Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988.
19
Setjumst allir þar
og gleðjum oss
Aö gefnu tilefni og vegna þeirrar
áráttu höfundar þessa greinar-
korns aö vera sífellt að leita aö
lausnum til bóta fyrir bæöi „solt-
in“ og „bitin“ (samb. sárt bítur solt-
in lús) þjáningarsystkini í sam-
félagi voru leyfir hann sér aö stinga
upp á lausn til samkomulags í einu
stærsta sakamáli „sem komiö hef-
ur verið upp“ í samfélagi voru,
„forsetabrennivínsmábnu" svo-
kölluöu sem af einhveijum óskilj-
anlegum ástæðum varð til árið
1982. (Ég vil vekja athygli á því aö
þaö er annar verknaður að „koma
upp sakamáli" en að „koma upp
um sakamál“.)
Hinn „þríeini"
Sá sem vill leggja ráð til lausnar
og samkomulags í þessu máb verö-
ur að gera sér grein fyrir réttri
skilgreiningu á fyrirbærinu „hand-
hafl forsetavalds". Núverandi for-
seti Sameinaös Alþingis hefur skil-
greint fyrirbærið þannig að það sé
ekki þrír einstaklingar og ekki einn
einstakhngur heldur sé það „ÞRÍ-
EITT“. Þetta er ákaflega merkilegt
fyrirbæri og á sér varla samanburð
við annað en „TVÍEINDINA“, það
er að segja mann og konu sem
ganga í heilagt hjónaband.
„TVÍEINDAR“-hugtakinu hefur
verið gefið samnefni í einu orði í
málinu, það er hjón. Hinn „ÞRÍ-
EINI“ handhafi forsetavalds hefur
mátt una þeim málspjöllum að vera
brotinn upp í fleirtöluna „hand-
hafar forsetavalds", sem fyrir utan
að vera málspjöll gefur alranga
mynd af fyrirbærinu. Hver láir
hægri höndinni á þeim „ÞRÍEINA"
þótt hún telji sig fijálsa og óháða í
þessari fleirtölusúpu?
En hvað svo sem sú hægri gjörði,
án þess að sú vinstri vissi, þá verð-
ur sá „ÞRÍEINI" að bera sinn brest
KjaUarinn
Hólmfríður Jónsdóttir
húsmóðir
heill og óskiptur, það er ekkert efa-
mál. Álitamál er aftur á móti hvar
sök liggur ef grípa þarf til þess að
höggva af hönd að fomum sið.
Vanræksla
Nú virðast mál standa þannig,
samkvæmt tilætlun stjórnarskrár,
að „handhafa forsetavalds" sé að
minnsta kosti heimilt að gera bæði
sér og öðrum glaðan dag þegar for-
seti lýðveldisins bregður sér af bæ.
Þar mun hvergi vera getið um
hversu margir skulu gleðjast eða
hvar né hversu lengi eða oft.
Víða í túlkun á lögum mun vera
mjótt á milli „tilætlunar" og „til-
skipunar“, „heimildar" til. ein-
hvers eða beinnar „skyldu“. Með
þetta í huga má vel hta þannig á
að sá hluti „handhafa forseta-
valds", sem leysti ekki út áfengi á
bestu kjörum til að gjöra öðrum
glaöan dag í fjarveru forseta ís-
lands hafi vanrækt skyldur sínar
en að hinn hlutinn, sá sem leysti
veislufóng út, hafi rækt þessar
skyldur samkvæmt stjórnarskrá.
Samkvæmt þessari skilgreiningu
á embættisskyldu þess „ÞRÍEINA“
í „forsetabrennivínsmálinu" hafa
þau Jón Helgason, Steingrímur
Hermannsson, Þorsteinn Pálsson
og Guðrún Helgadóttir öll vanrækt
tilmæli stjórnarskrárinnar um að
gjöra einhverjum glaðan dag í fjar-
veru forseta vors. Ef til vill kemur
þessi vanræksla einungis til af því
að „handhafi forsetavalds“ sé ekki
örvhentur og eigi bágt með að bera
100 vínkassa með 12 flöskum hvem
í vinstri hendinni ofan í kjcdlara?
