Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 53 LffsstOI Fyiir landsbyggðina: Á tímum hagstæðra tilboða í versl- unarferðir til útlanda vill þaö oft gleýmast að stóru flugfélögin tvö, Flugleiðir og Arnarílug, bjóða við- skiptavinum sínum upp á sérstak- ar helgarferðir til Reykjavíkur. Reyndar gefst Reykvíkingum líka kostur á að skreppa eina helgi út á land. Helgarpakkar Flugleiöa gengu í gjldi þann 15. október síðastliðinn og standa fram til 15. desember. Þeir verða síðan teknir upp að nýju í byrjun janúar þegar önnum vegna jóla og áramóta lýkur. Ferðatilboð Flugleiða miðast við tvær nætur, aðfaranótt laugardags og sunnu- dags, en hægt er aö framlengja dvölina um tvær til viðbótar, eina framan við og eina aftan við. Inn- ifalið í verðinu er flug fram og til baka og gisting. Morgunverður fylgir í flestum tilvikum. Ef flogið er oftar en einu sinni á dag frá áfangastaðnum úti á landi er far- þegum það i sjálfsvald sett hvaða ferð þeir velja. Til að gera sem flestum lands- byggðarmönnum kleift að ferðast til höfuðborgarinnar tóku Flugleið- ir þá stefnu að bjóða sama verð fyrir þessar pakkaferðir frá Akur- eyri, Húsavík, Egilsstöðum, Norð- firði og Hornafirði og þar er það Akureyrarveröið sem gildir. Verð- ið frá þeim stöðum, sem nær liggja Reykjavík, er svo aftur á móti held- ur lægra. Verð helgarferðanna er mismun- andi eftír því á hvaöa hóteli er gist í Reykjavík. Ef dvalið er á eförtöld- um hótelum: Esju, Loftleiðum, Lind eöa gamla hlutanum á Sögu, kostar ferð frá Akureyri og Aust- urlandi 8417 kr. á manninn, miðað við gistingu i tveggja manna her- bergi. Frá Vestmannaeyjum kostar ferðin 6552 kr., frá ísafírði 8064 kr., frá Sauðárkróki 7878 kr., frá Þing- eyri 7853 kr. og frá Patreksfirði kostar hún 7906 kr. Sama verð gild- ir um Hohday Inn, nema hvað þar er morgunveröur ekki innifalinn. Morgunverður á Hótel Borg er heldur ekki innifalinn en verðið er jafnframt lægra. Vilji Reykvikingar hins vegar bregða sér út land kostar helgar- ferð til Egilsstaða með gistingu í Hótel Valaskjálf 8077 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi með baði. Án baðs kostar feröin 7387 kr. Sama verö gildir fyrir Höfn í Hornafirði. Til Húsa- vikur kostar ferðin 7217 kr. Mestur straumur Reykvíkinga liggur hins Höfuðborgin uppfytiir flestar óskir ferðamannsins, hvort sem hann kemur til að skemmta sér eða kikja i búðir. vegar til Akureyrar þar sem boðið er upp á gistingu í fjórum hótelum. Ef gist er á KEA kostar helgarferð- in 9517 kr., 8897 kr. á Stefaniu og 8517 kr. á Varðborg. Morgunverður er innifalinn á þessum hótelum. Á Hótel Akureyri er morgunverður ekki innifalinn og flug og gisting þar kostar 7517 kr. Flugleiðir bjóða einnig upp á „flug og bíl“ og leikhúsferðir til höfuðborgarinnar. Amarflug býður viðskiptavinum sínum einnig upp á helgarferðir til Reykjavíkur og hefur í því skyni gert samning við fiest stærri hótel- in í borginni. Þeim sem ekki vilja gistingu en bíl í staðinn stendur einnig til boða „flug og bíil“. Þessi ferðatilboð Arnarflugs eru í gildi allt árið um kring. Helgar- ferð til Reykjavíkur frá áfangastöð- um á Snæfellsnesi kostar 6670 kr. Þá er miðað við tvær nætur í tveggja manna herbergi á Loft- leiðahótelinu, Esju, Lind og eldri hlutanum á Sögu. Frá Flateyri, Bíldudal, Hólmavík, Gjögri og Blönduósi kostar sams konar ferð 8170 kr. en frá Siglufírði 8765 kr. Amarflug býður svo Reykvíking- um upp á helgarreisu til Stykkis- hólms og kostar hún um 6000 krón- ur. Þá er bara aö bregöa undir sig betri fætinum og heimsækja höfuö- borgina. -gb o Mosfellsbakarí ® Mosraf byggw. @ Fexa hársnyrtist. ® Verslunarbankinn ® Kjörval matvöruverslun 0 Skófell skór á alla fjölsk ® Álnabúðin © Póstur og sími © Ás-leirsmiðja © Allt á hreinu þvottahús Það eru ekki tíma- frekir umferðarhnút- ar í Mosfellsbæ. - En í Mosfellsbæ eru næg bílastæði. Verið velkomin í okkar verslunarmiðstöð. Samtök þjónustuaðila Mosfellsbæjar ® Mosfellsapótek ® Búnaðarbankinn ©Bókasafn ® Snyrtistofa Kristínar Þorstd. ® G. S. sölut. og video © Western Fried ® Ásfell ritfangav. ® Fell fatav. ® Pílus hársnyrtist. © Myndbandalagið © Kaupf. Kjalanþ. © Holtadekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.