Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 26
$ LAUGA^DAGUR 10. DESEMBER 1988. Sérstæð sakamál „Mamma, ég sá konu myrta!" Cora Lodge og sonur hennar, Ray- mond, búa í Englandi. Hún var því vön aö hann segöi henni ótrúlegar sögur. Því voru kennarar hans einn- ig vanir og höföu oft kvartað yfir þessum ósiö drengsins. Cora reyndi hvað eftir annaö aö fá hann til þess aö hafa hemil á ímyndunaraflinu en án árangurs. Þegar Raymond kom svo heim einn daginn og sagði aö hann hefði séö morð framiö fannst móöur hans hann hafa gengið einum of langt. Um áttaleytið um kvöldið fór Cora upp til Raymonds til þess aö spjalla viö hann. Enn einu sinni ætlaöi hún aö reyna aö sýna honum fram á aö þaö væri mikill munur á raunveruleikanum og því sem mað- ur ímyndaði sér. Hann lá undir sæng og var aö lesa bók. Ekki var á honum að sjá aö hann heföi miklar áhyggjur aö láta það veröa eitt sitt fyrsta verk daginn eftir að ræöa viö skólastjó- rann en hún vonaðist til þess aö hann kynni aö geta gefið henni einhver ráð svo hægt væri aö hafa hemil á hug- myndaflugi Raymonds. Cora svaf illa um nóttina og þegar hún vaknaöi morguninn eftir var hún meö slæman höfuöverk. Hún opnaði þó fyrir útvarpiö og var ekki búin aö hlusta lengi er hún tók að leggja við eyrun. Sagan af heim- boði drottningar Dag einn var Cora Lodge Trammi í eldhúsi þegar Raymond. þá ellefu ára, kom til hennar. Þá sagði hann henni eftirfarandi sögu sem er ágætt dæmi um hugmyndaflug hans. „Veistu það. mamma." sagöi hann, „að ég var niöri í bæ og hitti drottn- inguna. Hún bauð okkur til sin í höllina að drekka te í næstu viku." Cora Lodge brosti. „Þaö var gaman. Raymond. í hvaða kjól heldurðu aö ég ætti aö fara?" spurði hún. Cora var þrjátíu og níu ára þegar þetta gerðist og orðin því vön aö son- ur hennar segði slíkar sögur. Hún vissi líka aö besta ráöiö var aö látast trúa þeim. Þá færi hann að leika sér og segði ekki fleiri slíkar sögur í bili. umræddan dag til aö kaupa mynda- sögublað. Hann heföi fariö um þrönga og fáfarna götu á heimleið- inni. Skyndilega heföi hann heyrt fótatak og svo séð fullorðna konu. Heföi hún haldiö á tösku og inn- kaupakörfu. Árásin Nokkrum augnablikum síðar heföi hann séö tvo unga menn koma hlaupandi. Hann heföi þá staðiö í skjóÚ af sjálfsala svo ekki heföi sést til hans. Ungu mennirnir hefðu ætlaö aö þrífa tösku konunnar en hún streist á móti. Þá heföi sá rauðhærði rifiö af henni töskuna. Konan heföi svaraö þvi með því aö slá til árásar- mannanna með innkaupakörfunni. Þá heföi annar þeirra tekiö fram hníf sem hann hefði stungið hana með tvisvar eða þrisvar. Um leiö hefði sá hrópaö: „Veskið, Billy! Taktu fjandans veskið!“ Raymond sagöist hafa orðiö svo framið kom yfirlögregluþjónninn í heimsókn til Coru og Raymonds og skýrði þeim frá því aö þeir sem morð- iö höföu framið, Eric Dolling, tuttugu og þriggja ára, og Billy Tarrant, tutt- ugu og níu ára, hefðu verið hand- teknir og ákæröir. Þakkaði Morris Raymond fyrir upplýsingarnar og sagöi aö yröi hann duglegur í skólanum gæti svo farið aö honum yröi boðið starf í lögregl- unni. Ný saga Er Morris var farinn sagöi Raymond mömmu sinni að Morris hefði sagt sér að hann kæmi daginn eftir í lög- reglubílnum því hann ætlaði að lofa sér aö vera í honum allan daginn. Nú er hann að byrja aftur, hugsaði Cora Lodge þá. En hún hugsaöi með sér að best væri að reiðast ekki og fara aö sem fyrr. „Þaö var skemmti- legt,“ var því það eina sem hún sagði. Klukkan hálftíu næsta morgun var bariö að dyrum. Raymond flýtti sér Afleiðing skilnaðar Cora Lodge var fráskilin. Maður hennar og faöir Raymonds, Malcolm, haföi fariö frá þeim hálfu ööru ári áöur. Fram aö þeim tíma hafði ekki borið á því aö drengurinn segði sögur sem áttu sér ekki stoö í veruleikan- um. Skýringin sem gefin hefur veriö á því aö hann tók skyndilega upp á því var sú að hann heföi leitað á náöir hugarflugsins og ímyndunar- aflsins er hann stóö skyndilega uppi án fóður á heimilinu. Þá heföi mikið verið frá honum tekið og hann síðan reynt aö bæta sér þaö upp á þennan hátt. Sögurnar voru margvíslegar. Eitt sinn sagöi hann þannig aö geim- verur hefðu lent