Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. Lesendur Varaflugvöllur • herflugvöllur? „Aldrei greitt krónu i rekstur Keflavikurflugvallar,“ segir hér m.i Spumingin Hver er uppáhalds- skemmtikrafturinn þinn? Svava Halldórsdóttir nemi: Laddi er alveg æðislega góður sem Eiríkur Fjalar. Anna Rósa Sigurgeirsdóttir sölumað- ur: Eiríkur Fjalar er sá besti sem ég hef séð. Snorri Gunnarsson nemi: Lou Reed er langbestur. Það er engin spurning. Högni Arnarsson nemi: Roger Wat- ers sem er söngvari í Pink Floyd er sá albesti. Birgir Valdimarsson verkamaður: Sverrir Stormsker er .bestur skemmtikrafta. Á því leikur tæpast neinn vafi. Guðmundur Guðmundsson nemi: Ottó hinn ódauölegi. Þýskur gaman- leikari sem að mínu viti er fremstur meðal jafningja á þessu sviöi. Björn Jónsson hringdi: Ég var að lesa kjallaragrein í DV i dag (27. des.) eftir Hallgrím Jónsson. Greinin heitir Herflugvöllur NATO á Norðurlandi? Ég ætla svo sem ekk- ert að mótmæla þessum skrifum í sjálfu sér. Allir eru frjálsir að láta í ljósi skoðanir sínar. Hins vegar finnst mér þær skoðanir, sem þarna koma fram, svo fáránlegar, jafnvel barnalegar, að ég undrast að enn skuli vera til menn sem láta þær frá sér fara opinberlega. Sem dæmi að taka segir greinar- höfundur aö vegna þess að rekstrar- kostnaður Keflavíkurflugvallar sé um 30 milljónir dollara á ári sé það augíjóslega hagkvæmt fyrir Banda- ríkjamenn að láta íslendinga bera kostnað af rekstri herflugvallar fyrir sig (hér á greinarhöf. líklega við væntanlegan varaflugvöll), enda þótt þeir megi hafa af honum afnot sjálfir! Ég veit satt að segja ekki hvað greinarhöfundur er hér að fara og kannski eru fleiri í þeim hópi. - Hef- ur greinarhöfundi fundist það vera reynsla íslendinga af veru Banda- ríkjamanna á Keflavíkurflugvelli að varnarliðið hafi leitast við að koma sem mestrí íjárhagsbyrði yfir á okk- ur íslendinga af rekstri flugvallarins og af þeim sökum sjái Bandaríkja- menn sér leik á borði að láta nú ís- S.M. hringdi: Viö vorum nokkrir vinnufélagarnir að ræöa saman í morgun og barst þá m.a. í tal vegakerfið h)á okkur. Einn þeirra var svo áfjáður í aö koma öllu vegakerfinu í stein eða bundið shtlag að mér blöskraði. Annar færði rök fyrir því, ef rök skyldi kalla, að ef viö íslendingar hefðum beðið með aö slíta okkur frá Dönum til þessa dags væri vegakerfi komiö í stein og hér væru komin göng í gegnum sér- hvern „múla“. Ég er ekkert áíjáöur í að leggja vegakerfið í stein og satt að segja skil ég ekki fólk sem ekki hefur gam- an af að aka malarvegina. Þeir eru mun tilbreytingaríkari en malbikið og beinu vegirnir. Tökum t.d. leiðina til Keflavíkur. Á steinsteypunni aka menn tilbreytingarlaust, hálfsofandi eöa berjast við svefninn. - Malarveg- urinn hlykkjaðist um hæðir og hóla Kristín Eggertsdóttir hringdi: Ég var rétt í þessu að kaupa jólaöl, ekki til jólanna heldur gamlárs- og nýársdags. í Garðakaupum kostaði 5 lítra brúsinn 429 krónur. Ég hafði áður keypt jólaöl og kostaði sama magn þá 330 krónur í Hagkaup og enn var annaö verö á þessu sama magni í Kaupstaö i Mjódd eöa 289 krónur. lendinga greiöa rekstur varaflugvall- arins? Auðvitað er hér um eitt endemis rugl af hálfu greinarhöfundar að ræða. Við íslendingar höfum aldrei greitt krónu í rekstur Keflavíkur- og þar þurfti enginn að berjast viö svefninn, holurnar héldu manni vak- andi. Göng og sprengingar gegnum fjöll og múla? - Hverjir eru það sem eru alltaf að ferðast til Ólafsfjarðar? Það er ekki nema brot af þjóðinni. Og hvaða ferðalög eru þetta um lands- byggðina þvera og endilanga á bíl- um? Geta menn ekki flogið, þá sjald- an þeir þurfa að skreppa landshorna á milli? Ég tek fram að ég er ekki á móti framfórum í landinu, síður en svo. Ég er þess t.d. fullviss að sérhver hreppur og þorp verða búin að koma sér upp farþegaþyrlu til mannflutn- inga og samgöngubóta innan fárra ára. En tröll hafi vegakerfi i stein og malbiki utan íjölförnustu akleiða i þéttbýli. - Þetta vildi ég láta koma fram að gefnu tilefni. í engu tilviki var getiö um síðasta söludag eöa framleiðsludag, þótt á brúsunum væri miði sem á stóö „Siö- asti söludagur:“ - Mér finnst þetta vera of mikill