Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. Andlát Bryndís Elín Einarsdóttir lést af slys- fórum í Connecticut, Bandaríkjun- um, 26. desember. Baldvin Ringsted tannlæknir er lát- inn. Agnar Kristjánsson forstjóri lést í Landspítalanum aöfaranótt 27. des- ember. Jónína Sigurðardóttir frá Hoffelli, Vestmannaeyjum, andaðist í Landa- kotsspítala 27. desember. Kristín Ingileifsdóttir, fyrrv. ljós- móðir frá Vík í Mýrdal, lést 27. des- ember á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Jón Kristjánsson, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, andaðist þriðjudag- inn 27. desember. Baldur Ólafsson, Boðahlein 20, Garðabæ, er látinn. Jarðarfarir Jónina Þorleifsdóttir frá Ólafsfirði lést á Hrafnistu þriðjudaginn 27. des- ember. Jarðað verður í Olafsfirði en minningarathöfn fer fram í Foss- vogskapellu fóstudaginn 30. desem- ber kl. 15.30. Hulda Siguijónsdóttir, fyrrum hús- móðir í Firði, Seyðisfirði, andaðist 12. desember sl. Jarðarfórin hefur farið fram. Anton Sigurðsson leigubifreiðar- stjóri, sem andaðist 16. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fóstudaginn 30. desember kl. 13.30. Útíor Jörundar Þórðarsonar frá In- gjaldshóli fer fram frá Hallgríms- kirkju í dag, 29. desember. kl. 13.30. Anton Sigurðsson leigubifreiðar- stjóri verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík fóstudaginn 30. desember kl. 13.30. Sveinn Ólafsson, Faxabraut 66, Keílavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fóstudaginn' 30. desember kl. 14. Útför Sigríðar Jónsdóttur, Kvíum í Þverárhlíð, fer fram frá Norðtungu- kirkju föstudaginn 30. desember kl. 14. Bílferð verður frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 10. f.h. Ólína Kristín Jónsdóttir frá Ölvalds- stöðum, Bjarnarstíg 7, Reykjavík, er lést í Borgarspítalanum fimmtudag- inn 22. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fóstudaginn 30. desember kl. 10.30. Ólafía Jónsdóttir frá Hlíð, Klappar- stíg 17, er lést í Landakotsspítala 20. þessa mánaðar, verður jarðsungin fóstudaginn 30. desember frá Snóks- dalskirkju kl. 14. Bilferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 9 árdegis. Magnús Axelsson lést 19. desember. Hann fæddist í Króki í Garði 11. nóv- ember 1927, sonur hjónanna Axels Sovétmenn þakka Sendiráð Sovétríkjanna á íslandi lætur í ljós innilegt þakklæti sitt til allra þeirra sem lýst hafa yfir samúö sinni vegna hörmulegra afleiðinga náttúruhamfaranna í Armeníu og svo til þeirra stofnana og einstakl- inga sem hafa á ýmsan hátt hjálpað nauðstöddum íbúum Armeníu. Pálssonar og Sesselju Magnúsdóttur. Magnús settist í Sjómannaskólann þar sem hann lauk farmannaprófi. Árið 1963 yfirtók Magnús rekstur Dráttarbrautar Keflavíkur hf. sem hann rak til dauðadags en auk þess rak hann síðustu misserin útgerðar- fyrirtækið Vör hf. Eftirlifandi eigin- kona hans er Kristín Þóröardóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Útför Magnúsar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Þórunn Úlfarsdóttir lést 21. desem- ber. Hún fæddist 31. janúar 1903. Foreldrar hennar voru hjónin Úlfar Jónsson og Guðlaug Brynjólfsdóttir. Þórunn giftist Birni Haraldi Sigfús- syni en hann lést árið 1931. Þau hjón- in eignuðust tjögur börn. Árið 1939 