Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. SA Lífsstfll Meirihluti yill hækka bílprófsaldur - og nota nagladekk áfram Yfirgnæfandi meirihluti telur rétt aö nota neglda hjólbaröa eða 54,7%. 33,2% aðspurðra voru mótfallnir notkun þeirra en 12% höfðu ekki myndað sér skoðun. Þetta er meðal niðurstaðna úr skoðanakönnun sem Hagvangur framkvæmdi fyrir Um- ferðarráð. Könnunin fjallaöi um ýmis atriði umferðarmála. 53,8% töldu rétt að hækka bílprófs- aldurinn, 43,7% telja rétt að hann verði áfram eins og verið hefur eða 17 ár. Flestir þeirra sem vildu hækka aldurinn vildu hækka hann um eitt ár. 21,6% þeirra sem vildu hækka töldu rétt að hækka hann í 20 ár. Um 30% þeirra sem spurðir voru höfðu einhvern timann verið í bíl með ölvuðum ökumanni. Meirihluti þeirra hafði síðast ekið með ölvuðum ökumanni árið 1983 eða fyrr. 11% höfðu ekið með ölvuðum ökumanni á þessu ári. Af niðurstöðum þessum má eink- Neytendur um draga tvær ályktanir. Annars vegar að áróður þeirra sem barist hafa gegn notkun negldra hjólbarða haft enn sem komið er hljómað fyrir daufum eyrum. Mikið vantar enn á Meirihluti aðspurðra i könnun Umferðarráðs vill hækka bílprófsaldurinn að meirihluti sé fylgjandi þeirri hug- mynd. Hins vegar virðist ölvunarakstur vera algengari en áður var haldið. Þrátt fyrir mikinn fjölda ökumanna, sem árlega eru teknir fyrir ölvuna- rakstur, virðist hópurinn sem slepp- ur vera alltof stór. -Pá Breytt flugeldaverð Flugeldamarkaðurinn, sem býð- ur skotelda sína fala inni í Skeifu andspænis Hagkaupi, hefúr breytt verðinu á fjölskyldupökkunum hjá sér. Nýja verðið eftir endurskoðun er 1.200 krónur fyrir minnstu pakk- ana, 2.200 krónur fyrir miðstærö- ina og 3.200 krónur fyrir stærstu pakkana. Opið er hjá Flugeldamarkaðnum frá kl. 10.00 til 22.00 og til kl. 16.00 á gamlársdag. -Pá Þróttmiklar þrumuflaugar Þróttur verður með sína árlegu flugeldasölu í Þróttarheimilinu við Holtaveg og í skúr sem stað- settur verður við verslunarmið- stöðina í Glæsibæ. Opið verður frá klukkan tíu á morgnana til tíu á kvöldin en á gamlaársdag frá kl. 9.00 til 16.00. Flugeldasýningin sem Þróttar- ar bíöa ávallt eftir með óþreyju verður á félagssvæði Þróttar kl 19.00 á fostudagskvöld. Tvær gerðir af fjölskyldupökk- um eru í boði hjá Þrótturum og er verðið 1.500 og 2.500 sem er sama verö og í fyrra. Auk þess er að sjálfsögðu í boöi geysifjöl- breytt úrval af hvers konar stök- um skoteldum, stjörnuljósum, handblysum og þrumuflaugum. Flugeldasaian hjá Þrótti veröur svo opin áfram eftir áramótin svo skotglaðir geti birgt sig upp fyrir þrettándann. -Pá Borðið minna salt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað við of mikilli saltneyslu. Norska næringarráðið hefur farið fram á þaö við þarlend heilbrigðis- yfirvöld að matvælaframleiðendur veröi látnir tilgreina saltinnihald vöru á umbúðum. ~"*Þetta kemur fram í nýjasta hefti af Forbruker rapporten. Talið er að of mikil saltneysla getið stuðlað að of háum blóðþrýstingi. Tilraunir hafa sýnt að minni saltneysla dregur úr blóðþrýstingi auk þess sem fólk léttist vegna þess að salt bindur vökva í líkamanum. Vilji fólk minnka saltneyslu sína er besta ráðið að sniðganga unnar matvörur með hátt saltinnihald og fara varlega með saltbaukinn á mat- borðinu. Helmingur saltneyslu okk- ar kemur úr unnum matvörum og eru það einkum brauð og unnar kjöt- vörur sem innihalda mikið salt. Auð- velt er aö minnka saltinnihaldið í brauði án þess aö það komi niður á gæðum en í unnum kjötvörum horfir máhð öðruvísi við. 40% af saltneýslu okkar er það sem viö stráum sjálf yfir matinn áður en hans er neytt. Afgangurinn, eða 10%, er í ýmsum matvörum frá náttúr- unnar