Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. 25 Lífsstm Gráðostakúlur með idýfu eru freistandi í útliti og ekki er bragöið síðra. má teskeið en fallegra er að sprauta hrærunni í eggin. í stað ansjósu má nota annan kryddaðan fisk úr dós, síld t.d. Eggjahelmingar með kavíar Eggin eru harðsoðin og skorið af endunum, eins og í fyrri uppskrift- inni. Eggin eru helminguð en rauðan ekki tekin burtu. Setjið eina skeið af kavíar á hvern eggjahelming. Malið pipar yfir og skreytið með graslauk. Brauðskífur með lárperukremi 12 hringlaga brauðsneiðar, ristaðar 400 g reyktur fiskur, áll, lax eða sil- ungur Eggjahræra: 8 egg 3 msk. vatn 2-3 msk. smjör Vi tsk. salt nýmalaður pipar l dl fintsaxaður graslaukur Lárperukrem 1 vel þroskuð lárpera (avocado) 'A msk. sítrónusafi 1-2 msk. olífuolía 1 kryddskeið salt 1-2 kryddskeiðar sítrónupipar Hrærið eggin upp með vatni. Bræð- ið helminginn af smjörinu á pönnu og hellið eggjahrærunni á pönnuna. Hafið hitann mjög vægan því hræran á ekki að brúnast. Notið trégaffal eða sleif til að hræra eggin sundur. Þegar hræran er tilbúin er pannan tekin af hitanum. Afganginum af smjörinu er hrært saman við og kryddað meö salti, nýmöluðum pipar og graslauk. Kælið eggjahræruna áður en hún er sett á brauðið. Skafið aldinkjötiö innan úr lárper- unni með skeið. Maukið í blandara eða þrýstið í gegnum sigti. Blandið sítrónusafa, olíu og kryddi vel saman við og hrærið vel saman. Skerið hringi úr brauðsneiðúnum og smyrjið með þunnu lagi af smjöri. Deilið eggjahrærunni milli brauð- sneiðanna og leggið einn bita af reyktum fiski yfir. Setjiö einn skammt af lárperumauki á fiskinn og berið fram. -JJ Eggjahelmingar með ans- jósufyllingu og kavíar. Lyst- ugt og einfalt á nýársborö- ið. nýársnótt Yfir áramótin safnast gjarnan vinir og ættingjar saman í smáhópum í heimahúsum. Jafnframt því að skála fyrir nýju ári vilja menn gera sér dagamun í mat. Einfaldast er að hafa matföng þannig að sem flest megi gera með góðum fyrirvara og þeim fylgi lítil fyrirhöfn svo allir geti notið samvistanna þegar gamla áriö er kvatt og nýju heilsaö. Eftirfarandi eru nokkrar uppskriftir að smárétt- um sem útbúa má í tíma og prýða hvert veisluborð. Gráðostakúlur 75 g smjör 1 laukur, fíntsaxaður 125 g gráðostur 175 g soðin hrísgtjón nýmalaður svartur pipar 2 egg sundurslegin 125 g brauðmylsna Sósan: 2 msk. smáttsaxaður graslaukur 1 msk. Mango Chutney 3 dl hrein jógurt (eða sýrður rjómi) Bræðið helminginn af smjörinu og steikið laukinn þar til hann verður glær en hann á ekki að brúnast. Myljið ostinn smátt í skál. Hræriö hrísgrjón, lauk og krydd saman við og mótið litlar kúlur. Veltið kúlunum upp úr sundurslegnu eggi og síðan úr brauðmylsnunni. Látið kúlurnar bíða í 15 mínútur og veltiö þeim síðan aftur úr sundurslegnu eggi og brauð- mylsnu. Bræðið afganginn af smjör- inu og penshð kúlurnar meö því. Hitið ofninn í 200° og bakið kúlurn- ar í 10-15 mínútur. Hrærið graslauk og chutney saman við jógúrtina (sýrða rjómann) og stráið graslauk yfir. Berið bollurnar fram með kok- teilpinnum og sósunni. Matur Fyllt egg 6 harðsoðin egg 1 dós ansjósuflök (125 g) 3 msk. mjúkt smjör 2 msk. fíntsaxaður graslaukur mýmalaður hvítur pipar Takið skurnina af eggjunum og skerið aðeins af hvorum enda. Skerið hvert egg í tvennt með beittum hníf. Takið rauðuna varlega úr eggjunum. Hrærið eggjarauðunni saman við ansjósuflökin í blandara eða merjið með gaffii. Blandið smjörinu og gras- lauknum saman við og kryddið með piparnum. Geymið hræruna um stund í kæli. Fylhð eggjahelmingana með hrærunni og raöið á fat. Nota Smáréttir á ídýfur á nýjan máta ídýfur eru alltaf vinsæll veislu- kostur og ekki sakar að auðveldara getur matargerðin ekki orðið. Kex og snakk af öllu tagi er borið frara raeð ídýfunum og yfirleitt reynist þetta hin besta lausn og vinsælasta naslið. Agúrkur og gulrætur í bit- um og blómkálsgreinar eru líka góður kostur með ídýfum. Laukídýfa 'h bolli majones 2 bollar sýrður rjómi 1 pk. lauksúpa Hrærið öllu vel sarnan í skál og kælið. Einfaldara getur það ekki verið. Agúrkuídýfa 250 g mjúkur rjómaostur 1 bolli majones 1-2 bollar ágúrka 2 msk. smáttsaxaður laukur 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. ferskt dill eða ' i msk þurrkað 'A tsk. tabascosósa Afhýöið agúrkuna, takiö kjarn- ann úr og saxið smátt. Hrærið ost- inn þar til hann verður mjúkur og blandiö öhu vel saman við. Kælið áður en borið er fram. Sinneps- og laukídýfa 1 bolli majones 1 bolh sýrður rjómi ‘A bohi smáttsaxaður laukur '/ boUi steinseþa 1 tsk. Dijon sinnep 1 marið hvítlauksrif Hræriö öllu vel saman í blandara þar til hræran verður mjúk. Kæliö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.