hóf Þórunn sambúð með Sveini Sveinssyni en þau slitu samvistum eftir nokkurra ára sambúð. Þau eign- uðust saman einn son. Þrír synir Þórunnar eru á lífi. Útfór hennar verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Lúther Salomonsson lést 17. desem- ber. Hann fæddist 4. nóvember árið 1900 í Mávahlíö í Fróðárhreppi. For- eldrar hans voru Lárusína Lárus- dóttir Fjeldsted og Salomon Sigurðs- son. Lúther lærði pípulagnir og starf- aði lengi við sjálfstæðan rekstur. Lúther giftist Sveinsínu Oddsdóttur og eignuðust þau fimm börn. Þau slitu samvistum. Áður hafði Lúther eignast einn son. Útfór Lúthers verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. TiBcyimingar JólahraðskákmótTafl- félags Seltjarnarness Hið árlega jólahraðskákmót Tatlfélags Seltjarnarness verður haldið í Valhúsa- skóla í kvöld, 29. desember, kl. 20. Þátt- taka er öllum heimil og verða vegleg verðlaun veitt. Þátttakendur eru hvattir til að mæta stundvíslega. Jólasýning Alþýðuleikhússins Milli jóla og nýárs heldur Alþýðuleik- húsið áfram sýningum sínum á Kossi kóngulóarkonunnar eftir Manuel Puig í kjallara Hlaðvarpans að Vesturgötu 3. Leikritið var frumsýnt í október sl. Sýn- ingum fer nú fækkandi. Sýningar verða í dag, 29., og fóstudaginn 30. desember kl. 20.30. Tónleikar Orgeltónleikar í Grensáskirkju Árni Arinbjarnarson heldur orgeltón- leika fóstudaginn 30. desember kl. 20.30 á hið nýja orgel Grensáskirkju, sem sett var upp í kirkjunni og vígt sl. haust, en orgelið var smíðað í orgelverksmiðjunni Bruno Christensen & Sönner í Dan- mörku. Á efnisskrá tónleikanna eru org- elverk eftir Pachelbel, Buxtehude, Bach, d’Aquin og Boellmann og eru sum þess- ara verka tengd boðskap jólanna. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Happdrætti Happdrætti Styrktar- félags vangefinna Dregið var í happdrætti Styrktarfélags vangefmna 24. desember sl. Vinningar komu á nr. 74654, bifreið, Subaru station 1800, kr. 1.000.000, nr. 30327, bifreið, Honda Civic 4D GL, kr. 835.000. Bifreið að eigin vaU á kr. 500.000 kom á nr. 40057, 43738, 46092, 51305, 55036, 59123, 81633 og 90877. Alúðarþakkir færi ég öllum þeim sem minntust mín með heillaóskum á 100 ára afmæli mínu 21. des. sl. Börnum mínum og afkomendum færi ég sérstakar þakkir fyrir hversu ógleymanlegan daginn þau geróu mér með samsæti í Sóknarsalnum nefndan dag. Bið ég Guð að blessa ykkur öll. Guðmundur Ólafsson Kaplaskjólsvegi 37 Meiming______________________________dv Notaö og nýtt Lilja Garðar Þór Cortes og Einar Örn Einarsson ieika Nonna og Manna. Kvikmyndin Lilja var gerð árið 1978 eftir lítilli sögu Halldórs Lax- ness. Leikstjóri var Hrafn Gunn- laugsson. Hún var endursýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi. Smásagan Lilja er hreinasta perla, sennilega einhver allra besta smásaga sem rituð hefur verið á íslensku. Fyrir utan það að hægt er að nota hana sem kennslubókar- dæmi um frábærlega vel upp byggða smásögu bregöur höfund- ur, á þann hátt sem honum er ein- um lagið, Ijósi á ævisögu tveggja einstaklinga sem ekki var skapað nema að skilja. Halldór les sjálfur texta sögu- mannsins og það eitt gerir myndina nokkurs virði þó að hún hafi að mörgu leyti illa þolað tímans tönn. Veldur þar miklu fatatíska þess tímabils sem