Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 53
LAUGA^DAGUR 10. DESEMBER 198?.. 65 Afmæli Kristinn Einarsson Kristinn Einarsson hrl., Vestur- bergi 30, Rvík, er fimmtugur í dag. Kristinn er fæddur í Rvík og ólst upp þar. Hann lauk lögfræðiprófi frá HÍ1964 og var fulltrúi á lögfræði- skrifstofu Guölaugs Einarssonar 1964-1965. Kristinn hefur rekið sjálf- stæða málflutningsskrifstofu í Rvík frá 1965 og varð hrl. 1969. Hann hef- ur fengist við ljóðagerð og á í fórum sínum safn óbirtra ljóða. Kristinn kvæntist Guðrúnu Leifsdóttur, f. 16. júlí 1942.,Foreldrar hennar eru Leif- ur Bjömsson, múrari í Hafnarfirði, og kona hans, Guðmunda Stella saumakona. Dóttir Kristins og Guð- rúnar er Hrand, f. 4. september 1974. Fyrri kona Kristins var Sigrún Rafnsdóttir, f. 19. júlí 1938. Þau skildu. Foreldrar hennar em Rafn Jónsson, tannlæknir í Rvík, og kona hans, Hulda Olgeirsson. Börn Krist- ins og Sigrúnar eru Rafn, f. 14. jan- úar 1962, d. 16. júlí 1964, og Hrönn, f. 29. maí 1965, háskólanemi í Berlín, gift Behnam Valdabeygi, og Einar, f. 16. apríl 1967, starfsmaöur hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. Fóstur- böm Kristins eru Eva Egilsdóttir, f. 15. apríl 1962, fóstra, og Þór Egils- son, f. 4. maí 1984, í háskólanámi í Trier í Þýskalandi, unnusta hans er KlaraGunnlaugsdóttir. Systkini Kristins era Guðlaugur Maggi, f. 13. janúar 1921, d. 17. febrúar 1977, hrl.; Kristján Ingi, f. 1. ágúst 1922, d. 3. febrúar 1977, tæknifræðingur; Axel Wilhelm, f. 5: desember 1923, skrif- stofumaður; Einar Gunnar, f. 10. júlí 1926, d. 7. febrúar 1972, hrl.; Sverrir, f. 20. nóvember 1927, tann- læknir; Ingibjörg, f. 10. október 1934, d. 1936, og Ingibjörg, f. 27. maí 1934, skrifstofumaður. Foreldrar Kristins voru Einar Björgvin Kristjánsson, húsasmíða- meistari í Rvík, og kona hans, Guð- rún Sigríður Guðlaugsdóttir, bæjar- fulltrúi í Rvík, Föðursystir Kristjáns er Elínborg, gift Stefáni Jónssyni skókaupmanni. Einar var sonur Kristjáns, b. í Tungu í Fróðár- hreppi, síðan þvottalaugavaröar í Rvík, Loftssonar, b. á Víghólsstöð- um á Fellsströnd, Jónssonar, bróður Saura-Gísla. Annar bróðir Lofts var Sveinbjöm, langafi Gunnars, föður Gísla, lektors í sagnfræði, og Jó- hannesar, formanns Neytendasam- takanna. Móöir Einars var Ingibjörg Einarsdóttir, b. á Botnastöðum, Guðmundssonar, b. í Þverárdal, Einarssonar, b. í Þverárdal, Jóns- sonar, b. á Skeggsstöðum, Jónsson- ar, ættfóður Skeggsstaðaættarinn- ar. Móöir Einars á Botnastöðum var Margrét Jónasdóttir, b. í Gili í Svart- árdal, Jónssonar. Móðir Jónasar var Ingibjörg Jónsdóttir Harða- bónda, b. í Mörk í Laxárdal, Jóns- sonar, ættföður Harðabóndaættar- innar. Móðir Margrétar var Ingi- björg Jónsdóttir, systir Einars í Þverárdal. Móöir Ingibjargar Ein- arsdóttur var Björg Jónasdóttir, b. á Gili, Einarssonar, bróður Guð- mundar í Þverárdal. Móðursystkini Kristjáns eru Jón- as skáld, Elínborg, Þórdís, Jóhanna, Lára, Ingibjörg, Theódóra, Ólöf, Kristín, Kristján hrl. og Guðmund- ur