Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. 7 Fréttir Hugsanleg sameining frystihúsanna á Ólafsfirði: Beðið eftir svari frá Atvinnutryggingarsjóði Gylfi Kristjáns^on, DV, Akureyri: „Þaö hefur verið undirrituö viljayfirlýsing um sameiningu frystihúsanna og bréf varðandi aö- stoö hefur verið sent til Atvinnu- tryggingarsjóðs," segir Bjarni Grímsson, bæjarstjóri á ÓMsfiröi, um hugsanlega sameingu Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar hf. og Hrað- frystihúss Magnúsar Gamalíels- sonar hf. Bæði húsin hafa átt í rekstrarerfiðleikum og verið lokuð að undanfomu en Ólafsfirðingar sjá fram á bjartari tíma og góðan rekstrargrundvöll ef tekst að sam- eina rekstur húsanna. „Við höfum vonast til að starf- semin komist í gang fljótlega eftir áramótin," sagði Bjarni. Hann sagðist telja það forsendu fýrir sameiningunni aö aðstoð fengist frá Atvinnutryggingarsjóði og ef hún fengist væri ekkert til fyrir- stöðu. Fengist þessi aöstoð hins vegar ekki stæðu Ólafsfirðingar frammi fyrir mikilh óvissu í at- vinnumálum sínum. Akureyri: íþróttafélögin í flugeldasöluna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hjálparsveit skáta á Akureyri hef- ur nú fengið samkeppni í sölu fiug- elda í bænum en skátarnir hafa setið einir að þessari sölu undanfarin ár. Það eru íþróttafélögin í bænum, Þór og KA, sem nú hafa hafið sölu á flugeldum og selja þá í félagsheimil- um sínum og segja forráöamenn fé- laganna að skátamir geti ekki setið endalaust einir að þessum markaði því að fjáröflunarleiðum félaganna hafi fækkað mjög og eigi „Lukkutríó- ið“, sem Landssamband hjálpars- veitanna standi að, ekki hvað sístan þátt þar að. Býlum fækkar á Vatnsnesinu Róbert Jack, DV, Tjöm, Vatnsnesi: Nú er dagur aö kvöldi kominn. Dagsbirtan var reyndar afarlítil en þegar leið á kvöldið skein tunglið. Kvöldiö, þennan stysta dag ársins, var fagurt og bjart í logni og kyrrð. Og snjófól á jörð gerði jólalegt. Hér á Vatnsnesi er fátt fólk og í haust lögðust tvær jarðir í eyði, Geitafell og Valdalækur. Ástandið í landbúnaðarmálum er erfitt og á ís- landi, þar sem hefur búið landbúnað- arþjóð í nær þúsund ár, býr nú orðið kaupstaðarþjóð. Betri fiskimenn Ég man vel eftir því þegar ég var prestur um tíma í Manitoba, Kanada, að ég átti tal við gamlan mann af ís- lenskum ættum. Hann sagði mér að þeir landar, sem fluttust til Vestur- heims, hefðu aldrei skarað fram úr sem bændur en sem fiskimenn á Winnipeg-vatni - það var annað. Af þessu áleit hann að íglendingar væru yfirleitt betri fiskimenn en bændur. Fáir þekkja ísland. Þegar ég var úti í hinum stóra heimi, í Suður-Ameríku í haust, hugsaði ég oft heim til íslands vegna þess að mér fannst þaö hræðilegt hversu lítið eða ekkert fólkið vissi um ísland. Jafnvel menntamenn, sem ég talaði við, vissu sáralítið um okkur. Sannleikurinn er sá að við erum lítil þjóð á hjara veraldar og heiminum er alveg sama um okkur. Við stöndum einir eins og íslenska þjóðin hefur gert öldum saman. En við eigum marga vini víðs vegar um heim. Ég sé út um glugga á skrifstofunni minni að það er bjart yfir Húnaflóa. Ég óska ykkur öllum gæfuríks nýs árs. Bygging Ishúsfélagsins á isafirði. ísaflörður: íshúsfélagið leitar að togara Vilborg Daviðsdóttir, DV, ísafirði: Stjórn íshúsfélags ísfirðinga er nú að kanna mögúleika á togarakaup- um. Meöal annars hefur verið rætt um togarann Otur, sem er í eigu Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði, og togarann Álftafell sem er í eigu Hrað- frystihúss Stöðvarfjarðar. „Það er von okkar að við getum gengið frá þessum málum fyrir ára- mót,“ sagði Magnús Reynir Guð- mundsson, stjórnarformaður íshús- félagsins, í samtali við DV. „Við þurf- um að afla hráefnis fyrir húsið þegar Júlíus Geirmundsson hættir að leggja upp hjá íshúsfélaginu." Otur er 500 tonna Spánartogari, smíðaður árið 1974. „Við höfum sett á hann 220 milljónir og það hafa nokkrir sýnt honum áhuga, þar á meðal Eldeyjarmenn og Ishúsfélag ísfirðinga," sagði Jón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjólastöðvarinn- ar, í samtali við blaðiö. „Viö erum tilbúnir að ganga frá samningum strax í dag ef því er að skipta en það er ekki búiö að ákveða neitt ennþá.“ Álftafell er 300 tonna togari, smíð- aður árið 1979 í Skotlandi. Hann hef- ur veriö auglýstur til sölu og að sögn Guðjóns Smára Agnarssonar, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar, hafa margir sýnt áhuga á kaupum. „Við höfum sett 200 milljónir á skipið og viljum selja hann ef gott verð fæst fyrir hann,“ sagði Guðjón Smári. FLUGELDASALA VIKINGS í Félagsheimilinu v/Hæðargarð á Sprengisandi v/biðskýlið, Bústaðavegi (neðan Bústaðakirkju) v/biðskýlið, Sogavegi 1 - Kringlunni KREDITKORT NÚG AF PÚÐRI TIL AÐ FAGNA NÝJU ÁRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.