Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Qupperneq 15
15 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988. pv__________________________________________________________________________________Merming Bók óháð bókum Þaö er heldur dapurlegt aö þurfa að byrja frásögn af góöri bók á því að fárast yfir flumbruskap á titilblaði og framan á kápu. Á báöum stööum er sögumaður skráður Þorsteinsson en rétt feöraður Þórðarson hvar- vetna í inngangi og aftan á kápu. Mega prófarkalesarar illa við una. Að öðru leyti er þetta einhver gæfulegasta bók sem lengi hefur komið út í fjölskrúðugum hópi end- urminninga með þjóðlegu fróðleiks- ívafi. Þórður Tómasson hefur unnið nýtt afpek. Hann hefur leitt fram óvenju ljóslifandi frásagnarmáta einnar af þeim mörgu persónum sem fáir þekktu utan heimasveitar, tolldu sjaldan lengi á sama stað og voru næstum áhtnar utangarðsmenn. Þeir voru þó eins náttúrulegir sprot- ar úr fósturmold og þjóðdjúpi og villi- gróður í túnum eða úti um holt og móa. Mörgum eru þess háttar karlar og konur í barnsminni og mátti heyra fólk hafa hitt og þetta eftir þeim, ýmist viturlegt, hnyttið eða kaldhæðnislegt. Einstök tilsvör af þessu tagi hafa og víöa birst. Tungutakið safamikið Ég minnist þess þó ekki að heil bók hcifi áður verið saman sett þar sem maður af þessari gerð hefur orðið allan tímann eftir að inngangi slepp- ir. Þessi maður hét Sigurður Þórðar- son, fæddur á Brunnhól í Hornafirði Bókmenntir Árni Björnsson 1887, en dvaldist frá tvítugsaldri í Árnes- og Rangárvallasýslu. Hann var ýmist kallaður Siggi Hornfirð- ingur, Siggi Þórðar eða Siggi Hom og dó 1970. Ekki skiptir litlu máli af hvílíkri natni og virðingu skrásetjari fer með orð sögumanns. Orðfæri hans er lát- ið halda sér eftir föngum og þar gefur á að líta. Tungutakið er svo safa- mikið og þó blátt áfram að stundum minnir á þá upphafningu sem Jónas Hallgrímsson veitti einatt hvers- dagslegum orðum. En þar fyrir utan eru sögumanni mörg orð og merk- ingarafbrigði munntöm sem fæstir utan Hornaíjarðar kannast við og finna varla í orðabókum. Þórður hef- ur tekið þann kost að skýra sum þeirra neðanmáls eins og haggall: regnbogastúfur í hafl; meinári: hest- ur sækinn í slægjur; rosasvefn: svefndrungi í ótíð; gangstroka: hraö- skreiður. Hann leyfir sér og stundum að líkja eftir framburði sögumanns sem t.d. segir ætíð eitinn fyrir heitinn um látna menn. Deila má um hvar draga skuli mörk við að skrá eftir framburði. Líkt og silfurbergsnáma Frá sjónarmiði þjóðfræði eru þess- ar frásagnir líkt og silfurbergsnáma vegna þess hve Siguröur er óháður prentuðum þjóðsögum eða öðrum bókum um þjóðhætti og þjóðtrú. Það er helst svo að sjá og mun rétt vera að hann hafið lítið lesið af bókum. Slíkra manna hafa íslenskir safnend- ur þjóðfræða löngum saknað á síðari áratugum. Oftast er þeim nefnilega vísaö á „fróðleiksmenn" sem ósjald- an reynast vera vel iesnir menn og hafa fróðleik sinn úr ritum sem fmna má á bókasöfnum. í viðtalsbókum er stundum eins og kafli um heimilis- hætti sé endursagður úr Þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili og skotið inn á viðeigandi stað. En hér skýtur þrá- sinnis eins og í framhjáhlaupi upp sögn, þjóðtrúarhugmynd eða vinnu- áðferð frá 19. öld sem menn hafa hvergi lesið um áður. Einnig er tölu- vert af vísum og þulubrotum í ann- arri gerð en áður komst á þrykk. Að raða brotum saman Þetta er ekki viðtalsbók sem unnin er á skömmum tíma eins og nú er mjög í tísku. Áratugum saman skráöi Þórður eina frásögn eða mola í senn þegar hann hitti Sigurð „á hlaup- um“ eins og hann tekur tii orða, síð- ustu árin þó með segulband við hönd. Átján árum síðar raðar hann brotun- um saman. Þórður segir að framan af þessari öld heföi verið hægt að taka saman bók sambærilega við þessa í flestum sveitum landsins. Nú sé það liðin tíð og önnur áþekk þessari muni ekki síðar sjá dagsins Ijós. Rétt er það. En sviplíkir menn Sigurði munu ætíð verða til þótt tækjum sé breytt. Það er meiri spurning hvort við munum framvegis eignast menn sem hafa næga þolinmæði, áhuga og smekk til MrtlVrDIT PJUX/IIUJ Sicráð cftír Sigurðí Þorstdnsaynl fra Örunniió! að skrásetja eftir þeim án þess að aflaga stíl þeirra að „kröfum tímans“ og gera þá að viðundrum. Árni Björnsson Þóróur Tómasson í Skógum Þjóðhættir og þjóðtrú Skráð eftir Sigurði Þorsteinssyni [les: Þórðarsyni] trá Brunnhól Litli prófessorinn kr. 2.100,- Enskukennarinn kr. 5.950,- Snerta og uppgötva kr. 6.975,- IUEf) LEIKFÖNGUNUM FRÁ TEXAS-INSTRUMENTS Fást hjá Casio búðinni Síðumúla 20 NESC0 Kringlunni MAGNA Laugavegi TÓMSTUNDAHÚSINU Laugavegi . ÉH WM * ■*****"' ny***** 171 Islenskur leiðar- vísir með öllum tækjum. EINKAUMBOÐ A ISLANDI TEXAL HF. SIMI 673911.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.