Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988.
Spumingin
Ætlar þú að fara í kirkju á
jólunum?
Ólöf Gunnlaugsdóttir húsmóðir: Nei,
við erum ekki vön að gera það.
Jón Sævar Sigurðsson matreiðslu-
maður: Já, ég hafði hugsað mér að
gera það í þetta sinn.
Ragnar Gunnarsson viðskiptafræð-
ingur: Nei, það er ég ekki vanur aö
gera.
Arnfriður Jónsdóttir skrifstofu-
stúlka: Nei, það geri ég aldrei. Ég hef
einu sinni farið.
Dana Arna Sigurvinsdóttir húsmóð-
ir: Já, það er fastur liður og tilheyrir
jólahaldinu á mínu heimili.
Magnús Skúlason tölvari: Nei, ég
geri ekki ráð fyrir því. Það er ekki
vaninn.
Lesendur___________________________________________
Skólatannlæknar og skattamál:
Skattgrefðend-
urafskiptir
Guðni Guðnason hringdi:
Það hefur verið talsvert til umræðu
að taka skattamál tannlækna til
skoðunar, eins og’ það heitir, meira
að segja sérstakrar skoðunar, og búið
að samþykkja í borgarráði að rann-
saka sérstaklega kostnað við skóla-
tannlækningar. Talið er að tann-
læknakostnaður skólabarna sé um
helmingur alls kostnaðar borgarinn-
ar vegna heilbrigðismála.
Þar sem um 30% skólatannlækn-
inga fer fram á einkastofum víðs veg-
ar um borgina, en þessi kostnaður
nemur um 70% af öllum kostnaði
borgarinnar, er ekki nema eðlilegt
að þetta mál allt veröi rannsakað.
Hefur eins og áður segir verið skipuð
nefnd í rannsókn á málinu öllu.
En nú er ég kominn að kjarna þess
máls sem ég hef áhuga á. Hann er
þessi; hvers vegna í ósköpunum er
ekki fyrir löngu búið að koma tann-
lækningum og tannviðgerðum fyrir
alla inn í heilbrigðiskerfið? Hvers
vegna alltaf þetta dekur við börn,
skólabörn, dagheimilisbörn, „barna-
börn“ og ég veit ekki hvað?
Hér gengur allt út á aðhlynningu á
börnum, börnin eiga að fá þetta og
fá hitt og ekkert er ofgert fyrir „bless-
uð börnin“. Síðan verða þau ofdekr-
uð, vanþroska og slefa af sælgætis-
Búlgarskt ástand hjá mörgum í tannheilsu, segir hér m.a.
áti. Þau hefðu sko gott af að finna
fyrir tevatninu bæði í aga og að-
haldi. Ef þessir foreldraaumingjar
hefðu einhvern þrótt í sér létu þeir
krakkana éta ögn minna sælgæti, og
þá minnkaði kostnaður hjá skóla-
tannlæknum.
Er nú ekki kominn tími til að við,
skattborgararnir sem greiðum fyrir
þessa þjónustu fyrir öll börnin, jafnt
eigin börn sem annarra, meðan
heilsa endist, fáum einhverja ívilnun
eins og þau? Við erum mörg hver
komin með svo slæmar tennur að
Búlgaríuferðar er þörf, en höfum
ekki einu sinni efni á að fara þangað.
Það er tími til kominn að við sem
borgum brúsann rísum upp og mót-
mælum því að vera ávallt afskipt í
tannlæknaþjónustu.
Frjálslyndisstefna í uppeldismálum:
Ríður þjóðinni að fullu
B.B. skrifar:
Ég tek undir með K.Þ. í lesenda-
dálki DV hinn 6. des. sl. um að bregð-
ast þurfi af festu viö skrílslátum
Breiðholtsunglinganna í strætis-
vögnunum. Það er hryllilegt að sjá
myndir af þeim skemmdarverkum
sem unglingarnir hafa unnið og
undrar mig að vagnstjórar yfirleitt
skuli ekki neita að aka leiðina á þess-
um tíma. - Til hvers er eiginlega'
verið að hafa strætisvagnaferðir
svona lengi fram eftir, nema til að
þjónka við þá unglinga sem eru að
slæpast í miðborginni fram eftir
nóttu? Það væri fróölegt að SVR upp-
lýsti hvort vinnandi einstaklingar
séu að ferðast með vögnunum á þess-
um tíma.
