Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. Fréttir Ríkisstjómin undirbýr efhahagsráðstafanir: Könnuð áhrif allt að 25 prósent gengisfellingar - talið að áhrifin komi að htlu leyti fram í verðlagi og launum Á borðum ríkisstjórnarinnar liggja nú útreikningar Þjóðhagsstofnunar á áhrifum 5 til 25 prósent gengisfell- ingar. Þjóðhagsstofnun telur að stjórnvöld geti fellt gengið umtals- vert án þess að áhrif þess birtist í haekkun verðlags og launa. í ljósi þessa leggur Framsóknar- flokkurinn ríka áherslu á að nú sé lag, hægt sé að fella gengið það mik- ið að afkoma útflutnings- og sam- keppnisgreinanna muni batna um- talsvert. Samdrátturinn í þjóðfélag- inu mun síðan koma í veg fyrir að áhrif gengisfellingarinnar komi að fullu fram í hækkun verðlags. Sam- dráttur á vinnumarkaði mun síðan standa í vegi fyrir að verðhækkanir komi strax fram í launahækkunum. Bæði Alþýðuflokkur og þá sérstak- lega Alþýðubandalag eru tregari til gengisfellingar en Framsókn. Þessir flokkar leggja áherslu á að metið verði hvaða áhrif endurskipulagning og hagræðing hafa á afkomu útflutn- ingsgreinanna. Þá leggur Alþýðu- flokkurinn áherslu á það sem fyrr að kannað verði hvaða hagræðingu sé hægt að ná í sjávarútvegi með endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Ákvörðun um gengisfellingu verð- ur vart tekin fyrr en eftir afgreiðslu ijárlaga á þingi. Heimildir DV innan ríkisstjórnarinnar segja að þó sam- starfsflokkar Framsóknar séu ekki jafntrúaðir á stóra gengisfellingu séu litlar líkur til annars en að gengið verði fellt. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljósi hversu stór gengis- fellingin verði. Þrátt fyrir afstööu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags er nú lítið annað en gengisfelling til umræðu í ríkis- stjórn varðandi komandi efnahags- ráðstafanir. -gSe Aðeins þrir al sjö þingmönnum Borgarallokksins mættu á aðalstjórnarfundinn í gærkvöldi en þar skýrðust línur varðandi varaformannskjörið. DV-mynd BG Aöalstjómarfundur Borgaraflokksins: Guðmundur vill ekki varaformannsembættið - ljóst að tilboö um ríkisstjómarsamstarf kemur A aðalstjórnarfundi Borgara- flokksins í gærkvöldi lýsti Guð- mundur Ágústsson því yfir að hann sæktist ekki eftir varaformannsem- bætti í flokknum. Ekki var tekin ákvörðun um embættið á fundinum í gær en ákveðiö að formaður flokks- ins, Júlíus Sólnes, tilnefndi mann í embættið á öðrum fundi í janúar. Sá er þá verður tilnefndur mun gegna embættinu fram að landsfundi í haust. Ingi Björn Albertsson ítrekaði að hann myndi ekki skorast undan því að taka við starfinu. Virðist nú ljóst aö hann þarf ekki aö óttast sam- keppni frá öðrum þingmönnum flokksins. Á fundinum lýsti Júlíus því yfir að Borgaraflokkurinn gæti átt von á til- boði um ríkisstjórnarsamstarf og túlkuðu fundarmenn það svo að þaö tilboð kæmi í janúarbyrjun. Þá var samþykkt ályktun gegn skattastefnu ríkisstjórnarinnar sem einn þingmanna flokksins, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, styður. Hún mætti ekki á fundinn frekar en Al- bert Guðmundsson, Hreggviður Jónsson og Óli Þ. Guöbjartsson. Þau höfðu þó öll rétt til setu á fundinum. -SMJ Vemdun ósonlagsins: Ríkisstjórnin gegn ósoneyðandi efnum Ríkisstjómin hefur ákveðið, að tillögu iðnaðarráðherra, aö íslend- ingar gerist aðilar aö tveim al- þjóðasamningum um vemdun ósonlagsins. Annars vegar er um að ræða svonefndan Vínarsáttmála en hins vegar Montrealsamning- inn. Til að fullnægja þessum samn- ingum hafa verið ákveðnar sér- stakar aðgeröir til að draga úr notkun ósoneyöandi efna hér á landi, að því er segir í frétt frá iðn- aöarráðuneytinu. Þessar ákvarð- anir eru byggðar á skýrslu um þessi mál sem nefnd undir for- mennsku Siguröar