Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. Breiðsíðan Stærsta kvenhlutverkið á íslensku leiksviði: Á fjórða tíma á sviðinu - það er Anna Kristín Amgrímsdóttir sem glímir við verkið ..Þetta tekur á 'en ég reyni að búa mig vel undir." segir Anna Kristín Arngrímsdóttir leikkona sem fer með aöalhutverkið í Stór og smár sem verið er að sýna í Þjóðleikhúsinu um þessar mund- ir. Og þetta verður að kallast að- alhlutverk með rentu því Anna Kristín er í þrjá og hálfan tima á sviðinu með einu smáhléi. Þetta Anna Kristín Arngrímsdóttir er trúlega stærsta kvenhlutverk sem flutt hefur verið á íslensku leiksviði. Hún er þó ekki ein á sviðinu þótt hún verði ein aö vera þar allan tímann. „Þetta krefst mikillar einbeit- ingar og nákvæmni." segir Anna Kristín. „Þetta er líka þannig hlutverk að það þarf að sýna bæði sorg og gleði.Tilfmningabi]- ið sem þarf að brúa er breitt og ég er óneitanlega svolítið tætt eft- ir svona átök." Anna Kristín Arngrimsdóttir i hlutverki Lottu. Þetta er eitt stærsta kvenhlutverk sem um getur. Anna Kristín talar um undir- búning fyrir átökin og mælir með einveru fyrir sýningarnar. „Það vill svo til aö það er stutt á milli sýninga. Það hefur bæði sína kosti og galla. Álagið er meira en samhengið tapast síður. Svona hlutverk fer eiginlega aldrei úr kollinum á mér. Það víkur frá stund og stund til að aðrir hlutir komist að en hlutverkið er samt alltaf nærri." Þjóðleikhúsið er stórt, í það minnsta á íslenskan mælikvarða, og því erfltt fyrir einn leikara að ná athygli allra gesta hússins. „Það er erfitt að reikna með hverjum og einum áhorfanda," segir Anna Kristín. „Það verður að reyna að spila þannig á rödd- ina að það nái til sem flestra sem er óneitanlega galdur á stóru sviði. Það þarf að samræma það litla og stóra." Anna Kristín byrjaði 19 ára gömul að leika og þá í Iðnó og lék þar til ársins 1973 þegar hún flutti sig í Þjóðleikhúsið. Undanfarin fimmtán ár hefur hún leikið þar í ýmsum hlutverkum þótt ekkert þeirra jafnist að stærð á við hlut- verk Lottu í Stór og smár. „Það er alltaf gleðilegt að fá að sýna hvað í manni býr,“ segir hún. „Það vill oft líða nokkur tími á milli þess að við konurnar fáum að glíma við stór hlutverk. Þau eru því miður ekki rnörg í leik- bókmenntunum. Stóru karla- hlutverkin eru fleiri. Auðvitað er ég glöð yfir því trausti sem mér er sýnt.“ -GK Þú ert 2000 krónum ríkari! Börnin á Akureyri fagna snjónum sem að þeirra áliti hefur látið bíða of lengi eftir sér. Gylfi Kristjánsson, okkar maður á Akureyri, tók þessa skemmtilegu mynd í einni þotubrekkunni nú í vikunnu. Stúlkan á myndinni lifir sig greinilega inn í ævintýri vetrarins og við verð- launum hana með 2000 krónum sem hún getur nálgast með milligöngu skrifstofunnar á Akureyri. DV-mynd gk Afreksmenn og amlóðar Fjölmiðlabyltingin hefur brenglað manngildismat almennings. Við gerum okkur ekki lengur grein fyrir því hverjir eru miklir menn, hverjir smámenni, eða hver sé munur á afreksmönnum og amlóð- urn. Hér áður fyrr velktust menn ekki í vafa um þessi atriði, þegar Ríkisútvarpið og dagblöðin ríktu ein í fjölmiðlaheimin- um. Þá voru það einungis merkismenn sem fengu umijöllun í fjölmiðlum og sauð- svartur almúginn átti þar sjaldan inn- komuleið. AfMagnúsi sauðaþjófi Stærstu fréttir í smáplássum úti á landi voru þær ef einhverjir bæjarbúar þóftu umfjöllunarverðir í blöðum eða útvarpi. Allajafna unnu menn sín afrek og stór- virki svo lítið bar á og fæstum þótti mikið til koma. Þaö þurfti umfjöllun í biöðum til að staðfesta að um afrek væri að ræða. „Það er viötal við hann Magnús sauöaþjóf í Mogganum í dag,“ sagði einn öðrum og fréttin fór eins og eldur í sinu um þorpið. Og bæjarbúar lásu viðtahö, lásu það aftur og ræddu það sín á milli. Og menn veltu vöngum, dálítið undrandi, því enginn hafði haft hugmynd um að hann Maggi væri svona merkilegur maður. En það þurfti ekki frekar vitnanna við, Mogginn hafði staðfest manngildi Magnúsar með því að hafa viö hann viðtal. Og úrklippan með viðtalinu var geymd eins og dýrgripur á heimili Magnúsar og gulnaður snepillinn gjarnan dreginn fram þegar gesti bar að garði. Órakaðir sveitamenn En nú er sem sé öldin önnur. Það eru ekki lengur bara ráðherrar, snillingar og önnur stórmenni sem komast í fiölmiðl- ana. Það komast alhr í íjölmiðlana. Alls konar undirmálsfólk er stöðugt í viðtölum blaðanna, órakaðir sveitamenn troða upp í umræðuþáttum sjónvarpanna og lands- lýður allur er sífellt að trana sér fram í útvarpi. Og algjörir miölungsmenn eru jafnvel farnir að gefa út blöð og skrifa að staðaldri í önnur. Mörkin, sem fjölmiðlarnir drógu svo skýrt á milli merkismanna og miðlungs- manna, hafa þurrkast út. Annaðhvort eru allir orðnir svona merkilegir eða þeir eru allir af sama miðjumoðssauöahúsinu. Þó er sá möguleiki fyrir hendi að enn séu til merkilegir menn með þessari þjóð. Ég legg til að auglýst verði eftir þessum mönnum, og líkast til einfaldast að aug- lýsa eftir fólki sem aldrei hefur tranað sér fram í ijölmiðlum, fólki sem misvitrir Qöl- miðlar hafa aldrei sýnt nokkurn minnsta áhuga. Það er nefnilega ákaílega sennilegt að það sé e.t.v. eina fólkið sem eitthvað er spunnið í hér í þessu landi. Jóhannes Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.