verðmunur og þaö er þess vegna sem ég tel ástæöu til aö koma þessu á framfæri. Einnig þetta með merkingamar sem mér finnst að sjálfsögöu athugavert og ekki í samræmi við algilda viðskiptahætti. flugvallar og myndum að öllum lík- indum heldur ekki gera þaö varðandi rekstur væntanlegs varaflugvallar. Það væri okkur hins vegar mátulegt að við fengjum senn rekstur Kefla- víkurflugvallar í hausinn til að sýna Ein í saumaklúbbi skrifar: Við erum hér nokkrar í sauma- klúbbi sem viljum gera smáathuga- semd viðvíkjandi næstu söngva- keppni. Við erum alveg undrandi á því að þeir sem taldir eru hæfastir til aö veija lög i þessa keppni skuli sniðganga einn af okkar bestu hljóm- listarmönnum, Magnús Kjartansson. Mætti segja okkur að ef lagið hans i fyrra, Sólarsamba, sem okkur þeim sem sífellt tuða á „greiðslu fyr- ir hernaðaraðstöðu" hvað við fáum greitt fyrir aðstöðuna hér með fríum rekstri Keflavíkurfiugvallar. í greininni segir einnig eitthvað á þá leið að núverandi samgönguráð- herra hafi einarðlega lýst þvi yfir að téður NATO varaflugvöllur verði ekki byggður á meðan hann gegni því embætti. - Ætli þetta sé nú ekki nokkuð ódýr yfirlýsing, því mér sýn- ist allt stefna í að nýr samgönguráð- herra verði skipaður úr röðum borg- araflokksmanna og þá losnar núver- andi samgönguráðherra við aö standa gegn varanlegum varaflug- velli. - Kannski hefur þetta líka ver- ið inni'í myndinni viö myndun nú- verandi ríkisstjórnar? Og þá er ekki að furða þótt hægt sé að gefa yfirlýs- ingar á báða bóga og þær ódýrar! Við íslendingar þurfum ekki að lúta vilja eins eða annars hvað varð- ar gerö varaflugvallar hér. Ef við höfnum gerð varaflugvallar í sam- vinnu viö varnarbandalagið NATO veröur hann bara byggður annars staðar. En við það minnkar gildi Keflavíkurflugvallar sem alþjóða- flugvallar að sama skapi og það ætti að vera íslenskum einangrunarsinn- um og ríkisstjórn eignaupptöku- og sjálfskipaðs framlengingarvalds á íslandi aö skapi. fannst bera af öörum lögum, hefði komist að og síöan í keppnina úti hefði hann áreiöanlega verið ofar en í þessu 16. sæti sem viö virðumst ætla að festast i. Okkur fannst hljóm- sveit Magnúsar, dóttir hans og hann sjálfur vera alveg frábær. Við skiljum ekki þennan smekk fólks að fmnast þessi Stormsker svona „spes“. Á malarvegunum þarf enginn aö berjast vió svefninn, satt er það. Vil frekar malarvegi Jólaöl - verð og merkingar Island í augum Pamelu Islendingur skrifar: Athygiisverö grein og ferðasaga eftir Agnesi Bragadóttur birtist í Morgunblaðinu sunnud. 13. þ.m. - Greint er frá ferð á hestbaki um Fjallabaksveg í hópi erlendra feröamanna. Greinin flallar um fyrrum sendiherrafrú Bandaríkj- anna hér í Reykjavík, frú Pamelu Brement, konu Marshall Brement, sem var sendiherra hér á árunum 1982-1985. Þessi einkar vingjarnlegu hjón hafa gert landi okkar mikið gagn oghorið hróður þess hvar sem þau hafa komiö og síðan heimsótt okk- ur þegar þau koma því við. Margt kemur fram í þessari frá- sögn Agnesar og ættu íslendingar að hugleiða þaö vel. Þar segir sendiherrafrúin m.a. i viðtali við Agnesi eftir að hafa farið frá Lambskarðshólum til Eldgjár og að Ófærufossi: „Vitið þið hvaö yrði um svona náttúruundur í Bandarikjunum? - Það fengi aidrei aö vera svona óspjallaö, þvi aö ferðamálafrömuðirnir okkar bless- aðir myndu að sjálfsögðu hellu- leggja breiðgötu upp gjána aö foss- inum, og þar væri síöan komið upp sölutumi með minjagripum hvers konar og veitingaaðstööu." Og síðan segir frúin: „Það er eitt- hvaö ólýsaniega einstakt við aö pjóta íslenskrar náttúru og skoða Fyrrum sendiherrafrú, Pamela Brement. hana. Hér færöu að njóta hennar í friði, ótruflaður af tæknivæðingu og sölumennsku.“ Já, svo mðrg voru þau orð. - Hvað segja nú þeir menn sem sí- felit eru að kalla landið okkar „kla- kann“, „skeriö" og öðrum ósmekk- legum nöfnum? Þeir ættu að fara til einhverrar verksmiðjuborgar- innar erlendis og setjast þar að í úthverfi, njóta útsýnisins yfir skor- steinana, stéttarnar og múrveggina og horfa á tötrum klæddan verk- smiðjulýðinn arka í vinnuna mæddan og snauðan. Næsta söngvakeppni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.