Allt máhð þarf sem sagt ekki að
vera annað og meira en þetta.
En hvernig brást þjóðin við þess-
um vanda síns æðsta embættis?
Náttúrlega eins og hennar var von
og vísa, með „neikvæða pólnum í
hæðinni", dæmdi saklausa en
sýknaði seka, saug sig þar fasta
sem hún hélt að blóðið væri að
finna, eins og langsoltið og lang-
þyrst lúsaróféti. Margir bestu
menn á efsta tróni hafa mátt sjá
frarhan í þjóðina í líki ótótlegustu
kvikinda. Ég man eftir einum sem
lýsti því fyrir skömmu að hann sæi
hana fyrir sér eins og lítinn, ljótan
frosk sem stekkur upp úr fúlri
tjöm, geiflar sig og skrækir, heldur
að hann sé fallegur og viti allt.
í mannheimum ber okkur náttúr-
lega ekki skylda til að skilja soltnar
lýs og ljóta froska en okkur ber
skylda til að koma með ráð ef við
teljum okkur hafa þau, ráö sem
leiðrétt gætu trúnaðarbresti milli
þjóðarinnar og hennar bestu
„sona“. Þjóðin á líka við sitt að
stríöa ekkert síður en hennar bestu
menn. Það þarf ekki mörg orð til
að túlka líðan þjóðarinnar eða
langanir þegar vínmál af toga sem
þessum verða að þjóðmáh, bestu
og bitnustu menn hafa vitað það í
næstum mannsaldur að hún er ein
þyrstasta þjóð heimsins enda hafa
þeir með samþykkt bjórfrumvarps-
ins svokallaða sýnt fyllsta skhning
á þessari þjáningu hennar.
Sanngjörn lausn til sátta
í því vínmáli, sem nú er á döf-
inni, veröur þessi þyrsta og bit-
glaða þjóð sjálf að koma auga á þau
tækifæri sem það býður, þ.e.a.s. ef
hún ætlar að hafa eitthvað upp úr
þessu annað en nöldrið og skömm-
ina. Hún verður að gera sér grein
fyrir því hvar blóðið er og hverja
hún á að bíta. Ég veit að þjóðin
verður stórglöð þegar ég bendi
henni á þá staðreynd að blóðið er
að stórum hluta enn óátekiö á bestu
kjörum í kjöhurum ÁTVR og að
stórum hluta ódrukkið í geymslu
nokkurra bestu manna - og veisl-
urnar, sem þeim „ÞRÍEINA" er
bent á í stjórnarskránni aö honum
sé að minnsta kosti heimilt aö
halda, ef ekki beinlínis skylt, hafa
safnast upp ónotaðar vegna emb-
ættisglapa allt frá árinu 1982 og
lengur eftir því sem sumir telja.
Ég vona því að þjóðin taki skjótt
og hressUega undir efhrfarandi tU-
lögur sem sanngjama lausn tU sátta:
1. Jóni, Steingrími, Þorsteini og
Guðrúnu skal gert að taka þegar
í stað út áfengi á bestu kjörum
skv. meðaltalsúttektarkvóta
hverrar einingar þess „ÞRÍ-
EINA“ frá 1. jan. 1982 til 1. des.
1988.
2. Sá „ÞRÍEINI“ skal bjóða ís-
lensku þjóðinni til samneyslu
þess áfengis sem hann fengi í
hendur skv. 1. lið, að viðbættu
því sem áður var út tekið frá
ársbyrjun 1982 og enn er
ódrukkið í kjöllurum ógreindra
vahnkunnra manna.
3. Gamlársdagur 1988 skal valinn
sem tími til fagnaðar þessa en
samkomustaður skal vera Reið-
hölhn í Reykjavík. (Staðarval er
með tUliti fil landsbyggðarinnar
og bænda, að sjálfsögðu.)
