Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plótugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Óhæfuverk Ríkisstjórnin fremur það óhæfuverk að ætla að slá öll met í tekjuöflun ríkissjóðs á næsta ári. Hlutfall ríkis- tekna af framleiðslu í landinu mun á næsta ári verða hið mesta, sem sést hefur. Vinstri stjórnin gerir það, sem menn óttuðust, og slær skattamet. Þetta kemur ofan á mikla aukningu ríkistekna á þessu ári. Með tekjuöflunarfrumvörpunum, sem voru sam- þykkt laust fyrir jól, aukast skatttekjur ríkissjóðs um 4 milljarða. Það jafngildir því, að á næsta ári leggi ríkis- sjóður milli 70 og 80 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í nýjum sköttum. Ríkisbáknið þenst auðvitað heilmikið út við þetta og nær metstærð. Heildartekjur ríkissjóðs verða 27,3 pró- sent af framleiðslunni. Hlutfallið í ár gæti orðið 25,7 prósent. Hið hæsta, sem áður þekktist á þessum áratug, voru 26,9 prósent árið 1982. Tölurnar nú miðast við síð- ustu spár um, hver framleiðslan verði á næsta ári. Skattbyrðin hefur sligað landsmenn undanfarin ár. - Aukning skatta verður enn þungbærari, þegar syrtir í álinn. Flestir hagfræðingar spá minnkun kaupmáttar, minnkun sem þegar er hafm. Flestir gera ráð fyrir mikl- um samdrætti. Þörf hefur verið á að vinda ofan af skött- unum. Margir hafa séð nauðsyn þess, að ríkisumsvif minnki. Það yrði þjóðarbúinu fyrir beztu og mundi auka framleiðni. Ráðherrar láta nú sem einhver veruleg minnkun verði á sumum þáttum ríkisútgjalda. En þetta eru óverulegar breytingar, þegar betur er gáð. Þvert á móti sýna framangreindar tölur, að ríkið ætlar sér stærri hlut af kökunni. Sumum ráðherrunum mun ljós nauðsyn samdráttar ríkisbáknsins. En eitt rekur sig á annars horn. Þríflokk- arnir ná engri samstöðu um alvöruniðurskurð ríkisút- gjalda. Þvert á móti verða þau útgjöld söm við sig með öllu sukkinu til landbúnaðar og hvers kyns gæluverk- efna. Flokkarnir ná saman um það eitt að stækka ríkis- geirann, auka skattpíningu landslýðs. Ráðherrar nota sem afsökun, að ríkissjóður hefur verið rekinn með halla ár eftir ár. Ríkishallinn hefur verið bölvaldur, víst er það. En lítum nánar á málið. Ríkisútgjöld þau, sem flestir telja nauðsynleg, hafa verið mikil. En orsakir ríkishallans hafa í reynd verið óreiða við stjórn landsins. Ef burt væri skafið það af ríkisútgjöldum, sem þannig hefur runnið, hefði ekki komið til ríkishalla. Þá væri enginn halli, og þá stefndi ekki í halla. Þetta vita sumir menn í æðstu stöðum. En linkindin við gæðingana, fyrirgreiðslupólitíkin og at- kvæðaveiðarnar koma í veg fyrir réttmæta leiðréttingu. Þess vegna eru landsmenn almennt, einkum venju- legir launamenn, enn einu sinni látnir borga brúsann. Og meira en það. Ætlun vinstri stjórnarinnar er að slá öll met í skattpíningu. Þetta er óhæfuverk. Hér varð til um skeið töluverð hreyfmg gegn bákninu og skattpíningunni. Stjórnmálamenn tóku að lofa að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum. Það hefur allt verið svikið. Fyrr á árinu var rætt um að jafna þyrfti skatta miðað við framleiðslu. Nú er margs konar vörugjald sett á vörur, sem teljast til nauðsynja í nútímaþjóðfélagi. Menn hljóta að sjá, að oft var þörf en nú er nauðsyn, að snúizt verði gegn skattpíningunni. Fólkið í landinu þarf að endurvekja hreyfingu gegn skattametum ráða- manna. Haukur Helgason „I dag blasa við læknisfræðinni ný og áður óþekkt vandamál sem eru bæði flókin og erfið“, segir greinar- höfundur m.a. Vitneskja um sjúkdóma veldur sálrænu áfalli Fyrr í þessum mánuði var lögð fram á AJþingi eftirfarandi fyrir- spurn: „Er á döfinni hjá heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra eða ríkisstjórn að koma á fót trygginga- sjóði til aðstoöar þeim sjúklingum sem orðiö hafa fyrir áföllum vegna mistaka við læknismeöferö?