hún er tekin á en sá furðufatnaður vekur bros í dag og truflar áhorfandann. Betra hefði verið að miða klæðn- að persóna við þann tíma sem sag- an á að gerast á enda veröur stúss °gamla mannsins með kol og spýtur til uppkveikju algjör tímaskekkja miðað við alla ytri umgjörð mynd- arinnar. Hins vegar er það best við mynd- ina hvað Hrafn nálgast viðfangs- efnið af mikilli virðingu og er sögu- efninu trúr. Tæknilega séð gæti ég trúað að höfundi hennar þyki hún óburðug í dag enda hefur mikið vatn runniö til sjávar síðan hún var gerð. En með því að nota sögumann tengjast myndskeiðin nettlega saman og furðuvel tekst að koma viðkvæmu efni sögunnar til skila ef frá eru taldir þeir annmarkar sem fyrr er getið. Saga gamla mannsins raðast saman smátt og smátt eftir því sem líður á myndina þó að hann hafi fá orð þar um sjálfur. Og tregi og einmanaleiki heillar ævi rúmast líka í lokaorðum myndarinnar þeg- ar Lilja, æskuvina hans, sem eign- aðist þrettán böm með manni sin- um, segir: Ég var líka alltaf ein. Nonni og Manni Eitt af þvi sem forráðamenn RÚV-sjónvarps hafa gert til þess að gleðja hjörtu landsmanna nú um jólin er að taka til .sýninga fram- haldsþætti sem sýndir eru undir samheitinu Nonni og Manni. Við gerð þáttanna koma margar þjóðir við sögu en leikstjóri er Agúst Guömundsson og þeir Nonni og Manni eru leiknir af tveimur íslenskum drengjum, Garöari Thor Cortes og Einari Erni Einarssyni. Þáttaröð þessi er aö nafninu til byggð á sögum Jóns Sveinssonar um bræður tvo sem flestir íslend- ingar þekkja en handritshöfundar fara mjög frjálslega með þann efni- við svo að ekki sé meira sagt. Leiklist Auður Eydal Reyndar er vandséð hvað þættirnir eiga sameiginlegt með Nonnabók- unum utan nafnið eitt. Börn og unglingar geta sjálfsagt haft nokkurt gaman af því að fylgj- ast með baráttu bræöranna fyrir því að ekkjan, móðir þeirra, giftist manni að þeirra skapi en það virð- ist enn sem komið er vera megi- nefni þáttanna. Hinn illi Magnús reynir með klækjum að klófesta frúna og vílar ekki fyrir sér að saka meðbiðil sinn, Harald, um að hafa framið ódæðisverk. Með því að koma sök- inni á morði, sem hann hefur sjálf- ur framið, á Harald slær Magnús margar flugur í einu höggi svo að það er engin furða þó að hann reyni ákaft að hafa hendur í hári Harald- ar þegar sá góði maður fiýr til fjalla. Tenging við Nonnabækumar er mjög óljós. Nú er búið að sýna fióra af sex þáttum og hingað til hef ég aöeins séð tvö atriði í öllu þessu pródúkti sem gæti verið fengið úr Nonnabókunum en það eru hrakn- ingar þeirra bræðra á bátsskel úti á rúmsjó í þoku og síðan heilmikið ísbjarnablús þar sem stórfurðuleg- ir bjössar herja á saklaust fólkið á Skipalóni. Að öðru leyti er varla hægt að segja að höfundar handrits ómaki sig við að glugga í bækurnar nema rétt til að fá stikkorð sem einhver alveg ný saga er síðan prjónuð út frá. Þó aö þekktum andlitum ís- lenskra leikara bregði fyrir í auka- hlutverkum og drengimir tveir, sem leika þá Nonna og Manna, séu ósköp þekkilegir er fátt sem tengir þessa þætti íslandi. Landslagið og hestamir (reyndar rollumar líka) standa að vísu alltaf fyrir sínu en það nægir engan veginn til að gera þættina áhugaverða þar sem at- burðarás er mjög hæg og efnið rýrt. Bregði maður