Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. 9 Utlönd Rannsóknarnefnd sló því föstu í gær aó breiðþota Pan Am flugfélagsins hefði farist eftir að kröftug sprengja sprakk í farangursrými vélarinnar. Talið sannað að sprengja grand- aði Pan Am þotu Bandarísk og bresk yfirvöld telja sannað að breiðþotu Pan Am flugfé- lagsins, sem hrapaði í Skotlandi 21. desember, hafi verið grandað með sprengju. Á blaðamannafundi í gær tilkynnti flugslysanefndin, sem rannsakar slysið, að nægar sannanir lægju fyrir til að hægt væri að slá fóstu að sprengja hefði sprungið í farangurs- rými Boeing 747 þotu Pan Am flugfé- lagsins, þotan liðast í sundur í háloft- unum og fallið til jarðar. Stærsti hluti braksins lenti á smábænum Lockerbie í Skotlandi og drap 11 íbúa. Farþegar og áhöfn, alls 259 manns, létust. Helstu sannanir fyrir því að sprengja hafi valdið hrapi þotunnar eru málmflísar í líkum nokkurra far- þega og bráðið plast í brakinu. Reuter Bandarísk yfirvold saksótt af ættingjum Pan Am Ættingjar þeirra sem létust þegar Pan Am þotan hrapaði ætla að sak- sækja bandarísk yfirvöld fyrir að láta farþega ekki vita um sprengju- hótanir gegn Pan Am. Eftir að rannsóknarnefnd lýsti því yfir í gær að flugvél Pan Am hefði farist vegna sprengingar af manna- völdum tilkynnti lögfræðingur ætt- ingja þeirra sem fórust að bandarísk yfirvöld og Pan Am flugfélagið yrðu saksótt fyrir að láta undir höfuð leggjast að vara farþega við sprengjuhótunum sem borist höfðu flugfélaginu. Tveim vikum fyrir hrap Pan Am breiðþotunnar í Skotlandi barst bandaríska sendiráðinu í Helsinki í Finnlandi hótun þar sem sagt var að til stæði aö koma fyrir sprengju í flugvél frá Pan Am sem legði af stað frá Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Þotan sem fórst lagði upphaflega frá Frankfurt og millilenti í London áður en hún hélt áleiðis til New York en þangað komst flugvélin aldrei. Bandarísk stjórnvöld létu Pan Am flugfélagið vita um hótunina sem og flugvallaryfirvöld og sendiráð Bandaríkjanna í Evrópu. Engin opin- ber tilkynning var gefm um hótunina um sprengjutilræði gegn Pan Am. Líklega var það ekki gert til að eyði- leggja viðskiptin fyrir flugfélagið. Lögfræðingur ættingjanna segir aö með þögn sinni beri bandarísk yfir- völd og Pan Am flugfélagið að hluta til ábyrgð á því hvernig fór. Reuter farþega Eitt fórnarlambanna. Clair Baccicohi var um borð í Pan Am flugvélinni sem fórst. Ættingjar hinna látnu ætla að saksækja yfirvöld og flugfé- lagið fyrir að láta ekki vita um sprengjuhótun gegn Pan Am. Leit er hafin að þeim sem hafa líf 270 manna á samviskunni eftir að sannað þykir að sprengja grandaði Pan Am þotunni yfir Skotlandi. Erfið leH að ódæðis- mönnum hafin Bandarísk yfirvöld kappkosta að hafa hendur í hári þeirra sem komu fyrir sprengjunni sem grandaði Pan Ám-breiöþotunni er fórst 21. desem- ber. Engin hryðjuverkasamtök vilja kannast við ódæðið og yfirvöld eru ekki með neinar vísbendingar til að fara eftir. Ónafngreindur embættismaður sagði að aðeins sé á færi fárra að smíða slíka sprengju sem tortímdi þotunni. Embættismaðurinn sagði að grunsemdir . yfirvalda beindust fyrsta kastið að sprengjusérfræö- ingnum Abu Ibrahim í Beirut í Lí- banon. Hann er talinn geta smíðað kröftugar plastsprengjur sem fari lít- ið fyrir en sennilegast er að slík sprengja hafi valdið hrapi flugs Pan Am 103. Yfirvöld í Bretlandi segja að það verði gríðarlega erfitt að komast að því hverjir stóðu að baki ódæðinu. Ekki sé hægt að koma auga á senni- legar ástæður fyrir tilræðinu og enn erfiöara yrði að afla sannana gegn þeim hryðjuverkamönnum eða glæpamönnum sem stóðu að baki. Reuter Fjölskyldupakkamir okkar fást ekkl annars staðar Þú getur valið um þrjár stærðir. Sá minnsti kostar millistærðin kostar lldiliiA krónur og sá stærsti kostar Þú borgar minna en í fyrra! 1200- 2500 krónur, krónur. OPIÐ: fimmtudag 8-18:30, föstudag 8-21:00 og gamlársdag 9-12:00. VERIÐ VARKÁR UM ÁRAMÓTIN Auðvitað tökum við greiðslukort. Grandagarði 2, sími 28855, Rvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.