“ Umræða um störf lækna í þjóðfélagi fjölhyggjunnar gerist það að öll umræða verður opnari. Þar sem áður tíðkuðust lítt op- inskáar umræöur í einhæfu og lok- uðu samfélagi hefur menntun og upplýsing almennings leitt til þess að málin eru nú reifuð fyrir opnum tjöldum. Þetta á alveg sérstaklega við um þær stéttir sem um langan aldur hafa getaö einangrað sig í krafti lærdóms og sérþekkingar. í dag er almenn þekking á heil- brigðismálum orðih slík aö fólk- er farið að fylgjast miklu betur með því hvernig málum er t.a.m. háttað þegar sjúkdóma ber aö höndum. Umræða um störf lækna hefur því að framansögðu orðið mjög ofar- lega á baugi í þjóðfélaginu. Nú blandast engum hugur um að störf lækna í þjóðfélaginu eru ein- hver hin þýöingarmestu sem það hefur upp á að bjóða. í dag blasa viö læknisfræöinni ný og áður óþekkt vandamál sem eru bæði flókin og erfið. Tæknin hefur tekið svo stórstígum fram- förum, svo og öll sérfræöiþekking, að það er borin von að hinn al- menni borgari geti á nokkurn hátt fylgst með því. Meö allri þessari tækni hefur það gerst að mistök í auknum mæli hafa átt sér staö varöandi meðhöndlun sjúkdóma. Mistök, sem bitnað hafa hart á sjúklingum. Það er því miður þannig að mannleg mistök eiga sér stað víða í þjóðfélaginu, þar er læknastéttin ekki undanskilin. í ágætri grein Þórarins Til þess aö koma til móts við þá aðila í þjóðfélaginu, sem orðið hafa fyrir því að meöferö á sjúkrahúsum hefur leitt til varanlegrar örkuml- unar, ber þjóðfélaginu skylda til að hlaupa undir bagga, þó svo aö aldr- ei verði slíkt bætt með fjármunum nema að litlu leyti. KjaUarinn Karvel Pálmason alþingismaður í því augnamiði var áðurnefnd fyrirspurn á Alþingi borin fram. Ég hygg að mönnum væri hollt, nú á þessum árstíma, að staldra aðeins við og gera sér grein fyrir því hvað um er að ræða þegar al- varlegan sjúkdóm ber að höndum. Líkamlegar þjánjngar standa flest- um nær en hinar sálrænu. í ágætri grein, eftir Þórarin Sveinsson, yfir- lækni á Lanspítalanum’, rakst ég á eftirfarandi fyrir nokkru. Þar segir m.a.: „Alvarlegan sjúkdóm má skilgreina sem breytingu, er ógnar tilveru, sjálfsmynd og öryggi ein- staklings eða takmarkar getu hans til fullnægingar grunnþarfa. Vitneskjan um sjúkdóminn veld- ur því sálrænu áfalli/krísu hjá ein- staklingnum vegna mögulegrar skerðingar á lífl hans.“ Síðan segir Þórarinn: „Þessu áfalli fylgir ákveðinn ferill. 1) Löm- un hugans getur staðið mislengi, frá nokkrum mínútum allt upp í daga eða vikur. Meðan þetta ástand varir ýtir einstaklingurinn raun- veruleikanum frá sér af öllum kröftum og hefur því enga mögu- leika á því að nýta hugsunina til þess að taka við og vinna úr vitn- eskju sinni. Oft er einstaklingurinn rólegur á yfirboröinu, en undir niðri er hugsun og tilfinningalíf í algeru uppnámi (kaos). Jafnframt á hann erfitt með að muna hvað í reynd geröist. 2) Viðbragð hugans stendur í vik- ur, allt upp í nokkra mánuði. Hug- urinn hefur nú numið vitneskjuna en getur enn ekki unnið úr henni á rökrænan hátt. - Einstaklingur- inn reynir að aðlaga hugann að heildarmynd raunveruleikans en viðbrögðin byggjast enn á tilfinn- ingalegri svörun, t.d. afneitun, ranghugmyndum, óróa, kvíða eða djúpri angist." Þegar allt fer úrskeiðis Tveimur stigum bætir læknirinn síðan við, það er viðgerðarstiginu, - lækningunni og nýmyndun, - þegar sjúklingurinn fer loksins aö ná sér, sálarlega og líkamlega. Því er þetta sett hér fram að fólk átti sig á því hvað sjúklingar þurfa að ganga í gegnum þegar allt fer úrskeiðins í meðhöndlun - og sjúklingurinn þarf að lifa áfram við mismikla skerta starfsorku alla ævi vegna þess að lækning hefur ekki náð þeim tilgangi sem upphaf- lega var ætlast til. Um það getur enginn borið vitni nema sá sem reynt hefur. Þjóð- félaginu ber því siðferðileg skylda til að hlaupa hér undir bagga, því það er ekki sæmandi nútíma þjóð- félagi að fjöldi manns liði fjár- hagslegan skort auk allra þeirra hörmunga sem lýst er hér að fram- an. Hér þurfa því að koma lög til aðstoðar þeim sjúku. Karvel Pálmason „Meö allri þessari tækni hefur þaö gerst aö mistök í auknum mæli hafa átt sér stað varðandi meðhöndlun sjúk- dóma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.