Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. Viðskipti Einu gjöfulasta ári í sjávarútvegi að Ijúka Nu er senn á enda eitt gjöfulasta ár i sjávarútvegi hjá islendingum. Aflinn verður um 1770 þúsund lestir og verð hefur verið hátt á mörkuðum. Senn er á enda eitt gjöfulasta ár sem verið hefur nokkru sinni með íslensku þjóðinni. Aílinn verður yfir 1770 þúsund lestir og verð hef- ur verið hátt á mörkuðum, eins og t.d. á fiskimjöli og lýsi. Freðfiskur virðist vera á uppleið á ný í Banda- ríkjunum, svo að útlit er mjög gott hvaö markaðsmál varðar. Japans- markaður hefur verið mjög hag- stæður þó úr dragi i bili. Markaðs- horfur í Evrópu eru einnig góðar, verð á ferskum fiski hefur yfirleitt verið gott þó einstöku sinnum hafi fiskverð lækkaö nokkuð og þá yfir- leitt í stuttan tíma. Afríkuríkin og Austurlönd íjær auka stööugt framboð sitt á alls konar fiskteg- undum en mest mun framboð þeirra verða á rækju og humri, þannig að við íslendingar getum verið vongóðir um góða afkomu á næsta ári. Ég óska landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleðilegs árs og farsældar á komandi ári. Samdráttur í fiskveiðum EBE Mikill niöurskurður á fiskveið- um á svæðum Efnahagsbandalags- ríkjanna var samþykktur í ár í Brussel. Fiskveiðiráðherrar EBE- landanna samþykktu mikinn nið- urskurð á veiðum árið 1989. Þetta var niðurstaöa fiskveiðiráöherra Efnahagsbandalagsríkjanna eftir 23 tíma langan fund. Stjómin hefur fariö að ráðleggingum fiskifræð- inga sem töldu að mikil hætta væri á að margir fiskistofnarnir ættu sér ekki viðreisnar von nema að veiðin á þeim yrði minnkuð verulega. Þessi ákvörðun ráöherranna mun valda miklu atvinnuleysi í Bret- landi og öðrum EBE-löndum á næsta ári, hjá fiskimönnum og fisk- vinnslufólki. Samþykkt var að lokum aö ef fiskifræðingar teldu eftir rann- sóknir um mitt næsta ár að stofn- arnir hefðu styrkst þá yrði leyfð aukin veiði í samræmi við álit fiski- fræöinganna. Ýsuveiði minnkar mest Mestur niðurskuröur kvótans var á ýsunni en þar var samþykkt 65% minnkun á veiðunum. Egyptaland. Samkomulag hefur orðið milli Japana og Egypta um aðstoð Japana við að koma á rann- ‘sóknarverkefnum og skólahaldi í fiskirækt. Fyrsta verkefnið verður að rannsaka Nasservatniö í Aswan. Til verkefnisins verður varið 3 milljónum dollara og sér Aswan Center for Fishery Studies um verkefnið. Á meðan á þessum rannsóknum stendur veröa 6 jap- anskir fiskeldisfræðingar í Aswan og 11 Egyptar verða við nám í fisk- eldi viö japanskan háskóla í Tókíó. Eins og fram kemur i þessari litlu Fiskmarkadir Ingólfur Stefánsson frétt er alls staðar verið að auka eða undirbúa aukningu í fram- leiðslu á fiskmeti. Mörg lönd í Afr- íku, Asíu og Suður-Ameríku eru með miklar áætlanir um aukið fiskeldi og er þá stefnt á sömu markaði og við seljum okkar fram- leiðslu á. Er því mikil nauðsyn á að halda vöku sinni og framleiða aöeins fyrsta flokks vöru. Indverjar auka fram- leiðslu á fiskmeti Indland. Indverska stjórnin legg- ur mikið fé í framleiösluaukningu á flskmeti. Þar er um að ræða djúp- sjávarveiðar ásamt framleiðslu á alls konar fiskmeti í landi, svo sem vatnarækju og humri í