fyrir sig hinu glögga gests auga og reyni að ímynda sér hvernig þetta muni koma útlendingum fyrir sjónir verður því miður það sama uppi á teningnum. Handritið virðist held- ur flausturslega gert þó að nógu margir séu skrifaöir fyrir því og augljósar gloppur í efnisþræðinum. Um þverbak keyrði í þættinum í gærkvöldi þegar veðrabrigði voru með þeim ólíkindum aö áhorfendur voru farnir að skellihlæja að allri vitleysunni og eru þó bornir og barnfæddir Islendingar ýmsum veðrum vanir. Það sem sætir einna mestum tíð- indum við sýningu þáttanna hér er sú nýlunda að íslenskur texti hefur verið talaður inn á myndina í stað þess upphaflega (enska). Víða um lönd eru menn harðir á því að „talsetja” allar erlendar myndir og hafa náð mikilli leikni í þeirri íþrótt. Óneitanlega hefur manni oft fundist skondið að sjá þekkta vesturheimska leikara mæla af munni fram á óaðfinnan- legri þýsku, frönsku eða ítölsku en aítént er það oftast mjög vel unnið, tæknilega séð. Það kann að stafa af reynsluleysi hérlendra að ekki hefur tekist sem skyldi að stemma saman munn- hreyflngar leikenda og talaða ís- lenska textann. Þetta eykur á stirð- leikann sem var þó ærinn fyrir. Gamlir aðdáendur þeirra Nonna og Manna hljóta sem sagt að verða fyrir vonbrigðum því aö lítið er í þessum þáttum af þeirri ljúfu og mannúðlegu stemningu sem bæk- umar era svo ríkar af og fátt eitt finnst af saklausu ævintýrunum sem þeir bræöur lentu í. En bækumar standa alltaf fyrir sínu og þá er bara að taka þær í hönd og endumýja kynnin við ver- öld sem var. AE Eftirlitsmaðurmn Jólaleikrit útvarpsins var Eftir- litsmaðurinn eftir Nikolai Gogol. Þýðinguna gerði Sigurður Gríms- son og leikstjóri var Þorsteinn Gunnarsson. Það er skemmst frá að segja að hafa mátti af flutningi verksins hina bestu skemmtun. Meira en aldargömul ádeila Go- gols á hræsni, snobb og yfirdreps- skap er enn í fullu gildi. Óg er ekki þjóðarleiðtogi þeirra austur í Sovét í dag einmitt að berjast viö og gagn- rýna misbeitingu valds, misferli embættismanna og samtryggingu kerfiskalla, rétt eins og Gogol gerði með öðram hætti í þessu leikriti sínu? Höfundur Eftirhtsmannsins leik- ur sér eins og köttur að mús að spilltum embættismönnum, grann- vitrum borgurum og undirlægjum sem láta alla spillinguna í friði á meðan þeir hafa einhverja von um að njóta góðs af molunum sem falla af borðum höfðingjanna. Leiklist Auður Eydal Allt þetta lið fær ærlegt kjafts- högg þegar upp kemst að gestkom- andi piltungur, sem borgarbúar héldu af misskilningi að væri eftir- litsmaður frá stjórainni í Péturs- borg, er í raun aðeins venjulegur ferðamaður, staurblankur og valdalaus. Til þess að kaupa sér frið höfðu allir keppst við að gera sem best við hann og veita honum allt sem hugur hans girntist og stóðu svo afhjúpaðir þegar hið sanna komst upp. Þorsteinn Gunnarsson stýrði völdu liði leikara sem margir hverjir hafa flutning leikins texta í útvarpi fullkomlega á valdi sínu. Nægir þar að nefna ErUng Gísla- -son, Sigurð Sigurjónsson, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Margréti Helgu Jóhannsdóttur og Sigrúnu Eddu Björasdóttur. Flutningurinn var hressilegur og lifandi eins og við átti og tækni- vinna með ágætum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.