M. Magnússon- ar, forstöðumanns Geislavarna ríkisins, hefur samiö. Samkvæmt þessari áætlun um aðgerðir verður skylt aö merkja úðabrúsa sem inni- halda ósoneyðandi efni, einkum klórílúorkolefhi, frá 1. janúar 1990. Jafnframt er fjallað um aðgerðir til aö minnka notkun þessara efna í kæli- og frystibúnaöi, einangrunar- efnum, efnalaugum, slökkvitækj- um og víðar. Tekin verður upp sér- stök tollskráning á klórflúorkol- efnum til að auðvelda eftirlit með innflutningi á þeim. Einnig er lagt til aö kannað verði hvort koma megi upp aðstöðu til aftöppunar klórflúorkolefna til endurvinnslu eða eyöingar. Taliö er að kostnaður viö aö minnka notkun ósoneyðandi efna hér á landi úr 200 tonnum í 100 sé á bilinu 30-40 miHjónir króna á núverandi verðlagi. -JSS Eln á forsetavakt náði metsölu: „Ein kom með fimm Vigdísir undir hendinni“ - sagði bóksali en mikið er skilað af metsölubókunum Bóksalar eru nú í óða önn að gera upp bókavertíð sína eftir að öldur jólabókaflóðsms hefur lægt. Þeim kom flestum saman um að bóksala hefði verið mjög svipuð því sem var í fyrra þó að færri titlar hefðu verið gefnir út núna. Einnig töldu bóksalar að met- sölubækurnar seldust í fleiri eintök- um nú en metsölubækur undanfar- inna ára. Sumir bóksalar höfðu á orði að samsetningin á sölubókunum væri að breytast og væri greinilegt að þýddar skáldsögur ættu verulega undir högg að sækja. Sagðist bóksali einn telja að þörfmni fyrir þessar bækur væri í síauknum mæli full- nægt með kiljuútgáfu. Þá er ekki hægt að neita því að salan á skáldsögum er á niðurleið. Þær voru reyndar ekki margar sem komu út núna og aðeins ein þeirra kemst inn á sölulistann hjá okkur. Bókin Ein á forsetavakt var óum- deilanlega metsölubókin í ár og fékk geysilega góða sölu. Það var reyndar ekki mikið um að hún seldist upp því að forlagið hafði látið prenta 14.500 bækur. Einn bóksali, gamalreyndur í faginu, sagði að hann hefði aldrei selt jafnmargar bækur af sama titli eins og Einni á forsetavakt. Þá er einnig óumdeilanlegt að bók- in Býr íslendingur hér fékk mjög góða sölu og hefur verið áætlað aö hún hafi selst í 7.000 til 8.000 eintök- um. Þrjár næstu bækur á lista okkar eru einnig tiltölulega öruggar um sæti sín. „Ein kom með fimm Vigdísir undir hendinni,“ sagði bóksali einn þegar hann var að lýsa því hve mikið af Bókin Ein á forsetavakt fékk ótrúlega sölu nú fyrir jólin og er ekki hægt að segja annað en þjóðin hafi áhuga á lifi forseta síns. bókum væri skilað inn. Bóksalar sögðu að nokkuð algengt væri að konur (þcir nefndu alhr konur í þessu sambandi) kæmu og skiluðu tveim til þrem eintökum af Einni á forsetavakt. Það er segin saga að metsölubæk- urnar koma einnig mest inn í skilum. Einn viðmælandi DV, sem hefur langa reynslu af útgáfumálum, sagði að búast mætti við að 4.000 til 6.000 eintökum af bókinni Ein á forseta- vakt yrði skilað aftur. En á móti veg- ur að nokkru leyti að margir verða til þess að velja mestsölubókina þeg- ar velja skal bók í skiptum. -SMJ Listi DV yfir 10 söluhæstu bækumar 1. Ein á forsetavakt, ...........................Steinunn Sigurðardóttir 2. Býr íslendingur hér,...............................Garðar Sverrisson. 3. Forsetavélinni rænt......................John Denis/Alistair MacLean. 4. íslenskir nasistar.........................Illugi og Hrafn Jökulssynir. 5. Markaðstorg guðanna...........................Ólafur Jóhann Ólafsson. 6. Og þá flaug Hrafninn,............................Jngvi Hrafn Jónsson. 7. Bryndís..........................................Ólína Þorvarðardóttir. 8. Öldin okkar. 9. Alveg milljón,.....................................Andrés Indriðason. 10. A miðjum vegi í mannsaldur...................Guömundur Daníelsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.