eldisstöðv- um í sjó. Búist er við að aukinn útflutningur á fiskmeti verði um 15% á þessu ári en nú er veriö að koma í gang nýjum eldisstöövum fyrir rækju og humar í ýmsum borgum í Indlandi, auk þess sem annar eins fjöldi stööva er á leið- inni samkvæmt skipulagi. Rækjueldi í Kólombíu Kólombia. í Kólombíu standa yfir miklar framkvæmdir við eldis- stöðvar fyrir rækju og humar. Á einu svæði er nú verið að setja í gang eldi á 400 ha. svæði sem er skipt niöur í litlar tjarnir og í hverja tjörn er áætlaö að setja 15 millj. liría á mánuöi. Túnfiskverksmiðja á Spáni Madagskar. Hinn Evrópski fjár- festingarbanki (EIB) hefur lagt fram 5,7 millj. ECU til hönnunar á túnfiskverksmiðju á Madagaskar. Aðallega verður um niðursuðu á túnfiski að ræða. Einnig verður rekinn þarna fiskimjölsverk- smiðja. Alls verða lagðar í þessa verksmiðju 14,5 millj. ECU. Að þessum framkvæmdum standa auk fjárfestingarbankans Caise Central Corporaio og Pech Froid Ocean Indien. Pech et Froid sér um rekst- ur fyrirtækisins. Starfsfólk verður 270 manns. Margar þjóðir aðrar en hér hafa verið taldar eru með mikl- ar ráðagerðir um aukningu á fisk- framleiðslu og virðist aðallega vera stefnt að dýrari tegundum svo sem rækju og humri og öðrum krabba- dýrum. Surimi blandað kjöti Bandaríkin. Nýlega hefur komið á markaðinn í Bandaríkjunum su- rimi blandað kjöti. Alaska pollock er um 90% en kjöt 1Ö%. Hráefniö er fengið frá þrem verksmiðjuskip- um og frá verksmiðjum í landi. Alls verða 40.000 tonn notuð í þessa framleiðslu á þessu ári. Southwest Style Golden Morsels, sem framleiðir surimi, hefur reynt að blanda það með kjúklingakjöti, auk tómata og annarra kryddefna. Þessi réttur kallast „Bay-loni“. Nú er einnig fariö að ræða um að búa til surimi úr laxi, en offramboð hefur verið af honum á haustmán- uðum. Framleiðsla sjávarafla hef- ur aukist ár frá ári og er aukningin um ein milljón árlega. Svo virðist að ef ein tegundin minnkar finnist önnur tegund sem notuð er í stað- inn. Það virðist svo að mörg sé matarholan. Stórþjóðirnar virðast ekki setja það fyrir sig hvar aflinn fæst, hann er tekinn þar sem hann er hveiju sinni. í dag mælir Dagfari___________________ Sundraðir stöndum vér Sú var tíðin að Jón Baldvin geyst- ist um landið og spurði: Hver á ís- land? Sú var líka tiðin að Ólafur Ragnar Grímsson þeyttist heim- sálfa á milli og leysti heimsgátuna. Jón vildi eignast ísland en Ólafur heiminn og báðir sátu þeir, full- hugarnir, úti í kuldanum, veður- barðir eftir áralanga eyðimerkur- göngu milli stjómmálaflokka og kjördæma. Það eiga þeir nefnilega sameiginlegt, Jón Baldvin og Ólaf- ur Ragnar, aö þeir eiga báöir ís- landsmet í flokkaflakki. Jón var snemma baráttumaður í Alþýöu- bandalaginu og Ólafur í Framsókn- arflokknum. En þeir héldust illa í flokki og svo fór að sameiginlega stofnuðu þeir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og dreymdi um stóra landvinninga og glæsta fram- tíö. Ekki voru þeir fyrr komnir í framboð fyrir þennan flokk sinn en hann var lagöur niður sökum fylgisleysis og enn fóru þeir á flakk og nú sinn í hvora áttina. Ólafur sótti um inngöngu í Alþýðubanda- lagiö en Jón Baldvin í