Ef þessi leið yrði farin ætti öllum
góðum siðum að vera fullnægt í
sátt. Að sjálfsögðu yröi þetta stór-
kostleg veisla. Hugsið ykkur bara
10.000 lítra af 45% vodka (nú er ein-
hvern farið að dreyma stórt), það
nægði tU að halda 50 þúsund meðal-
vínsvelgjum góðglöðum í fimm til
tíu klukkustundir, kannski lengur.
Ef „handhafi forsetavalds" heldur
þessa þjóðarveislu, eins og stungið
er upp á, tel ég sjálfsagt og efast
raunar ekki um að hann verði
sýknaður allur eins og hann leggur
sig af öllum áburði um siðleysi,
æruleysi, embættisglöp, græðgi og
síðast en ekki síst af vanrækslu í
opinberu starfi.
Hólmfríður Jónsdóttir
„Ef til vill kemur þessi vanræksla ein-
ungis til af því áð „handhafi forseta-
valds“ sé ekki örvhentur og eigi bágt
með að bera 100 vínkassa með 12 flösk-
um hvern í vinstri hendinni ofan í kjall-
ara?“
Dýrustu lóðir landsins
„Við finnum nokkra tugi heimilistækja sem alveg hefði mátt nota nokkur
ár enn,“ segir greinarhöf. m.a. - Frá sorphaugum borgarinnar.
Það styttist í að búið verði að
fylla upp voga og víkur þær í Gufu-
nesinu sem Sorphaugar Reykjavík-
ur ráða yfir. Ekki veit ég gjörla
hvað gera á við landsvæði það sem
unnið hefur verið úr greipum sjáv-
ar en hitt veit ég að hvaða starfsemi
sem þar kann að verða mun koma
til með að standa á dýrustu lóðum
þjóðfélagsins.
„Haugaarfleifðin“
Hvernig stendur á þessari full-
yrðingu? Ég skal segja ykkur frá
því. A hverjum fermetra lands á
sorphaugununí má skera þver-
sneið niður á tíu metra dýpi og
kemur þar margt í ljós. Við skulum
segja að við rekumst á a.m.k. fjórar
bifreiðar, margar hverjar voru í
góöu lagi þegar þeim var ekið á
haugana. Við finnum nokkra tugi
heimilistækja sem alveg hefði mátt
nota nokkur ár enn. Viö finnum
ýmsan annan varning sem í raun-
inni mætti nýta betur en var fórnað
á altari samfórnarinnar í þenslu-
kreppunni miklu þegar allt skyldi
keypt fyrir lánsfé og helst átti að
henda öllum gömlu drasli þvi aö
það þótti ekki fínt að eiga gamla
hluti í fyrra. í fyrra höföum við
efni á að tala eins og moldríkir fak-
írar en það var í gær. Eftir sitja
lánardrottnar þeir sem reyttu í
okkur fáeina milljarða og hlæja við
heimsku okkar. Að hugsa sér hví-
Ukt ofurhlutfall erlendra lána fór
beint í „haugaarfleiðina“. Við feng-
um aö láni mikið fjármagn sem
heföi verið hægt aö nýta til þess
að ala upp betri nýtingu á þeim
framleiðsluvörum okkar sem í dag
Kjallariim
Friðrik Á. Brekkan
blaðafulltrúi
eru vannýttar. Við fengum peninga
og tækifæri til þess að reyna að sá
hugsun hagsýni og ráðdeildar í
huga ungu kynslóðarinnar en hvað
gerðum við þess í stað? Við ólum
upp eyðsluklær og óraunsæjan
hugsunarhátt. Ungt fólk með gap-
andi munn og óseðjandi neyslu-
varningsseggi. Fyrst ráðandi öfl
vildu hafa þetta þannig með þvi að
láta hlutina fljóta geta menn sjálf-
um sér um kennt og verða að taka
afleiðingunum. Aíleiðingarnar
verða þær að festa gamla lýðveldis-
skipulagsins fer öll úr böndunum.