forstjóri. Guðrún var dóttir Guð- laugs, prests á Stað í Steingríms- firði, Guðmundssonar, b. í Syðri- Skógum í Kolbeinsstaöahreppi, Gíslasonar. Móðir Guömundar var Þuríður Bárðardóttir, systir Hall- dóru, langómmu Daða, föður Sigfús- ar skálds. Halldóra var einnig lang- amma Þorsteins Víglundssonar skólastjóra, afa Árna Sigfússonar borgarfulltrúa. Móðir Guörúnar var Margrét, systir Ingibjargar, móður læknanna Jónasar og Kristjáns og ömmu Sveins Jónssonar, formanns KR. Margrét var dóttir Jónasar, prests á Staðarhrauni, Guðmunds- sonar, bróður Einars á Botnastöð- um. Móðir Margrétar á Stað var Elín- borg Kristjánsdóttir, sýslumanns á Skarði á Skarðsströnd, Skúlasonar, sýslumanns á Skarði, Magnússon- ar, sýslumanns á Skarði, Ketilsson- ar. Móðir Magnúsar var Guörún Magnúsdóttir, systir Skúla land- fógeta. Móðir Kristjáns var Kristín Bogadóttir, b. í Hrappsey, Bene- Kristinn Einarsson. diktssonar og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Móðir Sigríðar var Ragnheiður Gísladóttir, systir Magnúsar amtmanns, föður Sigríð- ar, konu Ólafs Stefánssonar stift- amtmanns, ættforeldra Stephensen- ættarinnar. Móðir Elínborgar var Ingibjörg Ebenezersdóttir, sýslu- manns í Hjarðardal, Þorsteinssonar og konu hans, Guðrúnar Þórðar- dóttur, prests í Skarðsþingum, Ól- afssonar. Móðir Guðrúnar var Kristín Bogadóttir, móðir Kristjáns Skúlasonar. Kristinn dvelst erlendis á afmælisdaginn. Til hamingju með daginn 90 ára 50 ára Guðmundur Hannesson, Dalbraut 27, Reykjavík. Gréta Aðalsteinsdóttir, Starfshúsi 1, Reykjalundi. Jóna Björg Jónsdóttir, Stigahlíð 2, Reykjavík. Esther Valdimarsdóttir, 85 ára Aðalbjörg Jónsdóttir, Ásgarðsvegi 18A, Húsavík. Dverghamri 42, Vestmannaeyjum. Rúna B. Sigtryggsdóttir, Miklubraut 11, Reykjavik. Selma Ósk Björgvinsdóttir, . Lynghaga 15, Reykjavík. Þórunn Einarsdóttir, Brekkutanga 26, Mosfellsbæ. Jóhannes Þ. Jónsson, Torfufelli 50, Reykjavík. Marinó Jóhannsson, Tunguseli, Sauðaneshreppi. Guðný Helgadóttir, Lándargötu 25, Reykjavík. 80 ára Trausti Þórðarson, Klapparstíg 11, Reykjavík. 75 ára Halldór Kristjánsson, Skerðingsstöðum I, Reykhóla- hreppi. Una Dagný Guðmundsdóttir, Hólavegi 38, Siglufirði. 40 ára 70 ára Jóhann Jónsson, Hátúni 10, Reykjavík. Sigriður Helgadóttir, Holtsgötu 29, Njarðvíkum. Ásta Sylvía Rönning, Austurgerði 7, Reykjavík. Svanhildur Einarsdóttir, 60 ára Birkihlið 15, Sauðárkróki. Hörður Stefón Harðar, Meistaravöllum 21, Reykjavík. Rúnar Halldórsson, Bleiksárhlíö 16, Eskifirði. Áslaug Jónsdóttir, Skólavegi 12, Búðahreppi. Níels Elis Karlsson, Holtagerði 59, Kópavogi. Emma Benediktsdóttir, Kársnesbraut 47, Kópavogi. Gullbrúðkaup Gullbrúðkaup eiga í dag Anna Ól- afsdóttir og Karl Eiríksson, Giljaseli 5, Reykjavík, áður bændur á Öxl í Breiðuvík. Foreldrar Önnu voru Ólafur Einarsson, b. í Geirakoti í Fróðárhreppi, og kona hans, Ólöf Einarsdóttir, og er Anna ein fjórtán systkina. Hún réðst tuttugu og eins árs kaupakona í Gröf í Breiðuvík til Guðrúnar Eiríksdóttur og manns hennar, Haraldar