Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1988, Side 41
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988. 53 LffsstOI Fyiir landsbyggðina: Á tímum hagstæðra tilboða í versl- unarferðir til útlanda vill þaö oft gleýmast að stóru flugfélögin tvö, Flugleiðir og Arnarílug, bjóða við- skiptavinum sínum upp á sérstak- ar helgarferðir til Reykjavíkur. Reyndar gefst Reykvíkingum líka kostur á að skreppa eina helgi út á land. Helgarpakkar Flugleiöa gengu í gjldi þann 15. október síðastliðinn og standa fram til 15. desember. Þeir verða síðan teknir upp að nýju í byrjun janúar þegar önnum vegna jóla og áramóta lýkur. Ferðatilboð Flugleiða miðast við tvær nætur, aðfaranótt laugardags og sunnu- dags, en hægt er aö framlengja dvölina um tvær til viðbótar, eina framan við og eina aftan við. Inn- ifalið í verðinu er flug fram og til baka og gisting. Morgunverður fylgir í flestum tilvikum. Ef flogið er oftar en einu sinni á dag frá áfangastaðnum úti á landi er far- þegum það i sjálfsvald sett hvaða ferð þeir velja. Til að gera sem flestum lands- byggðarmönnum kleift að ferðast til höfuðborgarinnar tóku Flugleið- ir þá stefnu að bjóða sama verð fyrir þessar pakkaferðir frá Akur- eyri, Húsavík, Egilsstöðum, Norð- firði og Hornafirði og þar er það Akureyrarveröið sem gildir. Verð- ið frá þeim stöðum, sem nær liggja Reykjavík, er svo aftur á móti held- ur lægra. Verð helgarferðanna er mismun- andi eftír því á hvaöa hóteli er gist í Reykjavík. Ef dvalið er á eförtöld- um hótelum: Esju, Loftleiðum, Lind eöa gamla hlutanum á Sögu, kostar ferð frá Akureyri og Aust- urlandi 8417 kr. á manninn, miðað við gistingu i tveggja manna her- bergi. Frá Vestmannaeyjum kostar ferðin 6552 kr., frá ísafírði 8064 kr., frá Sauðárkróki 7878 kr., frá Þing- eyri 7853 kr. og frá Patreksfirði kostar hún 7906 kr. Sama verð gild- ir um Hohday Inn, nema hvað þar er morgunveröur ekki innifalinn. Morgunverður á Hótel Borg er heldur ekki innifalinn en verðið er jafnframt lægra. Vilji Reykvikingar hins vegar bregða sér út land kostar helgar- ferð til Egilsstaða með gistingu í Hótel Valaskjálf 8077 kr. á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi með baði. Án baðs kostar feröin 7387 kr. Sama verö gildir fyrir Höfn í Hornafirði. Til Húsa- vikur kostar ferðin 7217 kr. Mestur straumur Reykvíkinga liggur hins Höfuðborgin uppfytiir flestar óskir ferðamannsins, hvort sem hann kemur til að skemmta sér eða kikja i búðir. vegar til Akureyrar þar sem boðið er upp á gistingu í fjórum hótelum. Ef gist er á KEA kostar helgarferð- in 9517 kr., 8897 kr. á Stefaniu og 8517 kr. á Varðborg. Morgunverður er innifalinn á þessum hótelum. Á Hótel Akureyri er morgunverður ekki innifalinn og flug og gisting þar kostar 7517 kr. Flugleiðir bjóða einnig upp á „flug og bíl“ og leikhúsferðir til höfuðborgarinnar. Amarflug býður viðskiptavinum sínum einnig upp á helgarferðir til Reykjavíkur og hefur í því skyni gert samning við fiest stærri hótel- in í borginni. Þeim sem ekki vilja gistingu en bíl í staðinn stendur einnig til boða „flug og bíil“. Þessi ferðatilboð Arnarflugs eru í gildi allt árið um kring. Helgar- ferð til Reykjavíkur frá áfangastöð- um á Snæfellsnesi kostar 6670 kr. Þá er miðað við tvær nætur í tveggja manna herbergi á Loft- leiðahótelinu, Esju, Lind og eldri hlutanum á Sögu. Frá Flateyri, Bíldudal, Hólmavík, Gjögri og Blönduósi kostar sams konar ferð 8170 kr. en frá Siglufírði 8765 kr. Amarflug býður svo Reykvíking- um upp á helgarreisu til Stykkis- hólms og kostar hún um 6000 krón- ur. Þá er bara aö bregöa undir sig betri fætinum og heimsækja höfuö- borgina. -gb o Mosfellsbakarí ® Mosraf byggw. @ Fexa hársnyrtist. ® Verslunarbankinn ® Kjörval matvöruverslun 0 Skófell skór á alla fjölsk ® Álnabúðin © Póstur og sími © Ás-leirsmiðja © Allt á hreinu þvottahús Það eru ekki tíma- frekir umferðarhnút- ar í Mosfellsbæ. - En í Mosfellsbæ eru næg bílastæði. Verið velkomin í okkar verslunarmiðstöð. Samtök þjónustuaðila Mosfellsbæjar ® Mosfellsapótek ® Búnaðarbankinn ©Bókasafn ® Snyrtistofa Kristínar Þorstd. ® G. S. sölut. og video © Western Fried ® Ásfell ritfangav. ® Fell fatav. ® Pílus hársnyrtist. © Myndbandalagið © Kaupf. Kjalanþ. © Holtadekk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.