Álþýöuflokk- inn. Höföu þar með verið gerð endaskipti á hlutverkum og sögð- ust þó báðir vera komnir heim. Þessir svellköldu og veraldar- vönu ferðamenn í pólitíkinni brut- ust fljótt til valda i sínum nýju flokkum og lauk svo þeirri frægð- argöngu að báðum tókst að hrekja forystumenn flokka sinna á flótta, magna upp uppdráttarsýki og splundra svo fylginu að ekki var eftir nema sá einn kostur að af- henda þeim völdin. Hófst þá nýtt ferðalag þeirra fóstbræðra, annar hélt í víking til útlanda og lagði undir sig heimsfriðinn. Hinn leitaöi að eigendum að sínu eigin landi í alkunnri fundaherferð. Nýjasta afrek þeirra félaga er al- þjóö kunnugt. Þeir hafa myndað ríkisstjórn undir forystu fram- sóknarmanna, sem þeir hafa hing- að til hatað eins og pestina, og með hjálp huldumanna frá Auðbrekku og Borgaraflokki. Þannig hafa þeir ekki aöeins sameinað sjálfa sig heldur líka sameinast svörnustu andstæðingum sínum og framliðnu fólki úr öðrum flokkum, sem þeir hafa áður tilheyrt. Fer nú varla að veröa spurning um það lengur hveijir eigi ísland enda ætla þeir félagamir aö ferðast um þetta land sem þeir eiga og segja kjósendum frá því hvemig komast eigi til valda með því aö leggja undir sig flokk- ana. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar munu báðir halda framsöguerindi. Jón Baldvin mun skýra frá því hvað honum tókst vel upp í íjár- málaráðuneytinu. Ólafur mun skýra frá því hvers konar óstjóm var á fjármálaráðuneytinu. Jón Baldvin mun skýra frá stuðningi sinum við Nató. ðlafur mun skýra frá andstöðu sinni gegn Nató. Jón Baldvin mun segja frá stuðningi sínum viö matarskattinn og afnámi samningsréttarins. Ólafur mun segja frá andstöðu sinni við matar- skattinn og afnámi samningsrétt- arins. Jón Baldvin mun segja frá því hvers vegna hann yfirgaf Al- þýðubandalagið. Ólafur Ragnar mun segja frá því hvers vegna hann gekk í Alþýðubandalagið. Ólafur Ragnar mun segja frá því hvers vegna hann gekk úr Framsóknar- flokknum. Jón Baldvin mun segja frá því hvers vegna hann hóf sam- staif við Framsóknarflokkinn. Þetta verða eflaust hinir lífle- gustu fundir sem þeir félagar munu boða til í sameiningu. Þeir munu lýsa því fyrir áheyrendum hvernig pólitíkin gengur fyrir sig í ríkis- stjórn þar sem skrattinn hittir ömmu sína og þeir munu lýsa því hvernig menn verða samheijar með því að vera mótherjar. Ekki er að efa að þeir munu jafnframt skýra frá áhuga sínum á því að stofna sameiginlegan A-flokk til að halda uppi mismunandi stefnu í utanríkismálum, skattamálum, samningsréttarmálum og viðhorf- um sínum til Framsóknarflokks- ins. Kúnstin við að sameinast með þessum hætti er fólgin í því að fara í nógu marga flokka því ef menn fara í nógu marga flokka þá er óhjá- kvæmilegt að þeir mætist I einum flokki einhvers staðar á hringferð- inni. Það er heldur ekki aðalatriðið í pólitíkinni hvort menn séu sam- mála. Aðalatriöið er að vera form- aður í flokki sem maður tilheyrir i augnablikinu. Ef illa gengur má alltaf skipta um flokk! Eiga þeir ekki einn flokk eftir, Sjálfstæðis- flokkinn? Sundraðir stöndum vér. samein- aðir fóllum vér. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.