Jónssonar, er þar höfðu tekið við búi ásamt bróður Guörúnar, Karli, er þá var tuttugu og sjö ára. Foreldrar Karls vom Eiríkur Sigurðsson, b. í Gröf í Breiöuvík, og kona hans, Steinvör Ármannsdóttir, og er Karl yngstur fimm systkina. Anna og Karl bjuggu fyrstu árin í Gröf en keyptu Öxl í Breiðuvíkurhreppi 1941 og bjuggu þar í fjörutíu ár. Anna og Karl eignuðust flmmtán börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Reimar, b. á Öxl í Breiðuvík; Jó- hannes, kvæntur Sigrúnu Jónsdótt- ur og eiga þau tvö börn; Ingólfur, kvæntur Sigrúnu Jóhannsdóttur og eiga þau íjögur börn; Steinar, kvæntur Ester Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn; Kristjana, gift Guömundi Einarssyni og eiga þau fjögur börn; Ólöf, gift Vigfúsi Jóns- syni og eiga þau einn son; Ólafur, sambýliskona hans er Þórhildur Richter og eiga þau eina dóttur en Þórhildur á fyrir einn son; Krist- laug, gift Gesti Kristjánssyni og eiga þau tvö börn, áður eignaöist hún einn son; Elín, ógift; Eiríkur, kvænt- ur Önnu Vésteinsdóttur og eiga þau þijú börn; Anna, gift Einari Þórs- syniog eiga þau þrjú börn; Emelía, gift Ólafl Hjálmarssyni og eiga þau tværfósturdætur; Guörún, sambýl- ismaður hennar er Þorvaldur Bjarnason og eiga þau tvö böm; Sig- Hjónin Anna Olafsdóttir og Kari Ei- riksson. urður Karl, sambýliskona hans er Ása Magnúsdóttir og eiga þau eina dóttur, og Guðbjörg Baldvina, sam- býlismaður hennar er Egill Magn- ússon. Anna og Karl taka á móti gestum í sal Múrarafélags Reykja- víkur, Siðumúla 25, í dag kl. 16-20. Guðmann Einar Magnússon Kjartan Ingibjörn Guðmundsson og Hugborg Guðjónsdóttir Gullbrúðkaupsafmæli eiga í dag | Jóni Auðuns dómprófasti. Kjartan Ingibjörn Guðmundsson og Afmælisbömin taka á móti gest- Hugborg Guðjónsdóttir. Þau voru um í Gaflinum frá klukkan 15.00 til gefin saman þann 10.12.1938 af séra | 18.00 í dag, laugardag. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstand- endur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Guðmann Einar Magnússon, b. á Vindhæli í Vindhælishreppi í Aust- ur-Húnavatnssýslu, varð sjötíu og fimm ára í gær. Vegna mistaka birt- ist röng afmælisgrein í gær. Guð- mann Einar er fæddur á Skúfi í Norðurárdal og ólst upp hjá foreldr- um sínum á Skúfi og víðar í Vind- hælishreppi en lengst af bjuggu þau á Bergsstöðum, Þverá og Sæunnar- stöðum í Hallárdal á Skagaströnd. Guðmann hóf búskap með foreldr- um-sínum og bræðrum á Sæunnar- stöðum í Hallárdal og bjó þar til ársins 1944 er hann festi kaup á jörð- inni Vindhæli á Skagaströnd en þangað fluttist hann sama ár ásamt fjölskyldu sinni og hefur búiö þar síðan í félagi við bræður sína, Guð- mundogPál. Guðmann kvæntist Maríu Ólafs- dóttur, f. 27. nóvember 1931. For- eldrar hennar voru Ólafur Einars- son, b. í Stakkadal á Rauðasandi, og kona hans. Anna Guðrún Torfa- dóttir. Börn Guðmanns og Maríu eru: Guðrún Karólína, f. 11. maí 1953, viðskiptafræðingur á ísafirði, sambýlismaður hennar er Bjarni Jóhannsson viðskiptafræðingur og eiga