í garðinum fyrir framan húsiö en síöan komið upp í herbergi til hans til þess aö spyrja hann ráöa. í fyrstu tók móðir hans þessum sögum illa en þar kom að henni varö ljóst aö best var aö reiðast ekki, svara í léttum tón og látast trúa sögunum. Kennarar Raymonds voru þó ekki á þvi aö láta hann komast upp með slík ósannindi. Hann kom því oft heim til sín meö miða frá þeim, skilaboð til móöur hans, Coru, um aö hann heföi enn einu sinni „fariö yfir strik- ið“. Ástæðan var þó aldrei sú aö skólasystkini Raymonds kvörtuöu undan honum. Þeim fannst þvert á móti gaman að sögunum hans og hlustuöu með athygli á hann þegar hann haföi nýja sögu aö segja. 20. júní 1987 var Cora að koma úr innkaupaferð. Nokkuö var liðið á dag er Raymond kom fram í eldhús en um stund haföi hann setið í stofunni og veriö aö horfa á sjónvarp. „Veistu það, mamma," sagöi hann og leit á hana, „að ég sá konu myrta. Tveir náungar stungu hana. Þaö var ægilegt.“ „Nú ertu aö segja ósatt, Ray- mond,“ sagði Cora. „Þú veist vel að þú sást ekki morð framið.“ „Jú, þaö er satt,“ sagöi hann. „Ég sá það. Tvo náunga sem stungu gamla konu.“ „Nú er nóg komið í bili, Raymond. Annað hvort viðurkenniröu aö þú hafir veriö að skrökva eða ég sendi þig beint í rúmið.“ Raymond Lodge. af því aö hafa skrökvaö ljótri sögu aö mömmu sinni. Cora settist á rúmstokkinn og spurði hann hvort hann myndi eftir sögunni um drottninguna. Raymond kinkaöi kolli og þá spuröi móðir hans hvort sú saga heföi ekki verið uppspuni. „Jú, það var bara svona skemmti- saga. Og þú vissir þaö líka því þú fórst að hlæja.“ „Já, þaö er satt, Raymond.“ Hann leit á hana eins og hann vissi hvaö henni lægi á hjarta en sagöi þó ekkert. „Þú hefur víst líka haldið aö það væri sniöugt aö segja mér aö þú hefð- ir séö gamla konu rnyrta," sagöi mamma hans þá. „Sú saga er hins vegar ekki sniðug. Morð er mikið alvörumál og svona lagaö getur orðið til þess aö þú lendir í vandræöum viö lögregluna." Cora var næstum búin að reka upp skelfmgaróp þegar hann svaraði: „En þaö var ægilegt. Þaö blæddi svo mikið úr henni. Og ég stakk af áöur en nokkur gat séð mig.“ Svaf lítið um nóttina Án þess aö segja nokkuð fór Cora frá syni sínum. Hún var mikið hugsi og eftir nokkra stund ákvað hún aö fara á fund mannsins sem stjórnaöi skól- anum sem sonur gekk í. Ætlaði hún Tilkynning frá lögreglunni var það sem vakti athygli Coru en niðurlag orðsendingarinnar var á þessa leið: „Lögreglan í Gillingham óskar eftir upplýsingum um tvo menn sem sáust hlaupa frá staðnum þar sem konan, Muriel Broomfield, var stungin til bana í gær. Annar þeirra er tuttugu og fimm til þrjátíu ára, sterklega vaxinn og meö rautt, liðað hár. Hinn er nokkuð yngri, grannvaxinn og stuttklipptur. Báöir sáust skammt frá Hallsíield Court um tvöleytið síðdegis í gær, klukku- stund fyrir morðið.“ Cora hélt áfram aö hlusta og þegar þulurinn fór aö lesa níufréttirnar hvarf henni allur efi um aö Raymond heföi verið að segja ósatt er hann sagöi henni frá morðinu. Hann hafði greinilega orðið vitni aö því er tæp- lega sjötug kona var stungin til bana meö hnífi. Á lögreglustöðina Cora hljóp inn til sonar síns og skipaði honum aö klæöa sig. Er hún haföi rætt við hann um stund hringdi hún á leigubíl og stundarkorni síðar voru þau mæðginin komin á lög- reglustöðina í Gillingham. Þar tók á móti þeim Gregory Morris yfirlög- regluþjónn og sagði Raymond hon- um sögu sína. Hann sagðist hafa fariö út í búð Cora Lodge. Muriel Broomfield. hræddur að hann heföi lengi staöiö kyrr á bak viö sjálfsalann áöur en hann heföi hlaupið heim. Morris spuröi Raymond hvort hann væri viss um að sá sem haldið heföi á hnífnum heföi kallaö hinn Billy. Kvaöst Raymond alveg viss um þaö. Jafnframt gat hann skýrt frá því aö sá grannvaxni hefði verið í leður- jakka með nafninu „Genesis" á. Handtakan Um þaö bil viku eftir að moröið var Eric Dolling. svo mikiö aö opna aö Cora komst ekki til þess. Á tröppunum stóö Morris yfirlögregluþjónn. „Sjáumst í kvöld!“ hrópaöi Ray- mond til mömmu sinnar þegar hann leit um öxl og hljóp út aö lögreglu- bílnum sem beiö fyrir utan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.