Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. Útlönd Danir sýna hern- aðarbandalagi V- Evrópu áhuga Meirihluti danska þingsins vill at- huga möguleikana á inngöngu Dana í hemaöarbandalag Vestur-Evrópu. í vikunni féllu jafnaöarmenn frá andstöðu við hernaðarbandalagið. Hernaðarbandalag Vestur-Evrópu er oft kallað evrópski hlutinn af NATO. Bandalagið var stofnað 1955 og til skamms tíma var það næsta óvirkt. En upp á síðkastið eru teikn á lofti sem benda til þess að banda- lagið muni fá aukið vægi. Meðlimalönd hernaöarbandalags Vestur-Evrópu eru Bretland, Frakk- land, Holland, Belgía, Vestur-Þýska- land, Luxemburg og Ítalía. Spán- verjar og Portúgalir eru á leiðinni í bandalagið. Eftir því sem pólitísk eining Evr- ópu eykst með starfi Efnahagsbanda- lagsins aukast líkurnar fyrir því að hin sömu ríki muni taka upp nánara samstarf á sviöi hernaðar. Hernaðar- bandalag Vestur-Evrópu er sá vett- vangur sem slíkt samstarf færi fram. Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráð- herra Dana, sagðist fagna því að Jafnaðarmannaflokkurinn lét af andstöðu sinni við bandalagið, það gerði Dönum auðveldara að ræöa við hernaðarbandalagið. Mat danskra jafnaðarmanna er að hernaðarbandalag Vestur-Evrópu er ekki eins hvetjandi til aukins víg- búnaðar og áður. Ennfremur kemur til að bandalagið gerir stöðu Evrópu sterkari í samstarfinu yið Bandarík- in í NATO. -Ritzau Bandaríkjamenn loka innlendum herstöðvum Bandaríkjamenn æfia i fyrsta sinn í 11 ár að loka nokkrum tugum þeirra 3.300 herstöðva sem er að finna vítt og breitt um Bandaríkin. Tólf manna nefiid mun á næst- unni gera tillögur um hvaða her- stöðvum skuli lokað. Herstöðvar eru mikilvæg tekjulind þeirra borga og bæja sem liggja nærri þeim. Búist er viö kröftugum mót- mælum þegar tilkynnt verður um hvaða herstöövum veröi lokað. Yfirvöld ætla aö spara ura tvo milljarða Bandaríkjadala með lok- un herstöðvanna. Frank Carlucci vamarmálaráöherra vili ekki segja hve mörgum herstöðvum verði lokaö en giskað er á aö þær veröi á bihnu 25-50. Reuter Gamlar Boeing 727 þotur í viðgerð Hnoðboltar í Boeing 727 þotum, sem smíðaðar eru fyrir 1971, eru úr sér gengnir og verður að skipta um þá. Þetta er skoðun bandarískra flug- málayfirvalda. Á mánudaginn kom gat á skrokk Boeing 727 þotu bandaríska flugfé- lagsins Eastern Airlines og varð að nauðlenda henni í Vestur-Virginíu. Engin slys urðu á mönnum. Daginn eftir kom í ljós aö önnur Boeing 727 vél sama flugfélags var með álíka skemmdir. Talsmaöur bandarískra flugmála- yfirvalda sagði að Boeingverksmiðj- urnar hefðu skipt um framleiðsluað- ferð árið 1971 og vélar framleiddar eftir þann tíma þyrftu ekki endur- bóta við. Reuter Boeing 727 þotur, sem eru smiðaðar fyrir 1971, verða að gangast undir gagngerar endurbætur. Umsjón: Páll Vilhjálmsson FLUGELDASALA HAUKA Stórkostlegt úrval flugelda Þar á meðal ílugeldar, blys,' tertur og bæjarins besta úrval af fjölskyldupökkum. Vegna sérstakra samninga við innflytjendur hefur verðið aldrei verið betra ÚTSÖLUSTAÐIR: Vinnuskólinn v/Flatahraun og v/Raíha, Lækj- argötu. VISA og EURO þjónusta, ávísanir geymdar fram yfir áramót. OPIÐ frá kl. 10-22 alla daga og til kl. 16 gamlársdag. Hernaðarbandalag EVRÓPU ■ Stofnríki Verðandi meðlimir íhuga aðild ÚVJRJ Afrískir stúdent- ar flýja Kína Afrískir stúdentar í Nanking í Kína vilja komast til síns heima eftir að þeir urðu fyrir aðsúgi kínverskra námsbræðra sinna. Kínversku námsmennirnir urðu æfir eftir dansleik þar sem hinir af- rísku létu vel aö kínverskum yngis- meyjum. Afrískp stúdentarnir lögðu á fiótta og komust í heimavistina í Nanking háskóla. Kínverjarnir fylgdu í humátt á eftir, settust um húsnæði blakkra og hófu grjótkast og hrópuðu niðrandi ummæli um kynþátt svartra. Lögregla kom á vettvang, barg þeim afrísku úr umsátrinu og kom þeim í skjól. Margir afrísku stúdentanna hafa misst allan námsáhugapg æskjaj þess aö komast heim í afrísku átthagana. Reuter Kínverskir lögreglumenn slá skjaldborg um afriska stúdenta i Nanking. Þrír palestínskir skæruliðar skotnir ísraelskir hermenn skutu 3 palest- ínska skæruliða í gær við landamæri ísraels og Líbanons. Skæruliðamir vom vel vopnum búnir og brutu sér leið í gegnum gaddavírsgirðingu á landamærum Israels og Libanons. Eftirlitssveit ísraelska hersins kom auga á skæru- liðana og eftir skotbardaga lágu þre- menningarnir í valnum. Róstur halda áfram á herteknu svæöunum í ísrael. Tveir palestínsk- ir unglingar létu lífið í gær þegar ísraelskir hermenn skutu að ung- mennum sem köstuðu grjóti að her- mönnunum. Allsherjarverkfall var á hernáms- svæðunum í gær og allt athafnalíf lamað. Tveir ísraelsmenrx særðust þegar Palestínumenn köstuðu grjóti að strætisvagni í þorpinu Batri ná- lægt Betlehem. Reuter Þessir þrír Palestinumenn voru skotnir við landamæri Libanons og ísraels i gær. Myndin var tekin áður en þeir reyndu að komast yfir landa- mærin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.