þau tvær dætur; Anna Kristín, f. 17. apríl 1955, sjúkraliði á Blöndu- ósi, gift Erni Ragnarssyni, starfs- manni Blönduhrepps, og þau eiga tvær dætur; Einar Páll, f. 9. júní 1956, skipasmiður á Sauðárkróki, kvæntur Ingibjörgu Rögnu Ragn- arsdóttur, starfsstúlku á sjúkrahúsi Sauöárkróks, og eiga þau tvær dæt- ur; Ólafur Bergmann, f. 8. janúar 1959, vinnur hjá Særúnu hf. á Blönduósi, kvæntur Helgu Kára- dóttur, og eiga þau tvær dætur; Magnús Bergmann, f. 27. júlí 1961, vinnur hjá Hólanesi hf. á Skaga- strönd, sambýliskona hans er Erna Högnadóttir, vinnur hjá Hólanesi lif., og eiga þau tvær dætur; og Halldóra Sigrún, f. 8. nóvember 1972, nemi í MÍ. Systkini Guðmanns eru Stein- grímur, b. á Eyvindarstöðum í Blöndudal, nú látinn; Sigurður verkstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki; María, fyrrv. Ijósmóðir á Sauðárkróki, býr í Hafn- arfirði; Guðmundur, b. á Vindhæli, ogPáll.b.áVindhæli. Foreldrar Guðmanns voru Magn- ús Steingrímsson, b. á Bergsstöðum, og kona hans, Guðrún Einarsdóttir. Föðursystkini Guðmanns voru Páll, ritstjóri Vísis, Páll, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, og Friðrika, hús- freyja á Kagaðarhóli á Ásum. Faðir Magnúsar var Steingrímur, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, bróður Þorgríms, afa Önnu Sigurðardóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns- ins. Steingrímur var sonur Jónat- ans, b. á Marðarnúpi í Vatnsdal, Davíðssonar. Móðir Jónatans var Ragnheiður Friðriksdóttir, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórar- inssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafiröi, Jónssonar, ættföður Thorarensensættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Hólmfríður Jóns- dóttir, varalögmanns í Víðidals- tungu, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyrar- ættarinnar. Móðir Magnúsar var Anna Friðriksdóttir Schram, b. á Kornsá í Vatnsdal, Christianssonar Schram, verslunarstjóra Höföa- kaupstaðar, ættfööur Schramættar- innar. Móðir Önnu var Margrét Stefánsdóttur, amma Árna Pálsson- ar prófessors. Móðursystkini Guðmanns voru Gísli, sjómaður á Skagaströnd, og Sigþrúður, húsmóðir á Skaga- strönd. Guðrún var dóttir Einars, b. á Hafurstaðakoti í Vindhælis- hreppi, Gíslason, afkomanda Jóns harðabónda á Mörk í Laxárdal um 1740. Móðir Guðrúnar var María, systir Guðmundar á Torfalæk, föð- ur Páls Kolka læknis og Elínborgar, móður Guðrúnar Teitsdóttur ljós- móður. Móðir Maríu var Guðrún Guðmundsdóttir, smiðs á Siðu í Víðidal, Guðmundssonar og konu hans, Guðrúnar Sigfúsdóttur Berg- mann, b. og hreppstjóra á Þorkels- hóli í Víðidal, Sigfússonar, ættföður Bergmannsættarinnar. Sigurður Ingimundarson Þau mistök urðu í afmælisgrein um Sigurð Ingimundarson að gleymdist að geta um mann Guö- bjargar systur hans, Harald Óskar Leonhardsson, verslunarmann í Rvík, sem lést 13. maí 1966. Eftirlif- andi sambýlismaður hennar er hins vegar Ari Ágnarsson, fyrrv. bílstjóri í Rvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.