hendi. Salt er samansett af natríum og klóri. Tilraunir til þess að búa til hollara salt, sem hefði sömu áhrif og venjulegt salt, hafa einkum beinst að því að minnka natríuminnihald saltsins. Til er salt þar sem kalíum og magnesíum er sett nær alveg í stað natríum. í Finnlandi hefur til dæmis veriö slíkt salt á markaði til heimilisnota í nær heilan áratug. í Noregi er meðalneysla á mann 10-12 grömm á dag. Á íslandi mun neyslan vera nær 15 grömmum á dag. Alþjóðleg heilbrigöisyfirvöld hafa mælt með 4-6 gramma salt- neyslu á dag. -Pá Sannleikurinn um hárörvunar- eínið Foliplexx Nokkurs misskilnings gætti í umfjöllun Neytendasíðu DV 7.12. síðastliðinn þegar íjallaö var um hárörvunarefniö Foliplexx. Það er því nauðsynlegt að eftirfarandi upplýsingar komist til skila. Ekki lyf Ákveðið lyf, er inniheldur minoxidil, er komið á markaðinn í Bandaríkjunum. Vitað er að það stöðvar hárlos og örvar endurvöxt hárs. Mörgum er illa við að nota lyf vegna hugsanlegra óæskilegra aukaverkana, auk þess má ekki selja lyf á hársnyrtistofum. Þetta varð tii þess að vísindamenn á veg- um Foliplexx International þróuðu hárörvunarefni sem er ekki lyf. Foliplexx inniheldur ekki minoxi- dilum og er ekki lyf í heföbundnum skilningi þótt efnablandan hafi sömu áhrif á hárvöxt og blóðþrýst- ingslyfiö. Foliplexx efnablandan samanstendur af viöurkenndum náttúruefnum sem hlotið hafa við- urkenningu hjá bandaríska lyfja- eftirlitinu (FDA) að þau ílokkist ekki sem lyf og séu með öllu skað- laus. Foliplexx er alls ekki vana- bindandi eins og sagði í umfjöllun Neytendasíðunnar. Það er því ljóst að allt sem haft var eftir „ónafn- greindum aðila“ um efnið minoxi- dil og tengsl þess við Foliplexx er algerlega út í loftið. Ekki galdraefni Munurinn á Foliplexx og öðrum náttúruefnum sem seld hafa verið sem lausn við hárlosi eða skalla er sá aö sýnt hefur verið fram á í fjölda áreiðanlegra rannsókna að efnin sem eru í Foliplexx efna- blöndunni hafa í raun þau áhrif sem framleiðendur lofa. Annar munur á þessu efni og öðrum er sá að Foliplexx er ekki auglýst upp með offorsi sem eitthvert galdra- meðal sem læknar allt frá flösu til skalla á örfáum vikum, heldur er hér um að ræða vandlega raun- prófuð efni og engu lofaö sem ekki er hægt að standa við. Allir viö- skiptaaðilar Foliplexx fá í hendur afrit af helstu rannsóknarskýrsl- um um efnið ef þeir óska, auk ítar- legra upplýsinga um alla vísinda- menn sem gert hafa rannsóknir á efnum efnablöndunnar. íslenskt árangursmat Nokkrar hárgreiðslustofur hafa tekið að sér fyrir PLEX hf., um- boðsaðila Foliplexx á íslandi, að halda viðskiptamannaskrá til að hægt sé að framkvæma kerfis- bundið árangursmat hér á landi og hafa fyrstu niðurstöður vissulega verið jákvæðar. Ætlunin er að fara út í frekari rannsóknir í samráði við læknisfræðilegan ráðgjafa PLEX hf. á áhrifum efnisins á iang- varandi algert hárleysi en hingaö til hafa rannsóknir fyrst og fremst leitt í ljós jákvæð áhrif á hárlos þótt margt, m.a. íslenska árangurs- matið, gefi tilefni til að ætla að hár fari að vaxa aftur hjá vissum hópi fólks sem notar efnið á algerlega hárlaus svæði. Verðútreikningar Aö lokum gætti nokkurs mis- skilnings í verðútreikningum Neytendasíðunnar. Hiö rétta er aö 5000 kr. skammtur endist í 6-8 vik- ur en ekki 4-6 vikur. Eftir þriggja mánaða meðferð er dregið verulega úr notkun efnisins og eftir það dug- ar 5000 kr. skammtur í 12-16 vikur. Meðalnotkun yfir árið eftir fyrstu þrjá mánuðina kostar því u.þ.b. 17.000 kr. en til samanburðar má geta þess að það kostar yfir 50.000 að reykja einn pakka á dag yfir áriö. Valdimar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.