkun vaxta á skuldabréfunum til samræmis við lækkandi vexti í þjóðfélaginu. Núna eru greiddir 7% vextir af þessu íjár- magni en farið var fram á að það yrði lækkað niður í 5%. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka al- mennra lífeyrissjóða, er þetta tilboð allt of lágt. Hann sagði aö hins vegar væru þessar umræður að fara af stað og því væri aðeins hægt að líta á þetta sem byrjunarpunkt. Þessi vaxtalækkun, sem Húsnæðis- stofnun fer fram á, mun þó að öllum líkindum ekki þýða neina breytingu á útlánsvöxtum stofnunarinnar sem eru 3,5%. Vextir hafa verið niður- greiddir af ríkissjóði sem samsvarar þessum vaxtamun þannig að lækkun á vöxtum til lífeyrissjóða þýðir ein- faldlega að framlag ríkissjóðs getur lækkað. Samþykkt var á fundinum í gær að setja tvær undirnefndir í gang en samkomulag verður að nást fyrir áramót ef Húsnæðisstofnun á að geta staðið viö skuldbindingar sínar. -SMJ - sjá einnig bls. 4 i i i i Nesskip hf: Keypti Hvalvíkina á 32 milljónir Skipafélagið Nesskip hf. hefur keypt Hvalvík af Landsbankanum. Fóru kaupin fram sl. miðvikudag og greiddi fyrirtækið 32 milljónir króna fyrir skipið. Guömundur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Nesskips, sagði við DV að nú væri verið að gera Hvalvíkina klára til brottfarar en fyrirhugað væri að hún lestaði fiskimjöj til Frakklands í næstu viku. Þegar skip- ið kæmi til baka úr þeim túr yrði farið í að vinna að ýmsum lagfæring- um og breytingum á því. Væri nú verið að skoða tilboð frá Þýskalandi, Frakklandi og Spáni varðandi þær framkvæmdir og væru engar kostn- aðartölur komnar á hreint ennþá. Mætti þó gera ráð fyrir að lagfæring- arnar kostuðu 25-30 milljónir. -JSS - sjá einnig bls. 4 i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.