Komið að skuldadögum
Gott er alltaf þegar upp rís þrótt-
mikil ný kynslóð en ég er hræddur
um að hana skorti nokkuð á að
hafa fengið í veganesti skilning á
samspih hins liðna og atburði dags-
ins. Vissulega hafa margir af ungu
kynslóðinni ferðast víða en ég er
hræddur um að flest ferðalög séu
til skemmtunar. Ekki er raun-
veruleikinn skynjaður með opnum
huga. Ef vel er að gáð í kringum
sig erlendis og spáð í fiölskyldu-
mynstur kemur allt annað upp á
teningnum en hér er staðreynd í
dag. Suður á Ítalíu er fiölskyldan
allt og samheldni og samhjálp mik-
il. I þýskumælandi löndum Evrópu
er ráðdeild og sparnaður fyrsta
boðorðið enda sú hugsun sprottin
upp úr neyð eftirstríðsáranna. Víð-
ast hvar annars staðar í heiminum
er mikil fátækt og tækifæri engin
til þess að njóta þess að mega eyða
og kaupa allt sem auglýst er í al-
þjóðlegum timaritum. Við hér á
Islandi höfum af einhveijum
ástæðum slysast inn í þá hringiðu
að hafa á fáum árum getað keypt
allt sem hugurinn girntist af dýrum
munaðarvarningi. Síðan nutum
við þess í tilgangsleysistómi vel-
gengnistimabils að kasta frá okkur
með þóttafullu brosi gamla dótinu.
Því var ofaukið. í dag er komið að
skuldadögunum og herðir vand-
lega að á öllum sviðum. Þetta heföi
ekki þurft að gerast. Málið er það
að mikið af ungu fólki lenti inn í
þá hringiðu að vinna við afgreiðslu
og innflutning á munaöarvarn-
ingnum sem við höfðum ekki efni
á að eignast til að byrja með. Þetta
er eins og þegar fall Rómaveldis
blasti viö á sínum tíma. Hingað eru
fluttir inn duglegir vinnuþurfi
unghngar i þúsundatali frá hinum
Norðurlöndunum og Evrópu til
þess að vinna við framleiöslustörf-
in og til þess að hlúa að eldri kyn-
slóðinni á sjúkrahúsum og elli-
heimilum. Erlendir unglingar eru
að hlúa að eldri kynslóðinni sem
skóp möguleikann á því að ísland
gæti öðlast þá möguleika að verða
traustur lántakandi á erlendum
vettvangi. Ég held aö eldri kynslóð-
in hefði nú frekar vifiað að við
eyddum lánstraustinu í að fá hing-
aö fiármagn til uppbyggingar og
fullnýtingar á hráefnum okkar. Eg
held að Jón gamli á elliheimilinu
hefði frekar vifiað sjá barnabarnið
í forystusveit þeirra sem byggju í
haginn fyrir næstu kynslóö með
því að heita starfsorku sinni i þágu
útflutningsatvinnuveganna í stað-
inn fyrir að afgreiða í sérverslun
fyrir baðsölt, ilmsápur og silki-
slaufur fyrir hunda. Við stukkum
upp í hringekjutímabil þar sem allt
var keypt, meira að segja nenntum
við ekki sjálf að pakka fiskinum
né hlúa aö foreldrum okkar á lang-
legudeildum landsins. Við keypt-
um bara einhverja „atvinnuleys-
ingja“ utan úr heimi til þess að sjá
um þetta fyrir okkur.
Á meðan æskan afgreiðir renni-
lása og innflutta kleinuhringi læra
erlendu ungmennin að meta fortíð
okkar í gegnum kynni sín af gömlu
kynslóðinni. Verða það ef til vill
innflytjendurnir sem taka yfir
landið, verða sterkir og taka viö
stjórn atvinnuveganna og koma
síðan með fuha vasa fiár til okkar
afgreiðslumannastéttarinnar og
kaupa inn fyrir jólin?
Friðrik Ásmundsson Brekkan
„Á meðan æskan afgreiðir rennilása
og innflutta kleinuhringi læra erlendu
ungmennin að meta fortíð okkar í gegn-
um kynni sín af gömlu kynslóðinni.“