Það er einkennilegt aö ekki skuli
vera hægt að sækja þessa vandræða-
unglinga til saka og láta þá standa
fyrir máli sínu. Þeir hljóta að vera
með persónuskilríki á sér og því
gæti lögreglan gefið skýrslu um mál-
ið og látið skemmdarvargana eða
aðstandendur þeirra greiöa
skemmdirnar. - Eftir að myndimar
birtust í sjónvarpinu liggja allir ungl-
ingar í Breiðholti undir grun, en það
þyrfti að upplýsa málið betur. Voru
þessir unghngar t.d. úr Breiðholti I,
II eöa III? Það er engum greiði gerður
með því að láta unglingana vaða
svpna uppi, allra síst þeim sjálfum.
- Ég skora á ráðamenn SVR aö gefa
þessum skemmdarvörgum tvo kosti;
annaðhvort að ganga um vagnana
eins og siðað fólk eða að engir vagn-
ar gangi á þessum tíma.
Fólk er hætt að hafa nokkurt heil-
brigt siðferðismat. Þeir foreldrar sem
vilja ala börnin sin upp í góðum sið-
um ráða ekki við neitt lengur. Þetta
byrjar í æsku, þegar bömin eru látin
dansa með allri vitleysunni til að
verða ekki útskúfuð af jafnöldrum
sínum og eftir það taka þau ekki sið-
ferðilegum leiðbeiningum, kunningj-
amir ráða ferðinni. Nágrannabörnin
sitja fram eftir nóttu við að horfa á
glæpamyndir í sjónvarpi eða af
myndböndum og lítillækka svo hin
sem verið er að reyna að halda frá
ofbeldismyndum og lágkúru.
Allt niður í 11 ára nemendur í
grunnskólum halda „partý“ með
víndrykkju og öðru sem henni fylgir
og foreldrar þeirra verða að fara úr
húsi á meðan! Börnin eru jafnvel
tahn hafa gott af því að sjá lífið „eins
og það er“ (eins og §umir telja að það
eigi að vera), og síðan er þau komast
á unglingsaldurinn verður það að
vera eitthvað meira krassandi og
„töíT‘. - Þessi fijálslyndisstefna í
uppeldismálum er að ríða bæði ungl-
ingum og foreldrum að fullu, já þjóð-
félaginu í heild.
Hvers á hún að gjalda, rjúpan hvíta?
mannsins hjarta", og hjá honum er
ekki miskunnar að vænta, þegar
varnarlaus rjúpan á i hlut.
„Sportveiðimennska" og „heilsu-
bótarveiðimennska" eru orð sem
rjúpnaskyttur velja þessu atferli
sínu, líklega til þess að milda álit al-
mennings á gjörðum sínum, en verka
á flesta sem algjör öfugmæli og
hræsnistal. - Dýradráp án brýnnar
nauðsynjar er af illum rótum runnið.
Morðfýsn er ættuð þaðan sem síst
er að leita fagurra fyrirmynda.
Nóg er af mat á landi okkar og
enginn þarf þess vegna að drepa
rjúpur til aö seðja svangan maga,
sem betur fer. Ef vel væri, myndi
enginn leita sér ánægju í drápi villtra
dýra, nábýlinga okkar og samlanda,
sem í raun eiga jafnmikinn rétt til
lífs og við mennirnir.
Hættum að drepa ijúpuna litlu,
sýnum henni vinsemd og vernd .en
ekki hið gagnstæða. Það mundi
skapa sannari gleði í brjóstum okkar
og vera okkur að öllu leyti samboðn-
,ara.
Ingvar Agnarsson skrifar:
Því miöur hafa nú staðið yfir
rjúpnaveiðar á kjörlendum þessara
fógru fugla. Uppfullir af morðgirni
æða veiðimenn um fjöll og heiðar
með byssur um öxl og skjóta á allt
sem hreyfist. - Venjulegt fólk er var-
aö við því í fjölmiðlum að vera á ferh
þar sem helst er von þessara veiði-
manna, því vel gætu banvæn skot
þeirra hæft fleiri en fuglana htlu.
„Blessuð ijúpan hvíta“ á sér einsk-
is ill von, er hún hrökklast undan
hríðarbyljum ofan á láglendari
svæði. Hún trúir engu illu á þessar
tvífættu mannverur sem hún sér
læðast um í snjónum. En „hart er
Stundum leitar rjúpan sér hælis heima við bæi þegar harðast sverfur að,
segir bréfritari meö mynd sem hann sendir með og hér birtist.
DV
Litlu jólin í skólunum:
Allir eða enginn
M.M. hringdi:
Nú hefur það verið vani tals-
vert lengi að halda smágleði í
skólunum síðasta kennsludag
fyrir jól. Oft er þessi riðburður
kallaður „litlu jólin“. Þetta er
skemmtilegur siöur - svo langt
sem hann nær og ef allir eru með
og engir eru settir hjá.
Nú á ég ekki við börnin, þau eru
öll með eins og vera ber og þar
er vonandi allt með sóma. Ég á
við starfslið skólanna, kennara
og aðra sem þar starfa. það hefur
verið venja, a.m.k. sums staðar,
að kennaralið hefur sest að snæð-
ingi að loknum „litlu jólunum"
og eti og drekki eins og best geng-
ur þær veitingar sem þar er boðiö
upp á.
En á þessu hefur sums staðar
verið sá ágalli aö ekki eru þama
allir jafnir fyrir réttlætinu. Þann-
ig veit ég til þess aö t.d. ræstinga-
fólki hefur ekki verið boðiö aö
taka þátt í þessum samkvæmum.
Þannig var það t.d. í Breiðholts-
skóla í fyrr a, hvað sem nú verður.
Ef þetta er á vegum borgarinn-
ar þá ætti hér að vera um sam-
ræmingu að ræða og að allir sitji
við sama borð í þessum efnum.
Svo hefur ekki verið hingað til.
En kannski verður breyting á að
þessu sinni.
„Ég er Ijós heimsins“.
Gledilitir árunnar
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Nú líður óðum að jólum, friöar-
hátíð frelsarans, mitt í svartasta
skammdeginu hérna á norður-
slóðum. Þótt nú sé orðið kulda-
legt inni í miðju landi uppi á há-
lendinu þá gerist borg og bær og
sérhvert byggt ból hlýlegra meö
hverjum deginum sem líður um
leiö og jólaljósunum fjölgar viö
bústaði mannanna barna.
Hvert sem litið er heim að
byggðu bóli blasa ijósin við í öll-
um regnbogans litum og gleðilit-
um árunnar. Dýröleg sjón sem
lífgar upp á tilveruna, i orðsins
fyllstu merkingu.
Jafnframt minna jólaljósin
okkur á hinn mikla viöburð sem
englarnir foröum daga boðuöu:
„Yður er i dag frelsari fæddur."
- Höfum hugfóst orð Krists er
hann sagði: Eg er Ijós heimsins,
hver sem fylgir mér mun ekki
ganga í myrkrinu heldur hafa ljós
lífsins.
Með ósk um gleðileg jól.
Betri sjónvarpsdagskrá:
Krakkar, stönd-
um saman
Krakkar í gaggó á Húsavík skrifa:
Viö erum hér nokkrir krakkar
í gaggó og okkur langar til að láta
í Ijósi óánægju okkar með sjón-
varpið yfirleitt. Hvernig væri nú
að sjónvarpið hætti að endursýna
hina ýmsu þætti hvaö eftir ann-
að?
Við vonumst til að fá mjög góöa
sjónvarpsdagskrá um jólin en ef
þið ætlið að endurtaka eitthvert
efni endursýniö þá vinsæla þætti
eins og Lassí, Húsiö á sléttunni,
Bgpanza og fleira í þeim dúr.
Krakkar, stöndum saman um
að fara fram á góða jóladagskrá.